31.10.2008 | 15:13
Hverju getur sparibaukurinn þinn áorkað fyrir jólin? Áttu krónu, túkall, fimmkall eða bara einhvern annan kall ...? Gerðu eitthvað - strax!
Það er ótrúlegt, en samt satt að þú getur látið litla aura tala. Með litlu er stundum hægt að gera ótrúlegustu hluti og jafnvel bjargað sálarheill heilu fjölskyldnanna, tala nú ekki um í jólamánuðinum sjálfum. Allir vita hve ástandið er slæmt víðsvegar um þjóðfélagið og allir vita að það eru margar barnafjölskyldur sem líða mikinn skort, ná ekki endum saman allt árið um kring og sökkva bara dýpra og dýpra í vanmátt og erfiðleika.
Í jólamánuðinum sem og bara flesta mánuði ársins - eru margar fjölskyldur á síðasta hálmstrái hvað varðar fjármál og sumar hverjar geta ekki einu sinni glatt börnin á heimilinu í Desember - með sömu jólauppákomunum og jólagleðinni sem önnur betur sett börn fá að njóta. Það eru margar barnafjölskyldur sem geta ekki keypt jóla- eða spariföt á börn sín í Desember, hvað þá leyft börnunum að taka þátt í t.d. jólaböllum og jólaskemmtunum.
En, er einhverju hægt að áorka yfir höfuð í þessum málum? Eru ekki hjálparstofnanir og bæjarfélög að standa sig? Jú, vissulega eru allar stofnanir og félög að leggja eitthvað til í baráttunni við fátæktina hjá mörgum sér í lagi um jólin og aðrar hátíðarstundir. En það er ekki nóg því margir lifa samt vitlausu megin við mannsæmandi líf og blessuð börnin skortir svo ótrúlega margt til að teljast með eða inn á meðal hinna meðalbarnanna.
Sumir eru líka bara alltof stoltir til að leita til hjálparstofnanna eftir aðstoð sem er auðvitað skiljanlegt en samt hjálparstofnanir eru til þess gerðar svo fólk í neyð geti sannarlega leitað til þeirra í erfiðleikum og neyð. Hvet ég hér með t.d. barnafólk til að skutla stoltinu til hliðar í neyð sem hefur sjaldan verið meiri en núna og leita til hjálparstofnanna fyrir jólin þó ekki væri nema til að fá eitthvað til að gleðja börnin á þessum skelfilegu tímum sem nú tröllríða öllu.
Einnig langar mig til að hvetja ykkur lesendur mínir til að skoða hvort þið getið eitthvað gert fyrir ykkar nánustu einhverja sem þið þekkið af vinum eða kunningjum eða bara með því að styrkja hjálparstofnanir nú fyrir jólin. Ég gruna að við þekkjum öll einhverja barnafjölskyldu í kringum okkur sem er að berjast í bökkunum og sem mun eiga skelfilegan jólamánuð nú sem aldrei fyrr. Hvað getur þú góði lesandi gert? Jú, heilmargt hugsanlega...
Sjálfur hef ég t.d. í mörg ár tekið þátt í því að setja jólagjafir undir stóra jólapakkatréð í Kringlunni. Pakka sem merktir eru; sveinbarn 2ja ára, meybarn 4ra ára eða drengur 7-8ára eða stúlka 10 ára... Þetta er verðugt verkefni sem allir ættu að huga að í Desember.
Ég held sambandi við tvær einstæðar gamlar vinkonur sem ég hef unnið með í gegnum árin gamlar konur sem eru komnar á ellilífeyrir sem hrekkur oft ekki fyrir nauðsynjum hvað þá fyrir einhverjum sem gæti lyft upp jólaanda hjá viðkomandi konum. Ég kíki til þeirra fyrir Páska með páskaliljur og lítið páskaegg, á vorin með lifand sumarblóm til að hafa í stofuglugganum á afmælisdögum með litla köku og örlítinn glaðning fyrsta sunnudag í aðventu með Jólastjörnu og nokkur kerti og að lokum fyrir jólin sjálf með litla matarkörfu með góðgæti sem ég veit að þær eru hrifnar af en geta ekki veitt sér sjálfar.
Núna í ár er ég að gera mun betur og ég er handviss um að það er til fulltaf fólki þarna úti sem gæti vel gert slíkt hið sama ef það bara færi af stað til að kynna sér málin.
Ég lagði fyrir smá upphæð þann 1. Oktober og mun gera það sama 1. Nóvember og aftur þann 1. Desember. Samanlagt mun þetta verða dágóð upphæð þó ekki sé um neinn fjársjóð að ræða fyrir mig. Enda er ég svo sem enginn stóreignamaður og seint mun ég verða talinn á neinn hátt ríkur maður í peningum talað, en ég get þetta og því geri ég það hiklaust.
Nú fyrir nokkru fór ég og talaði við prest sem svo kom mér í samband við ákeðna hjálparstofnun sem tók út nokkrar fjölskyldur og benti mér á án þess að gefa mér upp neinar upplýsingar um hver fjölskyldan væri í raun og veru bara aðstæður þeirra og upplýsingar um barnafjölda og ýmislegt sem ég vildi fá að vita.
Fjölskyldurnar voru kallaðar fjölskylda A, B, C og svo framvegis. Ég fékk að vita um barnafjölda, aldur barna og hvort um væri að ræða einstæða foreldra eða hjón. Nú, það er ekki flóknara en það að ég valdi úr eina barnstóra fjölskyldu, einstæða konu með 3 börn á skólaaldri og hef ég ættleitt hana núna fyrir jólin en jólin 2009 mun ég svo ættleiða einhverja aðra fjölskyldu og svo koll af kolli. Ég mun á engan hátt hafa nein samkipti við viðkomandi fjölskyldur og fjölskyldurnar munu á engan hátt vita hver ég er enda mun það verða starfsmaður hjálparstofnuninnar sem verður millimaðurinn í þessu máli.
Enda er ég ekki að þessu til að fá lofsöng og klapp á bakið frá neinum bara gleðja fjölskyldurnar, sérstaklega börnin og þar með gleðja sjálfan mig! Það er nefnilega málið því meiri gleði sem þú getur sent frá þér því meiri gleði fyllir hjarta þitt og huga og því betur líður þér sjálfum svo kannski er þetta bara eigingirni eftir allt saman!
Mánudaginn 1. Desember - mun ég fara í barnafataverslun í Reykjavík og kaupa þar gjafakort sem síðan verður afhent fjölskyldunni Þriðjudaginn 2. Des. Ég sé fram á að unga móðirin geti keypt ný þokkaleg jóla- spariföt á börnin þrjú fyrir þessi jól og það gleður mig óendanlega mikið. Eins og ég sagði fyrr þá er þetta ekki nein himinhá upphæð sem ég gat lagt fyrir en samt nóg til að koma þessu í framkvæmd og leggja þar með örlítið á vogarskálar bjartsýni og gleði á móti öllu kreppustandinu.
Ég vildi bara óska þess að ég hefði hugsað út í þetta miklu fyrr. En á næsta ári mun ég leggja til alveg frá 1. Janúar um hver mánaðarmót litla upphæð sem ég mun svo skoða í jólamánuðinum 2009. Hver veit nema það verði til að gleðja jafnvel tvær eða þrjár barnafjölskyldur jólin 2009.
Ég hvet ykkur öll þarna úti til að skoða málin með það í huga hvort þið getið eitthvað álíka gert. Leitið að fjölskyldu í kringum ykkur eða með aðstoð prests/hjálparstofnanna og ættleiðið litla barnafjölskyldu jólin 2009. Þó ekki væri lögð til hliðar nema litlar 1 þúsund krónur á mánuði þá væri það strax 12 þúsund 1. Desember. Það er varla hægt að ímynda sér hve svo lítil upphæð er mikill fjársjóður í hendi barnafjölskyldna sem berjast alla daga allt árið við fátækt og skort á nauðsynjum en ég segi ykkur það satt að þeir sem eiga ekki fyrir mjólk og brauði í enda hvers mánaðar geta með 12 þúsundum í Desember keypt jólaöl og hangikjötsbita handa börnunum sínum fyrir jóladag og kannski einhvern lítinn jólapakka!
Skoðið málin landar góðir látið góðsemi, mannkærleika og gjafmildi ríkja á kreppuárinu framundan. Það verða margir undir núna um jólin og hugsanlega enn fleiri þegar líður á næsta ár athugaðu hvort þú getir sett eitthvað lítið á vogarskálarnar! Brjótið bara upp baukinn ykkar sem geymir krónur, fimmkalla og fleiri kalla ...
Margt smátt gerir lífið stórt fyrir þá sem ætíð eru í baráttu til að hafa í sig og á - baráttu sem sannarlega ætti ekki að þekkjast í íslensku þjóðfélagi nú til dags - en kreppulætin munu sannarlega ekki létta til eða laga ástandið.
Annars er ég góður bara helgin að nálgast og ég er kátur og hress að vanda. Auðvitað mun ég ráðast aðeins á bloggin ykkar um helgina með sporum og látum but i know you like it so im not worried.
Sendi gleði- og kærleiksknús og kreist á línuna alla með von um yndislega helgi!
Og, by the way ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
satt segirðu kæri Tiger. Ég gerði þetta í fyrra og hef einmitt verið að hugleiða þetta undanfarið. Klár varstu að leggja fyrir fyrir þessu, það hugkvæmdist mér ekki.
Hef þetta hugfast..knús á þig kallinn minn og ég ætla að linka á þessa færslu hjá þér
Ragnheiður , 31.10.2008 kl. 15:24
Arrr.... Arhverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?
Þetta er snilldarhugmynd hjá þér. (Geturðu laumað að mér nafninu á þessari hjálparstofnun, sem þú "ættleiddir" svo frá?)
Einar Indriðason, 31.10.2008 kl. 15:52
Svona ertu bara...
Fyrirmynd annara í kvívetna, ég tek mig á í þessu fyrir þessi jólin, lofa því, búinn að vera helst til sérgæðíngzlegur undanfarin árin.
Takk fyrir áminnínguna.
Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 16:00
Frábært hjá þér, alveg til fyrirmyndar, sniðugt þetta með að "ættleiða" fjölskyldu, ætla að ath hvað hægt er að gera hér í svoleiðis. Takk fyrir kvittið krúttið, hef ekki tíma í meiri skriftir, er að passa barnabarnið og honum finnst sjálfsagt að fá 150% athygli enda bara rúmlega 6 mánaða og svo hinir 3 guttarnir (aldur 5-9) sem eru hér taka það sem vantar uppá 200%
(IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:34
Ég veit sem er að þú ert ekki að setja þetta hérna inn til að leita eftir gullhömrum en ég get bara því miður ekki orða bundist því allt frá því ég las þig fyrst þá fann ég það og sá að þú ert meiriháttar einstaklingur og algjört ljúfmenni, margir mættu taka þig til fyrmyndar.
Það er semsagt ekki að ástæðu lausu sem ég kveð þig alltaf með þessum orðum...................Knús á þig ljúfurinn því ég veit að þú berð það með réttu.
Helga skjol, 31.10.2008 kl. 17:45
get ekki sagt ad thad komi mér á óvart ad thú gerir svona, en mikid ofbodslega ertu gód manneskja med hjarta úr gulli thetta er alveg frábær hugmynd hjá thér og vonandi hefurdu gefid sem flestum smá "inspiration" ad gefa af sér og fá gledina i stadinn. Gafst mér allavega mikid med thessum pistli og takk kærlega fyrir thad, thúsund kreist og krammar til thin og eigdu góda helgi
María Guðmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 17:56
Flottur, enda datt mér reyndar ekki annað í hug um þig minn kæri! Já svo sannarlega mun ég ekki láta mitt eftir liggja fyrir þessi jól!
Takk fyrir allt og allt :)
kær kveðja og hálfgert kreppu ofurskutl!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:38
Þú ert bara yndislegur maður, það hef ég reyndar ætíð vitað, en núna táraðist ég bara gat ekki annað.
það eru svo margar fjölskyldur sem eru hjálparþurfi. Ég sjálf er eigi aflögufær
þannig er ástandið búið að fara með mín mál, gremjulegast er að ég hef ekki fengið þessa peninga sjálf sem ég er að borga af, nema bílalánið mitt.
Reyndi að selja hann en hver kaupir bíl í dag.
En við Gísli minn erum að fara með troðinn bíl af alls konar fötum í hjálpræðisherinn á Akureyri í næstu viku og það verða fleiri ferðir fyrir jól, þetta gerum við í samráði við nytjamarkað hér í bæ sem heitir kynlegir kvistir.
Þangað berast margar góðar gjafir svo gott er að leifa öðrum að njóta þess.
það er gott að nota ferðina, því ég er að fara í gangráðaeftirlit.
Kærleik til þín ljúfasti Tiger míó míó
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 19:55
Þú ert stórkostlegur, óskandi að við öll hugsuðum svona. En þetta er snilldarhugmynd og ætla ég að stefna að þessu á næsta ári. Þessi jól læt ég duga jólapakka undir tréð á Glerártorgi eins og undanfarin jól og þar áður undir tréð í Kringlunni.
Knús á þig
Huld S. Ringsted, 31.10.2008 kl. 20:00
Það verður ekki af þér tekið Tiger að þú ert alger PERLA. En þetta er einmitt það sem ég vil .......hjálpa hér heima frekar en erlendis. Því það stendur okkur bara einfaldlega nær.
Knús og klemm á helgina þína sæti
JEG, 31.10.2008 kl. 20:02
Ég er ekki rík, en undanfarin ár hef ég útbúið svona Jól í skókassa fyrir börn sem eiga ekkert, núna um helgina verða útbúnir 2 skókassar fullir af gjöfum sem fara til Úkraínu. Svo verða settar gjafir undir tréð í Kringlunni þetta árið. Knús inn í helgina þína.
PS: margir ættu að taka þig til fyrirmyndar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:34
Ef ég hefði ekki óknúsilegs mannorðs að gæta hérna myndi ég líklega senda þér rafrænt knús núna ;)
Bara það að hætta að skreyta jólapakkana með allskonar krúsídúllum og slaufum sparast nokkrir þúsundkallar sem fara síðan til ákveðins roskins herramanns sem veit ekkert betra en hangikjétslæri á beini. :)
Eflaust margir með minna á milli handanna þessi jólin en vanalega en það þarf bara svo lítið til að gera mikið
Heiða B. Heiðars, 31.10.2008 kl. 23:35
Þú ert yndislegur maður, gott hjá þér að minna okkur á þetta. Maður verður glaður í hjartanu ef maður getur rétt hjálparhönd.
Knús á þig inní helgina ljúfasti
Sigrún Óskars, 31.10.2008 kl. 23:46
Mikið gladdist ég þegar að ég las pistilinn þinn, þú ert meiri háttar maður kæri Tiger, vildi óska þess að fleiri hugsuðu eins og þú, ef að svo væri, þá væri heimurinn betri. Óska þér góðrar helgi
Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 23:52
Ég var nú alveg búin að átta mig á því að þú værir með fallegt hjarta. Þetta er sniðug hugmynd hjá þér, að "ættleiða" fjölskyldu. Fyrir síðustu jól fann ég konu sem hefur átt erfitt og hana vantaði föt á börnin sín, bæði jólaföt og annað. Hún hefur verið "áskrifandi" að fötum frá mér síðan. Þetta er til dæmis ein leið til að hjálpa öðrum allt árið því það er oft þannig að varla sér á barnafötum, og þetta munar miklu fyrir þá sem eiga lítið. Ég hef líka sent "jól í skókassa" til Úkraínu og sett gjafir undir tréð í Kringlunni og mun gera það í ár líka. Sælla er að gefa en þiggja! Kærleiksknús til þín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:57
Vá það er alveg hægt að elska svona gaur eins og þig...Ég er búin að gera þetta í nokkur ár, legg inn á spes bók nokkra "kalla" í hverjum mánuði og finn ekki fyrir því... en einhver fjölskylda sem ég veit ekkert hver er, fær þetta fyrir jólin og mér er sagt að það komi sér mjög velÉg geri þetta af því að ég get það... og af því að mér líður vel með því og á tímabili í lífi mínu þegar mér gekk illa, fékk ég hjálp frá fólki sem ég þekkti ekkert og ég þakka hjálpina og læt hana ganga áfram á þennan háttGóða nótt
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 00:24
Tú ert bara dásamlegur..Er ekki hægt ad klóna tig?Tá ætla ég ad panta eitt eintak fyrir mig...
Tad var fyrir nokkrum árum ad ég sendi nokkur tonn af fatnadi,leikföngum,hjólastól og fl. til LUDERITZ í Namibíu tar sem ég hafdi verid um stundarsakir í heimsókn og sá alla eymdina.Tetta gerdi ég upp á mitt einsdæmi og leid óskaplega vel med tad.Veit ad tér lídur eins núna kæri Tiger ...Ef ég hefdi tök á gæfi ég tér stórt fadmlag.En í stadinn sendi ég tér tad med ordum.
Stórt fadmlag til tín kæri Tiger.
Gudrún Hauksdótttir, 1.11.2008 kl. 11:45
Er að koma inn á þessa síðu í fyrsta skiptið en þú ert alveg ótrúlegur....
Hvert leitum við úti á landi til að tekið að okkur svona innan gæsalappa fósturbörn ? Ég veit að dætur mína tvær eru með sitthvort barnið í Úganda ef ég man rétt sem þeær styrkja. En mér finst komin tími á Íslensk börn þó kanski fyrr hefði verið......, það er fullt af börnum sem að eiga ekki ættingja sem geta mokað í þau gjöfum, en eðlilega langar manni líka til að gleðja þau, jól eru alltaf jól , eins að fjölskyldan geti fengið gott að borða um jólin td. Bestu Kv til þín.
Mjög góð grein
Erna Friðriksdóttir, 1.11.2008 kl. 13:07
Þú ert frábær það sá ég þegar að ég las hér í fyrsta sinn.
Kærleiks kveðja til þín sem ert einstakur.
Ásgerður
egvania, 2.11.2008 kl. 00:43
Kemur mér ekki á óvart að lesa þetta, þú hefur gefið þessa góðu strauma frá þér svo lengi sem ég hef lesið bloggið þitt. Það er svo gott að gefa og styðja við aðra, það þarf ekki alltaf einhver reiðinnar býsn, hugurinn skiptir nefnilega svo miklu máli. Hafðu það gott minn kæri
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:28
Takk fyrir bloggvináttuna, góði maður
Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:52
Ekki furða að okkur þyki eins vænt um þig og raun ber vitni vinur. Mikið ofboðslega væri ég til í að kynnast þér betur, því ég er viss um að hver sá sem kynnist þér verði betri maður á eftir. Og lengi getur maður bætt sig.
Við hjónin höfum eftir fremsta megni reynt að leggja hjálparstofnunum lið. En eftir að við eignuðumst búðina þá finnum við meira fyrir því hve þörfin er mikil og margir sem til okkar koma í leit að smá styrk. Því miður erum við ekki þess umkomin að veita öllum aðstoð sem um það sækja og alltaf var það spurning um hver ætti að fá hjálp og hver ekki. Við lögðum því höfuðið í bleyti um hvernig við gætum leyst þetta og komum niður á þá lausn að allir þurfa á fötum að halda. Þess vegna höfum við boðið upp á styrktaropnun sem kostar ekki neitt en minnst 15% af sölu kvöldsins rennur óskert til einhvers sem viðkomandi hópur hefur valið sjálft. Skiptir þá engu hvort um einstaka fjölskyldu eða stofnum er að ræða. Á þennan hátt geta allir lagt góðu málefni lið án þess að leggja út fyrir því meira en það hefði gert að öðrum kosti.
Kannski er þetta eitthvað sem þú getur notað Tiger minn eða þá að þú veist um einhverja sem vilja fara þessa leið. Þú veist þá allavega af þessu.
Knús á þig vinur minn og takk fyrir að vera þú. Mér finnst þú frábær og með hjartað á réttum stað. Með blogginu þínu kennir þú okkur hinum hvar sá staður er.
Tína, 2.11.2008 kl. 13:15
úfff nú táraðist ég- þú ert ótrúlegur...:)
Halla Vilbergsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:14
Þú ert gull kroppurinn minn
Vona að sem flestir hugsi út í þetta góða framtak og þú átt svo sannarlega skilið klapp á bakið hvort sem þú óskar eftir því eða ekki
Tek að ofan fyrir fólki eins og þér.
Eigðu dásemdar dag
Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 10:31
Það er dásamlegt að aðstoða þá sem minna mega sín.
Jacky Lynn
Jacky Lynn, 3.11.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.