Gallar og kostir hvalveiða. Skiptir ímynd út á við einhverju máli þegar kreppa og atvinnuleysi er alls ráðandi?

Mér er ennþá nógu hlýtt til ímyndar okkar útávið - til að vera á móti hvalveiðum. Mér finnst það hin mesta skelfing að fara út í það að skerða ímynd okkar enn meira en þegar er komið. Auðvitað þurftu sjálfstæðismenn að stimpla sig út úr áratuga niðurrifsstarfssemi gegn landi og þjóð - með því að bjóða uppá það að ýmsar þjóðir heims fari í "hvalastríð" gegn okkur ...

hvalur

Á hinn bóginn er það spurning um hvort við eigum að láta álit og aðgerðir annarra stoppa okkur í því að nýta auðlindir okkar til sjávar. Nú þegar hart er í ári og atvinnuleysi er að aukast svo skelfilega - er það kannski spurning um líf og dauða margra í landinu að fá þessar veiðar núna.

Gaman væri að vita það afdráttalaust, svart á hvítu - hver er gallinn og hver er kosturinn - á þessum blessaða hval.

Hverjir eru kostirnir við að leyfa hvalveiðar - og hverjir eru gallarnir. Hverjir væru kostirnir við að banna hvalveiðar og hverjir væru gallarnir....


mbl.is Hægt að draga hvalveiðileyfi til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já sko... og hlustaðu nú.... Nei nei... ég hef eiginlega enga skoðun á því hvort við eigum að stunda hvalveiðar eða ekki... Eina sem ég hugsa í sambandi við það er, hvort það raskar ekki hlutföllunum í lífríki sjávarins að friða bara einhverja eina tegund...

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er á þeirri skoðun að íslendingar eigi að veiða hvali, eins og annað, ef og meðan nóg er af þeim.

hinsvegar set ég spurningamerki við, hvort rétti tíminn sé núna. meðan við þurfum að endurheimta æruna.

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Tiger

Jónína mín Dúa; Já, það er spurning - hvort fjölgun einnar tegunar bitni ekki á annarri tegun - eða jafnvel öðrum tegundum..

Boxari; Ég er sammála því og set spurningamergi við þessa tímasetningu. Sannarlega þurfum við að endurheimta æruna ef við ætlum að t.d. stunda viðskipti við önnur lönd í framtíðinni. Núna t.d. er varla að erlendir aðilar vilji selja okkur vörur nema gegn staðgreiðslu ... wúff!

Tiger, 31.1.2009 kl. 14:12

4 identicon

Æran er brotin nú þegar svo um að gera drífa þetta af  á meðan. Hvalveiðar eigum við  að stunda, en í hófi algjöru og sem ekki skaðar stofnana, en þessi grey éta okkur gjörsamlega út á gaddin ef ekki er að gáð.  Man ekki alveg hvað mikið, en það var eitthvað alveg stjarnfræðilegt að ég man, og veiðar okkar ekkert á við át þeirra.

(IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Tiger

Já Sigurlaug, mig rámar nú líka í stjarnfræðilegar tölur hvað æti hvalanna varðar svo það er spurning eins og Jónína nefnir - hvort alger friðun bitni ekki á öðrum tegundum, okkur líka.

Tiger, 31.1.2009 kl. 14:37

6 identicon

Jafnvægi það er málið, ekki algjör friðun.

(IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn nú ertu komin aftur og það er bara hið besta mál.
Í hvert skipti sem ég augum leit þína mynd í vinahópnum þá saknaði ég þín.

Sko ég er á móti hvalveiðum, en geri mér grein fyrir því að það þarf að vera jafnvægi í sjónum eins og annarsstaðar .

Vitið þið, það sem ég ekki vissi fyrr en í fyrrasumar, að Háhyrningar  minnir mig að það hafi verið sem réðust í hóp að hval og drápu hann og það fyrir framan hvalaskoðunarbát sem var fullur af fólki, fólkið var í sjokki er það kom að landi.
Þetta kom í fréttum um kvöldið.
Svo eitthvað halda þeir balans sjálfir í sjónum.

Ekki veit ég nánar um kosti eða galla, en númer eitt er þá að geta selt kjötið.

Góðar kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:05

8 Smámynd: Tiger

Já Sigurlaug, Jafnvægi er auðvitað gulls ígildi - yfir allt.

Millan mín; Já, ef hægt er að finna markað fyrir hvalkjötið þá ætti að vera í lagi að veiða innan skynsamlegra marka. Háhyrningar eru hin grimmustu dýr og skipuleggja saman veiðar og leik. Líklega eru þeir bara hinir gáfuðustu líka þannig séð .. en já, náttúran hefur sinn háttinn á að halda balans.

Tiger, 31.1.2009 kl. 15:17

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

En við verðum þá að leyfa henni það, er það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 15:19

10 Smámynd: Tiger

Þá áttu væntanlega við að leyfa Móður náttúru að vinna sín verk? Jú, auðvitað hefur hún sitt ótakmarkaða leyfi til að vinna sín verk, en stundum þurfum við að spá í hvort það sé ekki réttlætanlegt að grípa aðeins inní til að balansinn fari ekki illa með sumt en ekki annað. Spurning hversu lengi væri til fiskur í sjónum ef alger friðun væri sett á hvali.. og fiskilaust getur mannkynið líklega ekki verið.

Tiger, 31.1.2009 kl. 15:35

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég var að meina það, náði bara ekki að setja þetta nægilega skýrt frá mér

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 16:57

12 Smámynd: Tiger

 Þú hefur nú alltaf verið hálf óskýr Jónína mín -----> NOT. Fyrst ég skildi þetta þá var þetta kýrskýrt hjá þér doppan mín.

Helga Valdimars; Jú, ég er alveg á því að Japanir muni kaupa af okkur allt sem til fellur af kjöti svo það ætti að ganga upp þannig séð. Svo má auðvitað horfa á störfin sem myndu skapast við það að leyfa hvalveiðarnar.

Ég hef ekki skoðað hug minn til fulls varðandi ESB en í fljótu bragði væri ég smeykur um hafið í kringum okkur og hefði áhyggjur af því að kóngar víða að myndu flykkjast á veiðar allt umhverfis landið - nóg er af kóngunum innan landssteinanna þó ekki fari að poppa upp sægreifar með látum.  Samt er ég fylgjandi því að breyta til - vil meina að breytingar séu oft með fleiri kosti en galla. Í það minnsta þarf að horfa á þetta með opnum huga og láta ekki fjölmiðla eða fáa stjórnmálamenn mynda okkur skoðun á þessu máli.

Tiger, 31.1.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband