8.11.2008 | 10:14
Hvað þarf til - til að þetta spillingalið hverfi í buskann? Ert þú að fara á mótmæladeit í dag? Burt með spillingaliðið, sama hvar í flokki það er!
Já, góðan daginn! Mahrrr á bara ekki orð til, eða þannig. Ekki það að ég sé orðinn "orðþrota" - nei - bara er hissa - held ég - eða - maður er að vísu að verða svo sjóaður í því að heyra og lesa undarlegar sögur og fréttir að líklega er ég ekkert hissa eftir allt ..
Ákveðnir fyrrum yfirmenn bankanna draga til baka "ábyrgða-aflausnir" sínar og ætla að axla ábyrgð after all. Þeir vonast til að sú aðgerð skapi frið og ró í kringum bankana í kjölfarið. Bíddu nú við .. ef það hefði ekki komist uppum þá - hvað þá?
Óhmæ, vér aumur lýðurinn verðum nú að fara að hætta mótmælastandi fyrst þessir karlar/konur ætla sér að taka á sig ábyrgð á eigin samkurli og eigin vandamálum - í stað þess að velta þeim yfir á okkur landslýð.
Auðvitað skapar þessi ákvörðun enga ró og engan frið - ekki mun nást ró og friður fyrr en þeir sem ætluðu sér að komast upp með þetta - eru farnir með pokann sinn. Því hvet ég ykkur til að nýta ykkur slagorðin hennar Ólínu Þorvarðardóttur áfram - allt þar til spillingarliðið er horfið á braut.
Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það stendur!
Ef ég væri ekki að vinna í allan dag og fram á kvöld, þá myndi ég mæta harður .. nei ekki þannig harður .. en harður samt - í mótmælin sem fara fram í dag í miðbænum, klukkan 15:00 held ég að sé rétt.
En, maður verður víst að forgangsraða - sumt er ekki hægt að leggja til hliðar því veislur bíða ekki á meðan maður tekur þátt í því að koma þessum siðspilltu einstaklingum frá svo raunverulegur friður geti myndast og eðlileg vinnubrögð geti tekið við. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta þarna í bæinn - og láta heyra hátt í sér!
Nú, tölvuna mína fékk ég ekki í gær - of margir sem koma með tölvurnar sínar og setja þær í "forgang" með því að borga fimmþúsundkallinn sem ég eyði ekki í óþarfa, notann til góðgerða frekar - þar sem ég kemst þó á netið með lappanum gamla. Mér var sagt að ég gæti prufað að hringja á þriðjudag eða miðvikudag... fúlt og bömmer!
Ég ætla að hringja á mánudagsmorgun - og aftur á þriðjudagsmorgun og aftur á miðvikudagsmorgun og .... þar til þeir gefast upp og gera loks við tölvuna, ætla ekki að bíða í tvo mánuði eftir henni!
En, nú er ég farinn í vinnuna - verð eitthvað á ferðinni í kvöld hugsanlega eða á morgun. Allavega mun ég alltaf ná í skottið á ykkur fyrr eða síðar og spora á ykkur sem sífellt eruð að spora á mig ... knús fyrir það!
Kær kveðja og bjart bros með knúsi og kreisti á línuna alla!
Hafið ljúfa helgi í mótmælum og ljúfleika ...
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Kær kveðja og knús á þig kall :) Já pestaðu þá þar til þeir sleppa tölvunni úr gíslingu!
Fá sér svo bara makka :)
Ofurskutlukveðja!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:44
já burt með spillingarliðið. Vér mótmælum öll!
knús á þig og góða vinnuhelgi bestur
Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 10:45
Æææjjj ekki nenni ég að eyða tímanum í að bruna út og suður til að vera að mótmæla. Því það stoðar jú sáralítið að vera að baula því miður. Hvað þá að gráta. Já það er ekki amalget að geta leyft sér að vera slakur í vinnunni því fólk hefur ekki annað val en að bíða eftir tölvunni sinni ....skítt með fimmarann isss hann fer bara í vasann og breytir engu með röðina.
Knús á þig krúttlingur og vona að dagurinn þinn sé ljúfur.
JEG, 8.11.2008 kl. 11:00
Huld S. Ringsted, 8.11.2008 kl. 11:27
já vonandi mæta sem flestir i dag. Verd thar i huganum
eigdu gódan dag i vinnunni og hafdu thad súper gott
María Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:51
Alltaf jafn gaman að kíkja hér við, kæri bloggvinur, sama hvort þú ert á léttu eða alvarlegu nótunum.
Les alltaf allar þínar færslur, þó ekki kvitti ég alltaf fyrir......
Knús
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:02
Vonandi færðu tölvuna á mánudaginn. Gangi þér vel í veislunni og burt með spillingarliðið.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 8.11.2008 kl. 15:19
Farðu á mánudaginn og bjóddu fimmara svart fyrir að laga tölvuna. Ef hann tekur því segist þú kæra hann fyrir skattinum....nema hann steinþegi og geri við tölvuna fyrir dagslok !!! undarlegt ef hann gengur ekki að þessu ;) En knús á þig....
Halla Vilbergsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:59
Óska þér góðrar helgar með tölvu eða án tölvu, verst að þú komst ekki með í mótmælin, en þú setur saman eitraða færslu um SPILLINGARLIÐIÐ í staðinn. Kram
Heiður Helgadóttir, 8.11.2008 kl. 18:43
M, 8.11.2008 kl. 22:26
Ha, ertu að fara í veislu núna á einhver pening til að halda veislu.
Jess, jákvætt þetta, það er alltaf gaman að gleðjast saman á góðri stundu og ekki veitir af því núna.
Njóttu helgarinnar Ásgerður
egvania, 8.11.2008 kl. 22:48
Burt með spillingarliðið! Útifundurinn í dag var frekar skemmtilegur vegna uppákomanna, að flagga Bónusfánanum á Alþingishúsinu fannst mér skemmtilegt og reykspól mótorhjólafólksins táknrænt líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:01
Blessaður vertu. Það dynja svoddan óskapar ósköp á manni alla daga núna að maður er farin að verða ónæmur á þetta alltsaman. Nú jæja - hugsa ég og stekk svo fram í eldhús að tékka á pottunum, eða tek litla skottið ofan af borði (gluggakistu, ljósakrónu eða hvaðeina). Hvað verður það næst? En ég finn stundum fyrir undarlegri tilfinningu - ég skammast mín stundum fyrir að vera Íslendingur. Það hefur verið svo fjarri mér alla tíð fram til þessa. Það er ekki góð tilfinning.
Knús á þig í veisluhöldum og vírusum
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:57
Merkilegt með ~zuma~ sem að þekkja ~zuma~ sem að kunna & geta allt um rafreikna út & suður, að þeir ~zumir~ hringi ekki í einkavininn sinn & bjóði í kaffi & zlummerí, fyrir rafreiknizlögun.
~En zwona eru zumir ...~
& ég mótmæli því, úlpulauzt !
Steingrímur Helgason, 9.11.2008 kl. 02:43
Mér finnst ekkert "róandi" þó þeir þykist allt í einu núna ætla að standa við skuldbindingar sínar... eins og þú segir, það er bara af því að það komst upp um þá...Eigðu góðan dag samt og burt með þetta óendanlega þreytandi spillingarlið......
Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 06:51
Knús á þig ljónið mitt. Vonandi ferðu nú að fá tölvuna þína. En þín var sárt saknað í gær. Biðu allir eftir tertunni
Tína, 9.11.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.