Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
25.6.2009 | 19:15
Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir góðu og glórulausu stóðlífi í mínu nágrenni! ..
Jæja já ..
Það er uppgjör og myndafærsla þetta sinnið. Eins og þið sem hafið lesið mig hingað til hafið séð - gruna ég - þá hef ég ekkert verið hér síðan í Maí. Nú er komið að því að kasta hér fram smá myndasýningu af blómasnúningum síðasta - og núverandi vors!
Ég byrjaði í fyrravor - 2008!
Upphafið var auðvitað þessi ljóti grasblettur - en ég fattaði ekki að taka mynd af honum áður en ég hreinsaði hjólagrind með riðguðum hjólum og alls skyns rusli af áður en ég tók fyrstu myndina.
Það var heilmikið púl að stinga þetta allt upp með einni lítilli stunguskóflu og rífa upp torfið - segi það satt.
Það var lítil mold undir torfinu svo ég þurfti að byrja á því að ná mér í fyllingu þegar ég var búinn að taka torfið burt ásamt grjóti og drasli sem var grafið þarna undir - ussuss.. átti allt eins von á að rekast niður á beinagrindur á tímabili.
Nú, svo var farið af stað í verslun Móður Náttúru - þar sem þú færð frítt svo framalega sem þú getur náð því án þess að skemma jarðveg eða gróðursæla staði. Mikið var tínt af grjóti og var það bæði sótt í fjöll og fjörur. Stuðlaberg og steinar sem komu úr jarðgöngum eftir sprengingar - sem og bara venjulegt hraun úr heiðmörk og af Miðnesheiði.
Nú, þá var það arfahliðin - en þar er blessunin hún Móðir Náttúra nokkuð gjöful þeim sem treysta sér til að nýta það sem hún býður uppá - og það nennti ég. Ótal ferðir eftir grjóti og blómum til að koma upp einhverri mynd á nýfætt garðsfrímerkið mitt. Margar ferðir með fullan bílinn af alls skyns blómum og arfa.
Öllu var komið niður í mold eftir knúnstarinnar reglum - bæði steinum og blómum - og ekki allt búið ennþá - en Kisa fylgdist sko vel með til að ekkert færi úrskeiðis! En allt var sett niður bara svona - hingað og þangað til bráðabirgða - með von um að blessaðar jurtirnar hafi ekki fengið of mikið sjokk þegar þær voru rifnar upp með rótum úr faðmi Móður Náttúru og troðið niður í lítinn einmannalegan blómareit.
Afraksturinn er byrjaður að láta sig sjást og hvert blómið á fætur öðru kíkir uppúr moldinni - en þessar myndir hér fyrir neðan voru teknar í enda Maí núna í vor.
Nú þá er það síðasta myndin og jafnframt sú nýjasta - en hana tók hún Helga frænka sem býr í sama húsi og ég. Þarna má sjá að það er þó nokkuð af fallegum plöntum frá náttúrunni komnar saman - en líka eitthvað aðeins af fjólum og svo nokkur sem ég fékk úr garði litlu systur minnar sem var dugleg að grisja og gefa mér. Mágur minn, maðurinn hennar kom með mold og eitthvað af grjóti fyrir mig á kerru.
Svo núna í vor fór ég í fjörurnar á Reykjanesinu og náði í nýtt sjávargrjót sem ég setti utan með beðinu - sérvalið og sértínt auðvitað.. haha!
Enn er ég þó ekki búinn - er að mála nokkra vel valda steina sem munu prýða skrúðgarðinn og ný planta bætist við af og til - og hjálpi mér ef maður á ekki bara eftir að riðjast inná bletti nágranna til að stækka við sig í framtíðinni.
En hér læt ég staðar numið - enda ætlunin alls ekki að vera á blogginu mikið eins og er - bara smá uppdeit og hæhó!
Sendi knús og kremjur á ykkur öll sem leggið leið ykkar hingað inn núna og bið guð og gæfu að fylgja ykkur á þessum erfiðu krepputímum!
Luv you guys!
29.4.2009 | 03:00
Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mikið er hægt að græða á einum degi! Þrefallt meira en maður átti fyrir .. segi það satt!
Já sæll ...
Ég er að segja ykkur það satt - að það falla gullmolar af himnum ofan yfir mig aftur og aftur. Í dag - 28 Apríl - féllu þrír gullmolar úr himnaríki og beint inn í fjölskylduna mína.
Okok, ég ætlaði að setja inn myndir hérna af þeim sem voru að framleiða .. og nei - það voru ekki storkar að fljúga hér yfir í dag - en ... netið er svo hrikalega slow eitthvað og ég nenni ekki að hanga eftir niðurhali myndanna, þær koma bara seinna.
En, sem sagt. Systurdóttir mín eignaðist 15merkur og 53cm dreng í dag um þrjúleytið og svo núna með kvöldinu eignaðist bróðurdóttir mín ekki bara einn - heldur tvo drengi - tvíbura.
Tvíburarnir voru held ég 10 merkur hvor.
Skemmtilegt að báðir foreldrar mömmunnar - bróðir minn og konan hans - eru líka tvíburar!
Mömmum heilsast brilljant vel og börnin eru glæsileg - en ekki hvað ha! :)
Ég verð alltaf ríkari og ríkari með hverju árinu - og á þessu sviði mun aldrei ríkja kreppa í kringum mig sko! Hvert fætt barn er þvílíkur gimsteinn í mínum augum að mér finnst ég bara eiga það hvert og eitt þegar þau koma.
En,... over and out! Er farinn að þakka himnaföður fyrir gullin sem rigndu niður frá honum í dag! Luv ya all too .. :)
25.4.2009 | 19:18
Finna mig á feisbúkk snúðurinn minn.. Ég kaus "rétt" í dag! Hvað er rétt og hvað er þá rangt?
Mín elskulegasta og yndislegasta systir - hún Kurr - á afmæli í dag! Til hamingju með daginn ljúfust allra!
Jæja, missed me? Nooo .. ? Why not?
Okok, ég veit að ég er ekki ómissandi - að það koma inn daglega ný andlit (ekki eins og mitt hafi nú verið mjög sýnilegt anyhow) - en ég er búinn að vera hevy latur hérna.
Í dag er kosið, já það er nefnilega það! Það er ætíð úr litlu að moða þegar að kosningum kemur - flokkar hamast við að lofa öllu fögru - en þegar stjórnarmyndun hefst eftir kosningar, fólk byrjar að máta stóla og embætti - þá hverfa öll loforð og finnast ekki aftur fyrr en að fjórum árum liðnum þegar næstu kosningar hefjast..
Þess vegna kaus ég "rétt"!
Ég kaus að biðja um frið á jörð (haleljújaogsápakki) - Kaus að taka daginn rólega í sundi með tvö systkynabörn með mér - Kaus að faðma og knúsa vini mína og vinkonur - Kaus að elda góðan mat og Kaus að horfa bjartsýnn fram á við - eins og mín er reyndar von og vísa.
Nú kýs ég rólegt kvöld fyrir framan sjónvarpið þar sem ég fylgist sæmilega áhugalaus með því hvernig flokkum og fylgjendum þeirra vegnar á þessum kosningadegi.
Jú, ég kaus auðvitað - skila aldrei auðu eða ógildu því mitt atkvæði telur sannarlega!
En, ef þið eruð ekki búin að finna mig á facebook ennþá - þá vona ég að þið gerið það hið fyrsta því ég nenni ekki að elta alla uppi þar. Ég eyði meiri tíma þar en hérna á blogginu svo ef þið viljið þá megið þið adda mér á facebook hjá ykkur "Ísleifur Vestmann" er leitarorðið og þá finnið þið mig.
Í bili er ég ósýnilegur hérna á blogginu og ekki að kvitta hjá neinum - svo ég vona að ég sjái ykkur sem flest on the feisbúkk!
Over and out snúðarnir mínir!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.3.2009 | 20:30
Kodd'í sleik ... duhh! Facebook 1 - bloggið 0... í bili.
Ok, ímyndið ykkur að þetta sé ég - sjálfur Tiger - og að ekkert sé á milli mín - og þín - nema tölvuskjárinn!
How cute ...awww!
10.3.2009 | 16:30
Enn og aftur - Gefins, gefins og gefins!
Þessi litli maður var í heimsókn hjá frænda sínum í dag! Nú er hann orðinn 1 og hálfs árs - en í September verður hann tveggja.
Ok, er ég kominn nógu nálægt vélinni núna?!
Afhverju lokast alltaf bananar þegar maður ætlar að bíta í þá? ...
Maður verður alltaf svo vandræðalegur þegar maður hefur svona mikið af áhorfendum sko!
Bíddu nú við addna myndavélakall! Ertu að elta mig eða hvað.. ?
Ég má víst opna skúffurnar og skoða hvað er falið þar ofaní! Láttu mig bara vera sko ...
Over and out ...
27.2.2009 | 15:10
Mbl.is < gegn > Facebook! Gamalt út og nýtt inn - í bili.
Jæja, ég verð víst að viðurkenna að nýr vettvangur hefur náð að heilla mig aðeins og því hef ég ekki gefið blogginu eins mikinn tíma.
Já, ég er farinn að leika mér á öðrum stað á netinu og þar hef ég verið að fíflast og atast í öllum í kringum mig. Málið er að maður verður að fylgja straumnum og taka þátt í því sem er "inn" í það og það skiptið.
Facebook er málið.
Undarlegasta fólk er þar að finna og næsta víst er að maður verður að passa að missa sig ekki þegar maður rekst á suma sem tilheyrðu fortíðinni - en eru núna að poppa upp í sinni undarlegustu mynd. Mikið af dásamlegu fólki er þar sem maður þekkti í denn. Skólasystkyn, fjölskylda, vinir - nú líka óvinir, og gamlir nágrannar. Flóran er frábær en næsta víst að maður verður að passa sig á því hvað maður lætur flakka þar því maður veit aldrei hver er að "skoða" mann og fylgjast með hverju spori manns.
Nokkur ykkar hérna hef ég fengið til mín þar, en marga hef ég ekki enn fundið - eða þannig - enda er ég nýbyrjaður á þessu og er enn að læra á þetta feisbókardæmi. Hef þó sent inn margar góðar og gamlar myndir þangað og undarlegt hvað margir muna og kannast við mann ennþá ..
En, eitthvað verður að láta í minni pokann í staðinn - og það er Mbl.is sem lýtur í lægra fyrir Facebook í þetta sinn. Ég mun þó halda áfram að fylgjast með blogginu og hver veit - þegar nýjabrumið er farið af feisinu þá kannski verð ég aftur virkur bloggari.
Vona að þið hafið það yndislegt, óska ykkur góðrar helgar og njótið lífsins öll ..
Knús á línuna ...
Rekin vegna ummæla á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yndislegasta mannvera jarðarinnar á afmæli í dag!
Myndin af henni er hér - að vísu örlítið gömul mynd en samt "óblörruð" - en dálítið óskýr. Þessi mannvera er höfuð og herðar stórs hóps af fólki sem er bæði ungt .. yngra og kornungt! Ef þið komið til með að rekast á hana í dag - þá bið ég ykkur vinsamlegast um að taka hana í faðminn og knúsa hana 1001 - rétt eins og í ævintýrunum - enda er hún algert ævintýri kerlan!
Hún er mikill mannvinur þessi kona, hrein og bein hetja líka. Alein stóð hún uppi rétt rúmlega þrítug með sex börn - það elsta þá líklega tólf til fimmtán ára eða svo. Hún vann myrkranna á milli og lagði á sig allar heimsins byrgðar til að halda saman barnahópnum sínum - bað aldrei neinn um hjálp og lenti aldrei í skuld við einn eða neinn heldur óð áfram knúin elsku á börnum sínum og viljanum í að missa engan frá sér.
Málið var að oftar en ekki tók hún vinum og vinkonum okkar barnanna opnum örmum og hlúði að þeim eins og væru þau hennar eigin - vísaði aldrei neinum frá og var stundum með ungt vinafólk okkar hjá okkur á jólum eða páskum eða á þannig stundum.
Henni fórst allt vel úr hendi sem hún réðst í - reykti ekki og drakk ekki - og gerir ekki ennþá - veitti sjálfri sér aldrei neitt heldur setti allt sem henni tókst að draga í búið - til barna og svo síðar barnabarna sinna.. og er ennþá að!
Hún er 66 ára í dag þessi elska - á uppkomin sex börn - yfir 20 barnabörn og langömmubörnin orðin allavega fimm og minnst 4 á leiðinni ... hún er moldrík kona skal ég segja ykkur!
Hún ól okkur öll upp þannig að við sýnum náunga okkar 100% virðingu, vinsemd og komum ætíð eins heiðarlega fram og kostur er! Hún sá til þess að við erum ófeimin við að tjá tilfinningar, knúsast og elska hvert annað .. við erum lítill angi af henni svo miðað við mig - getið þið sem lesið mig margfaldað hana!
Okok .. hér er ég farinn að hljóma eins og ég sé að skrifa minningargrein - en málið er að ég gæti skrifað heila bókaseríu um góðsemi og göfuglyndi hennar móður minnar. Hver veit nema ég geri það bara einn góðan daginn - enda hefur líf hennar verið mikið og undarlegt ævintýri þar sem bæði sorgir og gleði skiptast á ..
En, til hamingju elsku mamma mín! Þú ert heitt elskuð af mér - og okkur öllum systkynum, barnabörnum og barnabörnunum þínum öllum ..
Að sjálfsögðu skreytti ég færsluna með myndum af einhverjum kökum úr kaffihlaðborðinu hennar í dag - en reyndar hefur móðir mín aldrei haldið uppá afmælið sitt .. aðeins einu sinni fengum við systkynin leyfi hennar til að halda henni veglega veislu - en það var yndislegt.
Yfirleitt hefur hún bara bakað tertur og kökur og fleira - sem hún hefur bara á borðum allan daginn og svo bara líta þeir við sem eiga leið hjá. Auðvitað er dagurinn fullur af iðandi lífi og allur hópurinn hennar er að líta á hana allan daginn. Þessi dagur er einn yndislegasti dagur ársins í okkar fjölskyldu.
Knús og kveðjur á alla bloggvini mína og ég sé ykkur öll á morgun - þegar ég fer lokahringinn til að lesa ykkur og kveðja því Tiger er að fara ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
24.12.2008 | 17:07
Mbl.is er að fara út í að eyða mér af vef sínum! Óska öllum gleði og kátínu um hátíð ljóss og friðar! Uppúr miðnætti rennur upp sérstakur dagur hjá mér ...
Ok, ég hef alltaf vanið mig á að vera meira en lítið persónulegur - ef ég get og ef ég nenni. Því hef ég ákveðið að nota ekki skilaboðakerfi bloggsins - sem hægt er að nota til jólakveðjusendinga - heldur ætla ég að kíkja á ykkur hvert og eitt í kvöld - og skrifa (að hluta til copy/paste) jólakveðjuna til ykkar inn í athugasemdakerfið ykkar.
Ég hef svo sem ekkert að gera annað í kvöld - nema ef væri að lesa góða bók - en þar sem hugsanlega ég hætti um áramótin að blogga þá ætla ég að nota kvöldið til að kíkja á ykkur alla bloggvini mína - líka þá bloggvini sem ég sé sjaldan/aldrei á síðunni minni - og senda ykkur jólakveðju beint í athugasemdakerfið ykkar.
Eins og ég skrifaði - þá finnst mér það mun persónulegra og ég er alveg á þeirri bylgjulengdinni á þessum árstíma sko ..
En eins og sjá má í hjartanu hér til hliðar..
Óska ég ykkur öllum - bæði bloggvinum og öðrum bloggurum - sem og bara vinum og vandamönnum um allt ..
Gleði og gæfu með þökk fyrir yndislegan bloggvinskap, frábærar athugasemdir og skemmtilegheit á árinu sem er að líða.
Auðvitað vona ég að Mbl.is hætti við að þurrka mig út af vef Mbl.is - en það er þó ætlunin með nýju reglunum. En málið er einmitt það að nýju reglurnar segja að nafnlausir verði hvergi sjáanlegir á vef Mbl.is - nema í stjórnborði bloggvina þeirra, séu þeir þá yfir höfuð með bloggvini ..
Það er ekki eingöngu verið að banna nafnlausa í sambandi við tengingar á fréttir heldur munu nafnlausir hvergi birtast - ekki á forsíðu með ný blogg - ekki í undirflokkum - ekki í heitum umræðum - ekki í vinsælum bloggum og bara hvergi ... nennir einhver að blogga nánast ósýnilegur? Njee .. don´t think so!
En, nóg um það í bili ...
Uppúr miðnætti rennur upp dagur bróðurdóttur minnar! Myndin hér fyrir neðan er helguð minningu um yndislegt stúlkubarn sem ég hefði viljað hafa hjá mér/okkur í dag sem unga glæsilega konu!
Enn og aftur óska ég ykkur gleði og hamingju nú um jólin - sem og bara alltaf. Bið guð og gæfu að fylgja ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur á nýja árinu og sendi ykkur hlýjar hugsanir og ljós ...
Gleðilega hátíð!
19.12.2008 | 20:03
Ég vil jólagjöf og ekkert múður með það! Er skatan kæst - æst eða bara oohhh mæ kræst! Er kurr að fljúga til landsins fyrir jól ... Yeahhh jamm!
Kæri Jólasveinn! Í ár ætla ég að vera hógvær og lítill í mér - ætla mér bara að senda þér þennan litla óskalista og lofa að biðja ekki um neitt annað .. og vera góður allt næsta ár í staðinn!
Ekki segja neinum en ég ætla mér alls ekkert að vera góður allt næsta ár!
Frétti af Kurr systur minni - hún er væntanleg til landsins fyrir aðfangadag! Hún náðist á mynd - undir pálmatré á Spáni.
Annars er ég bara góður - ömurlega latur og heavy þreyttur - en ótrúlega glaður og hamingjusamur ... og fullsaddur!
Mikið framundan núna, tapasveisla á morgun - jólaball með kökuhlaðborði á sunnudag (Helga Möller og Maggi Kjartans) ..
Og .. svo er það vibbinn sjálfur í sinni ógeðslegustu mynd!
Skötuveisla á Þorláksmessu!
Okok, mér finnst skatan góð - að borða einu sinni á ári - en fyrr myndi ég láta ná mér með Grílu í rúminu en að ég færi að elda hana - sko skötuna - heima hjá mér!
En, ef þið viljið komast í góða skötuveislu - sem er alls ekki dýr - þá getið þið sent mér prívatskiló - og ég gef ykkur upp staðsetningu góðrar veislu - þar sem ég mun þjóna ykkur til borðs og halda á fötunni fyrir ykkur eftir matinn ... ælllll!
Dýrka ykkur í ræmur og tætlur ljúfu bloggvinir .. knús á línuna!
Er farinn að horfa á Nornirnar - Charmed!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði