Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Ja svei. Hvort sem er um grín eða alvöru að ræða - þá er þetta gersamlega siðblint og fáránlegt. Maður á borð við Hannes ætti að geta bjargað eigin rassgati sjálfur án þess að hann - eða vinir hans - séu að seilast í vasa fólksins í landinu eftir fé til að greiða niður óheiðarleika og ritstuld. Veit ekki betur en að fólk almennt sem brýtur af sér og gengur á svið við lögin - borgi sínar skuldir sjálft eða fari í fangelsi ella. Sendum þennan ritþjóf og aula í fangelsi þar sem hann getur tekið út þá refsingu sem hann sannarlega á skilið. Hver veit, kannski kemur Landspabbi hlaupandi til að bjarga skómottunni sinni og sér til að rottan þurfi ekki að greiða sekt sína eins og allir venjulegir brotamenn í þjóðfélaginu...
Ég fór í heita pottinn í gær, líkt og oft áður náttúrulega. Er að spá í að breyta tímanum þar og fara í pottinn fyrr en venjulega - til að losna við ótrúlega leiðinlega og uppáþrengjandi persónu sem sækir pottinn á sama tíma og ég.. Okok, ég er dálítið leiðinlegur hérna, en persónan er gersamlega óalandi og óbjargandi blaðurskjóða sem kann sér ekki hóf. Þetta er karl, sirka 65-70 ára - hann veit allt betur en allir hinir, þekkir fleiri þjóðþekkta en aðrir, getur, kann og þekkir allt - og vei þeim sem reynir að leiðrétta hann eða taka af honum orðið. Það eru sirka 7-10 aðilar sem sitja pottinn á "mínum" tíma og allt yndislegt fólk. Við sitjum þarna saman í bæði þögn og rólegheitum, stundum detta inn ein og ein setning um daginn og veginn, þannig séð - en - Þegar sá pirrandi kemur haltrandi byrja flestir að ókyrrast og tala um að nú sé tími til að fara heim í mat eða ná í konuna eða keyra köttinn út í fuglabúð... Sá leiðinlegi kemur og kastar sér ofnaí pottinn með miklum látum og liggur við að kjötbitar og gúrkur fljúgi uppúr pottinum í látunum.
Hann byrjar strax að æpa á okkur, nýkominn frá því að hlusta á fréttir - "Sko, ég sagði ykkur það - þetta er svona og svona og hinsegin og þannig og blabla blabla og blalalabla¨!" - helv... kallinn. Friðurinn úti og helmingur pottfélaganna farinn með gusuganginum. Ég nýsestur og langaði í smá ró og næði í heitum potti - ég blótaði í hljóði og sagði "óvart" og kannski heldur kvasst "Haltu kj.. í smá stund - reyndu einu sinni að anda rólega og leyfa pottfélögum að slaka á í friði"... Þögn í pottinum! Ég með lokuð augun, rjóður af skömm og bítandi á jaxl.
Allt í einu byrjaði kallinn aftur - eins og ekkert hafi gerst - með ný málefni en sama hamaganginn.. Hann byrjaði þó á því að fussa á mig og kalla mig ókurteisan og illa alinn krakkabjána - blabla fjasblabla og blabla. Eins og ég sagði - óalandi og kann sig ekki. Ég stóð upp og fór út í laug til að synda, synti tvær ferðir - fram og til baka og þá var kallinn búinn að króa af eina gamla og góðlega konu af í pottinum og ég heyrði orðaskilin í honum þegar hann var að reyna að telja henni trú um að hann þekkti Ólaf Ragnar Grímsson persónulega og kerlingargreyið sat í hnipri undir þessum skelfilega manni og komst ekki framhjá honum. Ég fer klukkutíma fyrr í pottinn næst þegar ég legg leið mína þangað. Og já, ég veit - ég er óforskammaður og ætti að sýna mér eldri mönnum meiri virðingu og allur pakkinn... svo segir sá gamli að maður sé ókurteis! Í sturtunum heyrði ég nokkra pottfélaga spjalla létt um að það þurfi að taka kallinn í gegn, láta hann heyra það að potturinn sé til að slaka á í en ekki vera með æsiféttahamagang og læti. Ég fékk hrós fyrir að vera ókurteis í pottinum. Mér leið samt illa og fann til í hjartanu því innst inni er ég viss um að karlgreyið hefur enga til að tala við nema þá sem hann getur króað af í sundlauginni. Ég vil engum illt og mér er virkilega illa við að segja eitthvað ljótt við aðra, er alinn upp í því að sýna mér eldri virðingu - og geri það sannarlega - en stundum bara missir maður sig... *sigh*.
Tíminn líður ótrúlega hratt. Núna um daginn var Desember og jólin handan við hornið. Núna er ekki mánuður í fyrsta sumardaginn og því orðið stutt í sumarfrí og læti. Ég vinn að vísu allan sólahringinn meira og minna allt sumarið og fæ ekkert sumarfrí - en ég fer líka á haustin í tveggja til þriggja mánaða frí á erlenda grundu. Evropa hefur alltaf verið heillandi og hef ég verið á flestum stöðum þar en núna langar mig mikið til að fara vestur um haf og skoða Bandaríkin. Ég er að spá í því allavega að breyta til í ár og eyða allavega tveim mánuðum, Sept og Okt - í því að ferðast og skoða eins mikið og hægt er in USA.. Ef þið vitið um einhverja "must see" staði í Bandaríkjunum þá myndi ég vera feginn ef þið segðuð mér frá þeim stað/stöðum. Einnig væri gott ef þið vitið um ódýra staði til að gista á eða ef einhverjir Íslendingar eiga húsnæði einhversstaðar sem hægt væri að leigja í ferðinni - væri gott að vita af því líka.
Fara að baka brúntertu fyrir smá krakkakaffi seinna í dag .... jihaa!
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 14:26
Mótmælastand og kettlingar...
Usss... svona lagað hefur ekkert að segja - nema smá tafir örstutta stund og svo allt búið. Nær væri að bílstjórar stórra trukka tækju sig nú til og leggðu trukkum sínum um allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og blokkuðu þær svo ekki væri hægt að kaupa bensín - þá fyrst yrði allt vitlaust og einhver færi að taka mótmælin alvarlega! En svona er þetta alltaf á Íslandi, við kunnum ekki að mótmæla þannig að tekið sé eftir því og þannig að mótmælin hafi raunverulega einhver áhrif.
Viti menn... kisan mín eignaðist 5 litla kettlinga í morgun. Hún var búin að vera kvartandi í mér í alla nótt, sækjandi mig og böggandi með mjálmi og viðkvæmni. Klukkan átta í morgun kom fyrsti kettlingurinn, næsti klukkutíma seinna - og síðasti kom klukkan ellefu. Ohhh... tvö ár síðan ég leyði henni síðast að eiga og mar búinn að gleyma því hve miklar rúsínur þetta eru... nú taka við fjórar vikur á spena svo fjórar vikur útum allt hús - og svo læt ég þá fara á ný heimili, nema einn sem ég leyfi henni að hafa hjá sér þar til hún sjálf rekur hann burt. Ef einhver er að spá í að fá sér kisu eða veit um einhvern sem vill fá kisu - eftir sirka ein og hálfan til tvo mánuði - þá endilega benda þeim á mig sko.. hehehe. Knús í daginn ykkar allra!
Vegi lokað við Rauðavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 01:41
Glæpagengjafyndni ... eða hvað?
Jæja, þá eru það nýjustu glæpóseríurnar. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, nýtt og ótrúlega útsmogið. Hugsa sér ef þetta verður ekki stoppað strax, þá verða margir fátækari en þeir héldu að þeir væru - en þó með fleiri ábúendur en þeir vissu af. Laumuíbúar, er það eitthvað sem skal koma - eða eru þetta bara einhver örfá tilfelli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af? Ég mæli allavega með því að þetta verði athugað á nóinu - hin háa Hagstofa á skilyrðislaust að ganga í málið og sjá til þess að þetta verði upprætt áður en út í óefni er komið.
Málið er að hjón í Garðabænum fengu bréf stíluð á pólskan mann sem þau könnuðust ekkert við heim til sín. Fyrst eitt bréf frá Glitni, þau héldu að um misskilning væri að ræða og bentu póstbera á það. Því næst blað frá Eflingu - síðan nýtt bréf frá Glitni - þá fóru þau í heimabanka sinn og skoðuðu þjóðskrá. Jú, viti menn! Þar kom upp að þau voru með heimilismann skráðan hjá sér sem þau könnuðust bara ekkert við - Pólverja. Við eftirgrennslan kom í ljós að fleiri í Garðabæ höfðu fengið bréf stíluð á útlendinga. Kannski best fyrir hvern og einn að skoða málin, kanna það hjá hagstofunni hvort það sé búið að skrifa inn einhvern á heimilið sem ekki á heima þar.
the fuck ... Jú, það er nefnilega fáránlegt en samt satt - að það er hægt að skrá lögheimili á stað án samþykkis þinglýsts eiganda. Dæmin hafa sannarlega komið upp hjá t.d. félagsbústöðum þar sem átti að bera út mann með lögregluvaldi - en þar sem hann hafði skráð lögheimili sitt á viðkomandi stað var ekki hægt að bera hann út. Hugsa sér, það er hægt að vernda þá sem sannarlega ætla sér að brjóta af sér!!! Athugum það nánar...
Hópur glæpamanna - skiptir engu hvort það séu Íslendingar eða útlendingar - fylgist með ákveðnum húsum, já það hefur alltaf verið þannig. Núna geta þeir komist að því hvenær t.d. fjölskyldur fara venjulega í frí erlendis t.d. og hagað hlutunum þannig að nokkru áður en að fríi kemur - þá skráir sig inn á heimilið einn af þessum glæpamönnum - hagstofa Íslands gerir engar athugasemdir við það heldur gleypir málið hrátt. Svo um leið of fjölskyldan er farin í frí þá bara flytja okkar menn sallarólegir inn í húsnæðið - halda sitt partý og byrja svo að týna út alla hluti til að selja eða what ever. Hvað gerist? Jú - löggimann mætir á svæðið og ætlar að skakka leikinn - en hvað? Jú, þarna er á ferðinni sannarlega skráður heimilismaður, og þar sem sá sem er að stela öllu steini léttara er jú bara heima hjá sér að brjóta af sér - þá getur lögreglan ekki snert litla fingur á þeim sama nema brjóta lög... snilldarleikur eða þannig. Auðvitað væri auðvelt eftirá að finna svona ræningja, nema þeir séu með falsaða pappíra - nú eða ef um útlendinga sé að ræða - þá væru þeir náttúrulega löngu farnir úr landi aftur áður en heimilisfólk snýr aftur úr fríinu sínu... skelfilegt ef þetta yrði að veruleika. Nú er lag, það er ekki bara nauðsynlegt heldur bara algert skilyrði að Hagstofan taki sig á og sjái til þess að ekki sé hægt bara fyrir hvern sem er að koma inn af götunni og segja "ég á heima þarna og vil að það sé sett í þjóðskrá" - og gera það bara sí svona án þess að athuga málin hjá þinglýstum húseiganda hvort viðkomandi sé heimilismaður eða krimmzi...
Upplýsingar um þetta hagstofusúrblæti fékkst frá 24 stundum í dag, fimmtudag 27mars...
En smá svona í lokin að léttara hjali - eða mistali... Ýmis fræg mismæli!
1. Mér er nú ekkert að landbúnaði. (sumum verður ekki heldur klæðin úr kápunni).
2. Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis. (ég hef nú líka farið afsíðis, en það er önnur saga).
3. Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi.. (leika á alsoddi).
4. Hann sló tvær flugur í sama höfuðið. (já eða þannig)..
5. Þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg.. ehh? (splatch - you´re dead).
6. Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg framhjá mér.. (gott að fara ekki framhjá stelpunni).
7. Ég var svo þreyttur að ég henti mér beint undir rúm. (eins gott að ég var með svefnpokann þar).
8. Hann sat bara eftir með súrt eplið. (kannski hefði hann átt að skella því í ísskápinn yfir nóttina).
9. Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími Melóna! (hmm eða kengúra eða mörgæsa, ekki satt?).
10. Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast. (þennan bið ég ekki um sem barnapíu).
11. Hann kom bara eins og skrattinn úr heiðskíru lofti. (þrumaði ekki eitthvað úr sauðaleggnum?).
12. Þar stóð hundurinn í kúnni. (þar lá hundurinn grafinn og hnífurinn stóð í kúnni hélt ég, en hvað veit ég svo sem).
13. Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra. (sumir fara líka vitlausu megin framúr á morgnanna).
14. Svo handfléttir maður Rjúpurnar. (þennan kokk vil ég ekki í mitt eldhús).
15. Já, fólk er nú orðið svo loðið á milli lappanna. (what the fuc.... ahh.. loðið um lófana).
Svo var það Tælenska stúlkan sem kunni lítið í íslensku en bjagaði sig áfram - hún vann hjá "þvotta Höllinni". Karlmenn elskuðu að hringja þangað...
*Rinnnnnngggg* Hún svarar: Totta böllinn ... þeir: jááá takk!... uss kvenfyrirlitning satt?
Og Færeyingnum sem var boðið nammi úr poka. Hann stingur hendinni eftir namminu og segir glaður "ég tygg tad með tökkum" ...
Og góða nótt kæru bloggvinir ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2008 | 17:08
Ætla ekki að kasta mér í æluvegg þó ég sé yfirfullur af Páskaeggjum og góðum mat...
Jæja, þá eru sælgætisdagar mínir að baki og nú tekur hollustan við - kannski. Jólin, þrettándinn, árshátíðir og þorrablótin - og nú síðast páskar og fermingar. Að vísu er ég með brilljant brennslukerfi og það er næsta víst að ég á ekki eftir að geta nokkurn tíman verið kallaður feitur - en maður skal þó ætíð vera á varðbergi gagnvart hinu svikula fitugeni sem ræðst á allt og alla þegar minnst varir. Allur sá góði matur og það mikla sælgætisát sem fylgir svona hátíðsdögum er auðvitað ekkert annað en æði, að vissu marki þannig séð. Núna síðast um helgina nýliðnu borðaði ég t.d. 4 stór og mikil Páskaegg með öllu innihaldi og öllu tilheyrandi *rob*... og skammast mín ekkert fyrir það! Ég naut páskanna mjög vel og hvíldi mig vel, enda var ég strax á Skírdag orðinn veikur (surprise, frí og maður veikur) og núna í dag þriðjudag er fyrsti góði dagurinn minn - fyrsta vinnudaginn er ég orðinn góður... Ég held að ég hafi ekki fengið svona leiðinlega pest árum saman, meðfylgjandi allt heila tilstandið. Ég ældi þó ekki í fötu, er ekki ælugjarn og verð yfirleitt ekki mjög flökurt - nema þegar ég sé "ælufærslu" á blogginu þar sem allir eru bullandi meðvirkir í því að æla í sömu fötuna - þá fyrst verður mér flökurt og flýti mér burt af þeirri færslu svo ég æli ekki hinum bloggurunum til samlætis...
Það er ótrúlegt að sjá hvernig við látum á blogginu, ja eða flestir svona. Að skoða hve meðvirk við erum hvert með hinu í hinu og þessu, þannig séð. Ef færsla kemur sem fjallar um eitthvað sem bloggarinn þolir ekki og bloggarinn skrifar í lokin t.d. "þoli þetta ekki, nú fer ég og æli!" þá koma runur af bloggurum sem eru virkilega ælugjarnir og æla með ælufærslunni í þvílíkri meðvirkni að mér verður flökurt þegar ég hef lokið lestrinum og spyr því í mínum athugasemdum hvort það sé ekki örugglega pláss við ælufötuna - undur og stórmerki - hef í nokkur skipti hætt að lesa ælufærslur þegar ég hef séð ---> <--- þennan græna útum allt í færslunni, enda ekki mikið fyrir ælupestir og mikil veikindi svona þannig séð. En þetta er bara ég, ég t.d. sem kasta mér ekki heldur í veggi öðrum til samlætis - en á það til að taka smá krúttkast þegar þeirra er vænst.
En svona er vaninn. Ég er t.d. í kasti - þó ekki í veggjakasti - yfir því að hafa ekki getað farið í sund og heita pottinn síðan á þriðjudag fyrir Páska. Ég fer í sund á næstum hverjum degi, er duglegur að synda og pottast. Ef ég missi úr dag, hvað þá daga, er ég bara alveg tótally lost - rútínan rugluð og þessar fáu sellur sem eru í lagi þarna uppi eru í einhverri undarlegri tilvistarkreppu. En það stendur til bóta núna því ég er að verða 100% borubrattur aftur og fer því í sund í kvöld eða á morgun, og svo er það ræktin sem fylgir. Allar þessar venjulegu rútínur sem nú fara í gamlar skorður - og verða þannig þar til að næstu jól nálgast því rútínuvandamálaflippið byrjar alltaf með jólum. Flippinu fylgir svo áramótaogeftiráramótaástand fram yfir páska, en þá fellur maður loks aftur í gömlu hjólförin og heldur sig þar, svona oftast.. En augnablik ...
Ok, I´m back... (fékk nefnilega óþægilega mikla munnræp...jamm!)
Góður matur og nammerí hefur verið fljótandi um allt hjá mér síðustu daga svo - Já, ég er ekki búinn að blogga neitt síðan á Skírdag - og ekkert verið að skella mér á netið yfirhöfuð. Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið ekki saknað mín of mikið þó ég hafi ekki verið ofvirkur á blogginu ykkar yfir páskana, líkt og ég er oftast en hugsanlega hafði ég bara gott af þessu fríi - og hugsanlega þið gott af því að losna aðeins við mig í leiðinni. Ég hef því ekki fylgst mikið með því sem hefur verið í gangi hérna á blogginu frekar en á öðrum vettvangi. Jú, reyndar hef ég svo sem leyft sjónvarpinu að rúlla í lausum taumi og séð eitthvað af fréttum. Mér finnst þó fátt vera þess vert að skoða mikið eða blogga um, en á eftir að kíkja aðeins í blaðið í dag og glugga aðeins á mbl.is - hver veit nema maður finni eitthvað bitastætt. Ég er allavega mættur aftur, hversu mikið eða lengi er þó önnur ella en ég er allavega ekki hættur bloggeríi - nema bara núna - í bili. Farinn að kíkja blogghring og sjá hverju ég hef misst af í páskastússinu... luf u guys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
20.3.2008 | 00:12
Páskakveðja og knúserí..
Ójá, ég er bara kominn í Páskagírinn. Ég mun ekki vera mikið inni á blogginu yfir páskana, þannig séð - en mun samt eitthvað kíkja af og til. Ég er ekki hættur að blogga, mun bara minnka það núna allavega yfir páskana en sjá svo til með framhaldið - en líklegt er að ég verði ekki eins mikið í bloggheimum og hingað til. Ég mun þó halda áfram að detta inn hjá bloggvinum mínum og lesa eins mikið og ég kemst yfir þar, og kvitta með kveðjum og látum eins og ég er vanur... Málið er að það mun líklega verða mun meira að gera hjá mér eftir páska en hingað til svo ég eyði bara litlum tíma hér en mun þó alls ekki hverfa alveg.
Well, hvað get ég sagt? Jú, ég mun áfram henda hingað inn smá kjánaskap og einnig mun ég halda áfram með mitt ágæta "ekkineittsérstaktbullblogg". Ég hef gaman af því að blogga en ég hef samt ekki gaman af því að henda bara inn 10 bloggfærslum á dag sem eru bara svona til að gera eitthvað. Ég hef yfirleitt bara hent inn einu eða tveim færslum á dag og líklega verða litlar breytingar á því. Það er náttúrulega miklu sniðugra að vera ekki að dæla yfir ykkur fulltaf bulli daglega, heldur láta nægja eitt bullverk á dag. Annars veit maður aldrei, það gætu alltaf komið dagar þar sem maður hefur meira að segja og þá bara gusar maður öllu yfir ykkur..
Eins og þið sjáið/lesið - þá hef ég ekkert að skrifa um hérna, vildi bara nota tækifærið hérna til að óska ykkur öllum gleðilegra Páska. Vonandi fáið þið öll stórt og gott páskaegg, svona til að svala súkkulaðiþörfinni. Lifið heil og verið góð hvert við annað kæru bloggvinir, og aðrir bloggarar. (Guli liturinn er í tilefni páskanna).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
18.3.2008 | 16:03
Dýrin kærð, hver borgar brúsann (hunangið)..
Já, sko! Þó ekki virðist vera um peningaplokk hérna hjá viðkomandi bónda - enda jamm, bangsi örugglega ekki mjög fjáður fyrst hann þarf að hnupla sér mat - þá er næsta víst að maður gæti komið ár sinni vel fyrir borð með því að ákæra hin ýmsustu dýr í nágreni sínu..
Maður gæti ákært ketti sem flykkjast um umhverfið með pissi og fleiru misgóðu. Þreytandi þessir kettir stundum, sér í lagi fressin því þau eru svo mikið í því að "merkja" sínar læður eða húsnæði eigenda læðanna. Stækjan sem kemur frá fressi - tala nú ekki um eftir heilan vetur - gýs upp þegar fer að vora og fer oft langur tími í að reyna að sápa niður þessa voðalykt..
Nú, svo er það hundur nágranna míns. Hann er óður, hreinlega. Í hvert sinn sem hann er úti, reynir hann að eta læðuna mína. Hún fær bara ekki stundarfrið - hugsanlega væri hægt að ákæra hundinn með tilliti til svona eineltis og rof á friðhelgi einkalífsins. En líklega væri best fyrir mig að láta þetta grey í friði, enda læðan mín heljar tígrisdýr sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún ræðst á hundinn með miklum látum þegar hann byrjar og hundgreyið endar oftast uppi hágrátandi heima hjá sér, sundurtætt og flygsurnar all over the place.. Hef þurft að ná í læðuna á tröppurnar hjá nágranna mínum, eftir að hann hafi hringt í mig og hellt úr reiðiskálum sínum vegna óargadýrsins míns.. whutt? Þetta er ungur séffer sem um er að ræða sko!...
Nú, svo gæti maður líka farið í mál við hænur nú til dags. Þær neita að verpa páskaeggjum - hvað þá gulleggjum - og láta bara eins og þær séu heilagar. Reyndar eru þær hálfheilagar í mínum kokkabókum, elska þær - á grillið eða djúpsteiktar.
Ójá, hvers skonar vitleysa ætli velti yfir mann næst? Það er endalaust hægt að finna hinar undarlegustu fréttir af kjánalegustu hlutum, eins og það að kæra bangsa fyrir hunangsstuld. Væri ekki bara betra að byggja betri girðingar eða auka öryggi á annan hátt? Væri ekki hægt t.d. að setja rafmagnsgirðingar til að halda bangsa úti. Eða bara gefa honum t.d. matarleyfar á ákveðnum stað fyrir utan girðingu svo hann verði saddur áður en í óefni er komið? ... Skrýtin þessi veröld.
Dæmdur fyrir hunangsstuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
17.3.2008 | 19:56
Flögur eru til fleiri góðra hluta en bara að eta þær...
Þetta er endalaus snilld. Þjófavarnakerfi eru til ýmissa góðra verka nauðsynleg, líka vegna barnsrána á sjúkrahúsum. Getur sparað jafnvel mánaða eða áralangar rannsóknir í leit af krílinu og jafnvel finnst það aldrei aftur. Það er ótrúlegt að nokkur lifandi manneskja skuli geta gert annarri manneskju svo illt að ræna hana barni sínu, vitandi þvílíkt áfall það er fyrir alla foreldra að missa barn sitt.
Ég myndi svo í framhaldi vilja sjá svona varnarflögu grædda í þingmenn. Mótkubburinn yrði þá staðsettur í kosningaloforð, líklega myndu þá margar hurðir skella og engar lyftur virka á hinu háa Alþingi - því fjær sem þingmaðurinn/flokkurinn fer frá kosningaloforðinu því meiri yrðu lætin, glæsilegt þannig séð. Fínt væri að skella líka kubb á velferðakerfið og almenning - en það er næsta víst að þá væru engar lyftur í landinu í lagi og allar hurðir landans kyrfilega læstar, enda ekkert velferðakerfi til í námunda við hinn venjulega launþega.
Annar góður flögustaður væri í mig og tölvuna mína. En það myndi það aldrei ganga upp því ég er svoddan flautaþyrill og oft á svo mikilli ferð til og fá - að stundum sé ég tölvuna ekki svo sekúndum skiptir, skelfilegt þannig séð.
Svo væri náttúrulega snilld ef vísindamenn færu nú í að umbreyta flögunni og gera hana að varnarflögu, svona forvarnaflögu. Þannig að ef nálægðin á milli flaga væri of lítil myndi hjálparsveitin fá boð um vandræði. Væri gott t.d. á allan almenning og á móti flaga í - bjórinn - ísskápinn - nágrannakonuna - lögregluna - fýlusvipinn - og fleira og fleira sem við ættum að forðast... *flaut*. Ég t.d. þyrfti að forðast nágrannakonuna því annað er svona í þokkalegu standi hjá mér .. þannig séð en náttúrulega með ýmsum uppák0mum við ýmis tækifæri.
Þá væri nú gaman að lifa, held ég. Maður myndi festa margar flögur á Gróu á Leiti, nokkrar á kisu svo fuglar fengju smá næði, á bíla sem æða með vandræðalega miklum hraða afturbretti bílsins, hendurnar á yfirmönnum þegar þær nálgast of mikið bossa ritara sinna, hendurnar á Lionesskonum þegar hendurnar á þeim nálgast minn bossa of mikið... hmmmm.... heyrðu, væri annars til í að hafa hina flöguna þar - svo að ef hendur læonnesskvenna fjarlægjast rass minn of mikið þá myndi allt klikkast. *flauttttt*. Annars væri líklega bara best að hættessu bulli og halda sig við upphafið, sjá til þess að engir foreldrar þurfi að líða það að börn þeirra hverfi af fæðingadeildinni. Knús í kvöldið ykkar kæru vinir..
Þjófavörn á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2008 | 01:32
Stutt innlit - játa morð og smá um helgina.
Bara svona rétt að segja . Hef lítið verið á netinu síðan á föstudag. Stóð í ströngu um helgina í að drepa eina vonda kerlingu sem gerði usla í vinahópnum. Um leið og ég tók eftir henni réðst ég á hana og tók hana hálstaki, reyndi að kyrkja hana. Hún var of borubrött og alltof þykkur á henni hálsinn þannig að ég náði ekki nógu góðu taki til að kremja líftóruna úr henni, snéri mér því að rótum hennar og byrjaði að klippa þær hverja fyrir sig. Skelfing var hún rótföst þessi heljarinnar vindbelgur. En ég er þrjóskur, ósérhlífinn og grimmur með eindæmum - og þá sérstaklega þegar verið er að gera aðsúg að vinum mínum. Og ég segi ykkur, ég var ótrúlega grimmur og miskunarlaus í baráttunni við þessa ljótu meri (afsakið orðbragðið). Mér tókst eftir heljar slagsmál og læti að skera á allar hennar taugar og skildi hana eftir í rúst - þurrkaði hana út - blessuð sé minning hennar - hvíl í friði Gróa á leiti, mér, mínum og vinum mínum að meinalausu. Ég sá til þess að koma henni aftur í föðurhús og þar hvílir hún núna sundurtættar taugar sem og lúin - mölbrotin bein. Gróa á leiti er ekki aufúsugestur í mínum kokkabókum og vei þeim er reyna að planta henni í mínum vinahóp. I´m bad.. i know.
Í gær fékk ég lítinn frænda í heimsókn sem ég var með í nótt, skilaði honum núna síðdegis í dag, sunnudag. Hann er bara sex mánaða, dásamlegur drengur - sonur systursonar míns. Sá litli er svo rólegur og yndislegur að það hálfa væri nóg. Lá og hjalaði allan daginn einhvern veginn og svaf inn á milli - var samt alltaf að ýta í hann til að "athuga hvor hann væri ekki að vakna" svo ég gæti haldið á honum og knúsast með hann. Svo sofnaði hann klukkan hálf tólf á laugardagskvöldinu og svaf til hálf níu á sunnudagsmorguninn. Ég lá á maganum í rúminu mestan tímann tosandi í tærnar á honum og skoðandi litlu puttana hans, alveg eins og ég gerði við pabba hans fyrir 25 árum þegar ég var að passa hann lítinn ... Viðurkenni það að ég hef endalaust gaman af börnum.
Eitthvað hljóta Edeneigendur nú að vera að græða. Skruppum til Hveragerðis í dag þegar sá litli var farinn, ætluðum að fá okkur kaffi en - það var ekki til uppáhellt kaffi í Eden!!! Urðum að fá okkur kakó, en það var svo sem okey því kakó er gott... ein lítil ræfisleg tertusneið með einni teskeið af rjóma kostaði rétt við 700kr! Hægt að baka heila tertu fyrir minni pening... Tveir kakóbollar, ein lítil kók og lítil brúnkaka = 12hundruðogeitthvað. Fer með nesti þangað næst ...
All my good blogging friends.. kíki betur á ykkur á morgun því ég er ekki alveg að nenna hringinn í kvöld. Enda margar færslur hjá flestum og það tekur tíma að lesa ykkur öll, læt í mér heyra hjá ykkur öllum.. Good night sweetypæs og góða viku framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.3.2008 | 03:10
Afganistan og tengdamamman ferðaglaða..
I wish u a good flight all the way, even further if you´re lucky ... Æi já, mér fannst fyrirsögnin ein og sér endalaust skondin. "Fer til Afganistan á sunnudag" - mátti til með að henda þessu inn í nóttina. Það er nefnilega þannig að ég heyrði gamansögu eitt sinn þegar verið var að gera grín að flugfélagi frá Englandi og kom "Afganistan" sterkt þar inn sem smá punchline. Kannski ekki mjög fyndið þegar maður rífur smá brot úr sögunni en hendi því samt hérna með.
Sögumaður segir að farþegar á leið til Alicante á Spáni verði sennilega heppnir með flugveður á leið sinni - samkvæmt venjulegri áætlun mun flugið til Alicante taka 3 tíma og 45mínútur - en fái flugfélagið mikinn meðvind mun ferðalagið taka sama tíma en áætlaður lendingastaður er í Afganistan... en auðvitað óskum við Ingibjörgu góðrar ferðar og megi heimsóknin þangað takast vel í alla staði.
Smá grín en verður að vera á ensku því annars kemur það kolvitlaust út.
My motherinlaw stood on my doorsteps one day with her 15 bags of clothing: "I was just passing by" she said, and jumped in to my house. I hated her guts for doing this fucking stuff, comming uninvited and shouting "I was just passing by" - i mean - she lives in fucking Denmark and we live in Iceland??? Passing my ass ... This was the fifth time this year and i was fucking pissed. When she was leaving, i threw out her bags and said in a fucking sweet way: "Just remember - mother dear - next time you are passing by - THEN FUCKING JUST PASS BY".. and slammed my door after her. Somehow i think she will from now on - just pass by our house without visiting us... what a bastard i am.
Góða helgi allir mínir bloggvinir - og aðrir bloggarar.
Fer til Afganistan á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2008 | 02:34
Úr einu - í annað - og aftur til baka, þannig séð.
Það er svo margt sem truflar rólegar taugar okkar þannig að taugaflækjur eru orðnar daglegt brauð. Það er endalaust hægt að finna eitthvað í þjóðfélaginu til að kvæsa yfir, pirra sig á. En er það til nokkurs? Ekki þýðir að mótmæla dómum á Íslandi, engin hlustar á okkur. Ekki þýðir að kvarta yfir háu vöruverði eða háu verði á bensíni og dísel, ekki hlusta olíufélögin á okkur. Það myndi engin taka eftir því þó við mótmælum með söfnun undirskrifta á lista vegna kulda á Íslandi, ekki hlusta veðurguðirnir neitt frekar en þeir sem telja sig guði á öðrum vettvangi...
Ég skil vel að Lögreglumenn séu hneykslaðir og reiðir. Litháísku bavíanarnir sem réðust á þá á Laugarveginum sluppu með smá flengingu og orðsendingu um að haga sér betur næst - út með ykkur óþekktirnar ykkar og verið góðir við löggimann næst. Ljótu skilaboðin sem löggjafinn er að senda erlendis svo glæpamenn geti farið að skipuleggja ferðir hingað, þar sem berja og kýla má lögin án þess að fá svo mikið sem sekt, bara flengingu og kannski nokkra daga á skilorði. Það þýðir engin refsing í raun. Bíddu, halló - er ekki hellings sekt bara fyrir að taka húfuna af löggunni? Ómæ... næst þegar þú ert í stuði skaltu kýla lögreglumann frekar en að reyna að ná húfunni af henni - þú sleppur betur frá því eru skilaboðin frá löggjafanum. Þú skalt líka sparka nokkrum sinnum í hausinn á löggunni á meðan hún liggur - eftir kjaftshöggið - en passaðu þig á því að húfan detti ekki af löggunni - því þá lendir þú í vandræðum. Halló krakkar, hvað er að hérna?
Ekkert þýðir fyrir landann að hlaupa til og safna fólki saman á mótmælalista - því engin tekur við svoleiðis pappírum í dag og engin les slíkt listaverk. Kannski væri það eina rétta að safnast saman fyrir framan alþingishúsið - helst nokkur þúsund - með mikið af grænmeti og eggjum og grýta því í húsið, jafnvel sparka smá í steypuna og gefa húsinu utanundir með flötum lófa. Það myndi að vísu þýða að maður fengi á sig þungan dóm og miklar sektir, engin skal ráðast á steinsteypt hús sem kallast Alþingishúsið - jafnvel ekki þó innan þess grasseri spilling og handónýtur löggjafi. Löggjafi sem ber hagsmuni glæpamanna fyrir brjósti og sér til að þeir sleppi vel frá hinum ótrúlegustu glæpum, svo framalega sem þeir ekki rífa húfur af löggælsunni. Hugsanlega væri betra að ráðast á löggu eða tvær, en mun þó að passa uppá húfurnar þeirra.
Var að heyra af því að díselolía væri orðin jafnhá eða hærri í verði en bensín, er eitthvað gruggugt í gangi? Er ekki díselolía mun vistvænni en bensínið? Væri ekki sniðugt að ríkið tæki uppá því að bretta upp ermarnar örlítið og fara að vinna að því sem þykir vistvænt og gott, t.d. með því að lækka tolla/skatta af olíunni...? Ég hefði haldið að það væri ljúfari kostur að láta fólk kaupa og keyra díselbíla frekar en bensínbíla - en kannski hef ég ekki fylgst nógu vel með - enda oftast labbandi eða hjólandi.
Hey, datt allt í einu eitt í hug - langaði til að kasta því hingað. Eru þeir sem haldnir eru fordómum með svona "hestablöðkur" á báðum hliðum vanga sinna? Þið vitið, svona til að það sé ekki hægt að horfa nema bara beint áfram... Stundum er nefnilega ekki hægt að rökræða við þá sem bera mikla fordóma, þeir vaða bara beint áfram á vegi fordóma sinna án þess að geta á neinn hátt skilið viðhorf þeirra sem ekki eru á sama máli og þeir. Svo saka þeir mann fyrir að kunna ekki að rökræða - bara vegna þess að maður er ekki sammála þeim. Þeir sem eru illa haldnir í trú sinni á eitt eða annað, bullandi fastir í sínum skurði - sjá ekkert annað en það sem þeir vilja og telja það hinn eina heilaga sannleik. Ef maður blakar smá í þá með annarri skoðun - sem er jú manns eigin skoðun - þá er maður algerlega bara á villuvegi, alveg út úr korti - að þeirra mati. Þeirra fordómafulla skoðun er sú eina rétta og mín skoðun er kolröng fyrst hún er ekki eins og þeirra. Er einhver ein skoðun eða eitt álit réttara en annað? Erum við ekki öll með okkar trú, okkar álit og skoðun - og engin ein endilega sú fullkomnasta - nema kannski fyrir okkur? Þurfa fordómafullar manneskjur endilega að reyna að fá okkur til að vera sammála og samþykkja þeirra fordóma, annars erum við bæði röklaus og hreint bara vitlaust? ... úff ætla ekki að kalla neinn sauðheimskan - það væru fordómar á blessaðan íslenska sauðinn að líkja honum við fordómafulla manneskju.
Jæja, ég er farinn að skoða ískápinn minn - ætla að sjá hve mikið af grænmeti og tómötum ég á. Kötturinn var hérna rétt áðan, ætla að kasta tómötum í hann til að æfa mig fyrir næsta mótmælatómatakast. Svo þegar ég er búinn að útata köttinn fer ég niður í leikhús, ætla að kíkja á bakvið tjöldin og kasta tómötum í Landspabba sem situr þar ætíð með taumana í klónum, kannski ég eyði nokkrum tómötum líka í Villa REI ef hann situr við hægri hendi Davíðs.
Knús á ykkur öll í nóttina - munið - tómatastríð í mótmælaskógi um helgina, aðalhlutverk - Landspabbi og löggjafinn, aukahlutverk - dómarastétt sjálfstæðismanna. Munið eftir nesti, tómötum og grænmeti, allt er vænt sem er vel grænt - líka Jenný. *koss út í náttmyrkrið*.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði