9.10.2008 | 23:29
Viðkvæmir lesi ekki!!! Viðbjóðurinn er "hópLeikur" sem stundaður er af "vitibornu" fólki sem hvorki hefur sál né hjarta - að mínu mati! Ógeðslegt bara ...
Jæja, ég hafði nú ákveðið að vera ekkert að æsa mig upp vegna þessa viðbjóðs - hvað þá að skrifa um þetta - en ég bara get ekki hætt að hugsa um þetta svo hér með ætla ég að henda þessu á bloggið og losa mig þar með við þennan ósóma. Ef þið eruð ofurviðkvæm - þá bendi ég ykkur aftur á að þið getið hætt að lesa nákvæmlega hér og nú - en myndirnar sýna ykkur svo sem hvað efni pistilsins er. Kannski er ég óvæginn í orðalagi - en samt - mér blöskrar og mér býður við svona "leik". Mér finnst þetta bara ógeðslegt.
Ósóminn er nautaat á Spáni - og víðar um heim.
Mér finnst það svo skelfilega mikil grimmd að fara svona illa með dýrin sem saklaus fæðast inn í þetta viðbjóðslega hlutverk að vera naut fætt - t.d. á Spáni ...
Fyrst af öllu eru þessi blessuðu dýr alin upp með það í huga að misþyrma þegar þau eru fullorðin.
Þá eru þau svelt - síðan er þeim hent dauðhræddum á stræti og torg - þar sem heimskur og viðbjóðslegur leikur tekur við! Eineltisleikur sem á sér ekki nokkurn líka í nokkrum dýrahóp annars staðar en hjá mönnum - þar sem þúsundir kvikinda safnast saman til þess eins að standa saman í þeim tilgangi að pína og kvelja lítil og skíthrædd sálartetur sem í nautinu er. Fólk safnast saman til að hrópa og pikka í þau - kasta steinum og fleiru í blessuð dýrin og guð má vita hvað ekki.
Aumingja dauðskelkuð dýrin hlaupa blind eftir götunum af hræðslu og bara stanga út í loftið á hvað sem hreyfist í sjálfsvörn - og auðvitað verða oft einhverjir fyrir hornum þeirra - en ekki vorkenni ég þeim aðilum samt!
Að endingu eru blessuð dýrin orðin vitstola af hræðslu þegar þeim er loks beint inn á sjálfan "leikvanginn"...
En það er hringleikvangur þar sem blóðþyrstir fávitar sækja heim til að njóta þess að horfa á saklaust dýr kvalið smá saman til bana með spjótum og sverðum - eftir að hafa leikið sér að því að þreyta það svo mikið að það er hreinlega í dauðateygjunum. Málið er að þreyta það nógu mikið svo það geti hreinlega ekki veitt mótspyrnu - nema að litlu leyti. Því næst eru nokkrum vel oddhvössum spjótum stungið á milli herðablaða þess - og það látið blæða þokkalega vel til að lama blessað dýrin enn frekar - bæði af sársauka og vegna blóðleysis. Þá er það þreytt enn meira - blæðandi og með spjótin standandi í sárunum.
Blóðþyrstur óður múgurinn á pöllunum slefar af gleði og sælu - blóðið rennur úr dýrinu og viðbjóðurinn æpandi á pöllunum myndi sjálfsagt leggjast á dýrið og sleikja upp blóðið ef það gæti gert það.
Þegar blessað saklaust dýrið er orðið svo uppgefið af blóðleysi og sársauka - þá kemur að "lokaskemmtuninni" - sjálfri náðarstungunni sem gerð er með sverðum.
Nautið er orðið svo meinlaust og uppgefið - þó það reyni aðeins að setja undir sig haus þegar ógeðslegur nautakveljarinn nálgast með sverðin - að það gerir hreinlega ekkert þegar hjartalaust kvikindið kemur "dansandi" með tvö oddhvöss sverð - og hreinlega treður þeim niður í sárin sem þar sem spjótin standa á milli herðablaðanna á saklausu dýrinu sem svona miskunnarlaust er kvalið og murkað smá saman niður.
Dansandi viðbjóðurinn - trúðurinn - sá sem kallar sig "nautabana" - en er bara sálarlaus viðbjóðslegur slátrari af versta sauðahúsi - er nánast með viðbjóðslegan nautna&sælusvip á meðan hann stendur í þessum grimmdarleik með saklaust dýr sem ekkert hefur neinum nokkuð gert - annað en að vera alið inn í vitlausan heimshluta.
Blóðslóðin liggur um allan völlinn - blóðblettirnir á hjartalausum trúðnum sýnir "dugnaðinn" og "hræðsluleysið" í sálarlausum slátraranum. Viðbjóðslegir og blóðþyrstir aumingjarnir á pöllunum æsast upp - standa og stappa niður fótum og góla hvatningar til trúðsins í hringnum og heimta meira blóð - fleiri spjót og stungur - meiri grimmd svo dýrið saklausa æsist enn meira og reynir loka tilraun til að ná til kvalara síns - en fær að launum bara tvö stór hnífsblöð langt niður á milli herðablaðanna ... en það dugar ekki til að drepa dýrið saklausa ... aðeins lama það vegna sársauka!
Seinna um daginn - og sama kvöld - safnast blóðþyrstur lýðurinn á næsta torg eða aftur í sama blóðbaðshringinn. Það er meira á dagskrá.
Nú eru tekin ákveðin blys - sem loga lengi og skjóta út logunum eins og sjá má á mynd til hliðar. Þau eru fest á horn nautanna, kveikt í þeim og svo umturnast lýðurinn af gleði þegar hann sér hve hrætt og skelkað aumingja dýrið verður þegar eldtungurnar sleikja höfuð þeirra innan um æpandi og öskrandi blóðþyrsta aumingjana sem kasta lauslegum hlutum í brennandi dýrið. Fólk hleypur til og jafnvel stingur spýtum í dýrið og sparkar í það ef tækifæri gefst!
Í sumum tilfellum ná logarnir í höfuð dýrsins - og við þurfum ekki að fara nánar út í það kvalafulla tímabil sem slíku fylgir, öll höfum við fengið smá vitneskju um hvað hiti getur gert - sér í lagi eldur sem læsir sig í hár og húð...
Í einhverjum tilfellum hefur líka verið leyft að viðbjóðslegur lýðurinn fái lítil rör í hendur - ásamt pílum líkt og notaðar eru í Pílukasti! Saklaust dýrið hleypur um í kvala- og hræðslukasti en sálarlaust og blóðþyrst fólk fær fullnægju af því að "blása" oddkvössum pílum í blessað dýrið. Í einhverjum tilvikum hef ég séð naut aðframkomið - með sviðinn og logandi hausinn - og þakið af tugum ef ekki hundruðum pílum um allan skrokkinn!!!
Hvað er að í þessum heimshluta??? Hvers vegna er svona viðbjóður leyfður óáreyttur?
Eins og sjá má - þá er ég algerlega - 1000% - fullkomlega - á móti nautaati og öllu sem er í kringum slíka villimennsku! Margir í heiminum eru á móti nautaati - líka Spánverjar. Til að draga aðeins úr sjáanleika villimennskunnar - eru rauðir dúkar notaðir á nautin - til þess að blóðflekkirnir séu ekki eins áberandi í augum heimsins...
Því svona blóðþyrstur atleikur viðgengst hvergi nema hjá mönnum - og er ekkert annað en sálarlaus villimennska!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heyrðu, ég á þrívetra bolagirðúng á fæti sem að stendur til að fella fyrir þarnæztu helgi. Þú ert nú alltaf liðugur með ketiðnaðarsaxið.
Hvernig væri nú að renna norður á 'rándýra' bílalánzbílnum & hjálpa Zteina sínum að gera að 'kvekindinu' ?
Var að rúlla upp nýjum fryztiskáp & allez, dona í kreppuhjaleríinu.
Steingrímur Helgason, 9.10.2008 kl. 23:35
Heyrðu Zteini - rassgatið þitt ... ég tek ekki þátt í því að stúta því sem ég elda! Ég læt þar til gerða fagmenn gera það á einstaklega faglegan og mannúðlegan máta... apinn þinn!
Annars bara góður - og alltaf til í sameldaðanmálsverð ... í kreppunni!
And - luv you too dúllan mín.
Tiger, 9.10.2008 kl. 23:40
Hef aldrei skilið þessa "villimennsku" ... enda ekki dottið í hug að kíkja á nauta-at úti á Spáni.... Vel skrifað um þessa óhugnanlegu "íþrótt" ef það kallast íþrótt þá að segja...... Góða daga í "kreppunni" - **
G Antonia, 9.10.2008 kl. 23:45
Skelfilegar lýsingar, vissi að það var slæmt en gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri svona slæmt. það eru fáar aðrar skepnur sem drepa sér til ánægju nema maðurinn.
(IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:47
Alveg sammála þér G. Antonia. Hef aldrei skilið þessa grimmdar "íþrótt". Hef aldrei farið á nautaat en hef oft verið í heimsókn þar sem þetta þykir hið dásamlegasta mál - og látið í mér heyra - og næstum verið rekinn út fyrir það að vera á móti "þjóðarstolti" og "hetjum" Spánverjanna ... fuss og svei!
Satt Sigurlaug - held að það séu fáar - ef nokkrar - skepnur á jörðinni sem leika sér í blóðþyrstum hamagang - þar sem lífið er hægt og grimmdarlega murkað úr saklausum skepnum. Bara sálarlaust og ömurlegt ...
Knús á ykkur báðar í kreppunni ...
Tiger, 9.10.2008 kl. 23:52
Þetta er hreinasti viðbjóður og mannvonska. Ég bara skil ekki hvaða hvatir svona fólk hefur. Ég verð alltaf bálreið þegar fólk fer illa með saklaus dýr. Þetta slær held ég öllu út Vona að takist að stöðva þetta einhvern tíman. Takk fyrir að vekja máls á þessu. Hafðu það annars gott ljúfurinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:58
Já Sigrún, sannarlega skilur maður ekki hvaða hvatir það eru sem reka fólk í slíkt og annað eins. Verð líka virkilega reiður þegar ég sé eitthvað álíka ...
Sannarlega myndi ég stoppa svona af ef ég hefði vald til þess ...
Hafðu það líka ljúft skottið mitt - knús í kreppuna.
Tiger, 10.10.2008 kl. 00:02
Þetta er ógeðsleg "íþrótt" morðótt fólk að horfa á misþyrmingar á dýrum. Spánverjar ættu að skammast sín fyrir þessa þjóðar"íþrótt". Ég er dýravinur og vil ég að dýrin fái að njóta lífsins og séu drepin á mannúðlegan hátt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:05
Ég er alveg sammála þér Jóna. Vil að það sé hugsað um dýrin með góðmennsku og af alúð þar til þau eru send á viðeigandi stofnun sem sér um að slátra þeim þegar þeirra tími kemur. Ótrúlegt hve mikill "hetjuskapur" það er að murka lífið hægt og kvalafullt úr skepnunum sum staðar eins og á Spáni - og viðbjóður að sjá hve samtaka fullorðið fólk er í því að taka þátt í þessari villimennsku. Skilða bara ekki ...
Tiger, 10.10.2008 kl. 01:36
ERTU KOMINN HEIM HJARTAÐ MITT??????????????? Shit hvað það er gaman að sjá þig aftur hérna!!!!! Þó svo að þú hafir nú bloggað annað slagið meðan þú varst úti að þá var það samt einhvern veginn öðruvísi. Vertu marg velkominn heim aftur dúllurassinn minn. En það gleður mitt litla hjarta í það minnsta. Ég hef ekkert verið á blogginu og ekkert á netinu yfirhöfuð undanfarið og þess vegna ekki tekið eftir því fyrr að þú værir kominn.
Knús á þig hunangshrúgan mín. Hlakka til að fylgjast reglulega með þér aftur
Tína, 10.10.2008 kl. 02:23
Þetta er eitt af því sem ég get ekki lesið nema fyrstu línurnar um - svo hafi færslan fjallað um eitthvað annað en nautaat þá bið ég þig að afsaka furðulegt komment, Tígerinn minn...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.10.2008 kl. 02:46
Ég verð svo reið.....
Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 06:06
mér hefur alla tíd thótt nautaøt vidbjódur harkadi af mér og las allan pistilinn,sem er frábær og tharfur. Eru engin dýraverndunarsamtøk á Spáni eda??? fékk bara i magann vid lýsingarnar,madur vissi svosem thetta væri svona,en oft gott ad minna sig á og lesa allt. SKELFILEGT i einu ordi sagt og thetta gera spanjólar sér til skemmtunar vid erum grimmdarskepna madurinn og engum ødrum lik. Thetta á ad banna og thad med einu og øllu.
kvedja og knús til thin
María Guðmundsdóttir, 10.10.2008 kl. 06:07
Hrædilega er tetta ómannúdlegar adferdir á blessud dýrin.
Mér ditti aldrey í hug ad fara á nautaat á Spáni.
Fadmlag á tig inn í góda helgi snúllinn tinn.Og takk ,hvad tú segir skemmtilega frá.
Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 08:07
kláraði ekki að lesa gat það ekki Hafðu ljúfa helgi elsklulegur
Brynja skordal, 10.10.2008 kl. 10:25
Æi bloggaður frekar um brauðstangir!
Þetta er viðbjóður og algjörlega óskiljanlegt að það skuli ekki vera búið að setja blátt bann við þessu!
Heiða B. Heiðars, 10.10.2008 kl. 11:13
Ég skal fúslega viðurkenna að ég las ekki nema byrjunina á þessari færslu. En nauta-at er með því viðbjóðslegasta sem ég veit um ásamt hunda-at. Ég tárast alltaf við tilhugsunina um meðferðina sem þessi grey fá og verð að játa að ég hef ekki styrk í að vita nánar um þær meðferðir. Kannski ætti maður að neyða sig til að setja sig meira inn í svona mál og þá væru kannski meiri líkur á að eitthvað yrði að gert. En ætli ég sé ekki bara með of lítið hjarta til að lesa um svona?
Knús á þig elsku vinur og takk fyrir að láta þér ekki standa á sama
Tína, 10.10.2008 kl. 13:19
Algjör vibbi
M, 10.10.2008 kl. 13:48
Að fólk skuli geta stundað þetta ......þetta er sjúkt og þá er vægt til orða tekið sko.
En knús á þig sæti og kveðja frá lambakjötinu hehehehe
JEG, 10.10.2008 kl. 17:19
Ég hef aldrei getað skilið þessa þjóðaríþrótt og þeir líta á þetta sem list. Eins og Spánverjar eru æðislegir þá er þetta algjör hneisa fyrir þá. Það eru margir Spánverjar af minni kynslóð sem eru á móti þessu en þetta er eitthvað gamalt og greipt í þjóðasálina - algjör viðbjóður og illska. Eru nautabanar ekki bara karlmenn? Alla vega flestir þeirra. Sorrý TC, bara ef allir karlmenn væru eins yndislegir og þú . Knús til þín út í buskann
Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 20:36
Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:52
Mikið rosalega er ég sammála þér um villimennskuna í þessu liði. En við erum litlu betri, við troðum lömbum og ám inn í flutningabíla upp á þrjár hæðir og aftanívagn, ökum svo með blessuð dýrin yfir hálft landið til slátrunar. Þegar komið er á áfangastað eru einhver dýr sem hafa troðist undir. Eiga skepnurnar þetta skilið ? Nei! hvar eru dýraverndunarlög þarna ? Þau skipta sér ekkert af þessu, hvers vegna ? Ja hver getur svarað því ? Nei ég hef viðbjóð á fólki sem fer illa með dýr annars knús á þig elskulegur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 23:22
Ég er náttúrlega jafn veruleikafirrlauz & Ásthildur, enda ~sláturhelgi~ hjá mér, kútur.
Steingrímur Helgason, 10.10.2008 kl. 23:47
Þetta er viðbjóðslegasta "íþrótt" sem til er. Asnaðist einu sinni fyrir mörgum árum síðan á nautaat en hrökklaðist út þaðan eftir ekkert langan tíma með æluna í kokinu og hef ekki litið spánverjana sömu augum síðan reyndar verð ég alltaf brjáluð þegar ég heyri um mannvonsku gegn dýrum, líka það sem Ásthildur talar um.
Huld S. Ringsted, 11.10.2008 kl. 09:04
Sammála þessu bloggi og flestum þeim sem hafa tjáð sig. Mæli með því að þú komir með viðlíka bloggfærslu á það sem Ásthildur drepur á, þar er okkur málið skylt. Það eru ekki mörg ár síðan að það varðaði við lög að flytja skepnur á milli byggðarlaga nema einhver væri hjá þeim á ferðalaginu. Í dag er verið að þvælast með þessi sláturdýr hundruð kílómetra og þar af leiðandi í marga klukkutíma. á margra hæða bílum.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 11.10.2008 kl. 10:35
Algjör horror - það er skelfilega farið með dýr á svo mörgum sviðum og að kalla slíkt íþróttir er bara óþarflega fyrirlitlegt.
halkatla, 11.10.2008 kl. 10:50
Algjör viðbjóður......svo ku vera til hanat og hundaat.Og þessu hefur fólk gaman af
Solla Guðjóns, 11.10.2008 kl. 12:31
Algjörlega sammála með þessa flutninga á sláturfé lansdhorna á milli, það er fyrir neðan allar hellur. Þegar við vorum að flytja fé hér á árum áður, var alltaf 1 til 2 uppi á palli hjá fénu og veitti ekki af, því það þurfti alltaf að vera passa uppá að ekki træðist neitt undir, og voru það nú bara stuttar ferðir miðað við það sem tíðkast í dag. Lang best væri að bændur fengu leyfi til að fullvinna sína afurð og sleppa þessum fáranlegu flutningum út og suður.
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:27
Sæll Tiger.
Þú átt HEIÐUR SKILIN, fyrir að birta þetta tæpitungulaust. Ég hef oft hugsað út í þetta og kalla þetta íþrótt á ekkert skilt við íþrótt. þetta er og verður VIÐBJÓÐUR OG EKKERT ANNAÐ,
Hafðu það sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:58
VIÐBJÓÐUR OG EKKERT ANNAÐ.
Annars knús á þig ljúfurinn minn og gaman að sjá þig hérna svona oft
Helga skjol, 11.10.2008 kl. 20:47
Vil benda á það að það eru lög og reglur yfir þessa fjárflutningabíla og það er takmarkað hvað meiga vera mörg lömb eða ær í hverju hólfi á hverjum bíl.
Svo er reyndar annað sem ekki er alltaf hægt að sjá út og það er að ekkert lamb er eins og eru þau mis sterk og burðug í svona ferðalög. Nú svo er ekki eins mikið sett á bílana á lengstu ferðunum. Þetta með að menn séu hættir að standa aftaná fjárbílum er tilkomið ef ég man rétt af því að þeir eru ekki tryggðir þar svo það féll um sjálft sig.
En ég get ekki talað fyrir hönd bílstjórnans bara fyrir mína eigin hönd og ég verð að treysta bílstjóranum fyrir mínu fé. En á móti sendi ég líka ekki lömb sem ég veit að lifa ekki ferðina af. Og ég lóga skepnum sem eiga það bágt að ekki er hægt að bjarga þeim í stað þess að láta þær þjást.
En svona er þetta og auðvitað er þetta ekkert gaman en er þá ekki líka hægt að ráðast á kjúklingabændur ? Og nautabændur ? Veiðimenn ?
En kúnninn vill sitt kjöt svo þetta rúllar bara svona.
Fyrirgefðu Tiger minn en ....ég gat ekki þagað.
JEG, 11.10.2008 kl. 22:39
Mér finnst nautaat vera viðbjóður, til að mótmæla þessu, ákvað ég að kaupa ekki nautakjöt, því það er ekki bara að þeir fari svona með dýrin, þeir borða þau líka eftir allt þetta.
Þetta er villimennska og einhver fýsn sem ég skil ekki, þetta er oft í sjónvarpinu hér, ég lít undan, þetta er hrikalegt, í hvert sinn sem nauta at er haldið, er talað í sjónvarpinu við fólk á staðnum, þetta er alltaf gagnrýnt en samt gera þeir þetta, þetta er þeirra gamli siður, sem ég skil vel að fólki finnist viðbjóður.
Ég fer ekki á nauta at.
kv Gleymmerei
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 12.10.2008 kl. 06:19
Hæ, ertu á landinu okkar ?
Ég gat ekki lesið allt sem að þú skrifaðir.
egvania, 12.10.2008 kl. 07:45
Rosalega er ég sammála þér. Þetta hámark mannvonskunnar.
Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:14
Algjörlega sammála. Þetta er algjör viðbjóður. Hvað er að fólki.
Því eru dýraverndunarsinnar ekki að berjast í þessu. Er kannski enginn peningur í að vernda naut?
Halla Rut , 12.10.2008 kl. 18:37
ég er ein af þeim sem gat ekki lesið þetta til enda. En mikið er ég sammála þessu.Bara viðbjóðslegt. Hef eitthvað oft verið að hugsa svipað og Halla hérna á undan mér. Eru þessi náttúruverndarsamtök samtök virkilega að fá meira út úr því að skrifa upp á heilnæmisvottorð vegna fisks? Spyr sá sem ekki veit.
Takk Jóna fyrir útskýringarnar, staðfesting á því sem ég hélt.
Velkominn heim Tiger
Anna Guðný , 13.10.2008 kl. 00:19
Nautaat er viðbjóður
Linda, 13.10.2008 kl. 01:19
hvar er "nautbaninn" nei segi svona .... keeep on bloooogging sæti!
G Antonia, 13.10.2008 kl. 13:51
Veistu... ég er ekkert ofur viðkvæm, í alvöru. En ég hafði ekki lyst á að lesa alla færsluna.
Las nóg til að skilja að við erum sammála þarna, ég og þú og mig hefur lengi langað til að vita hvers vegna dýraverndunar samtök geri ekki eitthvað í málunum.
Þetta jafn viðbjóðslegt og hver önnur misnotkun á dýrum.
Stundum þegar ég hef séð myndir af nautabana sem er þræddur upp á horn nauts, sem er fárvita úr hræðslu, finn ég bara til með nautinu... ekki nautabananum. Hvað var hann líka að hugsa??? Honum var nær!!! GRRRRRRR
Anda inn og anda út.
Og svo risa knús á kroppinn.
Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 18:50
Langar ad senda tér vinarfidrildid sem hún Zordís sendi mér í morgunn og bankadi nett á gluggann minn...Tad yljadi.
Tú mátt alveg senda tad áfram ef tú vilt.
fadmlag til tín .
Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 07:58
Vonandi deyr þessi ljóti siður út og Spánverjar halda sig við Flamenco og Tómatahátiðina. Þótt að mér blöskri sóunin á matvælum (fleiri, fleiri tonn af tómötum) þá býst ég við að þetta séu umframbirgðir, sem eru mjög þroskaðar og komnar á síðasta söludag. Og enginn meiðist, nema sá sem ákveður að taka þátt og fær í sig ekki nógu vel kreistan tómat.
En ég verð því miður að viðurkenna að ég hef farið á nautaat. Mér til afsökunar var ég bara 10 ára og í minni fyrstu sólarlandaferð. Þá var sjálfkrafa farið í allar skoðunarferðir sem var boðið upp á. Og Nautaat var ein af þeim. Svolítið skrítið að ferðaskrifstofan skyldi bjóða upp á þetta sem "fjölskylduskemmtun". Ég yrði þetta líka brjáluð ef einhver færi með börnin mín á svona viðbjóð í dag.
Hjóla-Hrönn, 16.10.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.