30.1.2009 | 18:00
Sjálfstæðisflokkurinn hríðskelfur af óttablandinni virðingu fyrir Karlinum með svipuna...
Skósveinar Davíðs eru fáir, sauðtrúir og algerlega blindir á galla hans. Þeir snúast eins og hvolpar í kringum gamla einræðisforingjann. Ég átti nú reyndar lengi framan af von á því að Geir væri ekki einn af þeim, þannig lagað. Að Geir myndi frekar horfa í vilja þjóðar sinnar og fara út í breytingar í seðlabankanum í upphafi bankahrunsins, en mér skjátlaðist hrapalega - Geir er sannarlega tryggur skósveinn gamla harðstjórans með svipuna. Ótrúlegt að maður eins gáfaður og Geir - skuli hafa fórnað eigin frama sem og hagsmunum okkar - í blindum eltingaleik við sinn gamla meistara. En við hvað hefur Geir alltaf verið hræddur? Hvað er það sem Davíð Oddson hefur á hann - sem og aðra sjálfstæðismenn? Hvernig stendur á því að risastór flokkur af mismunandi fólki er eins og skjálfandi hríslur við fyrrum (núverandi) leiðtoga sinn. Er það furða að okkur er spurn...
Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að Samfylkingin var ekki tilbúin að klára málið með Seðlabankann og FME á faglegum nótum þar sem nýtt frumvarp um þessar stofnanir yrði gert eins og Geir vildi ?
Það hefur komið fram að það sé nánast ógerlegt án mikils kostnaðar að skipta út bankastjórunum án þess.
Carl Jóhann Granz, 30.1.2009 kl. 18:29
Frábært að sjá þig aftur! VELKOMINN! :)
Baldur Gautur Baldursson, 30.1.2009 kl. 18:48
Carl; Ég gruna nú að allar "aðgerðir" Geirs varðandi Davíð Oddson og Seðlabankann hafi verið "aðgerðin björgum Davíð". Gruna að Geir hafi ætlað sér að hafa góðan tíma til að koma Davíð í einhverja feita stöðu annarsstaðar.
Andri; Algerlega sammála þér - hann kostar mun meira í seðlabankanum en utan hans, burt með hann með hvaða hætti sem er.
Baldur; Takk kærlega kappi.
Tiger, 30.1.2009 kl. 19:11
Bara sammála kommentinu thinu hér ad ofan Tiger, nákvæmlega er thetta málid!! Kallinn færi ekki út fyrr en hægt væri ad setja hann á spena annarsstadar.
góda helgi
María Guðmundsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:29
Knús og kærleikur til þín.... :=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:22
Sjálfgræðisflokkurinn, snýst bara um það að þóknast stóra pabba.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:05
Velkomin aftur, en ég sætti mig ekki við það að vera talin " án sjálfstæðrar skoðunar" vegna þess að ég er D manneskja, ég er klár og keik kona sem veit hvað ég vil.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 01:16
Bara segja kalinum upp. Vegna vanhæfni í starfi. ....Enfin biðlaun.....engar milljónir í einhver 4 ár. Bara uppsagnarbréf.
Einfalt.....ekki satt???
Ingunn Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 05:11
Velkomin aftur minn kæri, var búin að sakna þín
Helga skjol, 31.1.2009 kl. 07:45
Velkomin aftur Tící en minn kæri það er svo langt í frá að allir sjálfstæðismenn skjálfi af lotningu fyrir Dabba, langflestir af þeim sem ég þekki vildu hann út fyrir löngu (mörgum árum) þar á meðal ég og ég samþykki ekki að vera sett undir einn hatt með þeim sem styðja kallinn bara af því að ég er xd ég hef nefnilega sjálfstæðar skoðanir og þær bara nokkuð ágætar
Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 09:03
Vívíví Kominn aftur.Ég er svo glöd.Hlakka til ad lesa alla pistlanna tína
Stórt knús til tín, en nenni ekki ad svara á pólitísku.Búin ad fá nóg af tví.
Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 10:25
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað það kostar að fleygja Dabba drulluhala út úr Bleðlabankanum. Það er herkostnaður sem þarf að greiða á einn eða annan hátt en er bara örlítil viðbót við það tjón sem þetta viðundur hefur valdið þjóðinni. Burt með drulluhalann, hvað sem það kostar!
corvus corax, 31.1.2009 kl. 11:01
Mér hefur einmitt svo oft dottið í hug hvort Davíð geti "haft eitthvað" á Geir... En hugmyndaflugið mitt nær ekki nógu langt til að fatta hvað í ósköpunum það gæti þá verið
Góða helgi Högni minn
Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 13:11
Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar. Það var ekki beint ætlunin að setja "alla" sjálfstæðismenn/konur undir sama hattinn hér - var svona yfir það heila að meina alla forkólfa og forustumenn flokksins.
Sannarlega eru menn og konur með mismunandi skoðanir og áherslur þó það sé ekki alltaf í anda þeirra sem stjórna flokk þeim sem þau kjósa.
Sjálfur er ég oft á skjön við minn flokk.
Tiger, 31.1.2009 kl. 13:50
Satt Tiger, í Sjálfstæðisflokknum er breiður hópur fólks eins og í öðrum flokkum geri ég ráð fyrir.
Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.