3.9.2008 | 09:13
Gamall styggur steggur heggur í mig - liggur okkur lífið á eða er þetta bara séríslenskt? Bílaleikur og rakinn ógurlegi!
"Ætlar þú að verða ellidauður þarna fyrir öllum gamli skarfur?" Spurði ég í gríntón - á íslensku - fyrir aftan ellihruman mann sem var að reyna að labba í gegnum þvöguna sem silaðist áfram á markaðnum á sunnudaginn.
Karlinn snéri sér rólega við þegar hann heyrði í mér segja eitthvað og ég brosti bara til hans voða góðlega .. falskur maður sko!
"Hvað liggur þér lífið á?" Hreytti karlinn í mig - á íslensku líka!
En hvað maður getur komið sér í miklar ógöngur af og til þegar maður á ekki von á því að einhver skilji mann í útlöndum - Íslendingar eru alls staðar að þvælast sko.
**********
Lífið heldur áfram sinn vanagang hér á Spáni, maður er að venjast hitanum, svitanum og öllum þessum þurrki. Kurr systir mín er meira að segja að verða þokkalega góð í þessum hita en hún er nú samt ekki mikið fyrir svona ótrúlega miklar sveiflur.
Ég var á Benidorm í gær, fór þangað með rútunni bara - frá Torrevieja, með systurson minn og kærustuna hans. Þau eru búin að vera hér síðan fyrir helgina og fara aftur á næsta mánudag. Bræður mínir eru farnir, fóru á mánudag á klakann - gruna að þeir hafi nú verið glaðir að komast í kaldara loftslag og minni raka.
Það er nefnilega bjévaður rakinn sem er allra verstur - maður fer í sturtu - þurrkar sér og klæðir - og þegar maður er kominn fram er maður aftur orðinn rennblautur af rakanum. Þegar maður fer út að labba á kvöldinn - er maður þvalur og allur hálf klístraður eitthvað vegna rakans. Sennilega er það rakinn sem fæstir sakna þegar þeir snúa aftur heim, þó maður jú muni alltaf sakna hitans og sólarinnar.
Ég keyrði sjálfur í fyrsta skipti hérna á spáni síðasta sunnudag. Fékk bíl lánaðan og keyrði á stóran sveitamarkað. Keyrði svo seinnipartinn með bræður mína á Go-kart braut til að eiga með þeim skemmtilegan dag - en þeir fóru svo daginn eftir heim, á mánudeginum.
Það var bara gaman að keyra svona í fyrsta skipti sjálfur hérna úti - hef oft ætlað mér það en hef oftast bara leikið mér í rútum og labbað eða verið með öðrum í bíl. Auðvitað er svo sem ekkert öðruvísi að keyra hérna úti en heima, en samt ... ytri hringurinn í hringtorgunum á réttinn yfir þann innri - öfugt við það sem gildir heima.
***********
En, nú er maður að fara út - sólin skín og leikur glaðlega hérna fyrir utan. Það er markaður hérna á La Mata ströndinni sem ég ætla að spossera á og skoða. Það er endalaust gaman að skoða þessa markaði og sjá hvað flóran er misjöfn sem bæði selur og kaupir á þessum vettvangi.
Heyri í ykkur seinna skottin mín og vonandi líður öllum vel í kuldanum þarna heima. Ykkur að segja - þá er ég nú þegar orðinn fallega brúnn á rassinum - ekki að það skipti miklu máli - en bwahahaha!
Ljúfar saknaðarkveðjur í loftið til ykkar dúllurnar mínar!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gaman að lesa hvað þú hefur það gottSegðu mér eitt minn kæri... skemmdist bíllinn eitthvað þegar þú keyrðir á stóra sveitamarkaðinn ?Sakna þín líka
Jónína Dúadóttir, 3.9.2008 kl. 09:28
Sko Dúadottir - stríðnispúkinn þinn - forpokaða kerfisvillan mín - ég keyrði ekkert Á markaðinn - bara til hans eða jamm .. á hann... eða þannig ... heimað honum! Apinn þinn ...
Sakna ykkar heilmikið og reyni að lesa smá af og til en gef mér ekki tíma í að skrifa hjá mikið. Bæti sannarlega úr því þegar ég sný aftur heim - ef ég sný aftur heim ...
Tiger, 3.9.2008 kl. 09:38
Frábært að heyra að þú nýtur lífsins í botn eins og á að gera. Ég hef reyndar lent í því hérna heima á klakanum að heyra comment um mig á frönsku........ og ég verð að segja eins og er að ég naut þess í botn að sjá til þess svo ekki yrði um villst að ég skyldi ALLT sem þær sögðu Það leynist víst pínu kvikindi í mér líka
Haltu svo endilega áfram að elska lífið eins og þér einum er lagið.
Tína, 3.9.2008 kl. 09:40
Iss, þú ert eins og flensan, þú kemur alltaf aftur
Jónína Dúadóttir, 3.9.2008 kl. 09:40
Smá viðbót................ var nefnilega að sjá svarið þitt til Jónínu þar sem þú talar um "ef þú kemur aftur".
Sko...... ég ætla bara rétt að vona að þú komir aftur dýrið þitt!!!! Nógu slæm eru fráhvarfseinkennin mín nú þegar að sjá ekki lengur þín fótspor á blogginu mínu. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið yrði ef þú kæmir ekki aftur. Ég get sagt þér það að það er ekki fallegt sjón góði minn.
Dýrka þig annars í ræmur sko
Tína, 3.9.2008 kl. 09:43
Ohh... þið eruð svo yndislegar ... luv ya to píses!
Jújú - auðvitað kem ég aftur, er jú eins og Jónína segir - verri en flensan - kem alltaf aftur!
Tína mín; þú færð að finna fyrir sporum mínum all over þegar ég sný úr útlegðinni for sure! Þú ert súperskvísa .. vona að heilsan sé þokkaleg og að þér líði eins vel og hægt er ljúfust!
Jónína mín; Farrrðu í rass og rófu ... for sure! Ég meina það ... not!
Tiger, 3.9.2008 kl. 09:49
Takk Ditta mín - ég sný aftur - enginn vafi á því. Er og verð klakakarl í krapinu og ekkert fær því breytt - en alltaf gott að skella sér í frí sona af og til. Knús í ræmur..
Tiger, 3.9.2008 kl. 09:51
Hjúkket. Var farin að svitna illilega hérna sko. Og ekki er hitanum um að kenna!!
En ég fer loksins á morgun að hitta sérfræðinginn minn. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Takk fyrir að standa ekki á sama elskan mín.
Tína, 3.9.2008 kl. 09:56
Hahaha, mér datt það sama í hug og Jónínu þegar ég las að þú hefðir "keyrt á markaðinn" Ég hefði viljað sjá svipinn á þér þegar sá gamli svaraði þér! Ég stóð einu sinni fyrir aftan ungan mann í Grikklandi og álpaði því út úr mér að hann væri loðnari á bakinu en apar, hann hnippti í vin sinn og sagði "hey hún er íslensk"... en við urðum síðan bestu vinir og gerðum bara grín að þessu. En það er víst best að gæta orða sinna - alltaf - alls staðar því maður vill náttla engan særa.
Gaman að heyra hvað þú hefur það fínt. En bara þér að segja, þá er komin framlenging á sumarið hérna heima. Búið að vera sól og hlýtt síðustu daga Haltu áfram að hafa það gott.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:59
Er þá rakinn meiri á þessum tíma á þessu svæði? Var þarna í júlí í fyrra og fann ekki fyrir honum. Svo tók ég eftir því að það voru engar moskító !!!!! En þær elska blóðið mitt sko
Njóttu þín áfram í sælunni og kveðja til Kurr
M, 3.9.2008 kl. 10:24
Sakna þín líka heyri að það er gaman hjá þér, sveitamarkað hefði viljað fara á slíkan
geri það bara í næsta lífi.
Knús knús til þín Tiger míó míó.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 10:26
Æj Tiger minn....vont að vera að koma sér í skammir í útlandinu en það er gaman að lesa um ævintýri þín á Spáni...hafðu það gott heillakallinn
Ragnheiður , 3.9.2008 kl. 10:29
Mikið er nú gott að vita að þú ætlar að koma heim aftur.
En kuldinn er nú ekki svo mikill hér þó farið sé að frysta á næturnar. Sem er að vísu spælandi þar sem að ekki var búið að finna nein bláber í berjaferðunum og ég hafði engan tíma til að fara og gá. En rifsið er loksins tilbúið svo ég get farið að hleypa og sulta það. Svo er búið að smala smá ....bara svona til að ná sér í kjöt í réttarsúpuna.
Knús og klemm á þig sæti ( er viss um að þú ert bara sætari svona brúnn á rassinum) En þetta með rakann myndi duga til að ég færi fljótt heim.
JEG, 3.9.2008 kl. 10:33
Helga skjol, 3.9.2008 kl. 11:51
Það eru Íslendingar allsstaðar .... en þó flestir í Hennes og Maurits (hvar sem er í heiminum)!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.9.2008 kl. 15:21
Gaman að heyra hvað þú hefur það gott. Kallinn er örugglega með Alzheimer og búinn að steingleyma þessu.
Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:29
frábært að þú hefur það gott þarna. og brúnn á rassinum - .
Sko þegar maður er á Íslendingaslóðum á Spáni, þá verður maður að passa sig. Fyrir 25 árum var ég að flækjast á lítilli eyju í Karabíska hafinu, rakst á mann, sem horfði svo á mig og ég spurði hann: Where are you from? Þá svaraði karlinn: Frá Siglufirði.
knús og abrazo til þín á Spáni.
Sigrún Óskars, 3.9.2008 kl. 19:47
Sumir eru seinheppnari en aðrir.... passaðu á þér munninn...
Það er alls ekki það sama að keyra á markað og að keyra á markað
Solla Guðjóns, 4.9.2008 kl. 00:39
Maður á alltaf að búast við því að íslendingar séu nálægt þegar maður er í útlöndum, við erum frekar ferðaglöð
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:01
Kvitt og kvitt farðu vel með þig í útlandinu....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.9.2008 kl. 08:38
MissYouBabe!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.9.2008 kl. 22:45
sólarkveðjur frá Íslandi
alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:14
Alltaf sól hér, a.m.k. hjá mér..........not!
knús og ofurskutl
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:49
Sólarkveðja og hafðu gott .
Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 13:11
knús kveðjur á þig Elskulegur
Brynja skordal, 5.9.2008 kl. 14:29
gaman ad "heyra" hvad thú hefur thad gott og nýtur lifsins
en já,madur tharf ad passa sig..thessir helv..islendingar allstadar nei nei their eru ágætir..en varasamir sonna i úttløndum sko
María Guðmundsdóttir, 5.9.2008 kl. 16:23
Já, ég gæti vel hugsað mér að vera á sömu slóðum og þú þessa dagana, en hugga mig við að ég er búin að kaupa flugmiða til Alicante í desember.
Hafðu það gott, og vertu ekkert að tala íslensku þarna, önnur hver manneskja er íslenskutalandi, djók.
Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 21:17
Sæll Tigercopper.
Ég var aðeins í smá vísiteringu í USA.(Boðsferð),um daginn og þar gekk á ýmsu.
En gangi þér vel...............og gerðu ekkert það af þér sem ég myndi ekki gera!
Hafðu það sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:33
Bestu kveðjur í sólina kæri. Hafðu það sem allra best.
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 7.9.2008 kl. 13:15
Takk fyrir kvitt elskan. Mér þótti ógurlega vænt um það
Tína, 8.9.2008 kl. 07:33
Hér er bölvuð rigning og frekar kalt.
Er að hugsa um að fara að leggja fyrir og skella mér til Spánar!!!
Hafðu það gott ljúfur og njóttu hitans, svitans og rakans.
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 11:05
þig vantar eitthvað að gera, held ég.
KLUKK
Brjánn Guðjónsson, 9.9.2008 kl. 13:01
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt!
Hafðu það gott þarna úti og ekki skemma of marga markaði!!!!!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.9.2008 kl. 15:46
hvar ertu flottasti ??? Sakna þinnar færslu... og nú er ég að fara í smá frí --- tolli kannski lítið heima við.. en veit að það er gaman hjá þér og sól... ég þekki mig á þínum slóðum. Ég er samt ekki að fara þangað núna, fer í október... ..
enjoy life og teeiiik ker...........bloggvinur minn***
G Antonia, 12.9.2008 kl. 02:45
hehehe já stundum er manni hollast að gera ráð fyrir að allir skilji mann alltaf
Dísa Dóra, 14.9.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.