Ástæða teiknimyndahausanna komin í ljós. Minn tími er kominn - aftur - Passið ykkur bara!

Ég er að segja ykkur það satt - það er búið að taka mig mánuð að komast að niðurstöðu - í endalausum samningsviðræðum - við mig og sjálfið mitt - um að mynda nýtt bandalag á milli "Tigers" og "Kennitölueiganda" þessa bloggs.

Niðurstaðan;

Tiger fær að halda áfram að blogga en nú verður kappinn bara í mýflugumynd á blogginu!

Hér er afturá móti komin skýring þess að kallinn hefur ætíð komið út eins og einhver teiknimyndafígúra. Málið er nefnilega að uppruninn er sóttur til Spánar þar sem götumálari málaði kappann á blað - en við hverja línu sem á blaðið fór - breyttist Tigerinn sjálfur meira og meira - alveg þar til hann var sjálfur eins og fígúra (sem hann hefur náttúrulega alltaf verið í raun og veru)! 

Tigerinn2

 

Ok, Tiger mun halda áfram að blogga eitthvað um stund.

Ég ætla samt ekkert að vera að spora á ykkur alls staðar heldur bara láta sjá mig þar sem uppákomur eru, t.d. afmæli, brúðkaup, ný vinna eða eitthvað sem má fagna. Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að ég var farinn að eyða of miklum tíma í að skrifa um allar tryssur og var það tími sem ég hefði betur eytt í hluti utan vefsins.

Svo vil ég þakka ykkur öllum sem sendu mér faðmlög í privat skilaboðum - ég hef ekki komið nema einu sinni á bloggið síðasta mánuð - og verð að viðurkenna að ég saknaði þess gífurlega í upphafi föstunnar en svo smá saman skildi ég hve alltof miklum tíma ég var farinn að eyða hér, tími sem ég bara á ekki til að eyða svona.

En, bíðið bara .. ég á eftir að vera harðari og orðhvassari en hingað til, verð ekki með sömu mýkt og sömu ljúfleikaviðmótin. Hjartað er og verður þó enn á sínum stað..

Over and out of here now ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ en gaman ad "sjá" thig aftur elsku kallinn minn  thótt thad verdi í mýflugumynd, thá er thad margfalt betra en ekkert   hlakka bara til ad lesa pistlana thina thegar their koma.

Hafdu thad gott , góda helgi ,knús og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 30.1.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Offari

Okkar tími mun líka koma.

Offari, 30.1.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Tiger

 

Offari; Já, ég er sammála því að tími okkar allra mun koma hraðar og betur en nokkur átti von á. Við eigum eftir að koma sterk og flott inn - fyrr eða síðar!

María; Gaman að sjá þig/ykkur aftur líka - og góða helgina sömuleiðis!

Búkolla; Alltaf ljósir punktar einhvers staðar ef maður leitar nógu vel - takk fyrir innlitið krakkar mínir ..

Tiger, 30.1.2009 kl. 14:31

4 identicon

Gaman að sjá þig aftur hér, hef sjálf verið í blogg hléi og sem stendur er ég í samningaviðræðum við sjálfa mig um framhald.

knús, kram og ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Halló og velkominnMig grunaði að þú gætir ekki haldið þér lengi frá okkur

Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Tiger

 

Guðbjörg og Jónína; Takk fyrir innlitið. Blogghlé er sannarlega af hinu góða og bara nauðsynlegt stundum. Auðvitað saknaði ég ykkar og gat ekki haldið mig lengur frá ykkur! Náði því samt að halda mig frá Mbl.is í heilan mánuð - með einu eða tveim innlitum.

Tiger, 30.1.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: egvania

Vááá ´ég vissi þetta og gat ómögulega látið þig í friði ó, ég elska þig húrra.

egvania, 30.1.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Tiger

  egvania; sko .. þú ert eins og nágrannakonan mín .. mínus að þú hefur ekki bakað handa mér kanelsnúða .. ennþá! Jamm.. minn er kominn aftur í bili en takmarkað samt.

Tiger, 30.1.2009 kl. 17:03

9 Smámynd: Tiger

Takk takk Helga - ég á eftir að koma mjög oft skal ég segja þér!

Auðvitað hættir maður ekkert fullkomlega eftir heilt ár í bloggheimum, en það munaði samt litlu sko ..

Tiger, 30.1.2009 kl. 18:04

10 identicon

Aha  FALLINN hihihihhihhhhi  þetta er fíkn, ætli það sé til meðferð við þessu, velkomin aftur annar,s var það sem ég ætlaði að segja .

(IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt að sjá þig minn kæri vinur, alveg frábært

Ragnheiður , 30.1.2009 kl. 19:47

12 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

wwwwúúúúúhohoha..............óvænt.........en gleðilegt

Máni Ragnar Svansson, 30.1.2009 kl. 20:23

13 identicon

Gaman að sjá þig aftur strákur og vertu velkominn

Svandís (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:56

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkominn aftur til bloggheima, þín var saknað.  Allavega á þessum bæ.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:34

15 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

yndislegt.......glataði sonurinn kominn "heim"  gaman að sjá þig aftur

Ingunn Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 05:06

16 Smámynd: Sigrún Óskars

vá hvað ég er glöð að sjá þig aftur - segi bara velkomin  saknaði þín helling

stórt knús frá mér

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband