Hvort er alvarlegra - að hóta, tæla og táldraga - eða að drepa 84 og slasa á þriðjatug? Spurning sko ...

Eldurinn

"Haft er eftir Nathan Rees, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales að brennuvargar geti átt yfir höfði sér 25 ára dóm fyrir uppátæki sitt."

Ok, nú er ég ekki alveg að skilja dómskerfi heimsins. Um daginn kom fram að drengur gat átt yfir höfði sér allt að 300 ára dóm fyrir að villa á sér heimildum, hóta og í einhverjum tilfellum ná að plata nokkra skólafélaga til kynferðislegra athafna... gott og vel!

En hér í Ástralíu hafa brennuvargar líklega drepið allavega 84 - og slasað í það minnsta á þriðja tug fólks - en eiga bara yfir höfði sér allt að 25 ára dóm???

Afleiðingar eldsins.

Ég held bara að ég hætti að spá í þessi mál - enda er næsta víst að dómarar eru mismunandi eftir löndum og lög hvers lands eru auðvitaða líka mismunandi.

Það væri líklega endalaust hægt að velta sér uppúr svona mismunandi dómum og fá endalaust upp ótrúlegustu niðurstöður.

Ætli dómarar sem dæma hvað hörðustu dómana hafi verið skipaðir í dómarasæti án þess að vera mjög hæfir til að gegna störfum - skipaðir pólitískt og vegna skyldleika við pólitíkusa - líkt og hefur verið gert hér heima í valdatíð Sjálfstæðisflokksins? Ætli það hafi álíka afleiðingar hér heima þegar mál eru til umfjöllunar að minna hæfir dómarar dæmi vægar, harðar eða álíka - eftir því hvar í flokki sá "seki" er settur? Æi, ég ætla ekki einu sinni að halda út á þá braut að brjóta heilann um þá pólitísku spillingu sem tengist öll á einhvern hátt Dabba kóng og hans auma flokki...


mbl.is Enn hækkar tala látinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er vist margt skrítid i kýrhausnum  og thetta er eitt af thvi. Dómar eru svo rosalega mismunandi milli landa ad thad er útí høtt, samanber dómum hér á landi midad vid erlendis,og thá á ég vid alvarlega glæpi,svosem kynferdisglæpi og flr.

Hafdu gódan sunnudag Tiger,alltaf gaman ad koma hér til thin og lesa

María Guðmundsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Tiger

  Jamm María - dómar hér á landi eru í sumum tilfellum í raun engir dómar - bara hjákátlega aumar refsingar með vendi og svo bara "skamm og gerðu þetta ekki aftur" ...  miðað við dóma erlendis allavega.

Kynferðisglæpir eru skelfilegir - en fá ekki meðferð í dómskerfinu sem slíkir og niðurstöður eru ætíð langt undir því sem þeir ættu að vera - hryllilegur glæpur á að enda með hryllilegum dómi..

Tiger, 8.2.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já... það er hægt að rífast endalaust yfir svona að því að viriðist, hálfgerðu rugli....

En það ætla ég ekki að gera núna, ég er farin út að labba

Jónína Dúadóttir, 8.2.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Tiger

  Omæ .. mundu eftir því að fara úr náttkjólnum kerling og í hlýjar bomsur - það er kalt úti! Reyndu svo að ganga meðfram götunum - ekki á þeim miðjum addna!

Þú veist hverjir koma með hvíta sloppa ef  þú passar þig ekki betur ...

Tiger, 8.2.2009 kl. 12:55

5 Smámynd: Auður Proppé

Alveg sammála, kynferðisglæpir eru skelfilegir og dómskerfið hér á landi og annars staðar reyndar líka er ekki að refsa sem skyldi. 

Hræðilegt að sjá í færslunni þinni hér að ofan þegar þú bendir á mismuninn á þyngd refsinganna

Eigðu góðan sunnudag Tiger minn

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: smg

Gæti trúað að planið hjá Dabba Kóng, fyrir utan að koma syni sínum í gott dómaraembætti, hafi verið að tryggja ítök sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfinu. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar unnið markvisst undanfarna áratugi með þessum hætti. Skipan Þorsteins var bara til marks um hversu værukærir sjálfstæðismenn eru orðnir í spillingarbransanum.

smg, 8.2.2009 kl. 13:58

7 Smámynd: Tiger

Satt Auður að dómar eru ekki í samræmi við alvarleika glæps stundum/oft. Kynferðisglæpir eru sannarlega skelfilegir og ættu sannarlega að vera hegningar í samræmi við það.

SMG; Það er alls ekki óhugsandi einmitt - að pot sjálfstæðismanna í stöður hingað og þangað - eigin fólki og flokki - hafi einmitt verið til að tryggja sig í öllu kerfinu .. Spillingin í embættisveitingum hefur alla tíð fylgt sjálfstæðismönnum og mun líklega endalaust gera það, því eru landsmálum betur borgið í höndum annarra flokka svo slíkt geti ekki stanslaust verið að poppa upp.

Tiger, 8.2.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Sigrún Óskars

hér á Íslandi þarf sko aldeilis að taka til í "dómara-bransanum" Það þarf líka að flýta dómsmálum hérna - allt of mikið hangs í gangi og á meðan eru menn lausir og geta haldið áfram iðju sinni hvort sem er um að ræða kynferðisofbeldismann eða ræningja.

Eigðu góðan sunnudag

Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 14:58

9 Smámynd: TARA

Mikið innilega er ég sammála þér Tiger og fleirum....dómar fyrir þessa glæpi eru allt of vægir miðað við alvarleika glæpanna.  Ég er mjög hlynnt því að dóma þarf að þyngja.

TARA, 8.2.2009 kl. 15:14

10 Smámynd: Tiger

Satt Sigrún, það þarf að hrista vel uppí þessu og líka að flýta dómsmálum svo um munar. Alltof margir brjóta af sér aftur og aftur á meðan minna hæfir dómarar taka sér alltof langa tíma til að skoða málin - eða læra meira áður en þeir geta nokkuð.

Tara; Sammála, þyngja dóma og vinna þá hraðar - og dæma samkvæmt alvarleika málanna ..

Tiger, 8.2.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband