Hvernig er þín tengdamamma, eða tengdapabbi? Hvernig tengdamamma ert þú, nú eða tengdapabbi? Njee... bara spyr sko without harmful thinking! Burt með spillinguna!

Svei mér þá. Var einhver að tala um að tengdamamma væri grimm?

tengdo

 

Nú, eða tengdapabbi undarlegur?

tengdapabbi

Nei, ég bara spyr...

Annars er ekki hægt annað en að vera góður. Kátínan lekur alveg af mér um þessar mundir .. hmmm.. hún lekur reyndar alltaf af mér svo líklega er það ekkert nýtt að ég sé bara góður after all!

Knús á línuna, luv ya guys!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er ágætt að þú ert kátur. Er tölvu helvítið komi aftur?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 17.11.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Tiger

 Uss jamm .. ég er sko meira en kátur ...

Ruslana; Sem betur fer eru "tengdaforeldrar" yfir höfuð allir upp til hópa góðir - svona mýtur um að tengdamamma sé alltaf vond .. er bara .. jamm Mýta eða sögusögn í ævintýrum, sorgarsögum.

Skatti; Uss jamm ég er glaður með að vera búinn að endurheimta kvikindið. Get nú loks sett inn myndir og leikið mér aðeins ..

Tiger, 17.11.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Skattborgari

Það er gott að heyra það og vonandi verður hún í lagi núna hjá þer.

Eigðu ljúfa viku.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.11.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Tiger

 Ójá, nú er ég búinn að taka úr henni allar myndir, sögur og annað efni sem ég hef verið að skrifa - og vista á diskum. Ef rassgatið tekur uppá því að láta illa aftur - þá tek ég hrúguna og strauja hana sjálfur. Ekki sleppi ég af henni hendinni aftur for sure!

Tiger, 18.11.2008 kl. 00:18

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er hrikalega góð tengdamamma!!! .....amk finnst mér það. En ég er ekkert lík þessari tengdamömmu sem þú skreytir bloggið þitt með....amk finnst mér það ekki!

Heiða B. Heiðars, 18.11.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er tengdamamma eins og þessi á myndinni, ég hef aldrei eignast almennilegan tengdason   Þeir sem dætur mínar hafa valið hafa allir verið ræflar, því miður.  Ein dóttir mín var að henda sínum fyrrverandi út um síðustu helgi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 00:47

7 Smámynd: Tiger

  Uss Heiða, hélt að þú værir ekki nógu aldin til að geta verið tengdamamma yfir höfuð ...  annars handviss um að þú sért ekkert sérlega tunguhvöss við ungana sem sigla í þín hús þó þú blásir aðeins hérna sko!

Jóna mín; Það er sko mikið lagt á suma í tengdaforeldrabissnessinum, en einhver þarf að vera grimmur þegar í óefni er komið. Einhver þarf að sýna vígtennurnar sko ... annars er ég alveg öruggur um að þú værir góð tengdamamma ef þú fengir góða tengdasyni!

Tiger, 18.11.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Skattborgari

Það er oft vandamálið með tengdaforeldra að þeim finnst enginn vera nógu góður fyrir börnin sín sem gerir það að verkum að samskiptin eiga til að verða slæm til að byrja með.

Ég er allvega feginn að Jóna er ekki tengdamma mín því að ég væri alveg örugglega ekki nógu góður eins og hinir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.11.2008 kl. 01:06

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mínir tengdaforeldrar eru æðislegust!!!

En Tiger, ertu farinn að koma með nýrri mynd af þér? En gaman að sjá framan í þig svona aðeins eldri en síðasta mynd, eða er það ekki?
Virðist nú ekki ótrúlega ómyndarlegur maður að sjá... hvað ertu að fela eiginlega???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. elsku rúsínan mín - Róslín! Jamm, ég er þarna nær nútímanum en nokkurn tíman áður! Þessi mynd var tekin síðastliðið sumar.

Kannski er ég bara svona feimin sko ...

Tiger, 18.11.2008 kl. 01:25

11 Smámynd: Tiger

Skatti minn.. veistu .. góðir tengdasynir/tengdadætur eignast góðar tengdamömmur! Show your motherinlaw some respect and you will get spanked by her - but im sure you´d love it! .... right?

Góðmennska og elska dregur slíkt ætíð til baka .. þannig að það skiptir engu hver á í hlut - ef þú/hver sem er - sýnir slíkt - þá hlýtur hin/n sama/sami það aftur til baka ... i think! .. no .. i know!

Tiger, 18.11.2008 kl. 01:31

12 Smámynd: Skattborgari

Tiger það er rétt hjá þér en ég hef aldrei átt tengdamömmu þannig að ég þekki það ekki. Það er mikilvægt að sýna tengdaforledrum virðingu ef maður á tengdaforledra.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.11.2008 kl. 01:39

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að allir fyrrverandi tilvonandi tengdasynir mínir hafi verið dóistar, rónar, fjárglæframenn eða allt þetta!!!!  Ég er ekki að ljúga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:43

14 Smámynd: Skattborgari

Jóna Enn gaman eða þannig. Ég er að nálgast 30 og hef aldrei komið heim með dömu og alltaf þegar ég er spurður þá hóta ég að koma heim með 40 ára langt leiddan sprautufíkill.

Vonandi færðu einhvern almennilegan næst.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.11.2008 kl. 01:47

15 Smámynd: Tiger

Alveg hárrétt hjá þér Skatti, kæmi mér ekkert á óvart þó þú kæmir til með að eignast alveg frábæra tengdaforeldra þegar þar að kemur!

Jóna mín; Jamm, það er misjaft lagt á fólk sko .. dætur þínar hafa verið óheppnar þarna, ekki spurning.

Tiger, 18.11.2008 kl. 01:49

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hei skattborgari ég á eina 29 ára ólofaða   Hún drekkur ekki og er ekki dópisti, en hún á tvo ketti og  á íbúð!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 02:08

17 Smámynd: Skattborgari

Ég er 26ára á Íbúð með bílskúr.  Ég er ekki dópisti en á það til að fá mér einn 2faldan og vindill með. Ps er með ofnæmi fyrir köttum. Eitt veit ég og það er að foreldrar mínir væru mun ánægðari ef ég kæmi heim með dóttir þína en 40ára dópista.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.11.2008 kl. 02:14

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er svo heppin að ég á tvær yndislegar tengdadætur og ég gæti ekki verið ánægðari með þær þó ég hefði fengið að velja þær sjálf og ég er alltaf að segja þeim þaðEina tengdamamman sem ég hef átt er dáin og hún var frábær og ég sakna hennar enn þann dag í dag, foreldrar núverandi spúsa voru löngu látnir þegar við kynntumst svo ég á enga tengdaforeldra... Ég er æðisleg tengdamamma skal ég segja þér

Jónína Dúadóttir, 18.11.2008 kl. 06:06

19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

minir tengdaforeldrar eru hinum megin á hnettinum...og sumir segja "heppin thú"

vona ad thegar thar ad kemur ad ég verdi thokkaleg tengdó...en veistu...er skithrædd um ad ég verdi bølvud bredda en madur má thó vona...erum vid ekki alltaf ad læra og throskast framí andlátid..?

krammar á thig minn kæri og til hamingju med "hjákonuna"

María Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 07:46

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hlutu nú að koma svona skrípamyndir frá þér prakkarinn þinn.
veist að ég á einn tengdason, (átti tvo) og hann er bara eins og minn eigin sonur
og elskum við hvort annað afar mikið, enda er hann sá besti sem til er.
Ég á einn son og var svo lánsöm að fá eina dóttur í viðbót er hann kom með Sollu sína inn á heimilið þá var hún tæpra 16 ára, svo ég er afar glöð með að þau kvarta eigi svo mikið undan mér.
Ljós og kærleik til þín Tiger míó míó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 08:05

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku Tici og bestu ljúfar kveðjur inn í góðan dag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 09:22

22 Smámynd: JEG

Ég er ekki orðin tendamamma ennþá .......ja nema á ská sko því kallinn á eina 20 ára jamm þanning mín er stjúptendó og bráðum amma líka  

Annars á ég góða tengdaforeldra ....dáldið spes en það er í góðu....og þau björguðu okkur alveg nú í haust þegar kallinn slasaði sig.

Knús og klemm úr Hrútósveitó

JEG, 18.11.2008 kl. 09:46

23 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég hef nú átt þrjár tengdamæður, allar frábærar og góðar konur, mér þótti vænna um þær en syni þeirra. Þetta með vondar tengdamömmur er út í bláinn, ég á fyrrverandi tengdadóttur sem að mér líkar afar vel við, og ég held að henni líki vel við mig. Þannig að myndin af tengdamömmu líkist hvorki mér, né mínum fyrrverandi góðu tengdamömmum. Eigðu góðan dag kæri Tici, þú kemur mér alltaf í gott skap.

Heiður Helgadóttir, 18.11.2008 kl. 09:49

24 Smámynd: M

Ég á mjög góða tengdamömmu og held að maðurinn minn eigi þá bestu mömmu mína

Svo verð ég örugglega frábær tengdamamma þegar að því kemur með mínar skoðanir og afskiptasemi

M, 18.11.2008 kl. 10:38

25 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég er með 3 sambúðir að baki svo ég hef smá reynslu af tengdaforeldrum þótt aldrei hafi ég reyndar gifst fyrr en núverandi eiginkonu. Ég hef bara ekkert útá neinn þessara tengdaforeldra að setja.  Ég held að ef þú ert sjálf/sjálfur almennileg manneskja og sinnir þínu og þínum þá njótir þú sannmælis  Og reyndar naut ég alltaf rúmlega sannmælis því trúðu mér... ég var sko enginn kórdrengur á köflum

Móðir eiginkonunnar var látin þegar við kynntumst svo ég þekkti hana aldrei. Tengdafaðir minn er hinsvegar hinn besti maður sem mér þykir afar vænt um og erum við miklir vinir.

Ég held að ég sé alveg sæmilegasti tengdapabbi(þrír tengdasynir)... enda óþroskaður grallari með tölvu,-, tónlistar,- tækja,- og bíladellu

Þorsteinn Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 12:38

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú eins og Steini, með nokkur pör af tengdó, en þau hafa öll verið yndisleg við mig. Á ekki tengdaforeldra á lífi í dag og sakna þess mikið.  Kær kveðja og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:02

27 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Tiger minn, ég er mjög góð tengdamamma, hef ég heirt, ég ætla nú ekkert að ræða um tengdaforeldra, en ég læt börn og tengdabörn taka sínar ákvarðanir og skipti mér ekki af þeirra lífi, þannig á það að vera finnst mér.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 13:46

28 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Ég tel mig sko geggjað góða tengdó

Ég á líka 2 geggjað góða tengdasyni..

Ingunn Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 14:42

29 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mín tengdó er bara æði og þær fyrrverandi hafa líka verið það. Kannast ekki við svona tengdaforeldra eins og á myndinni. Held að maður sjálfur geti ráðið töluverðu um þetta, þ.e. hvernig maður kemur sjálfur fram við aðra. Ég verð vonandi góð tengdamamma þegar þar að kemur.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:58

30 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

MAMMA ÞÓ !!! kærasti minn er ekkert af þessu í guðsbænum ..... Ekki hlusta á hana :D heheh (huxa) Jújú við systurnar höfum yfirleitt sótt í svona fjanda en ekki lengur allavegana hjá mér .. ein ástfangin ... hihih já sem betur fer er ég ekki orðin tengdarmamma :D

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:29

31 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sko - ef við færum nú umræðuna aðeins á skjön, þá hugsa ég að ég hafi aldrei verið nógu góð tengdadóttir!!!!!  Tel mig samt vænstu manneskju ef því er að skipta.  En hef komist að því að ég er ekki fullkomin - svo sem engar fréttir.  En væntingar fólks geta verið með ólíkindum og þessar tvær tengdamömmur sem ég hef átt höfðu sko sitt hvorar.  Það sem annarri þóttu hinir bestu mannkostir var hin ekkert hrifin af og öfugt.

Tengdafeðurnir hafa ekki gert eins miklar kröfur og er það hið besta mál.

En faktíst er mér sléttsama núna, eftir að ég komst til vits og ára.  En þetta olli mér miklum vandræðum þegar ég var ung og vitlaus og vissi ekki í hvern fótinn ég átti að stíga.  Vildi helst gera öllum til geðs frekar en að vera ég sjálf. 

Hef ekki hundsvit á því hvernig tengdamamma ég kem til með að verða - það er eitt af því fjölmarga sem verður bara að koma í ljós

knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:42

32 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eitt enn - ég er þó viss um að ég verð ekki eins ófríð og þessi sem trónir hér efst á blaði, fjandinn hafi það..........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:45

33 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tengdamömmur, tja... Ég hef átt eina tengdamömmu um ævina og hún verður alltaf "tengdó" .. þó ég hafi skilið fyrir fimm árum síðan. Erum enn í góðu sambandi. Hún átti að vísu sína "tannhvössu" tengdamömmuspretti, en þeir strokuðust alltaf út því hún var svakalega góð og hjálpsöm 90% tímans.

Sjálf á ég tvo tengdasyni, einn amerískan 25 ára og annan danskan, 35 ára! .. (12 árum yngri en ég). Þeir eru báðir algjört ÆÐI og mér finnst það sé gagnkvæm væntumþykja og virðing milli okkar. Sá danski bauð mér að flytja á efri hæðina þegar ég heimsótti  þau  þar sem þau bjuggu í Danmörku, en dóttir mín hafði efasemdir um það.  ...  Nú, svo sýnist mér á öllu að ég sé loksins líka að eignast tengdadóttur, en sólargeislinn hann sonur minn (börnin mín eru að sjálfsögðu öll sólargeislar) er kominn með kærustu sem hann segist ætla að kynna fyrir mömmu, en hann hefur ekki gert það áður - svo þessi hlýtur að vera "spari" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.11.2008 kl. 08:38

34 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki er ég orðin tengdamamma ennþá, á tengdamömmu sem er lítið sem ekkert samband við svo ekki get ég dæmt hvernig tengdó hún er.

Gaman að sjá nýju höfundarmyndina Tící, þú kemur smásaman í ljós

Huld S. Ringsted, 19.11.2008 kl. 09:04

35 Smámynd: Rebekka

Hehe ég er þvílíkt heppin með tengdó, er næstum því í meira uppáhaldi hjá þeim heldur en sonurinn!   Ekki er það verra að tengdamamma er líka ofurgóður kokkur, jafnvel betri en mín eigin móðir - þótt skammarlegt sé að segja frá svoleiðis...  (sorrí elsku mamma!)

Rebekka, 19.11.2008 kl. 11:18

36 identicon

Ég á alveg rosalega góða tengdamömmu, hún er reyndar fyrrverandi núna en það er allt í lagi við köllum hvor aðra alltaf tengdó þrátt fyrir það. Hún er ósvikin perla.

alva (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:20

37 identicon

Svo er tengdapabbi alveg æðislega góður líka.

Erum við ekki öll stórskrítin?

alva (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:21

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha flottar myndir,  takk fyrir að lyfta skapinu aðeins

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:57

39 Smámynd: egvania

Þú ert magnaður.

 Einu sinni þegar ég og húsbandið mitt vorum ung sko ég á við yngri þá stofnaði ég samtök gegn tengdamæðrum og setti skjal upp á vegg í eldhúsinu önnur þoldi það ekki en hin hló.

 Ég á einn tengdason sem sagði fyrir mörgum, mörgum, mörgum, mörgum árum að ég væri besta tengdó í heimi og hann ætlaði að vera besti tengdasonur í heimi.

Ég tel þetta í gildi en verð að viðurkenna að hann var vel fullur af guðaveigum en ég trúi þessu samt he, he.

 Mér þykir ofurvænt um mann dóttir minnar en verð að viðurkenna að stundum hefði ég verið búin að rota syni mína eða eitthvað svoleiðis ef þeir hefðu verið í hans sporum á hans yngri árum.

Ég veit að ég er skelfileg tengdó, held bara að hann þori ekki að segja það og hvað táknar svoleiðis bara eitt ÉG er HRYLLINGUR.

Annað mál á dagskrá var beðin fyrir þetta.

Ég auglýsi hér með mann um fertugt hann á eitt hjónaband að baki og er góður til undaneldis það bera dætur hans vitni um.

egvania, 19.11.2008 kl. 23:23

40 Smámynd: egvania

Getum við ekki rætt um mæður næst  ég er sko móðir líka og amma.

egvania, 19.11.2008 kl. 23:26

41 Smámynd: Líney

Hef aldrei átt tengdaforeldra,mínir fyrrverandi voru báðir mikið eldri en ég og foreldrar  þeirra fallnir frá...

knústil þín

Líney, 19.11.2008 kl. 23:47

42 Smámynd: Solla Guðjóns

tENGDAMANNA ÚPPS.......ÉG Á EINN SON SEM TVISVAR HEFUR VERIÐ SENDUR HEIM TIL MÖMMU....SEGIR AÐ VÍSU EKKERT TIL UM HVERNING TENGDAMAMMA ÉG ER .....EN ÞETTA VORU ÁGÆTIS STELPUR

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband