Væmin færzla í boði Jarðaberjasjeikframleiðenda... wilhtúsleik.. eða sheik? Wull og Bitleysa - fylgifiskur svefngalsa.

Jæja rúsínustöppurnar mínar! Ég ætla nú ekkert að fara að verða mjög væminn eða volandi hérna - en ég ætla samt að vera á ljúfari, hlýrri og mýkri hliðinni hér í þessari færslu.

 AngelFountain

Sannarlega er nóg af krepputali í fjölmiðlunum öllum og yfir okkur flæðir alveg nóg af voli og erfiðleikum - sem vel flestir í þjóðfélaginu finna meira eða minna fyrir. Einnig loga bloggheimar líka í slíku - allir eru bloggararnir að blogga um það sama og flæðir frá fjölmiðlunum, eymd, volæði, sviksemi - misskildir þingmenn og óskiljanlegir ráðherrar og vit-lausir bankastjórar og guð má vita hvað ekki ruddast inn á bloggin í dag...

 

Samt halda allir áfram að blogga um þetta - en eins og margir, t.d. Heiða/skessa - þá er sannarlega hægt að fá uppí háls - eða eyru af slíku.

Christ-and-Child

Því hef ég ákveðið að finna bara eitthvað ofurviðkvæmt eða hlýlegt til að blogga um. Nú hef ég leitað logandi ljósi að einhverju sem er nógu hlýlegt og ljúft - án þess að vera væmið eða kerlingalegt, en það er fjandanum erfiðara að finna eitthvað slíkt án þess að verða kallaður kerling fyrir... *Glott*.

En, geta karlmenn ekki sýnt á sér ljúfar og mannlegar hliðar - ég meina - við getum vel verið ruddalega karlmannlegir, en samt svo undurblíðir og ljúfir - án þess að fara yfir strikið - ekki satt?

En hvar er svo sem þetta blessaða karlmanns/kerlustrik?

Uss, það veit ég ekki en ég bara veð áfram eins og hver annar ruddi og tuddi - en staldra ætíð við þar sem ég finn að þörf er á blíðlegri og ljúfari viðmóti - án þess að missa nokkurn tíman af rough lookinu og badboy attitjútinu ...

 Home-at-Last

En, hvað finnst ykkur? Er það til dæmis kvenlegt - eða karlmannlegt - að nota svona "trúar/guðlegar" myndir til að skreyta færzlu? *skellihlátur* ... jú, ætli flestir segi ekki í það minnsta að það sé svolítið væmið eða mjúkt - eiginlega kvenlegt - eða þannig!

En, verð ég þá að skreyta mjúkar færzlur frá mér - með bílum og verkfærum? Eru það Guðlegar myndir hjá konum - en tól og tæki eða jeppar hjá körlum?

Iss.. nú er ég bara farinn að bulla.

Enda hef ég svo sem ekkert sérstakt að blogga um í augnablikinu - er bara syfjaður og þreyttur - glaður tappi og happy - en samt alveg að missa augnlokin niður á tærnar. Ég ætlaði að renna yfir alla sem ég er ekki búinn að lesa í kvöld - en ég átti ekki von á því að vera svona rosalega seinn á ferðinni. Því ætla ég bara að geyma flesta þar til á morgun.

No_Like_Carrots

Kisi er kominn á kreppufæði svo ég þarf ekki að gefa henni neitt áður en ég fer að sofa - en hér má sjá dagskamtinn hennar. Hún hefur reyndar bara gott af smá aðhaldi, enda ofalin og orðinn alltof búttuð blessunin. Anzi slæmt allavega þegar fólk er farið að spyrja hana hvenær hún sé bókuð undir rúm í got ... svo mikil er búttideibollan hennar!

Jæja kappar og kerlur, eins og þið hafið örugglega áttað ykkur á - þá er hér ekki um neitt að ræða annað en svefngalsa og næturrugl. Enda er það orðið erfitt að finna eitthvað bitastætt til að blogga um nú orðið. Sem sagt það kreppir að huganum stundum líka. Þegar það gerist þá er víst ekkert annað að gera en að bulla bara smá stund - eða allt þar til manni er sjálfum farið að blöskra ruglið.

Þá er mál að hætta bara - áður en maður eyðir öllu ruglinu og þar með þessari fínu og ljúfu - næstumþvíkreppulausu bloggfærzlu ...

Var annars einhver að tala um að fólk væri farið að hamstra?

Nei ég bara spyr ...

bensinsparnadur

Annars er ég hættur að sinni - ekki að hamstra heldur skrifa!

strawberrylips

Jarðaberja lick all over you people ..

Eru ekki allir hrifnir af shake?

Jú, örugglega!

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Auðvitað tala/blogga allir um kreppuna.  Þessar myndir þínar minna mig á sunnudagaskólamyndirnar sem ég safnaði í æsku.    Myndin af kisunni er krúttleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nákvæmlega, man svo innilega eftir svona jesúmyndum, gott ef thad voru ekki glansmyndir sumar hverjar.

en ágætis tilbreyting ad fá "kreppulaust" blogg, thetta er ad verda all svadalega uppí nøsunum á manni,sama hvar mann drepur nidur á netinu.

og nei, thú ert engin kelling, bara einn af thessum fáu "mjúku" mønnum sem alltaf vantar fleiri af

María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 06:07

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert svo mikil kelling... Nei nei, þetta eru bara ósköp ljúfar myndir, sem ég mundi samt aldrei í lífinu hafa uppi á veggjum hjá mérMér er næstum því sama um hvað þú bloggar, svo framarlega sem það er ekki eitthvað helv... krepputal, nenni því ekki

Eigðu góðan dag, ef þú vaknar einhvertímannOg segðu mér svona í leiðinni, hvurslags fótaferðatími er þetta eiginlega ? Vinnurðu svona ?

Jónína Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 06:08

4 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig kellininginn mín hehe nei ekki aldeilis, þú ert bara yndislegastur

Helga skjol, 15.10.2008 kl. 06:16

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sammála Jónínu....nenni alls ekki krepputali búin ad fá algjört óged...... kemst líks seint eda aldrey ad nidurstödu.

takk kæri Tiger ad gefa okkur einn svona pistil í dagsins önn.

Tú ert yndislegur enda serdu tad á tví hvad margir kommenta yfirleitt á síduna tína ..Vid yrdum fátækari ef tú færir burt svo láttu tér ekki deta tad í hug.

Fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 06:25

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kærleikskveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:42

7 Smámynd: Brynja skordal

þetta er jú mjög fallaegar myndir sé ekkert væmið við þær bara kærleik og hlýju sem er aldrei nóg af á síðustu og vestu tímum svo nei þú ert bara ljúflingur Ææ er kisa nú látin finna fyrir kreppunni  en alltaf gaman að lesa hér hvort sem það er um allt eða ekkert hafðu ljúfar stundir Elskulegur

Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Við vitum alveg hvað þú ert ljúfur og góður drengur bakvið badboy attitjútið og nákvæmlega þannig viljum við hafa þig *glott* Shake it beib

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.10.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Tína

Það er vegna þess að þú ert eins og þú ert sem mér og mörgum öðrum finnst þú svo frábær og skemmtilegur. Ekki finnst mér heldur slæmt eða leiðinlegt að þú finnir kvenlegu hliðina í sjálfum þér mitt í svefngalsanum.

Knús og kram á þig hunanghrúgan mín

P.s Mikið var nú ljúft að sjá aftur þín fótspor með mynd og alles á blogginu mínu. Takk fyrir endalaus falleg orð í minn garð. Lyftir mér upp

Tína, 15.10.2008 kl. 10:04

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 10:28

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jarðaberjatungan og kisan með gulrótina eru flottar myndir. Tjái mig ekki um hinar.....En þú ert greinilega búinn ná kjellunum svo gersamlega hérna í sjarmatröllaklúbbinn þinn að það skiptir engu máli hvernig myndum þú póstar inn :)

Færð samt engin hjörtu og ekki eitt einasta knús frá mér. Er að spara :)

Heiða B. Heiðars, 15.10.2008 kl. 11:45

12 Smámynd: Tiger

 Alveg geggjað lið sem ég á í bloggvinahópnum mínum sko !!! Knússsss!

Jóna mín; Svo satt - ég man eftir svona myndum hjá systrum mínum í gamla daga - gullfallegar myndir bara. Svo satt að allir eru húkkt á krepputali..

María Guðmunds; Jamm, flottar myndir sannarlega. Og jamm - alltaf gott að vera dálítið mjúkur sko .. ;)

Jónína mín; Usss .. kerlingarassgatið mitt! Ég er reyndar sammála - ég myndi aldrei hafa þessar myndir uppi á vegg hjá mér - bara sem skreytingar á netinu. Sko, fótaferðatíminn minn .. ég fór að sofa kl. 3 í nótt og var kominn á fætur klukkan 7 í morgun. Vaki oft lengi og sef sama og ekkert..

Helga mín skjol; Knús á þig líka ljúfust - you are so sweet!

jyderupdrottningin; Takk ljúfan - satt að það er komið nóg af kreppuskömm! Bloggvinahópurinn minn er náttúrulega bara æðislegur! Ekki spurning...

Bukollabaular; Knús you tú stappan mín! ;)

Linda Linnet; Kveðja til baka ljúfan!

Brynja Skordal; Jamm, það er sko aldrei of mikið sett hérna á netið af kærleik og hlýju! Mætti svo sannarlega vera meira um það - sérstaklega núna á þessum dimmu tímum...

Sigrún Þorbjörns;  well, i was hoping that someone else would take it and shake it for me ... (úps, sagði ég þetta?) ...ohmy, seems to me that i really am one real badboy ...

Tína mín; Sko, svefngalsinn getur vakið upp hvaða gen sem er í hverjum sem er. Eins gott bara að passa sig á því að vera kurteis í miðjum galsa sko svo maður fari ekki yfir strikið. Knús á þig skottan mín ljúfa og fallega!

Hulla mín;  right back to you sweetypie ..

Skessurassgat; Sammála, kisan og strawberrytungan eru flottar. Hinar eru .. jú flottar - alveg sykursætar - just like you studmuffin! En, sko - kjellurnar hérna eru bara æðislegar - og hópurinn minn er þvílíkt samansafn af bjútíbollum að ég tel mig bara lánsaman að hafa þær - og líka sykurpúðana sem teljast kk og eru bloggvinir mínir - láttuðauífriðiaddnaskessanðín! Bíddu bara - engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér, hver veit nema ég eigi eftir að grípa þig einhvern tímann - og kreista úr þér hjarta og knús!!!

Þið, bloggvinir mínir allir, eruð bara heitasta liðið á moggabloggi - á því er enginn vafi!

Tiger, 15.10.2008 kl. 15:32

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Mestu töffararnir geta lumað á fallegum jesúmyndum - sýnist mér. Æ þú ert bara einhvernveginn þú sjálfur og það er gott að lesa bullið í þér. knús til þín

Sigrún Óskars, 15.10.2008 kl. 18:26

14 Smámynd: Líney

hmmmm,óverdósaðir þú af  einhverju?

Líney, 15.10.2008 kl. 20:00

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei Líney, hann er bara svona eðlilegur

Jónína Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 20:18

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe alltaf góður TíCí minn.  Best er náttúrulega myndin af kisa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 20:39

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert svo soft og sexí að það hálfa væri nóg.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:10

18 Smámynd: Tiger

 Jú, reyndar er ég á óverdose-skammti af gleði, kátínu og bjartsýni!

Sigrún mín; Svo satt - harður skrápur þýðir oft að eitthvað mjúkt er þar fyrir innan! Ég er víst engin undantekning þar held ég ...

Líney; Já, líklega er ég sjálfur hálfgerður overdose - but that´s only what you get when you stay around me! What you see/read is what i am ...

Jónína mín Dúan; Whúhúuuu .. svo mikill yndisleikinn alltaf í þér kerlingin mín! Svo satt hjá þér - i´m so much natural sko! Knús á þig mús...

Ásthildur mín; Svo satt - myndin af kisu felur í sér heilmikla tilvísun til kreppunnar miklu sem nú ríður feitum hesti yfir heiminn allan .. Knús á þig Vestfjarðardrottning!

Tiger, 15.10.2008 kl. 21:25

19 Smámynd: Tiger

 Helga mín .. ertu að taka mig á löpp??? Okok, löppin mín er þín ... take it - but i tell you - the whole body is going to fallow! Svo þú myndir sitja uppi með meira en bara löppina! Grrr ... knús á þig addna!

Tiger, 15.10.2008 kl. 21:26

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert aldeilis í góðu formi gamli minn. Ertu kominn á klakann??  takk fyrir innlitið, ég er að byrja að safna mér bloggvinum á ný, tölvan komin í lag og ég að bestna  ég er bara svooo ánægð með færsluna þína, mega karlmenn ekki vera ljúfir líka? ja, ég bara spur. Hafðu það sem best 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 22:12

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.10.2008 kl. 22:45

22 Smámynd: Tiger

 

Ásdís mín; Yep, minn er bara í fantastuði - sannarlega kominn aftur á ís og ekkert að vanbúnaði að fara að herja aftur á bloggsamfélagið á mbl.is! Gott að heyra að þú ert að bestnast - muna bara að fara vel með þig og taka hvert bataskref rólega svo ekki komi bakslag! Og, jú - auðvitað getum við og megum vera mjúkir karlarnir .. ekki spurning! Knús á þig skottið mitt!

Huld mín; Knús og kram á þig ljúfan!

Tiger, 15.10.2008 kl. 22:56

23 Smámynd: JEG

Ó þú sæti maður.  Þú ert nú meira sjarmatröllið. 

Knús og klemm frá lambakjötinu  ég meina úr sveitinni

Og það er töff að vera mjúkur.....

JEG, 15.10.2008 kl. 23:11

24 identicon

Ég hef mikla samúð með kisa,  okkur finnst gulrætur ekki góðar, plísssssssss taktu þetta af disknum okkar.

Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt

(IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:48

25 Smámynd: Borgarfjardarskotta

faðmlag til sólar og til baka til þín,,,,sæti gaur

Borgarfjardarskotta, 16.10.2008 kl. 03:15

26 Smámynd: Mofi

Skemmtileg færsla!  Dagurinn hreinlega betri eftir lesturinn, takk fyrir mig 

Mofi, 16.10.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband