7.2.2009 | 15:12
Nú á bara að skrá sig formlega inn í pólitíkina, þannig lagað. Sjálfstæðismannalausar ríkisstjórnir næstu áratugi er málið!
"Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26. -29. mars. Það er sama helgi og landsfundur Sjálfstæðismanna fer fram.
Í dag stendur yfir Framtíðarþing og er því ætlað að marka upphafið á lokahnykk stefnumótunar sem ná mun hámarki á landsfundinum. Um 300 manns eru á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra."
Er að segja ykkur það að ég ætla mér að fara eftir helgi og skrá mig formlega inn í Samfylkinguna! Margir sem ég þekki persónulega - eru að gera slíkt hið sama um þessar mundir og því vil ég líka taka þátt í því að stuðla að "sjálfstæðismannalausum" stjórnmálum á næstu misserum - eða sem lengst helst. Ég myndi aldrei skila auðu - hef aldrei gefið sjálfstæðismönnum atkvæði mitt og mun aldrei gera - og ef eitthvað væri - þá líklega myndi ég skoða VG ef Samfylkingin væri ekki til staðar.
Landsfundur Samfylkingar í lok mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Tiger.
I´ll Love you because your understanding !
Velkominn til baka.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:17
Ég hef aldrei skráð mig í neinn flokk. En ég nota alltaf atkvæðið mitt og dytti ekki í hug að skila auðu. Fyndist ég vera að styrkja stærsta flokkinn sem í dag er sjálfumglaði flokkurinn og hann fær mitt atkvæði aldrei
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.2.2009 kl. 15:23
Ég get alveg kosið flokk þó ég sé ekki skráð í hann og ég get líka kosið einhvern annan flokk en þann sem ég er skráð í... held bara áfram að vera utanflokka Aldrei hef ég samt og mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ekki séns í helv....
Annars vil ég geta kosið fólk, ekki flokka !
Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 16:40
sammála,vildi helst geta kosid fólk en ekki flokka. Enn meira SAMMÁLA med sjálfstædismannalausa stjórn sem lengst...FOREVER helst bara.
Kvedja og góda helgi
María Guðmundsdóttir, 7.2.2009 kl. 17:46
Samfylkingin já... sjálfsagt ekki svo vitlaust. Sjálfstæðisflokkurinn fær vonandi ekki eins mikið fylgi og skoðanakannanir sýna. Ég held að verði erfitt að ákveða hvar krossinn á að lenda á kjörseðlinum þann 25. apríl.......En við sjáum hvað setur.
Guðrún Una Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:45
Nei takk, treysti þeim ekki nema kannski Jóhönnu og tveimur til. Ég vil fá að velja einstaklinga og mun ekki sætta mig við neitt annað, skila auðu til að lýsa vanþóknunn minni þar til því er náð. Ísland er of fámennt til að bera flokkapólitík það er búið að sanna sig svo um munar, ekkert nema klíkuskapur.
(IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:18
Góða helgi og hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:31
Á meðan Ingibjörg Sólrún, Lúðvik, og margir aðrir eru í samfylkingunni mun ég ekki kjósa hana. Ég er eiginlega í vandræðum, mér finnst ég ekki geta kosið almennilegt fólk með góð gildi í þessum flokkum sem eru til. Ég vil sjá nýjan flokk, með almennilegu, venjulegu fólki sem hefur samkennd með öðrum og er ekki spillt. Ein í klemmu, knús og klemm í þitt hús..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 02:27
ætla nú bara vera hreinskilin myndi aldrei kjósa þá flokka sem eru við stjórnvöld núna en hafðu ljúfan sunnudag tiger minn fallegur sunnudagur til að fara út að leika
Brynja skordal, 8.2.2009 kl. 11:09
XD krakkar mínir XD er það eina rétta
Kærleikur til ykkar í þeirri von að þið kjósið það eina rétta
Kveðja Ásgerður
egvania, 8.2.2009 kl. 11:52
Þórarinn; Luv ya too - and thax.
Sigrún; Einmitt það sem ég gruna - að með auðu sé maður að styrkja stærsta flokkin hverju sinni - þannig að ég myndi aldrei gera slíkt ..
Jónína; Algerlega á sama máli - vil geta kosið fólk en ekki flokka. Sannarlega getur maður kosið aðra flokka en þá sem maður er skráður í - og eins kosið hvað flokk sem er án þess að vera skráður inn í neinn.
Búkolla; Sannarlega satt - ég er líka sammála Jónínu - og satt og rétt að það er til gott fólk í öllum flokkum sem á skilið að fá góða kosningu eitt og sér - líka til gott fólk í sjálfstæðisflokknum - ef maður leitar mjög djúpt.
María Guðmunds; Ójá .. ósjálfstæðismannalausar ríkisstjórnir næstu áratugina bara vonandi!
Guðrún Una; Ég gruna nú að skoðanakannanir séu ekki mjög marktækar sem slíkar - en sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn fái sem minnst atkvæði í komandi kosningum!
Sigurlaug; Satt er að það er pólitísk spilling og klíkuskapur um allt í stjórnmálaflokkunum öllum - á einhvern hátt allavega. Hvet þig til að skila ekki auðu - spáðu betur í spilin og leggðu exxið þitt þar sem þú telur að það geti komið best til nota að þínu mati.
Katla; Sömuleiðis, góða helgi!
Helga Valdimars; Gott hjá þér að sleppa XD - vonum bara að það komi þá fram flokkur með góðu fólki sem tengist ekki gamla hrokaflokknum.
Jóna Kolbrún; Æi, veistu - það koma reglulega upp einhverjir nýjir flokkar upp með fersku og flottu fólki - sem eftir augnabliksveru í pólitískum hamagang er orðið samloða hinum spilltu flokkum - og áður en maður veit af - sér maður að það er sama rassgatið á þessu fólki öllu. Lofa alltaf öllu fögru en hvar eru svo loforðin eftir að þau komast til valda ... jú .. undir teppinu.
Brynja; Hafðu líka ljúfan dag - satt að hann er fallegur þó hann sé kaldur!
Egvania; Uss .. skammastu þín addna að skella þessu svona eins og blautri tusku framan í mig - ég fæ hroll þegar ég heyri af einhverjum sem ætlar að exa við D .. En það er þinn réttur og þín ákvörðun og hana virði ég fullkomlega ljúfan!
Tiger, 8.2.2009 kl. 12:29
á ekki bara að skella sér í framboð - þú ert örugglega góður "kanditat"
Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 14:53
Hahaha ... Sigrún - tek þig með mér! Værum frábært teymi sko!
Tiger, 8.2.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.