Eru tölvuþrjótar í kringum barnið þitt - eða þig sjálfa/n? Skoðaðu málið strax ...

"Upplýsingar sem virðast einkar sakleysislegar í fyrstu geta reynst tölvuþrjótum hagnaðarvon. Nöfn afa og ömmu og myndir af gæludýrum geta þannig veitt tölvuþrjótum hugmynd um hvernig brjótast megi inn á lokaða reikninga, en það er oft beðið um slíkar upplýsingar til staðfestingar hafi maður gleymt lykilorðinu."

 

482459
Hafið varann á ykkur og hugið að vinalista barnanna ykkar! Veist þú hvaða vinir eru daglega að lesa síðu barnanna þinna? Ef ekki, ættir þú kannski að gefa þér tíma til að skoða það - ekki seinna en núna strax!

mbl.is Fésbókin vinsæl hjá tölvuþrjótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Fésbókin sleppur ekkert við þrjótana frekar en annar vefmiðill.  Það er alveg magnað hvað fólk leggur sig niður við að stunda.  Og þá sérstaklega ef það skaðar einhvern .......jafnvel þó þeir fái ekki svo mikið útúr því sjálfir.  Margir eiga bara bágt þegar kemur að perraskap og skemmdarfíkn.  Já og mútur er jú í tísku er þaggi ?  Ef þú ekki.....þá !  Aldrei hægt að vera bara í sátt og samlyndi og nota þetta í þágu góðs.

Knús á þig krúttlingur .......vona að ég sjái þig á Fésinu.....annars ! 

JEG, 3.3.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thad er aldrei of varlega farid i ad passa sig og børnin sin á netinu, thessir thrjótar leynast allstadar,thvi er nú ver og midur en bara ad fræda krakkana og já FYLGJAST med hverjir theirra "vinir" eru.

knús og kram til thin

María Guðmundsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Fræðslan er alltaf besta forvörnin. Við þurfum að sjálfsögðu að vera vel vakandi yfir netnotkun barnanna. Það er aldrei of varlega farið. Þrjótarnir eru alltaf skrefi á undan.. 

Knús á þig krúttlingur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.3.2009 kl. 15:20

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer eru mín yngstu börn ekki á fésbókinni, né nokkrum öðrum svoleiðis vettvangi.  Ég bannaði þeim að opna aðgang að fésbókinni.    Knús og kram

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:07

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Litla barnið mitt er 22 ára bráðum... ætli hann verði ekki að passa sig sjálfur  Annars alltaf mjög nauðsynlegt að passa hvað lítil börn eru að gera á netinu, í alvöru talað !

Jónína Dúadóttir, 3.3.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: egvania

 Ég læt ekki myndir af mínum ömmubörnum á bloggið hvað þá fésabókina, ég setti að vísu myndir þar sem þau eru öll óþekkjanleg.

Mitt lið er flutt að heiman og getur séð um sig sjálft.

Knúskveðja

egvania, 3.3.2009 kl. 22:53

7 identicon

bíddu eruði ekki að grínast þú þarft ekkert að vera tölvuþrjótur til að brjótast inn í facebook hver sem einn getur það

og tölvuþrjótur er ekki barnaníðingur og vill barninu ykkar helst ekki neitt nema börnin ykkar séu með kreditkort og þá finnst mér að þið ættuð að hafa áhyggjur af uppeldinu ykkar fremur enn tölvu"þrjótum"

jesus hvað þið gleypið allt ofan í ykkur sem fréttirnar segja kynnið ykkur frekar hvað börnin ykkar geta lært mikið á netinu frekar enn hætturnar og þá sjáiði að kunnáttan yfirvegur hættuna

sé barnið ykkar ekki á þeim aldri þar sem það er tilbúið að sjá klám semsagt ekki á kynþroskaskeiði fáið ykkur netvaran hjá símanum eða bannið því internetnotkun þaug eru einfaldlega of ung 

enn þegar þaug eru orðin 12 sleppið þeim í hafið þaug eru orðin nógu gömul og ef þaug vilja koma sér yfir klám þá geta þaug það hvort sem þaug lesa það í bókabúð kaupa það af vini sínum sjá það hjá vini sínum eða nota proxy til að komast hjá netvaranum

til að finna einhvað ógeðslegt á netinu þarftu að leita að því það kemur ekki ofan í andlitið á þér

þú færð ekki popups nema þú ferð á síður sem gefa þér popups og þær síður eru  flest alltar klámsíður eða síður eins og warez.rs sem er síða fyrir tölvuleikjakóða (til að spila tölvuleiki án þess að kaupa þá)

ég hef verið á netinu í 10 ár núna og hef aldrei notað vírusa vörn hef fengið einn vírus og það var ms vírusinn svakarlegi (sem notaði galla í windows til að láta tölvuna slökkva á sér)  og næstum aldrei popup

halldór már kristmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 05:33

8 Smámynd: Dóra

Ég veit sko hvar barnið mitt er eða hvað það er að gera.

Hér fer engin í tölvu nema undir eftirliti...

 Og dóttla mín er ekki með netið í tölvunni sinni,, Held henni frá því á meðan ég mögulega get það.. Sumum þykir ég gamaldags..

 En mér er bara nett sama um það.. Ég veit hvað hún er að gera..

Já þetta með fésið... hehehe ég get skoðað margt þar og er ég ekki neinn tölvuþrjótur.. Ég er bara ég sjálf og er frænka þín elskan  knús á þig frændi Dóra

Dóra, 4.3.2009 kl. 08:55

9 Smámynd: Guðjón Jónsson

Börn eiga ekkert erindi inn á Facebook.

Guðjón Jónsson, 4.3.2009 kl. 12:14

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir viðvöruna Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er góð viðvörun Tiger - mér finnst líka þurfa að minna "unga"fólkið á að setja ekki "fylleríismyndir" inná facebook, því þær verða þar um aldur og æfi - það er ekki hægt að taka út það sem búið er að setja inn.

knús

Sigrún Óskars, 7.3.2009 kl. 08:49

12 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Mér dauðbrá um daginn, þegar ég settist niður við tölvuna heima og ræsti msn.  Ég skráðist sjálfkrafa inn á notandanafni sem virtist vera gælunafn sonar míns sem er 10 ára.  Um leið poppuðu nokkrir gluggar upp og "hæ, sæti" og álíka kveðjur frá ungum stúlkum blöstu við.  Vinafjöldinn var bara og aðeins 197.  Ég hafði ekki hugmynd um að strákurinn væri kominn á msn og var alveg bit að drengurinn hefði komið sér upp svona mörgum vinum.  En varð pínu glöð að sjá hve stelpurnar virtust skotnar í honum.  Svo kom í ljós að vinur kallsins hafði komið í heimsókn kvöldinu áður og 14 ára unglingspiltur með honum.  Sá heitir svipuðu nafni og minn, þaðan kom gælunafnið sem hefði getað átt við son minn.  Hugsið ykkur ef þetta hefði verið í tölvu á bókasafni og næsti notandi barnaperri?  Sá væri kominn í samband við 100 ungar stúlkur sem vinsælasti strákur skólans.  Sem betur fer í þetta sinn var það ábyrg 44 ára kona sem lokaði gluggunum, loggaði sig út og eyddi lykilorðinu af tölvunni.  Minn 10 ára var tekinn í perra og msn fræðslu um kvöldið.

Hjóla-Hrönn, 7.3.2009 kl. 20:38

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er tölvuþrjótur. Þ.e. þrjótur sem notar tölvu..

*Kremjuknús* sæti strákur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.3.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband