7.2.2009 | 14:00
Spurning um hvort konur leggi fyrirtæki hraðar í rúst en karlar? Það er líklega allur gangur á því...
Eru konur hæfari stjórnendur en karlar? Það er spurning en næsta víst er að það mun koma í ljós á næstu misserum hvort eitthvað sé til í þeirri staðhæfingu margra.
Sjálfur hef ég þekkt til kvenna í toppastöðum sem hafa eitrað mikið út frá sér og hreinlega lagt fyrirtæki í rúst - bara vegna eitraðrar öfundar út í aðrar konur sem voru þó lægra settar þeim hjá fyrirtækinu - en mun betri starfskraftar þó. Öfundsjúkar konur í yfirmannastöðum eru skaðræðisgripir sem ekki er gott að lenda í - ykkur er óhætt að trúa því sko. Karlar hins vegar ganga hreint til verks og segja út sína meiningu á meðan konur geta átt það til að fara sálfræðileiðina, baknaga og stinga í bak þeirra sem þeim er illa við. Reyndar geta karlar líka gert slíkt - en oftar bara kýla þeir frá sér í eitt skipti fyrir öll á meðan konur reyna smátt og smátt að "rústa" þeim sem þeim er illa við.
Ein óvönduð kona t.d. lagði í rúst 15 ára samheldinn vinnuhóp sem hélt styrkri, faglegri og réttlátri hendi utan um allan reksturinn með algeran kvennaskörung í fararbroddi - en þegar hin óvandaða var sett yfir þennan góða hóp - kom fljótlega upp mikil óvild og öfund út í kvennaskörugninn þar sem skörungurinn leysti yfir höfuð öll vandamál á farsælan hátt án erfiðleika, en það sem kom upp í hendur þeirra óvönduðu - klúðraðist á margan hátt og flæktist - svo skörungurinn þurfti oft að koma til að leysa klúðrið og bjarga málum.
Í stað þess að vera þakklát, auðmjúk og reyna að læra af skörungnum - þyggja hjálp hennar og meta hana - þá setti sú óvandaða oftar en ekki út klærnar og rýtingar flugu aftur og aftur í bak skörungsins þar til hún réð ekki við meira og sagði af sér og fór á annan vettvang. Á stuttum tíma eftir þetta tókst kerlingunni að reka allan vinnuhópinn smátt og smátt og enn í dag eru stanslausar mannaráðningar í gangi þarna á bæ. Undarlegt að yfirmenn staðarinns skuli ekki opna augun fyrir þessu - setja kerlinguna á hliðarkanntinn og reyna að nálgast aftur sinn fyrrverandi brilljant starfshóp.
Við verðum nú að vona að Testósterónið sé ekki alveg horfið héðan - en samt er það vonandi þannig að 50% Testósterón og 50% kvenngen vinni vel saman á Alþingi þar sem slík skipting einkennir nýja stjórn. Mitt mat er að konur geta verið alveg brilljant stjórnendur ef þær vilja - hef líka séð slíkt gerast og hef haft konur sem yfirmenn sem sanna það fullkomlega - og það geta karlmenn líka.
Öld testósterónsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Konur eru ekkert betri en karlar og ekkert heldur verri. Konur hafi hinsvegar fengið færri tækifæri til að sýna hæfileika sína. Ástæðan er samt oftast sá að þær eru færri konurnar sem sækjast eftir því að komast í valdastöðu.
Offari, 7.2.2009 kl. 14:17
Já þetta gæti verið endalaus spurning sem kannski fást aldrei svör við.
Búkolla; Já, kynin eru örugglega nokkuð jöfn yfir það heila en ég er sammála því að oft sér maður einhvern utanaðkomandi vera settan yfir hópa - þrátt fyrir að það gæti verið fyrirtaks yfirmannsefni innan hópsins. Spurning um hvort yfirstjórnendur horfi stundum ekki of langt yfir skammt - eða einhorfi á bókina og prófgráður frekar en áralanga reynslu og yfirmáta hæfileika þeirra sem fyrir eru í fyrirtækjunum.
Offari; Persónulega þekki ég til þess að konur eru ekkert endilega verri en karlar - og líka á hinn bóginn. Konurnar hafa sannarlega ekki of oft fengið tækifæri til að sýna sig og sanna - það er sannarlega satt.
Tiger, 7.2.2009 kl. 14:27
Ég held að þetta sé frekar persónubundið heldur en kynbundið. Það hefur líka stundum verið sagt að konur séu konum verstar.. Held nú sjálf að það sé betra að vera "kýldur" í andlitið heldur en "nagaður" í bakið. Ég hef aldrei haft konu sem yfirmann og hef því engan samanburð. Hef reyndar næstum bara unnið með körlum síðustu fimmtán árin eða svo.. Held það eigi bara eftir að vera ágætt að hafa þetta blandað.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.2.2009 kl. 15:20
Konur eru konum verstar..... og hafa alltaf verið.
(IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:14
Það er til ein og ein "leiðindakelling" sem vantar sjálfsöryggi (hvernig skyldi nú standa á þvÍ??) .. en ég held að þetta sé ekki reglan. Og alls ekki regla heldur að "konur séu konum verstar" heldur undantekning.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 08:37
Þetta er ekki svona einfalt - konur vs karlar heldur er þetta bundið persónunni sem stjórnar. Karlar geta líka eyðilegt helling með hroka sínur og yfirgangi. Það er nefninlega allur gangur á þessu......
knús til þín Tiger
Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 14:52
Ég hef kynnst þónokkrum yfirmönnum af báðum kynjum og bara út frá minni reynslu þá hafa karlmennirnir verið hreinskilnari að meðaltali heldur en kvenmennirnir, en það er náttúrulega bara tilviljun háð. Mín skoðun er einmitt sú að kynin stjórni á mismunandi hátt en það litast líka af minni reynslu og er því aldrei marktækt nema sem skoðun mín
Soffía, 9.2.2009 kl. 09:04
Já stúlkur mínar, sannarlega er þetta persónubundið og hver einstaklingur hagar sér ólíkt þeim næsta. Sannarlega eru til mismunandi góðir/vondir stjórnendur hjá báðum kynjunum.
Tiger, 9.2.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.