Þurrir Þorskhausar keppa um titilinn "Þurrasti Íslenski Þorskhausinn" í Nígeríu. Hvernig má spara milljarð .. ?

þorskhausarEkki það að ég ætli að fara að blogga neitt um Fegurðarsamkeppnir (sjá mynd til vinstri) - mig langaði bara til að velta frá mér smá hugleiðingu vegna hinnar Pólsku ungfrú Reykjavík.

Hef verið að pæla í því að mér hefur líklega brugðist bogalistinn í pælingum varðandi fegurðarkeppnir sem slíkar - að þær væru kynning á landi, þjóð og fegurð íslenskra stúlkna..

Mér er spurn, er hægt að senda stúlku frá annarri þjóð, Póllandi,  til að keppa fyrir okkar hönd á alþjóðavettvangi - til að sýna fegurð íslenskra stúlkna? Já, ég veit að hún hefur ekki enn verið kosin ungfrú Ísland - en hún er gullfalleg og það geislar af henni þvílíkur yndisþokki að það kæmi mér engan veginn á óvart þó hún yrði kosin alla leið. En, erum við þá ekki farin að senda út í heim fegurð Póllands en ekki Íslands?

Getum við sagt - "Ungfrú Ísland er sönn ímynd fallegra stúlkna á Íslandi" .. ef "ungfrú Íslands" er pólsk en ekki íslensk?

Ok, þá er það frá í bili ... að öðru.

merki kirkjunnar

 

Sannarlega er erfitt hjá mörgum núna. Fjöldinn allur af fólki á atvinnuleysisbótum og fjöldinn af fólki sem hefur ekki í sig og á. Hræðilegt bara svo ekki sé meira sagt.

Ég á stundum erindi í sama hús og ein "atvinnuleysisskrifstofan" í bænum er - og stundum er það fullt út að dyrum af fólki sem er að skrá sig. Það sem mesta athygli mína vekur er hve mikið er af fólki af erlendu bergi.

Hef heyrt sögur af því að sumir þeirra "hangi" bara hérna á atvinnuleysisbótum því það fær hvergi vinnu hérna lengur - og bæturnar eru hærri en nokkrar bætur í heimalandi viðkomandi. Heyrt sögur um að margir séu enn að þyggja bætur hérna á landi þó þeir séu í raun löngu komnir til síns heima en geta skráð sig í gegnum netið frá sínu landi án þess að nokkuð sé gert til að fyrirbyggja þetta...

Ég er viss um að það mætti vel spara einhverja milljarða á ári ef farið væri í gegnum þann hóp sem er atvinnulaus - sorterað út þá sem höfðu bara stutt atvinnuleyfi en eru dottnir út af vinnumarkaðinum - og sorterað út bæði erlenda og íslenska atvinnuleysingja sem ekki eiga rétt á bótum - og þessum hópum komið t.d. bara til síns heima. Gæti verið mikill sparnaður í því að íslenska ríkið myndi bara hjálpa atvinnulausu fólki til síns heima með t.d. mánaðarbætur í farteskinu - og svo hefur þetta fólk þó allavega pening í mánuð á meðan það er að redda sínum málum á heimahögunum ...

Einnig finnst mér það blóðugt ef satt reynist sem ég hef líka heyrt - að fólk - bæði íslenskir og erlendir hópar - séu að sækja í hjálparstarf Kirkjunnar - eftir aðstoð, mat, fötum og fleiru - án þess að vera í hópi þeirra sem slíkarar hjálpar þarfnast. Maður heyrir allavega af fólki sem er að "svindla sér inn í kerfið" - fólk sem er vel sett/ágætlega sett - en laumar sér samt inn um smugur og tekur þar með frá þeim sem sannarlega eru hjálparþurfi.

En, pælingar eru jú pælingar. Maður á víst aldrei að trúa í blindni því sem maður heyrir því kjaftasögur eru oft ansi villandi og rúlla uppá sig oft meiru kjöti en tilefni er til.

Rúlla hér með kveðju yfir Bloggheima og vona að allir hafi það fínt ..

Over and out ...


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Æ já þetta eru ekki sérlega skemmtilegir tímar sem við lifum á. Líka finnst mér blóðugt að heyra að atvinnuleysisbætur séu í mörgum tilfellum hærri en launuð störf. En leiðréttingar eru alltaf sárar og erfiðar á meðan á þeim stendur og ástandið í þjóðfélaginu og um heim allan hefur lengi verið út úr öllu korti.

Hvað varðar ungfrú Ísland, þá verð ég að segja að með fullri virðingu fyrir þessari drottningu sem hlaut titillinn þá finnst mér ekki rétt að senda stelpu sem ekki er íslensk. Tek undir með þér þar.

Dásemdisknús í þitt hús.

Asta la vista baby................... þar til næst.

Tína, 2.3.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skil vel allar þessar pælingar þínar, það er rétt eins og mínar hugsanir séu þarna settar í orð

Ég hef það fínt takk, en þú ?

Jónína Dúadóttir, 2.3.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Tiger

 Já Tína mín, sannarlega hefur ástandið verið víða slæmt - rétt eins og hér. Virkilega skrítið ef bætur geta orðið hærri en lægstu launin, mjög undarlegt bara! Segi svo líka það sama, skil ekki hvernig Pólsk fegurð getur orðið Íslensk fegurð... knús á þig Tína mín!

 Jónína mín.. we are the one and the same - næstum því! Hélt þú vissir það sko .. u are my better half - and i would be your not so good half.. if you had one - but you don´t - your halfs are both only too good!

Annars bara brilljant góður sko! In good and in worse ...

Tiger, 2.3.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já maður hefur heyrt allskonar sögur af misnotkun kerfisins, bæði atvinnuleysis og tryggingakerfisins.  Svo þá sem misnota hjálparstofnanirnar.  Sólskins og fuglasöngskveðjur til þín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:06

5 Smámynd: Tiger

  Haltu bara áfram að skoða kjólana Búkolla mín .. knús og kram!

Tiger, 2.3.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Tiger

Jóna; Satt, maður heyrir allt mögulegt í þessum efnum sko - því miður. Sömu sólarkveðjur og fjaðrafokskveðjur á þig vinkona..

Tiger, 2.3.2009 kl. 16:10

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það eru alltaf svartir sauðir sem misnota "kerfið", hvort sem um ræðir atvinnuleysisbætur, örorku eða eitthvað annað. Það eru þeir sem eyðileggja fyrir hinum sem þurfa á þessu að halda. Ég þekki engan sem verður feitur af þessum upphæðum en það er náttla fáránlegt að það sé "hagstæðara" að vera á atvinnuleysisbótum heldur en í vinnu.

Ég fylgdist ekkert með þessari fegurðarsamkeppni og veit lítið um hana, en get þó verið sammála um það að pólsk fegurð getur varla talist íslensk fegurð..

Knús og kram á þig vinur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:18

8 Smámynd: Tiger

 Satt Sigrún, svartir sauðir skemma ætíð fyrir hinum. Það er sannarlega orðið fáránlegt þegar fólk telur sig hafa meira uppúr því að hanga á bótum frekar en að gera eitthvað. Auðvitað þarf að laga þetta kerfi og breyta þessari skekkju, ef það er ekki þegar búið að gera það ...

Satt og rétt skrifað hjá þér - Pólsk fegurð getur aldrei orðið Íslensk fegurð! Knúsknús ..

Tiger, 2.3.2009 kl. 16:28

9 Smámynd: Tiger

 Já Helga, það er sannarlega erfitt á mörgum staðnum núna. Hafðu líka ljúfa vikuna og farðu vel með þig ..

Tiger, 2.3.2009 kl. 17:16

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég sá thetta sjálf eitt sinn med eigin augum,kom ad afhenda føt á flóamarkad hjá Rauda krossinum,thar var SLEGIST um fatnad sem var greinilega nýr...svo fréttist af sømu konum ad selja fatnadinn sidar i Kolaportinu..! ekki slæmur dill thar eda hvad...en thetta er i øllu,sama hvar er,alltaf einhverjir tilbúnir ad reyna ad græda á neyd annarra..til skammar bara

veistu ég er bara soldid sammála med fegurdarsamkeppnina..thótt ég sé langt i frá fylgjandi theim.. er soldid bogid vid thetta finnst mér..en svo hugsa ég "hverjum er ekki sama"..?

knús og krammar til thin kæri vin

María Guðmundsdóttir, 2.3.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Halló þú þarna í hvíta bolnum, þér er væntanlega ekki of heitt núna í snjónum?  .. Varðandi fegurðarsamkeppnina þá er ég svo svakalega hlutdræg, drottningarmóðirin sjálf, að ég er ekki dómbær. Spurning hvort að fólk verði samt að vera genetískt íslenskt eða bara uppalið á Íslandi, íslenskur ríkisborgari til að geta keppt sem Ungfrú Ísland ??.. Pæling! ..

Ef fólk leitar sér hjálpar án þess að þurfa þess á það bágt og þarf að leita sér hjálpar! ..= þarf hjálp!  Hvað ætlar þú annars að kjósa - Mammamia flokkurinn minn þar sem ég er í fyrsta, reyndar eina sætinu er að hugsa um að samlagast flokk sem er að fæðast og verður besti flokkurinn. Mammamiaflokkurinn hafði aðeins eitt markmið "Never a dull moment" og það mun flytjast með undirritaðri í þann nýja.

Þar verður settur á fólk sannleiksplástur (nýjasta nýtt í Lifewave bylgjunni) þannig að það kemur aðeins sannleikurinn fram - og sannleikurinn mun gera okkur frjáls undan allri lygi og þeir sem mæta til hjálparstofnana munu segja "Ég er hér á fölskum forsendum, ekki láta mig fá neitt því ég hef ekkert að gera við það, á fullt af slátri í frystikistunni og grjónum í búrinu!"  Liar, liar hvað?

Ég býst við að þú sért búin að fatta af hverju ég er að bulla þetta á undan er þaðekki? .. Það er vegna þess að til að komast á þing þarf maður að vera góður í að bulla!  X MOI

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband