14.7.2008 | 14:45
Fáklædd söluvara labbar um miðbæ Reykjavíkur, nuddar nautnalega lærin með dollaramerki í augum. Hefur þú keypt þér rós nýlega?
Lítið vissi ég um þegar ég bloggaði í gær um fegurstu rósina í miðbænum;
"Fegursta rósin vex oft í mesta skítnum" - að ég ætti í raun og veru eftir að horfa á raunverulega fagra rós - standandi berleggjuð á horni Hverfisgötu og Vitastígs - strjúkandi á sér lærin með dollaramerki í augum - augum sem vandlega fylgdu hverjum bílnum sem ók hjá eins og um síðasta Fönixinn væri að ræða. Máltækið var haft eftir Guðmundi Odd "Goddur" Magnússyni, um veggjakrot í miðborginni
Í gærkvöldi, Sunnudagskvöld 13 Júlí, ók ég nokkurra hringja skoðunarrúnt um miðbæ Reykjavíkur með tveim vinkonum og gesti af Skemmtiferðaskipinu Aurora sem nú liggur við höfnina Við Klettagarða.
Ætlunin var að sýna ferðafólki hve Reykjavík væri nú dönnuð og flott, laus við vandamál höfuðborga annarra Evrópulanda - hve ólík höfuðborg Íslands væri því sem gerist á erlendum vettvangi. Ég átti í raun og veru ekki von á öðru en að hugmynd mín um Reykjavík væri nefnilega nákvæmlega þannig - flott borg án alþjóðlegra vandamála, en mikið kom það mér á óvart þegar ég horfið á það með eigin augum að nákvæmlega sama ferli eða þróun á sér stað í hjarta Reykjavíkur - og maður sér víða erlendis við hringtorg eða á hornum stórborganna - jú - einmitt - gleðikonur sem selja aðgang að líkama sínum hverjum þeim sem keyra framhjá eða óska eftir greiðanum.
Þegar við nálguðums áður nefnt horn, Hverfisgötu/Vitastíg, varð einum gesta minna að orði "Hey man, there is a prostitute on that cornor, damn she´s hot looking". Við litum öll þangað sem gesturinn benti okkur - og viti menn, þarna stóð hún. Svona líka falleg stúlka af asískum uppruna.
Ég átti ekki orð, hafði nú ekki verið mikið í miðbænum síðustu misseri og hef ekki djammað í miðbænum árum saman - enn síður verið þar á ferðinni svona seint, en klukkan var um miðnætti.
Þarna á horninu stóð sem sagt þessi fallega líkamssölustúlka, svo fáklædd að mig langaði til að stoppa - til að bjóða henni jakka eða peysu til afnota í norðan-nepjunni sem var í gærkvöldi. Hún leit út fyrir að vera undir tvítugu, glæsileg á að líta og yndisleg - en skjálfandi í kuldanum var hún í agnarlitlu mínípilsi og stuttum jakka sem náði ekki niður að pilsinu svo það glitti í fagran naflann.
"Þetta er örugglega ekki gleðikona, hún er örugglega bara að bíða eftir einhverjum - það eru ekki svona götuportkonur á Íslandi" sagði ég afsakandi við gestina mína. En það sem blasti við sagði okkur þó að ég hafði sannarlega rangt fyrir mér. Þarna í miðborginni - við aðalrúntgötur miðborgarinnar - stóð ung asísk stúlka, næstum klæðalaus - og í hvert sinn sem bíll keyrði framhjá þá beygði hún sig aðeins fram, horfið með eftirvæntingu á bílinn - setti aðra hendina niður á mitt lærið og strauk nautnalega lærið og upp undir pilsið - án þess að fara þó alla leið í dimmuborgir með hendurnar.
Ég get sagt ykkur það satt að andlitið sem ég hafði sett upp um morguninn - spariandlitið og andlitið sem var svo stolt af landi og þjóð - andlitið sem var alveg með það á hreinu að höfuðborg Íslands væri sannarlega og raunverulega öðruvísi en aðrar höfuðborgir heims - það andlit var runnið niður á gólf í bílnum og á mér var sviplaus vantrú og ... vonbrigðarsvipur.
Ok, ég vissi vel af því að sögur hafa lengi farið af mannsali, vændi og ýmsu öðru misjöfnu í Reykjavík - en ég hafði ætíð haft svona ákveðinn fyrirvara á því að trúa að slíkt væri í raun og veru að grassera hérna. Verð þó að viðurkenna að ég hef áður rekist á ákveðið gleðikonuform - en það var fyrir einhverjum áratug eða svo að íslensk kona kom að mér á veitingahúsi/skemmtistað og bauð mér næturblíðu gegn fríum drykkjum það kvöldið - sem ég ykkur að segja - hafnaði kurteislega en gaf henni þó einn drykk með von um að hún þyrfti ekki að leggjast svona lágt og léti sér þann drykk nægja. Sá hana þó fljúga á miðaldra mann rétt hjá mér stuttu síðar og heyrði sömu spurninguna fljúga á hann og mi skömmu áður. En þetta hélt ég að væri eina svokallaða vændið í Reykjavík - mikið getur maður verið shallow stundum.
Við tókum nokkra hringi þarna um miðbæinn, keyrðum upp Hverfisgötu og niður Laugarveg - og þrisvar var stúlkan strjúkandi lærin er við keyrðum framhjá, even though she must have seen that there were more than one person in this car.
Í fjórða hring sáum við hana stökkva inn í bíl hjá eldri manni þegar við keyrðum framhjá - gestunum var skemmt - en mér ekki. Númerið á bíl mannsins er ... neinei... ég er nú ekki svona vondur.
Ég vona að einhver frá borginni sé á vakt og skoði svona mál, að svona verði tekið úr umferð svo þetta blasi ekki við hverjum þeim sem aka um miðborgina.
Þó við séum sennilega öll til í að hafa fagrar rósi í miðbænum - þá erum við sennilega flest sammála um að þessi rósartegund væri ekki æskileg í henni fallegu Reykjavíkurborg, eða hvað?
Að þessum hugleiðingum loknum - verð ég að segja að ég hugsa að Vesturbærinn sé nú ekki lengur vinsælasti staður Reykjavíkur - heldur eru rósir Hverfisgatu/Vitastígs búnar að færa miðbæinn ofar á vinsældarlistann með Rósum í hnappagat þurfandi landslýðsins..
Vesturbærinn enn vinsæll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Og það sem er undarlegt er að núna...þegar þú ert búinn að sjá þetta einu sinni áttu eftir að sjá þetta oft. Þetta er búið að vera þarna fyrir augunum á okkur í miðbænum árum saman en við erum bara svo bláeygð........
Það eru nokkur ár síðan mér var bent á svipað dæmi niðrí bæ og ég var alveg viss um að þær væru einmitt bara að bíða eftir vinum..... þrætti þangað til vinur minn vatt sér upp að þeim og spurði um verð.
Síðan þá líður ekki helgi án þess að ég sjái svona sölukonur í miðbænum
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 14:50
Oj, oj, þetta var nú aldeils túrismi hjá þér. Sýna fólkinu gleðikonur í 101 Rek. Vissi reyndar ekki að þær væru komnar út á götu, en við Íslendingar erum fljót að tileinka okkur allt gott og gagnlegt. Þarf að koma mér upp svona andlitsvegg, suma daga er nefnilega ekkert lag á þessum fjanda sem geyspar framan í mig þegar ég fer að tannbursta mig. Knús á þig dúllan mín og veistu, færslurnar þínar eru yndislegar.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 15:06
Mér finnst þetta athyglisvert - hef sjálf aldrei tekið eftir þessu. En ég tek undir með þér Tigercopper, lögreglan ætti að bregðast við. Þetta er ekki sú ásýnd sem við viljum hafa á miðborg Reykjavíkur. Kannski er ekki út í hött að birta einfaldlega bílnúmer þeirra sem taka þessar stúlkur upp í. Það myndi torvelda viðskiptin.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.7.2008 kl. 15:26
Veistu Heiða - það er nokkuð til í því hjá þér, núna mun maður ekki lengur strunsa bláeygur um miðbæinn. Auðvitað hefur maður heyrt talsvert af svona löguðu - en aldrei fyrr séð svona sölumennsku með eigin augum hérna heima.
Vonandi mun Jakob Miðborgarstjóri skoða þetta vel þar sem hann hefur lofað því að taka miðbæinn í gegn - eða er það ekki málið - að reyna að uppræta fegurstu rósirnar úr miðbænum?
Ég yrði alveg óður ef ég ætti heima þarna í miðbænum og sæi svona út úr stofuglugganum mínum - óður en ekki móður - ég myndi ekki vilja hafa vændiskonur upp við mína húshlið, enda - hver skildi vilja það?
Ásdís mín; Takk fyrir falleg orð til mín. Já, gleðikonurúnturinn var nú ekki alveg á pallborðinu - en líklega fengum við að sjá meira en útsýningarferðin hljóðaði uppá í byrjun. Þróunin hér á landi er já fljót að grípa það sem gerist annarsstaðar í heiminum - því er ver á sumum sviðum. Andlitsveggur er nauðsynlegur til að geta gengið með "rétt" look inn í hvern komandi dag ...
Tiger, 14.7.2008 kl. 15:27
Sæl Ólína mín. Já, það væri kannski í raun besta ráðið til að spyrna við svona sölumennsku - að birta opinberlega bílnúmer þeirra sem kaupa vændi. Engin myndi vilja láta bílnúmer sitt koma fram í þessum skilningi svo ég gruna að það sé líkt og þú segir - það myndi torvelda viðskiptin.
Engin vill láta bendla sig við vændi eða kaup á vændi, held ég - svo þetta er sannarlega góð hugmynd hjá þér. Í það minnsta væri ég til í að sjá þetta hverfa úr götumynd og ásýnd borgarinnar þannig að ég/við getum sannarlega keyrt um þar með gesti erlendis frá - eða bara börnin okkar - án þess að þurfa að sniðganga hluta borgarinnar af skömm við það sem þar blómstrar.
Takk fyrir innleggið ykkar Heiða, Ásdís og Ólína ..
Tiger, 14.7.2008 kl. 15:33
Detti nú af mér allar dauðar lýs, ekki vissi ég að Reykjavík væri orðin það mikil stórborg að dömurnar væru komnar með eigið horn. Ég hélt satt að seiga að það væri einstaka kona í sölumennsku heima hjá sér, svona getur maður nú verið bláeygður. Hérna í Malmö var gata hérna áður sem að var yfirfull af fölum konum. Ég fór helst ekki um þessa götu þar sem að ég þurfti allann tímann að afsaka að ég væri ekki til sölu.
En sannleikurinn er víst sá, að margir menn eiga erfitt með að næla sér í konu á venjulegan máta, þá er farið til þessara kvenna, eiginlega veit ég ekki hvað mér finnst um það, hvort að ég á að dæma þá fyrir að vilja fá smá hlýju.
Heiður Helgadóttir, 14.7.2008 kl. 15:54
Heidi Helga; Jú, víst er það satt að Reykjavík er víst orðin heilmikið batterí. Maður hefði auðvitað ekki átt að vera svona shallow að halda að við værum eitthvað öðruvísi en hinar höfuðborgirnar í heiminum, en á einhvern undarlegan hátt þá er maður bara fastur með stoltið sem blindfold í barnalegri trú sinni að Reykjavík sé víst allt öðruvísi og betri en aðrir staðir.
Mér er svo sem sama þannig séð - ef konur kjósa að selja sig svona - en ég myndi þá frekar vilja sjá það gerast undir eftirliti heilbrigðisstéttarinnar og löglegt - frekar en að það sé að læðast í dimmum skúmaskotum þar sem ýmislegt ljótt getur grasserað með í kaupunum.
Næsta víst er að mjög margir eru þurfandi fyrir hlýju - en ég vil hvorki dæma seljanda né kaupanda ef þetta fer leiðir sem hafa engin skúmaskot.
Tiger, 14.7.2008 kl. 16:06
Ekki hafði ég hugmynd um þetta. Ég hélt að hér væri hreinlega of kalt til að hægt væri að stunda þessi viðskipti með þessum hætti. Þetta er kannski bara sumarstarf hjá þeim.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:26
Já Helga mín, nú veit ég ekki meira - sá þetta í fyrsta skipti í gærkvöldi og sá að stúlkukindin var skjálfandi vegna kulda og eigin léttklæðnaðar. Kannski standa þær í loðkápum og kuldastígvélum, lopahúfum og lopavettlingum - gammósíum og slíku yfir veturinn...
Nei, ég veit það ekki - hvort hér sé um sumargigg að ræða eða heilsárs.
Þakka ykkur Heidi og Helga fyrir heimsóknina og innleggið ykkar!
Tiger, 14.7.2008 kl. 16:30
Neyðin er stór, og hefur verið þannig lengi. Því miður eru allt of margir i neyð. Hjarta mitt finnur til með þessu fólki.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:17
Auðvitað er vændi í Reykjavík, hefur alltaf verið það en með meiri eymd og hörku í bransanum verður það væntanlega sýnilegra. Það ætti ekki að koma á óvart!
Já ég finn til með þessum stelpum en fjarskalega finn ég eitthvað lítið til með þeim sem gera þær út, þarf að koma lögum yfir þá fjanda!
knús á þig kall ekki veitir af eftir svona áfall :)
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:45
Sannarlega myndi ég aldrei geta annað en fundið til með þeim sem eru neyddir út í vændi - og væri til í að sjá mikla og þunga refsingu leidda yfir þá sem neyða aðra í vændið.
Samt eru alls ekkert allir sem fara í vændi neyddir til þess og myndi ég aldrei nokkurn tíman dæma manneskju sem kýs að stunda vændi. Allir hafa rétt á því að kjósa sér farveg og það kæmi ekkert á óvart þó margir kjósi einmitt vændið vegna skjótfengins penings.
Guðrún mín B; Jú, sannarlega er neyðin stór og hefur alltaf verið til staðar - en stundum er engin neyð á bakvið svona mál. Ég hef séð erlendis stúlkur sem sannarlega eru að njóta meira en að þær séu að ná sér í eitthvað til að hafa í sig og á.. jú reyndar eru þær allar að ná sér í eitthvað til að hafa í sig og á ... en æi - you know what i mean.
Ofurskutla; Sannarlega mætti koma lögum á þá sem standa í því að selja konur, eða svokallaða melludólga. Það ætti að taka einna harðast á þeim að mínu mati. Neyðin er oft til staðar jú og auðvitað finnur maður til með þeim sem neyðast í vændi..
Það er satt hjá ykkur báðum að maður finnur til með þeim sem lenda í þessum vítahring fyrir tilverknað annarra! Takk fyrir innlit og kvitt..
Tiger, 14.7.2008 kl. 19:00
Ég vil bara taka undir það sem hún Guðbjörg Erlingsdóttir segir hér fyrir ofan. - Og ítreka það, að nú þarf að koma lögum yfir þá fjandans kóna sem gera þessar "stúlkur" út, því þar liggur viðbjóðurinn. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.7.2008 kl. 19:30
Já hérna, nú þarf ég greinilega að opna augun þegar ég er að vinna í miðborginni...í alvörunni hef ég aldrei séð þetta. Ég segi það alveg satt ! Ég er alveg bit og skammast mín í leiðinni fyrir blásakleysið...ji minn eini....
Ragnheiður , 14.7.2008 kl. 20:25
Lilja Guðrún; Ég er sammála ykkur báðum með þessa hlið - uppræta útgerð á svona "iðnað" - karlar eða kerlingar sem selja aðgang að líkama annarra eru skúrkar sem vel mætti dæma harðlega mín vegna!
Ingunn; Það er spurning - en samt ekki málið því lærin sáust mjög vel - nánast alveg upp í dimmuborgir - og þar virtust engar misfellur vera, svona úr fjarlægð allavega. Samt veit maður aldrei - ef maður finnur fyrir kláða þá klórar maður sér náttúrulega ... spurning!
Ragnheiður mín; Við erum greinilega of saklaus til að hafa áttað okkur á þessu, en reyndar kem ég sárasjaldan þarna í bæinn um og eftir miðnættið svo ég kom af fjöllum þegar ég sá þetta. Endilega tékkaðu á þessu næst þegar þú ert að keyra og ferð túr upp Hverfisgötuna..
Takk ljúfasta lið fyrir innlit og innlegg í málefnið ..
Tiger, 14.7.2008 kl. 20:49
Ég er náttulega alger sveitamanneskja og fer sjaldan til Reykjavíkur, en mér skilst ég verði þar um næstu helgi og þá hef ég augun auðvitað hjá mérEkki má ég nú missa af þessari "menningu" í borginni okkar
Jónína Dúadóttir, 14.7.2008 kl. 22:29
Veit ekki hve oft mér hefur verið boðinn dráttur fyrir nokkra bjóra eða nokkur þúsund á börum niðrí bæ um helgar. Bæði íslenskar og útlendar selja sig hér núna ef einhver hefur áhuga margar bráðmyndarlegar. Það eru yfirleit láglaunamenn og menn sem eru ófærir um að ná sér í konu öðruvísi sem neyðast til að fá sér hóru eða giftir menn sem fá það ekki heima hjá sér.
Eigðu gott kvöld Tigercopper Kveðja skattborgari.
Skattborgari, 14.7.2008 kl. 22:41
Já enda er þetta Krimmaborg. Ég meina þetta hefur alltaf verið þarna það sjá bara ekki allir vel.
Úff hvað það er gott í sveitinni.
Knús á þig sæti ljúflingur.
JEG, 14.7.2008 kl. 23:01
Trúissekki.
Já, svona er maður glær, maður áttar sig ekki á að þetta er komið út á göturnar í henni Reykjavíkinni okkar
Svala Erlendsdóttir, 14.7.2008 kl. 23:08
Ég var búin að heyra af þessu og er ekkert hissa.
Huld S. Ringsted, 14.7.2008 kl. 23:51
einu sinni kynntist ég yndislega góðri konu sem hafði hræðilega lífsreynslu af mansali á íslandi og það fyrir löngu síðan, hún tók líf sitt fyrir nokkrum árum, jafnaði sig aldreiþetta er hryllingur alveg. Það sem hún lenti í var engin venjuleg kynlífsþjónusta fyrir einmana menn, heldur pyntingar, hún missti getuna til að eiga börn vegna þess að henni var svo mikið misþyrmt
alva (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:04
Ég er nú að vinna á bar og hef séð ýmislegt undanfarin 10 ár á barnum. Ég hef samt aldrei tekið eftir einhverjum konum úti á götu. Samt vinn ég í miðbænum. Ég ætla að gá næst þegar ég keyri í gegnum miðbæinn hvort ég sjái svona kerlur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:58
Æ hvað mér finnst þetta vera sorgleg þróun . Einhverra hluta vegna hélt maður fast í þeirri von að svona yrði þetta aldrei hérna. Núna ætla ég bara að grípa í vonina um að þetta versni ekki.
Knús í daginn þinn TC minn.
P.s Honum Gunnari mínum þótti leiðinlegt að fá ekki að taka í hendina á þér fyrir það sem þú lagðir á þig fyrir okkur með borðstofusettið.
Tína, 15.7.2008 kl. 08:20
Já hérna alltaf heyrir (les) maður eitthvað nýtt, en það hlaut að koma að þessu eins og öllu öðru því miður engu að síður er þetta skelfilega sorglegt, einhvern veginn finnst mér að það geti bara ekki verið að þessar konur séu að vinna þetta ánægjunar vegna en það er bara ég.
Knús á þig ljúfastur
Helga skjol, 15.7.2008 kl. 08:23
kaddaseija?!! og ég sem hélt allt væri bara svo gott og fallegt í Reykjavík. allt ónýtt
annars tel ég bílnúmerabirtingar afar varhugaverðar. það myndi alveg pottþétt gerast á einhverjum tímapunkti að einhver sem tæki upp í bílinn, vinkonu sem raunverulega beið eftir honum, yrði stimplaður vændiskaupandi.
Brjánn Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 12:07
Ja hérna. Ég er nú svo bláeyg að ég hefði örugglega ekkert fattað þetta. Ég hef heyrt af þessu, en datt alls ekki í hug að þær ættu orðið "horn" á götunum. En mér finnst þetta vera ömurleg þróun og ég er viss um að þessar stúlkur stunda ekki þessa atvinnugrein ánægjunnar vegna. Ég held ég fari með mína túrista á rúntinn eitthvað annað að skoða náttúruna...
Knús á þig inn í daginn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.7.2008 kl. 12:09
Jaherna maður er bara orðlaus....ég fer aldrei nyður í bæ á kveldi til og hef aldrei séð þetta....;) eg er svo sveitó að ég fer á fjörukránna á tjútt...Hef ekki orðið var við svona kellur þar..,)
Halla Vilbergsdóttir, 15.7.2008 kl. 12:28
Mér finnst þetta sorglegt, hef ekki séð þetta sjálf enda afar lítið í Reykjavík að kveldi eða yfirleitt. En það er ekki víst að þær "séu gerðar út", þær geta einfaldlega verið að drýgja tekjurnar sínar, til að fá peninga fyrir fötum og betra lífi. Æ Æ Æ, segi ég nú bara.
Knús á þig TíCí minn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 12:56
æææi segi það nú bara líka, er þetta virkilega komið heim ?? Ég hafði ekki hugmynd um það omg! En eins og almenningur veit sem ferðast til Spánar, er þetta hér á öllum hornum, innkeyrslum, hringtorgum og hvar sem autt pláss er á götunni. Mér hefur alltaf þótt svo erfitt að skýra út fyrir börnum og elstu borgurunum hvað þær séu að gera þarna. Ein 89 ára spurði; hvað eru þessar ungu dömur að selja, ?? Og 5 ára vinkona mín spurði mig eitt sinn; hvað eru þær allar að gera alltaf svona úti á götu? Ég sagði þetta eru "hórur" og reyndi að skýra það eitthvað út.... næst er við áttum leið framhjá, sagði sú litla; úff þarna eru enn "stórurnar" !! ... Nema hvað, þetta sumarið hefur þeim fækkað um meira en helming og eftir nánari eftirgrennslan virðist ástæðan vera sú að þessar sem áttu þessi "stæði" voru ólöglegar í landinu... og því fengu ekki atvinnuleyfi á þessa iðju meira. En það er allavega munur eftir að þeim fækkaði...
Vill þær í burtu úr Rvíkinni einn tveir og þrír!!!!!!!!!
knús og kram Tigercopper **
G Antonia, 15.7.2008 kl. 14:20
Já. Fjölmenningin tekur á sig margar myndir.
marco (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 14:52
Hæ Tiger ég er komin aftur. Annars var þetta ekki bara í fyrsta sinn ever?
Maður er nú svo blár, sko ekki úr kulda, heldur svona blásaklaus að ég hefði ekki trúað þessu, enda aldrei í miðbænum nú orðið, þetta var ekki svona í gamla daga á rúntinum, veit bara það.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 18:10
Hvað er eiginlega að þessu, þetta er allavega ekki ólöglegt er ekki vændi löglegt.
Flott þegar að kellingin er með hausverk að geta tekið rúnt í bæinn
SteiniG (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:44
Guð ég hef aldrei séð þetta og mér finnst þetta mjög sorgleg.
Knús á þig elsku ljúflingur.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2008 kl. 19:35
Je dúdda mía ég er greinilega gjörsamlega bláeygð, hef ekki tekið eftir þessu. Nú mun ég fylgast vel með.
Nú er bara spurning um hvaða gata verður þekkt fyrir Rauðagatan í Reykjavík.
Lilja Kjerúlf, 15.7.2008 kl. 20:03
Ég er nú svo bláeygð að ég sá ekki gleðikonur á Reberbahn eða hvað það nú heitir. Var stödd þar um vetur og fannst þær svo asskoti sniðugar stúlkurnar sem voru þarna á götunni í kuldagöllum, en það voru þá umræddar konur að bíða eftir viðskiptavinum. Einkennisbúningurinn yfir háveturinn var kulda- eða skíðagalli! .. Hef ekki séð þetta á Íslandi, en hávirðulegur kórstjóri minn sem var kona ættuð frá Hong Kong sagðist stundum lenda í því að menn héldu, einungis vegna austræns útlits hennar að hún væri föl og væri stoppuð úti á götu!!..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 21:26
p.s. flott myndin af þér og mörgu andlitunum í rúminu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 21:27
Jæja maður greinilega missi af ýmislegu við það að búa ekki í borgina guð ég get ekki annað sagt nema hvað er gott að búa út á landi þótt ég veit að þetta gæti alveg dreigist út á land líka mér finnst þetta bara sorglegt að hálfa væri nó skrítið að löggan skuli ekkert gera þar sem hún kærir hvern sem er fyrir minnstu smotterí ...
Enn já það er víst ekkert hægt að gera í svona hlutum ísland er bara ekkert skárra heldur enn aðrar þjóðir þótt maður vilji nú ekki trúa því
Kveð í bili
Helena Bjarnþórsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:05
Segi nú bara OMG ef þetta er það sem koma skal
M, 16.7.2008 kl. 00:34
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:11
æ thetta er bara sorglegt.. en thad á ad taka helv.melludólgana og i djeilid med thá, thessar konur gera thetta af neydinni einni saman og svo hirda dólgarnir mest af innkomunni væntanlega. En já , samt er madur eitthvad svo hissa ad lesa thetta,thótt madur hafi audvitad vitad ad væri vændi i Reykjavik sem og sjálfsagt á fleiri stødum á islandinu.
En enn og aftur,bara sorglegt ad minu mati. Hafdu gódan dag minn kæri og knus á thig
María Guðmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:29
Asísk segirðu....... greinilega ekki í Tröllatunguætt eða einhverri annari íslenskri ætt.. senda hana bara úr landi....... einni hórunni færri..
Angelfish, 16.7.2008 kl. 17:24
Eftir árásirnar upp í Keilufell, barnamorðið í Keflavík, líkamsárásirnar í Rvk og innflutningurinn á öllu dópinu þá kemur mér það rosalega á óvart að útlendingarnir hér séu núna farnir að stunda vændi í miðborg Reykjavíkur.
... Og ég sem hélt að þetta fólk væri að koma hingað í leit að betri lífi
Dharma (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:52
Ég skal segja ykkur það.. ég hefði ekki getað ýmindað mér að það væri gleðikonur svona fyrir augum allra í R.V.K.
En svona er maður glær
Betsý Árna Kristinsdóttir, 16.7.2008 kl. 19:21
Ég held þetta hafi verið til í ýmsum myndum á okkar fagra landi, hlaut að koma að " hornunum" líka, því miður veit ég ekki hvernig og hvort hægt er að stoppa þetta
Sendi knús á þig, minn kæri.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.7.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.