28.2.2009 | 13:31
Karlmenn og krabbamein, hefur þú gripið í punginn í dag - þinn pung sko!? Ef ekki, þá ættir þú kannski að hugleiða það...
Þættir eins og heilbrigt mataræði, að vera í kjörþyngd, forðast reykingar - drekka sem minnst áfengi og forðast sólbruna - eru meðal þess sem getur hjálpað ykkur að lenda ekki í krabbanum.
Það segir sig sjálft að heilbrigt líferni er heillavænlegast yfir höfuð - hvort sem það snýr að krabbameini eða öðrum sjúkdómum, heilbrigt líferni er það sem líkaminn þarfnast helst af öllu til að funkera rétt, vel og lengi.
Árlega greinast 630 karlar með krabbamein á Íslandi, almennt gera þeir sér seinna grein fyrir einkennunum en konur. Á morgun hefst formlega átak Krabbameinsfélagsins - Karlmenn & krabbamein. Yfirskrift viðtalsins í ár er Lífsstíll, heilsa og mataræði og er höfuðáherslan á að með því að stunda heilbrigða lífshætti sé hægt að draga úr líkunum á krabbameini.
Mælt er með því að borða mikið af tómötum, hvítlauk og gulrótum. Mikið af grænmeti og ávöxtum og eins er gott að neyta mikilla trefja, t.d. grófs korns og bauna.
Átakið hefst með pomp og prakt í Vodafone-höllinni á morgun kl. 14:00 en þá etja kappi helstu knattspyrnuhetjur landsins eldri en fjörtíu ára og núverandi landsliðshetjur.
Í tengslum við átakið verður sala á "Miðum" í matvöruverslunum - sem fólk getur keypt fyrir 250, 500 eða 1000kr. Þá verða falleg bindi með litum átaksins (blátt, fjólublátt og hvítt) til sölu í verslunum Herragarðsins. Litlar álnælur (svipaðar og bleiki borðinn) verður einnig seldar til fyrirtækja.
Peningurinn sem safnast fer til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar, sem veitir körlum og konum ókeypis ráðgjöf, námskeið og þjónustu af ýmsum toga, og í frekari forvarnir.
Kíki yfir ykkur - í dag - sem hér hafið verið á ferðinni undanfarið ljúflingar.
Knús á línuna og takk fyrir innlitið!
P.s. tekið úr Fréttablaðinu - Laugardaginn 28 Febrúar 2009. (Og nei, ég ætlaði ekkert að fjalla um einhver hreðjatök hérna - þó það sé gott að grípa í punginn til að fyrirbyggja og athuga krabbamein ..haha)...
Hreyfing og hollt fæði í baráttunni við krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Flott ! Skjáumst
Jónína Dúadóttir, 28.2.2009 kl. 13:33
Haha .. Dúa, þú færð aldrei frið fyrir mér - hvorki hér né þar - eða þar og hér - eða bara .. jamm! Fer að koma norður bráðum til að flengja þig .. ehh .. nei sko til að sjá Fúlar á móti (þig og nágrannakonuna þína) ..
Tiger, 28.2.2009 kl. 13:42
Hm... enginn friður... jæja...ætli ég verði ekki bara að reyna að lifa við það þá Var einmitt að panta miða á sýninguna Fúlar á móti
Jónína Dúadóttir, 28.2.2009 kl. 14:14
Ohhh .. mig langar á Fúlar á móti ... ehhh .. nei sko mig langar ekki Á þær - bara sko kíkja á þær .. ehh .. sko ég er ekki með kíkiþörf .. bara fara á leikverkið .. ehh ... sko ég er ekki perri sem fer á hvað sem er sko en bara .......
Æi, já.. mig langar að sjá þetta verk og ég mun sjá það
Tiger, 28.2.2009 kl. 14:21
Þarna vafðist þér aldeilis tunga um höfuð og háls, ekki bara tönnKemur stundum fyrir mig líka... en bara stundum...
Ég held þessi sýning sé frábær og ég hlakka mikið til að sjá hana
Jónína Dúadóttir, 28.2.2009 kl. 14:32
Haha .. jamm tótally tunguvafningur af bestu gerð stundum sko!
Knús og jamm, held að allt sem Edda kemur nálægt sé/verði æði og sannarlega þess virði að sjá!
Tiger, 28.2.2009 kl. 15:06
flott framtak kominn timi til. en sorry,finnst fyrirsøgnin asskoti fyndin en hrikalega gódur punktur i henni.
knús og krammar,góda helgi
María Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 15:43
María mín, jamm - kannski svolítið dónó fyrirsögn - en samt svo háalvarleg. Haha ... knús og kram!
Tiger, 28.2.2009 kl. 15:51
hún er ekkert dónó þessi fyrirsögn - segir bara það sem þarf - það þarf að grípa í punginn á sér reglulega og þeir sem ekki hafa pung grípa bara í annarra manna
Helgarknús til þín
Sigrún Óskars, 28.2.2009 kl. 18:47
Haha .. Sigrún! Ég er allavega feginn að hafa minn eigin pung til að grípa í ... hafðu ljúfa helgina líka skotta.
Tiger, 28.2.2009 kl. 19:10
Gott framtak! Vonandi þú hafir ekki orðið pungsveittur við það! :D ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2009 kl. 19:31
Er ekki nóg að strjúka bara.......
En karlmenn og krabbi er ekkert gamanmál, þrjóskan í ykkur kallar er svo ótrúleg stundum að .....
Ef ekki hefði verið fyrir frekjuna í mér, væri minn bóndi nú að berjast við slíkt (ristilkrabba) ég sendi hann með harðri hendi í rannsókn sem leiddi í ljós hvorki meira en minna 32 hnúta ( æxli) í ristli og þar af voru 3 að byrja frumubreytingar sem þýða krabba. Þetta var allt fjarlægt og nú mætir hann einsu sinni á ári í eftirlit. Næstu ferð voru fjarlægð 12 stk sem ekki hafði tekist eftir í fyrstu aðgerð, og sum alveg ný. Læknirinn sagði að þetta hefði ekki mátt vera mikið seinna og spurði hvað hefði valdið því að hann kom ( frekjan í kjellingunni) var svarið Bræður hans settir í skoðun líka, því þeir töldust nú í áhættuflokki. En ég ætlaði nú ekki að rausa svona elskurnar, en þið kallar þarna úti, það getur borgað sig að gera eins og frúin segir, þó ykkur finnist ekkert að ykkur. það eru stundum einkenni með þessum ófögnuði, sem lýsa sér kannski bara eins og smá kveisa, en þegar sú kveisa er farin að koma reglulega...... farið þá að hugsa ykkar gang. Fyrirgefðu Tiger minn þennan átroðning og fyrirlestur hér.
(IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:17
Tiger ég á pung svona G3 ég meðhöndla hann nokkuð oft
Svona án alls gríns þá eru karlmenn ekki nægilega vakandi yfir því að gæta þess sem gerir þá frábrugðna okkur kvenþjóðinni en það er held ég að lagast til allra hamingju og vonandi verður það þannig að þeir fái boð með reglulegu og sinni því kalli. Það kemur að því að það verður töff og þá verður þetta ekkert mál.
egvania, 28.2.2009 kl. 21:35
En ég hef engan pung!...............................bara kallinn minn og það yrði nú upplitið á honum ef að ég færi að grípa í hann í tíma og ótíma!!
Annars er þetta góð áminning hjá þér, karlmenn mættu vera duglegri að fylgjast með hjá sér, vonandi fara þeir að fara reglulega í skoðun eins og við konurnar.
Huld S. Ringsted, 28.2.2009 kl. 23:10
Karlmenn ættu að grípa í pung sinn mánaðarlega, eins og konum er ráðlagt að þreifa brjóst sín mánaðarlega. Það getur bjargað mannslífum að þreifa. Við konur förum flestar á tveggja ára fresti í legháls skoðun, og eftir fertugt förum við líka í brjóstamyndatöku. Það eru fyrirbyggjandi aðgerðir, kannski verður sett upp leitarstöð fyrir karlmenn í náinni framtíð. Knús og klemm
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:59
Hæ .. gleymdi að segja að mér finnst karlmenn á hvítum hlírabolum svolítið scary .. kannski er það bara ég, vil fá betri mynd af þér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 18:58
Góð áminning hér að ofan og enn þá meiri ástæða að þreifa pung bóndans
EN ég er á facebokk og heiti Solla Guðjóns......Ég ætla að finna þig og vona að þú heitir Tiger eða þá bara nafnið þitt.
Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 21:58
Það eru fáir sem geta komið með fyrirsagnir eins og þú. Þær vekja hjá manni forvitni og spennu. Svo eru þær líka oftast svo fyndnar.
En mér finnst vera kominn tími til að vekja athyglina á krabbamein karla.
Gaman að sjá aftur svona blogg frá þér vinur. Meira svona
Þín eilifðarvinkona
Tína, 2.3.2009 kl. 11:24
Eins gott að þú tilgreyndir að maður ætti að grípa í eigin pung en ekki annarra ég hefði getað orðið mér til skammar hehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.