"Já, við skulum bara hafa þetta eins og það er - og spyrja að leikslokum" segir Landspabbi glaðhlakklega beint framan í fátæka þjóðina sem berst við að halda sér á floti með sökkvandi krónu - með himinháa vexti á eftir sér ásamt alls skyns hækkunum á allt heimilishaldið.
Sko, kæri Landspabbi - vér ætluðum svo sem ekkert að vera að kvarta í yður, en vér ákváðum bara láta yður vita af því - þar sem þér virðist vera úti á þekju - að það eru löngu komin leikslok hjá flestum láglaunastéttunum á Íslandi í dag.
Þér háu herrar sem stjórnið og stýrið fjármálum landans - megið alveg endilega vita af því að mörg heimili í landinu eru núna kominn lengra en að síðasta hálmstráinu og eru sökkvandi.
Hvaða leikslokum eruð þér að bíða eftir ágæti vellauðugi og hátt launaði starfsmaður okkar? Eða erum það ekki vér landinn sem erum að greiða yður feitasta eftirlaunatékka ever? Eruð þér ekki að þyggja himinhá laun af því sem er dregið af okkar litlu lúsarlaunum? En, eins og ég sagði - ég vil ekki vera að kvarta í þig ljúflingur - bara segja þér að það er langt síðan það var komið að leikslokum hjá Fátækum launþeganum í landinu, wake up dear fyrrum Einræðisherra.
Smell the air right now - það er ekki vorilmur í lofti - vorið er farið framhjá, sumarið búið, haustið liðið og þegar kominn harður og grimmur bítandi vetur hjá velflestum þeim sem eru ekki að fá mannsæmandi laun í dag - og geta því ekki glímt við grimman og gráðugan vaxtapúkann sem þér haldið í taumi yðar.
*************************
Ég held ég þurfi að fara - að endurskoða og endurforgangsraða þeim tíma sem ég hef þegar raðað niður á - tölvuna - heimilisdýrin - vinnuna og annað.
Eins og sjá má á myndinni - fær kötturinn ekki nóg að borða - eða ég gleymi því bara hreinlega að gefa honum eitthvað!
Í morgun ætlaði ég að spara tíma og vinna mig lausan eftir hádegið til að geta farið á blogghitting - ætlaði að hitta draumabloggara, en flýtingurinn varð þess valdandi að heimilisdýrin eru flúin að heiman - sjá mynd hér fyrir neðan þegar ég ætlaði að skutla kisu út í fljótheitum - til að spara tíma!
Já, ég gruna að ég þurfi að hætta við sparnaðaráætlanir mínar þegar tíminn og heimilisdýrin eru annarsvegar. Kannski ég hætti bara að lesa Visir.is og láti bara Mbl.is duga - enda mun betri fréttafluttningur hérna.
Gruna líka dýrin um að fíla mig betur ef ég gef þeim aðeins meiri tíma - og mat.
Annars bara góður - var ekkert að reyna að spara tíma en ég ætlaði samt á hitting við bloggvin, en endaði úti á Reykjanesi þar sem ég náði í nokkrar fjölærar plöntur - sem ég er áskrifandi af nú orðið. Er ennþá að verzla í náttúrulegu blómabúðinni, en þarf ekki mikið að greiða - annað en bensín og tíma í þessar ferðir.
En ekkert varð að bloggvinahittingnum - enda lét bloggvinurinn ekkert heyra í sér - gungan þessi, og ég gleymdi mér og rauk á Reykjanes þegar ég áttaði mig á lausum tíma mínum.
*******************
Ég gruna að ég þurfi á því að halda að skoða bloggvini mína betur ------------->
Jájá, ætla mér samt ekkert að fara í neina naflaskoðun - bara lesa meira og reyna að athugasemdast meira á ykkur ljúflingarnir mínir.
Verð að segja ykkur eitt. Kom hjólandi fyrir hornið hérna í gærkvöldi - og varð næstum því undir bakkandi bíl nágrannakonunnar, damn hvað ég blótaði henni í kjölfarið sko.
H%/$#$%"/%&/%##&#$/%&&=&= jamm.
Við nánari athugun sá ég samt að ég hefði ekkert átt að vera að blóta henni skottinu - því það var nákvæmlega enginn undir strýri
Kerlingaranginn hafði gleymt að setja bílinn í handbrensu eða gír - og druslan - bíllinn sko - bara rann af sjálfsdáðun afturábak - næstum yfir mig - alveg út að horni og þar yfir stóran steypukannt - og inná lóðina hjá öðrum nágranna okkar. Til lukku voru hvorki börn né dýr að leika sér í garðinum - en þar eru oft bæði litlir púðlu/rottu/smá - kvikindi einhver að leika sér ásamt börnum.
Við höggið af steypukanntinum beygði bíllinn aðeins - sem bjargaði því að bíllinn rétt fór framhjá húsinu sjálfu og rann ljúflega framhjá horni þess.
Hver haldið þið að hafi þurft að fara og ná í bílinn jamm - me me me and me! Og allir í hverfinu halda að ég hafi verið svona mikil ljóska að láta bílinn renna frá mér.
En, að öllu öðru ólöstuðu - þá er ég mjög kátur og góður.
Zteini, farru í rass&róu ... þar til næst ljúflingur.
Over and out bara!
Stýrivextir áfram 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heyrðu kurrið mitt - fékk ég ekki fyndnina en þú húmorinn - eða er þetta bara ekki sama kryddið sem sett var í sama ofninn og út komu grágur og gelpa - you and me? Gruna nú að hvort tveggja sé bara um allt í þér sem og mér ..
Luv ya to the moon and the sun - and back. Jamm, þú bara hjálpar mér að píska guttann dáltið sko ... verst er ef hann kemur til með að sætta sig við það og fíla það bara! Hann myndi kannski fara fram á að verða áskrifandi af nokkrum flengingum á sólahring ... we might get into trobbbúl!
Tiger, 4.7.2008 kl. 01:10
Hehe Ég lenti í svona veseni með bílinn minn í vetur í vonda veðrinu. Ég var að drífa mig inn úr rokinu og gleymdi að setja bílinn í park. Svo þegar ég vaknaði daginn eftir þá hélt ég að bílnum mínum hefði verið stolið !! En hann hafði fokið yfir allt planið og endað á kanti hinu megin á planinu. Haha nágrannar mínir hlægja enn að þessu.
Knús á þig.
Angelfish, 4.7.2008 kl. 01:27
Sko ég tók þátt í skoðanakönnun Gallups í gær þar fékk ríkisstjórnin og sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur mitt atkvæði. Ég er orðin frekar reið, vegna þess að þessi ríkisstjórn virðist vera með höfuðið uppi í skýjunum. Þeir eru ekki á sama plani og almúginn. Enda hafa þeir tryggt sér mannsæmandi laun og eftirlaun líka Manni getur nú ofboðið
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.7.2008 kl. 01:44
Hahaha ... konur og bílar jamm - eins og skattborgari sagði einhvers staðar á sínu bloggi!
Angelfish; Dúllan mín - varstu svo bara þarna. Ótrúlegir ljóskutaktar í þér rúsínan mín - þrátt fyrir að þú sért svona dökk og dreymandi yfirlitum! Knús á þig skottan mín.
Jóna Kolbrún; Ég er alveg sammála þér. Um leið og þotuliðið hefur tryggt sína framtíð þá gleyma þeir öllu öðru og liggur við að þeir bara fari í frí. Svo mikið til í því að sumir hverjir af hinum háu herrum virðast vera mun ofar en almúginn - og stórt líta sumir á sjálfa sig, neita viðtölum og skammast út í allt og alla. Nei, ríkisstjórnin með sjálfstæðismenn innanborðs fær ekki mitt atkvæði.
Tiger, 4.7.2008 kl. 02:05
Það er samt erfitt fyrir mig, ég hef kosið sjálfstæðisflokkinn alla mína tíð. Núna er hann ekki að vinna fyrir mig og mína líka. Einstæðar mæður og láglaunafólk, öryrkja og ellilífeyrisþega. Ég mun samt kjósa sjálfstæðisflokkinn í bæjarpólitíkinni, en aldrei aftur í þingkosningum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.7.2008 kl. 02:14
hahahhahahahahhahaha..gott samt að þú varðst ekki fyrir drúslunni!!!!Samskonar kom fyrir vinkonu mína á jómfrúarrúntinum á bíl pabba síns, hún gleymdi að setja í gír og handbremsu og bíllinn rann af stað og endaði ofan í garði fyrir neðan bílastæðið...upp á rönd.... hillarius, við dóum næstum úr hlátri við vinkonur hennar...hún grét...það þurfti að hífa bílinn upp með krana...hún fékk ekki bílinn að láni aftur...lengi....það sem gerir þetta enn fyndnara er að þetta var svona Lada bíll, pínulítill og grænn og gamall...og var djásn pabbans...
En frábær lesning hjá þér, alveg hjartanlega sammála, systir mín vinnur daglega frá kl 09:30 til 22:30, í tveim vinnum, til að láta enda ná saman ( þeir ná ekki saman samt ) og hún á 5 börn 3 sem eru enn heima og er með búskap sem þarf að sinna líka...þetta er hriiikalegt að fólk þurfi að hafa svona fyrir þessu, ég er orðin pirruð þegar ég sé hrokagikki eins og Björn Bjarnason á skjánum...fæ velgju......svo þoli ég ekki þegar talað er um þjóðarsátt...það er almúginn sem lendir flatt á því og enginn annar...ég hef sko ekki áhuga á einhverri þjóðarsátt núna!! Við á þessu svæði getum einfaldlega ekki sparað meir...þetta er farin að verða spurningin um að hafa hafragraut en ekki grjónagraut, því að við höfum ekki efni á því að kaupa mjólk í grjónagrautinn.
grautarknús :)
alva (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 02:15
Já Jóna mín, ég held að sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei unnið fyrir öryrkja eða aldraða. Einu sinni heyrði ég sagt að Einræðisherrann sem áður stjórnaði sjálfstæðisflokknum (en núna er litli einræðisherrann þar) - að hann hataði öryrkja og gerði allt til að halda öryrkjanum í skítnum.
Reyndar var þetta bara svona einhver saga sem gekk á meðan karlinn hélt krumlunum utanum allt og alla með sjálfan sig í huga. Svo ég veit ekkert hvað er til í henni - en næsta víst er að sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki fyrir aldraða og öryrkja - tel ég allavega.
Tiger, 4.7.2008 kl. 02:59
Veistu A.K.Æ; Það er nú bara þannig að Lata bílar geta verið stolt sumra - eða allavega einhverra - eða kannski bara fárra - okok - þetta er hillaríus, hver getur eiginlega verið stoltur af Latabíl? Hahaha ... or what?
Heyrði það sagt að vextir og allt þetta upphlaup, lækkandi króna og hækkandi evra - myndi lagast á miðju næsta ári! Halló - þá verða mörg heimili í landinu löngu komin undir hamarinn og fjölskyldur flosnaðar upp - margir sveltandi og févana. Þessir stóru karlar geta beðið - þeir eiga nóg af öllu - en láglaunafólk sem þegar lepur dauðan úr skel getur ekki beðið í heilt ár eins og allt er núna orðið. Svo satt að sumir eiga bara ekki mjólk í grautinn - hvað þá hrísgrjón.
Tiger, 4.7.2008 kl. 03:04
Sammála ykkkur öllum elskurnar mínar....Sjálfstædisflokkurinn.....Shit nei takk sko.Vonandi fer fólk ad átta sig á tví ad sá flokkur er búinn ad gera meira af sér en fyrir fólkid í landinu.Mjólk á grautinn...Hvada graut?????
Eigdu gódann dag gæskurinn.
Stórt knús
Gudrún Hauksdótttir, 4.7.2008 kl. 03:57
Satt Jyderupdrottningin - hvaða graut?
Senda sjálfstæðismenn bara í langt og gott frí - one way ticked to the moon - með engum möguleika á endurkomu. Neinei - segi bara svona náttúrulega ..
En folks .. hætta bara að kjósa það sama ár eftir ár - hvernig væri smá tilbreyting og nýtt blóð í stjórnmálin, burt með það gamal og inn með það nýja.
Tiger, 4.7.2008 kl. 04:15
Eigðu góðan dag gæskurinn
Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 06:20
Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og kem aldrei til með að gera þaðSá Davíð í fréttum í gærkvöldi og það litla sem ég skyldi af málflutningi hans, fattaði ég ekki.... honum finnst sko ekki ástæða til að gera neitt, laga neitt, leiðrétta neitt.... fíbbl, en því miður ekki eina fíbblið
Högni minn, njóttu dagsins og endilega gefa kettinum að borða....
Jónína Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 07:38
Konur og bílar hvað!!!!... gott þú varst ekki að klessu - þá hefðir þú ekki getað bloggað! Exið mitt fyrrverandi lagði einu sinni (sem oftar) landkrúsernum fyrir framan bílskúrinn. Stuttu seinna heyrðum við Crash .. og bíllinn hafði þá runnið í öllu sínu veldi yfir til nágrannans á móti og s.s. ekið sjálfviljugur á hann! .. Ég var nú svolítið fegin inní mér því þetta þýddi 1:1 .. ég var nebbnilega nýbúin að festa sama bíl í bílskúrsdyrunum, krækti framstuðaranum í þegar ég var að bakka út ..og þá varð fyrst mikið pirrr í kallinum en síðan mikið grín og mikið gaman, en sú hlær best sem síðast hlær.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.7.2008 kl. 08:28
p.s. hef aldrei og mun vonandi aldrei (veit ekki hvort ég verð elliær) kjósa Sjálfstæðisflokkinn...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.7.2008 kl. 08:29
Eitt orð.....ótrúlegur hehheehehehehe;) alveg merkilega... en já ég er líka svaka fín núna og mátt þú eiga betri dag en ég hehehe vá hvað ég er óeigingjörn hahahah knús sæti.....
Halla Vilbergsdóttir, 4.7.2008 kl. 08:50
Sko fjandans krónan endar á að jafna sig en ég mun seinna jafna mig á meðferð Paul Ramsey´s....ég er svo hoppandi yfir þessu að ég er alvarlega að spá í að þramma í allrafyrstasinn á mótmælastöðu við Dómsmála-skrattans-ráðuneytið
Knús á þig kæri Tiger minn...þið systkinin eruð ljós í lífi okkar hinna, skemmtileg og hlý og mér þykir heilmikið vænt um ykkur
Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 09:23
Hafðu ljúfa og góða helgi minn kæri
Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 11:28
sá um daginn fornan karl á fornri Lödu. svakalega spælandi að vera akandi og geta ekki smellt af honum mynd.
Landspabbi er líka forn, bæði að utan sem innan. nú er hann orðinn landsafi. farið að slá í kallinn.
held að Samfó ætti að slútta partíinu og slá heilt flugnager. knýja fram kosningar, fá aukinn þingmannafjölda og síðast en ekki síst. koma Bjössa Stazi frá völdum.
Brjánn Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 11:36
Mér fannst nú Davíð hálf laslegur í TV í gær, sé merki um að hann ætti nú að fara að hætta þessu og flytja út í sveit. Annars finnst mér þú mega skemmtilegur og ljúft að lesa færslurnar þínar. Hafðu það gott um helgina og njóttu lífsins.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 12:16
Hahahahahaha, þú ert nú alveg ótrúlegur
En það verður sorglegt þegar kemur að þessum leikslokum, að margar fjölskyldur hafa þá þegar flosnað upp. Hvað skildi Landspabbi þá gera fyrir fólkið ? Það þarf að gera eitthvað NÚNA !
Eigðu góða helgi og ekki gleyma kisa greyinu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:17
Sem betur fer er lítið um brekkur hér þar sem við leggjum bílnum svo við sleppum við að þeir stingi af heim við hús.
Knús á þig sæti og eigðu góða helgi.
P.s. *renni lás á munninn* segi ekki nokkrum manni frá hehehe......
JEG, 4.7.2008 kl. 12:29
Ljóskulegt hvað?? - En það er svo obbosslega mikið hárrétt hjá þér að þessi veruleikafirrta óstjórn er orðin margfalt verri en engin og það er með óbragði og ólundargrettu að ég meðgeng að hafa í algerum ljóskugangi kosið sjallamerðina oftar en einusinni... en trúðu mér þegar ég segi að það verður bið - löööng bið- á að sá fíflagangur verði endurtekinn!
**Ljúfur ljóskukoss á þig, yndisdrengur!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.7.2008 kl. 12:34
Hurruu... þú mátt koma á bloggvinahitting hér í Færeyjum, við getum farið á JINX það er vinsælt kaffihús hér í bæ, og kanski passar nafnið við svona krákur eins og þig Láttu svo ekki mannlausa bíla aka þig yfir minn kæri.
Knús í klessu .. á færeysku og íslensku .. þýðir alls ekki það sama. hmmm
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:22
Gott að þú varðst ekki fyrir bílnum, ljúfastur!
Segi eins og Jóhanna hér fyrir ofan að ég hef aldrei og mun vonandi aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn!
Eigðu góða helgi!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:25
Þú ert til háborinnar fyrirmyndar hvað skemmtilegheit varðar. Er kötturinn kominn út eða farinn inn aftur?
Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 17:47
Ljósku hvað, þegar minn maður var í tvígang búinn að "hlaupa á eftir bílnum" mannlausum þá féll allt tal niður um kvenfólk og aksturslag á mínu heimili! Bíddu nú við, er ég kannski gift ljósku ? well getum ekki öll verið perfect :)
Hvað varðar stjórnarhætti þessarar ríkisstjórnar þá segi ég nú bara: bííííííííííííííííííííííb og hana nú !
knús á þig minn kæri og ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:20
*hóstakast* ég hef aldrei gert neitt svona kjánalegt eða ekkert sem er rithæft
Gunna-Polly, 4.7.2008 kl. 19:36
ef ég ætti bíl sem ég vildi losna við myndi ég láta hann húrra á seðlabankann og ef eitthvað væri eftir af honum þá færi hræið á Dómsmála-skrattans-ráðuneytið
Gunna-Polly, 4.7.2008 kl. 19:38
Svo mikið rétt sem þú segir.!! Ég myndi ekki "gleyma" þér ef við værum að fara á bloggvinahitting .... *daðððr* sammála þér í einu og öllu skemmtilegi *helgarknús
G Antonia, 4.7.2008 kl. 20:17
Kær helgarkveðja og takk fyrir innlitið og kommentið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:52
Hahaha eins gott að bíldruslan ók ekki yfir þig þá hefði maður orðið af öllu gríninu á næstunni. En jamm það er eins gott að hugsa vel um dýrin sín
Og verulega góð áminningin til Yfirstrumsins, ég tek þar undir hvert orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:08
Klemmdur köttur forðast eigandann- not. Minnir mig á Bibbu á Brávallagötunni. En annars er ég mikið sammála þér.Annars er þetta agalegt þegar farartækin okkar fara sjálf af stað. Sá einn traktor um daginn sem hafði fengið sjálfstæðið en endaði á haus ofan í lækjargili.Sem betur fer slasaðist þó enginn.
Anna Guðný , 5.7.2008 kl. 01:09
Le piff ...
Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 01:31
Ég ætla nú rétt að vona að nágrannakonan þín yndislega hafi haft vit á að gefa þér kanelsnúða fyrir ómakið!!
Góða helgi skemmtilegi maður.
Tína, 5.7.2008 kl. 09:04
Elskurnar mínar er fædd inn í XD, en er löngu vaxin upp úr þeirri fæðingu.
Já það er þetta með konur og bíla, já er það svona slæmmt?
Sko einu sinni var ég á leið suður frá Ísafirði, snögglega kem ég að bílum sem eru stopp, upp á næstum miðri Steingrímsfjarðarheiði, ég beið það byrjaði að krapa, síðan kemur maður og spyr: ,,Áttu skóreim?" HA skóreim! hvað ætlar þú með hana spyr ég: ,, Ætla að reyna að opna bílinn með henni, læsti mig nefnilega úti úr bílnum." Missti hökuna í langan tíma áður en ég fór að hlæja.
þetta var karlmaður og þetta er satt.
Knús knús Tiger míó míó
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.