2.2.2009 | 13:57
Mannleg og hlýleg hlið Bessastaða. Er forsetafrúin sextán eða er hún nær fimmtugu - eða er hún orðin fimmtug?
Segi ykkur það að hún kemur sífellt á óvart þessi elska.
Man þá tíð er hún tiplaði á tánum - með stjörnur í augunum - nýlega orðin húsmóðir að Bessastöðum, kallandi úr eldhúsinu;
"Óli, Óli .. Hvar ertu Óli?"
Sé í minningunni Forseta okkar labba inn í eldhúsið með bros á vör sem hefði hæft vel í áttina að sextán ára yfirspenntum ungling sem var að fara að taka sinn fyrsta ökutíma - en ekki húsmóður lands og þjóðar.
"Já Dorrit mín, ég er hér"..
"Óli, heldur þú að það sé ekki í lagi að taka afgangana af skötuselnum og setja í frost ef hann klárast ekki allur á eftir? Hann er svo bragðgóður, hreinasta lostæti!"
Málið var nefnilega að háæruverðugur var staddur við eldavélina í eldhúsi Bessastaða og var að steikja skötusel í kókosolíu, eitthvað sem mér finnst algert konfekt - og greinilega frú Dorrit líka. Hún hafði komið inn í eldhúsið með eitt ljúfasta og hreinasta bros sem ég hef nokkurn tíman séð á einhverjum sem í raun tilheyrði "elítunni" en ekki almúganum, boy was i wrong að halda að hún liti stórt á sig og væri snobbhænsn...
Ólafur gekk að forsetafrúnni, tók blíðlega um mitti hennar og þrýsti henni hlýlega að sér..
"Jú Dorrit mín, það er ekkert mál að setja eitthvað í frost ef eitthvað verður eftir" sagði hann og brosti blikkandi til kokksins .. sem steinlá fyrir þessum tveim ljúfu manneskjum sem að mati kokksins hafa fært steingeldan fjaðraskrautsbæ nær fólkinu í landinu með því að vaða yfir ákveðnar hefðir og reglur - forsetaembættið sjálft er komið nær fólkinu í landinu en það hefur nokkurn tíman verið.
P.s. megnið af samtali þeirra fór fram á ensku en með íslensku ívafi.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hún er svo mikil skvetta, og algjör dúlla.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 14:15
Yndisleg saga, takk tiger fyrir þetta
Ragnheiður , 2.2.2009 kl. 14:28
Lilja Guðrún; Já, það er heilmikið til í því - hún er skvettudúlla kerlingin.
Ragnheiður mín; Gaman að sjá þig og ekkert að þakka.
Takk báðar fyrir innlit hjá mér ..
Tiger, 2.2.2009 kl. 14:33
Hey búkolla; You´re so blaming right luv ...
Tiger, 2.2.2009 kl. 14:49
Hún er allra og ekki snobb það þekkja þeir sem hittu hana á Ísafirði skoppandi úti á morgnanna, (Ólafur örugglega steinsofandi) segjandi halló við alla,
Hún er flott þessi stelpa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 15:22
Millan mín; Já, þar er henni rétt lýst - skoppandi um allt með glettni og stjörnublik í augum, brosandi og með hlýleg orð til allra sem henni mæta. Hún er flott - ekkert flókið við það ..
Tiger, 2.2.2009 kl. 15:24
Hún er mjög sérstakur persónuleiki, hún Dorrit. Skemmtileg, hress og ófeimin. Skvettugangurinn er bara plús hjá henni, gott mótvægi við Ólaf.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:28
Já Jóna, hún er einmitt frábær mótpartur fyrir Ólaf sem er svona hægur og rólegur kappi. Hún er einmitt töffaralegat mótvægi við karlinn ..
Tiger, 2.2.2009 kl. 15:50
held hún sé orðin 17?
Brjánn Guðjónsson, 2.2.2009 kl. 16:18
Hún er bara yndisleg manneskja hún Dorrit. Alþýðleg og flott kona.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.2.2009 kl. 16:35
Glæsileg kona hún Dorrit og sagan er ljúf :-)
Guðrún Una Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:13
Mér finnst hún bæði falleg og góðleg og skemmtilegur fjörkálfur
Jónína Dúadóttir, 2.2.2009 kl. 17:19
Hún er yndisleg, elska hennar fleygu ord " Ísland er stórasta land i heimi" fékk bara gæsahúd thegar ég sá thad i sjónvarpinu, kom alveg frá hjartanu og held thad lýsi henni vel.
Frábær frásøgn, gaman ad "heyra" svona hlidar af lifinu á Bessastødum takk fyrir thad. Hafdu góda viku kæri minn, knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 2.2.2009 kl. 18:14
Boxari góður, það gruna ég líka. Tel að hún hafi flogið yfir seventeen áður en hún flaug yfir Óla ..
Sigrún; Satt og rétt skrifað hjá þér - yndisleg, alþýðleg og flott kona hún Dorrit!
Guðrún Una; Takk fyrir, já glæsileg forsetafrúin okkar..
Jónína Dúa; Svei mér þá ef það er ekki bara eitthvað líkt með þér og henni .. haha.. fjörkálfurinn þinn góði.
María Guðmunds; Einlæg og heavý krútt .. það er hún sannarlega. Mannlegu hliðarnar gleymast oft þegar um opinberar manneskjur er að ræða, en auðvitað verða þær mannlegu að fylgja með stundum ..
Tiger, 2.2.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.