Hvers vegna voru málin bara látin liggja - tilbúin eða svo til kláruð - í stað þess að drífa þau bara áfram og af? Nú á að hrósa sér fyrir "þegar tilbúin mál".. mál sem þó hafa verið látin bíða alltof lengi.

Gamlir ráðherrarÞá er stjórnarandstaðan byrjuð að klóra í bakkann. Nú á að upphefja sig með málum sem "voru þegar komin af stað" þegar við vorum við stjórn. Skil samt ekki hvers vegna í skollanum þessi mál voru ekki sett á oddinn þegar í stað er ljóst var að fólk var að byrja að hrynja niður í skuldafenin þegar í haust.

Því þurfti að bíða þar til í enda Janúar eða byrjun Febrúar - og láta þar með fulltaf fólki falla í skuldafen sem ekki er svo auðvelt að komast uppúr aftur? Málið er að nú munu sjálfstæðismenn hamast eins og heit hæna upp við staurinn í því að fegra sig með málum sem "voru á lokastigi" eða sem "við vorum búin að leggja til" ...

Það verður fróðlegt að sjá hvernig sjálfstæðismenn eiga eftir að plumma sig í stjórnarandstöðunni því ég gruna að margir þeirra hafi bara aldrei upplifað annað en að flokkurinn hafi alltaf verið í stjórn - en núna - eru sumir að takast á við nýja hluti sem þeir hafa sennilega aldrei átt von á - að þurfa að sitja og skammast út í allt og alla neðan af gólfinu sem stjórnarandstæðingur - í stað þess að sitja á stalli og horfa glottandi yfir gleraugun á lægra setta þingmenn ausa úr sér vandlætingunni ..


mbl.is Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Málið er bara að það var ekkert sjáanlegt að gerast. Fólk í miklum greiðsluerfiðleikum getur ekki beðið í hálft ár eftir úrlausn sinna mála. Það verður fróðlegt að fylgjast með nýrri stjórnarandstöðu...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband