21.7.2008 | 20:13
Hóran hefur í flestum tilvikum valdið. Viltu láta berja þig - borgaðu þá! Syndaaflausn ...
Sleiktu stígvélin mín druslan þín sagði hún með hroka og valdi í röddunni. Hún fylgdist áhugalaus með manninum skríða nær með höfuðið rétt við stígvélin hennar, hann stakk tungunni út og sleikti ...
Nei, vitið þið hvað ég ætla ekki að fara að skrifa eina allsherjar BDSM sögu hérna handa ykkur. Var bara að spá í það vald sem hóra hefur yfir þeim sem kaupa hana. Sannarlega eru til margar tegundir af hórum, líklega eins margar og við sjáum oftast á erlendri grundu um allar stórborgir eða við öll hringtorg.
Það er í það minnsta til eitthvað sem kallast;
1. Hóra sem sett er í hlutverk af einhverjum öðrum nauðung/mannsal.
2. Hóra sem hefur litla sjálfsvirðingu neyslufíkill.
3. Hóra sem fer í hlutverk sitt sjálf - nauðug.
4. Hóra sem fer hamingjusöm í hlutverk.
5. Hóra sem fer í spennuham af endorfinsgleði.
6. Hóra sem elskar valdið yfir kaupandanum.7. Hóra sem elskar eingöngu peninga.
Svo er líka til önnur tegund af hóru en það er Hjákonan, en slík kona getur verið óhemjudýr í rekstri. Kaupendurnir koma svo hér að neðan. En, við tökum hórurnar fyrst þar er af ýmsu að taka.
Hóra númer eitt er hugsanlega kona sem hefur af einhverjum ástæðum lent í höndunum á misyndismönnum/konum sem selja aðgang að líkama hennar. Þar með er hún líklega ekki beint hóra heldur kona í nauðungarsölu, sannarlega ætti ekki einu sinni að nefna orðið hóra um slíka konu náttúrulega frekar ætti að nota orðalagið fórnarlamb.
(Á ekki að líðast eða vera til og ætti skilyrðislaust að uppræta slíkt)
Hóra númer tvö er hugsanlega kona sem hefur orðið illa úti á lífsleiðinni á einhvern hátt. Það getur verið kona sem lent hefur í eiturlyfjaneyslu eða einhverri neyslu sem heimtar mikla fjármuni svo halda megi neyslunni við. Slíkar konur ætti kannski ekki að kalla raunverulega hóru svo sem en þar sem hún viðheldur neyslu sinni með því að selja aðgang að líkama sínum, þá er það samt hórskapur.
(Á ekki að líðast eða vera til og ætti skilyrðislaust að uppræta slíkt)
Hóra númer þrjú er kona sem líklega hefur líka orðið undir á lífsleiðinni en líklega þó vegna lítillar menntunnar og margra barna, jafnvel vegna þess að hún kann ekki að fara með fjármuni. Hugsanlega fer hún í hóruhlutverkið til að þurfa ekki að horfa uppá börn sín svelta heilu hungri og því ætti sannarlega ekki að nota orðið hóra um slíka konu þó svo að hún selji aðgang að líkama sínum.
(Á ekki að líðast eða vera til og ætti skilyrðislaust að uppræta slíkt)
Hóra númer fjögur er sennilega kona sem er óendanlega gröð. Hún fær aldrei nóg af karlmönnum, konum og bara hvaða leikfangi sem er. Hún er óseðjandi og virðist aldrei fá nóg. Þó líklegra sé að slík kona fari bara á djammið og sæki sér hina og þessa til að liggja með þá er það ekkert útilokað að hún selji líka aðgang að líkama sínum. Kannski væri réttara orðalag yfir slíka konu frekar almannagjá eða lausbróka ..
(Hvað kemur okkur það við þó gröð kona vilji fá sér smá hoppedí skoppedí - ekkert)
Hóra númer fimm er sannarlega kona sem kýs að lifa lífinu í eilífri spennu. Hún fær mikið kikk út úr því að hátta sig fyrir framan ókunna. Hún lifir í stöðugri leit af því sem fær blóðið til að renna hraðar, bæði hennar blóð sem og blóð þess sem hún sækir í. Hún fílar endorfinið sem leysist úr læðingi þegar samlífið byrjar en ekkert er þar með sagt að hún njóti kynlífsins sem slíks, frekar að hún njóti alls þess sem leiðir að sjálfum mökunum.
(Hver erum við að vilja banna konum að ná sér í spennu ef hún kýs að gera slíkt)
Hóra númer sex er klassahóra. Hún er kona sem sér ekkert annað í stöðunni en að hún fái völdin og ráðin í eigin hendur. Hún velur sér kaupendur sem óska eftir niðurlægingu og hörku. Klassahóran elskar valdið sem hún fær, elskar að kalla kúnna sína druslur og aumingja elskar að traðka á þeim sem voga sér að kaupa aðgang að henni. Hún er valdagráðug og framagjörn og hún er tilbúin í það að stíga á hvern sem er til að fá sínu framgengt.
(Hvar væri réttlætið ef við myndum banna konum að vaða upp valdastigann - power to the woman)
Hóra númer sjö er gráðug kona. Hún elskar ekkert eins heitt og peningana sem hún fær fyrir kynlífsgreiðann. Hún selur sig dýrt og sankar að sér fé líkt og Jóakim Önd. Hún er jafnvel til í að selja allt í kringum sig til að komast með klærnar í peningana.
(Það er hvergi skráð að græðgi sé af hinu vonda og því er gráðug kona hið besta mál)
Þá eru það kaupendurnir, en líkt og hórurnar þá eru þeir eins misjafnir og þeir eru margir.
Af kaupendum er það að segja að - já til eru mjög margar týpur þar líka, t.d;
1. Kaupandi sem vill geta ráðið yfir og niðurlægt hóruna.
2. Kaupandi sem er kynlífsóður og fær ekki nóg heima.
3. Kaupandi sem á nógan pening og nóg af tíma.
4. Kaupandi sem á ekkert fé.
5. Kaupandi sem vegna veikinda og eða útlits.
6. Kaupandi sem þarfnast í raun og veru sálfræðings.
7. Kaupandi sem er að fá sér drátt í fyrsta sinn.
Kaupandi númer eitt er líklega aðili sem er haldinn ákveðnum geðklofa eða geðveiki á einhvern brenglaðan hátt. Hann hefur einhverja óaðlaðandi þörf á að niðurlægja aðra, ráða yfir öðrum og stíga á þá líkt og um skítinn á götunni sé að ræða. Hann er svo húkt á því að hafa völdin að hann er reiðubúinn að eyða stórfé í það eitt að geta kallað aðra manneskju aumingja, druslu eða hóru.
(Á ekki að vera til og er ólíðandi, á að uppræta skilyrðislaust)
Kaupandi númer tvö er hugsanlega spólgraður náungi sem hugsar með dindlinum. Líf hans stjórnast alfarið af miðjunni allt sem gerist í kringum hann getur hann yfirfært í kynlífshugsun. Hans eina raunverulega hugsun er hvar og hvernig fæ ég næstu fullnægingu?. Allir sem á hans vegi verða eru í hans augum hugsanlega næsta fullnægingarmaskína.
(Hvað kemur okkur það við þó menn séu graðir - ekkert)
Kaupandi númer þrjú er sennilega milli eða milljóneri, forstjóri, bankastjóri eða ráðherra. Hann veður í peningum og á nóg af öllu. Hann hefur þörf á að sýna ríkdæmi sitt og hvernig þá betra en með því að dreifa þeim í hórur eða þjónustu. Hann hugsar ekki endilega um kynlíf sem slíkt, bara kaupir hóruna til að bæta í safnið ..
(Hvað kemur okkur það við hvernig menn eyða peningum svo framalega sem það er þeirra eigin fé)
Kaupandi númer fjögur er örugglega námsmaður, róni eða auðnuleysingi með fullri virðingu fyrir námsmönnum. Hann á ekkert eða lítið fé en telur að skársti kosturinn af þrem kærustu, eiginkonu eða hóru sé hóran ódýrasta málið. Kærustunni fylgir heilmikið af rómantískum fylgihlutum, út að borða blóm, gjafir og bíltúrar. Eiginkonunni fylgja skyldur og kvaðir börn og bura sem kostar oft heilmikið en hórunni fylgir ekkert nema ákveðin upphæð og eftirstöðvarnar eru engar, yfirleitt.
(Bjargi sér hver sem getur - mér og mínum að meinalausu)
Kaupandi númer fimm gæti verið einhver sem hefur fæðst með alvarlega útlitsgalla, verið ófríðir með eindæmum eða lent í slysi sem afskræmir líkama þess sama. Sannarlega hafa allir þörf fyrir nánd, kærleika og ástúð jafnvel þó þeir þurfi að kaupa slíkt. Næsta víst er að það er erfitt fyrir slíka aðila að ná kynnum við aðra því mjög margir setja útlitið ætíð í eitt af fyrstu sætunum þegar þeir hitta nýja manneskju augliti til auglits. Aftur á móti er hægt að kynnast innri manneskju í gegnum bréfaskriftir eða netsamband þar sem fólk kynnist innri manni áður en skelin sést.
(Konur vilja ekki "ljóta" eða á einhvern hátt "gallaða" menn - en þeir eru samt þurfandi eins og hinir)
Kaupandi númer sex markast hugsanlega af einstakling sem hefur lítinn áhuga á kynlífi það eina sem þá vantar er einhver sem er tilbúinn að hlusta á þá. Auðvitað eiga slíkir einstaklingar að kaupa sér aðgang að sálfræðing frekar en hóru. En, sálfræðingurinn mun ekki strjúka þann þunglynda og taka utanum hann með móðurlegum huggandi orðum líkt og hóran myndi gera.
(Okkur kemur í raun ekkert við hvaða leið einstaklingur notar til að komast í snertingu við aðra manneskju)
Kaupandi númer sjö er væntanlega einhver óharnaður óframfærinn eða ósjálfstæður einstaklingur sem þorir ekki á almennan djamm-markað í leit af einhverjum sem er til í að afsveina/meyja sig.
(Hver hefur sína leið að sínum markmiðum, er það ekki í góðu lagi)
******************************
Eins og þið sjáið þá er ekki til neitt sem heitir eingöngu hamingjusöm/samur eða óhamingjusöm/samur - seljandi eða kaupandi að vændi í ýmsum myndum. Það er til eintak af öllum hugsanlegum gerðum í báðum hópum, bæði seljendur sem og kaupendur.
Sannarlega er sumt algerlega ólíðandi ætti aldrei að sjást eða gerast en sumt er í raun og veru bara algerlega í fínasta lagi enda er sumt á þessu sviði þannig gert að það er ekki að gera neinum mein á neinn hátt.
Hvað kemur okkur það við þó hórur (menn eða konur) sem sannarlega eru að stunda sitt með sinn eigin líkama geri það? Ekki neitt í raun og veru. Málið er bara að sumir virðast hafa þörf fyrir að nota hvert tækifæri sem gefst til að hrópa eitt og annað um ranglæti heimsins um allt og yfirfæra það á þá sem stunda það sem ekki þóknast þeim sjálfum.
Þetta eru bara svona pælingar en málefnið er líklega orðið langþreytt og næsta víst að það er langt frá því að fjöldinn sé sammála um hvað og hvernig á að líta á þennan málaflokk. Mín skoðun er sú að ef hóra kýs að starfa sem slík af einhverjum eðlilegum ástæðum þá er það ekki mitt að dæma hana eða verknaðinn. Það er heldur ekki mitt að dæma kaupandann enda læt ég það algerlega vera.
Ef þið hafið eitthvað um þetta að segja eða ef þið þekkið fleiri tegundir af hórum eða kaupendum þá endilega verið óhrædd við að segja ykkar meiningu. Ég bít ekki fast! Bloggvini mína bið ég þó um að athuga að ég vil ekki koma þeim í vandræði svo þeir þurfa ekki að setja komment á þessa færslu frekar en þeir vilja.
P.s. ég hafði ekki hugsað mér að rökræða þennan pistil á neinn hátt svo ekki búast við því að ég fari á málefnalegu buxurnar hérna inni ... kveðjur í loftið! Farinn bloggvinahring ...
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hot damn .. ég er hættur að nota Wordið til að skrifa færslur. Það skríður allt saman til og fer í belg og buðu. Biðst afsökunar á því hve þetta er eitthvað ruglingslegt - er að reyna að laga það.
Kveðja í loftið ...
Tiger, 21.7.2008 kl. 20:32
Ehh.. veit ekki alveg hvað ég á að segja hérna. Nema kanski bara " no comment"
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:35
Það er nú engu við að bæta hér þú ert búin að segja það sem þarf í þessu máli,
og er ég sammála þér með að það er ekki okkar að dæma, en við megum hafa skoðun ef um eitthvað óeðlilegt er að ræða, og svo er líka annað hvað er óeðlilegt, er það ekki bara það sem við setjum fram sem eitthvað óeðlilegt
öðrum kann að finnast það í lagi.
Þá er ég ekki að meina ofbeldi á neinn hátt.
Kveðja knús Tiger míó
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 20:42
Guðrún B; No comment kemur ákaflega fallegt út þegar það kemur frá þér skottið mitt ... ég virði það fullkomlega!
Milla mín; Satt og rétt - það er ekki okkar að dæma eða skipa fyrir um hvað má og hvað ekki má. En skoðun er okkur öllum heimilt að hafa á hverju sem er - líka vændi. Löglegt vændi = minna ofbeldi .. örugglega!
Tiger, 21.7.2008 kl. 20:46
Þú ert búinn að týna allt það sem hugsast getur til hér eða er ég svona ferlega blind.
Ég hef hvergi orðið svo fræg að sjá hórur erlendir en sumir sjá þær út um allt.
Ég er orðin rugluð ( ruglaðri ) á þessum lestri he, he.
egvania, 21.7.2008 kl. 20:50
It takes all kind to make a world. Geri ráð fyrir að þetta sé svona meira og minna rétt hjá þér, en mér finnst vændi í öllum myndum ömurlegt.
Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:51
Kannski er ég ekki nógu fróð um málefnið, en ég get ekki séð að það þurfi neitt að bæta við þetta
Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 20:59
Þetta er tæmandi lýsing svo langt sem hún nær, veit allavega að ég þekki hvorki hórur eða kaupendur (held allavega ekki) hver og einn er jú sjálfs sín herra en þegar nauðung er í spilinu þá set ég stopp við málið.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 21:13
Ásgerður; Maður getur víst séð þessar skottur um allt þannig séð - hef séð þær víða - og nú síðast á horni Hverfisgötu og Vitastígs!
Helga Magnúsdóttir; Satt, það þarf alla flóruna til að kalla það heiminn. Ég gruna nú að það séu margir sem kjósa að sjá vændi ætíð af hinu slæma - en það er sannarlega þeirra réttur og þeirra skoðun og ég virði það fullkomlega.
Jónína mín Dúa; Þú ert of ung til að mega vera hérna inni - litla skottið mitt - ekkert meira um það að segja sko!
Ásdís mín; Ég er algerlega sammála því að nauðung á aldrei að líða - alveg sama í hvaða mynd hún birtist. Ég segi 100 sinnum stopp við slíku og væri til í að sjá t.d. miklu harðari dóma í þannig málum.
Tiger, 21.7.2008 kl. 21:20
Ég kalla hórur alltaf kynferðislegan öryggisventill. takk fyrir skemmtilega grein Tigecopper.
Skattborgari, 21.7.2008 kl. 21:34
Öryggisventill - athyglisvert ...
Jú, sannarlega gæti ég séð að þær séu einmitt slíkar í augum og huga margra sem hvergi annarsstaðar geta höfði hallað.
Hafðu ljúfa nótt Skattborgari.
Tiger, 21.7.2008 kl. 21:41
Margir sem eru að leita til vændiskvenna eru menn í mikili kynferðisþörf og mundu annars taka konu og nauðga. Það að vændi sé til staðar og að það sé auðvelt að finna vændiskonu getur leitt til þess að nauðgunum fækki. Það eru líka margir sem myndu skilja við makann ef þeir eða þær gætu ekki fengið kynlífsþörf sinni svalað annarsstaðar. Þess vegna kalla ég þær kynfeðisleganöryggisventill.
Eigðu góða nótt Tigercopper.
Skattborgari, 21.7.2008 kl. 21:48
Já skattborgari - sannarlega gruna ég að það sé mikið til í því að ákveðin tegund vændis leiði til minna ofbeldis og því ætti að lögleiða vændi í ákveðinni mynd. Mannsal er aldrei ásættanlegt en vændiskonur sem kjósa að starfa sem slíkar án nokkurs þrýstings frá nokkrum ætti að fá að lifa í friði frá þeim sem kjósa að líta á vændi sem af hinu illa einu saman ...
Tiger, 21.7.2008 kl. 21:53
Æ þetta er svo viðkvæmt umræðuefni. Hvað með konur sem giftast körlum til fjár .... eru það ekki líka hórur ? ... Ein samstarfskona mín kallaði það ,,að vera í útgerð" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 21:57
Ég ætla líka að segja no comment hér um þetta mál!
Veit það er nú ekki líkt mér en..................................
knús og ofurskutl
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:17
þú ættir að fá þennan lærða pistil birtan í einhverju hinna virtu tímarita heimsins
Brjánn Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 22:52
Rosaleg kvenfyrirlitning er í þessum pistli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 23:11
Athyglisverð lesning....................................en segi eins og sumir aðrir no comment.
Knús á þig Tící minn, sakna þess að sjá þig ekki hjá mér
Huld S. Ringsted, 21.7.2008 kl. 23:12
Jóhanna. Þær eru oft kallaðar hórur með einn viðskiptavin sem borgar mjög vel. EKKI MÍN PERSÓNULEGA SKOÐUN.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 21.7.2008 kl. 23:58
Ómæ gudness. Jæja nú jæja no comment.
Knús á þig sæti minn.
p.s. ætlaru að hjálpa mér á miðvikudaginn ??? við að græja dót á kerru?
JEG, 22.7.2008 kl. 00:12
Ég beið nú alveg til einzkis eftir því að hún Jenný dúlla myndi hella sér yfir þig, kallinn minn. Hún er dáldið töttzí með málefnið þetta, enda með alveg ágæta sérskoðun á þessu, sem að er til skiptana í verulegu umfangi.
Auðvitað nóteraði ég líka kómízkt í hugann þetta bloggpólitízkta 'nó comment' þeirra athugasemdara sem að líklega vilja halda uppi friði & spekt & við Jenfóið, enda sitja nú margir þeir sömu ekki á strák sínum , (eða 'hrukku'), þegar hún ritar færzlu um málefnið þetta um 'kvensalið'.
Af gamalli eðlizvenju er ég náttúrlega meira sammála þér en minna í efnistökum þezzarar hörkuvel unnu færzlu þinnar, & ekki fæ ég séð kvenfyrirlitníngu í honum, heldur umvent heldur meiri & stærri skot á okkur karlapanna með skottið að framan.
Aukin heldur, get ég nú vottað það, að allar þær konur sem við þekkjum báðir í sameiníngu, (& það er nú smotterí!), fengju nú 'átómatic veggkast', ef að þær sæju að stimamjúkazta, kurteisazta & ljúfazta riddaranum sem þær hafa kynnst af karlkyni, væri nú brigzlað um kvenfyrirlitníngu.
Ég marbendlazt zmotterí & hlæ, ég viðurkenni það, enda bara karlmaður.
Steingrímur Helgason, 22.7.2008 kl. 00:41
Jóhanna M&V; Já, rétt og satt - þetta er ótrúlega mikið viðkvæmt efni að tala um fyrir margan manninn - og konuna. En í raun og veru ætti þetta alls ekki að vera viðkvæmt.
Málið er bara að gleðikona ætti að hafa fullan rétt til að stunda það sem hún vill - svo framalega sem henni er ekki þröngvað til þess - án þess að vera dæmd sem óhamingjusöm, heilabiluð, rugluð og óforbetranlega mikill auli fyrir það! Það er ekkert flókið þó sumir vilji taka þannig í pólinn.
Maður eða kona sem kaupir slíka þjónustu - hjá konu sem selur sig þeim - frjáls og án þess að vera þröngvað til þess, þau hafa einnig rétt á því að kaupa sér slíka þjónustu án þess að einhver úti í bæ fari að rakka þau niður sem viðbjóði sem eru ekki þjóðfélagi hæf.
En það er líka nokkuð til í þessu hjá samstarfsfélaga þínum - kona sem giftir sig eingöngu til fjár er í raun og veru ekkert annað en gullgrafari/glyðra sem selur sál sína og líkama til þess eins að fá fjármuni í staðinn.
Ofurskutla; Chicken .. *glott* .. neinei - ég virði "no comment" fullkomlega og mæli með því ef út í það er farið! Knús á þig ..
Boxari minn góður; Ég er hræddur um að hin frómu blöð alheimsins myndu seint taka við svona þunnum þrettánda sem þessar pælingar eru, en hver veit svo sem ...
Jenný mín; Mér þykir það leitt ef þú lest mikla kvenfyrirlitningu úr þessum pistli því sannarlega getur þú varla fundið nokkurn sem hefur minna af slíkum hugleiðingum í sér og ég. Sannarlega eru þessar pælingar ekki beint um hina hreinu mey og englaskarann hennar - heldur eingöngu um nákvæmlega það sem þegar er til í heiminum - ekki það sem ég er að búa til vegna þess að ég sé fullur af kvenfyrirlitningu! Ég ber fulla virðingu fyrir konum - hef ætíð gert - og mun alltaf gera, um það er ekki hægt að deila. Ég ber líka fulla virðingu fyrir þeim konum sem fúsar og frjálsar - án þess að vera með höfuðáverka - hafa kosið að selja aðgang að líkama sínum - og dæmi þær aldrei, enda hver væri ég að leyfa mér slíkt?
Huld mín; No comment frá þér er komið til skila og að fullu virt. Að þessu skrifuðu er ég lagður af stað í að lesa þig upp til agna og senda þér kveðju ljufust!
Skattborgari; Þær eru náttúrulega dýrastar sem hafa bara einn kúnna, ekki spurning um það gruna ég.
JEG; Elskulegust - skilið og virt. Á miðvikudaginn verð ég aumur að kveðja hana elskulegasta Kurr okkar því þá er hún að yfirgefa land vort um óákveðinn tíma. Því mun ég gera allt til að fá sem mest af henni áður en hún fer í loftið þann daginn. Ég verð bara að eiga inni hjá þér kaffisopa seinna meir og hver veit nema maður lyfti fingri í garðinum þínum eða some ..
Knús í loftið og takk fyrir innlit you all ..
Tiger, 22.7.2008 kl. 01:02
Þú ert sannarlega mitt uppáhald elsku vinursvo góður við okkur vinkonu þínar og alltaf svo skemmtilegurog ég er viss um að ef ég myndi hitta þig út á götu þá myndi ég ekki þora tala við þigen annars minn kæri vin,
Góða nóttina elsku vinur minn og megi allar góðar vættir yfir þér vaka og vernda elskan mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 01:09
Hahaha .. Steini minn! Þú ert eins og þín er von og víza - alger draumur í dós - og þekkir mig betur en flestir gruna ég!
Sannarlega stóð ekki til að stuða neinn - og allra síst mína yndislegu bloggvini sem ég veit að myndu seint vilja standa í einhverju stappi hver gegn hinum. Hver og einn af mínum ljúfu bloggvinum geta sannarlega sagt sína skoðun - sagt ekki neitt - eða no commentað, ég virði hverja skoðun og hverja þögnina sem og no commentin líka og skil þau vel eins og þú svo leggur það fram.
Sannarlega er það satt og skrifað - eins og þú segir - þá þekkir þú mig vel kæri vinur, veizt að ég ber himinháa virðingu fyrir konum - hef ætíð gert og mun ætíð gera! Ég ber líka virðingu fyrir skoðunum þeirra og vali þeirra þegar þær velja sér starfsvettvang - án þess að dæma þær.
Fyrirlitning er ekki til í minum huga - í engri mynd!
Knús á þig ljúfi Zteini minn og takk fyrir innlitið og krotið!
Tiger, 22.7.2008 kl. 01:11
Takk mín ljúfa Linda. Þið mínar bloggvinkonur - sem og fleiri reyndar - eruð líka svo dásamlegar að það er ekkert annað hægt en að vera ljúfur gagnvart ykkur! Yfir höfuð endalaust ljúfar og góðar - ætíð að gefa af ykkur til annarra hérna sem og þeim til handa sem eiga um sárt að binda, hvernig er hægt annað en að vera ljúfur towards slíkum stjörnum?
Þú þyrftir sko ekki að vera feimin við mig - ég er feiminn sjálfur - en ef einhver talar við mig þá leik ég á alls oddi og fæ feimni mína sem og annarra til að rjúka burt á no time. Knús á þig Linda mín ..
Tiger, 22.7.2008 kl. 01:15
-Erum við ekki flest að selja okkur á einn háttinn eða annan og þar af leiðandi einungis mismunandi vel syngjandi raddir í hórukórnum?
Ég álít það ekki mitt hlutverk að úthluta fólki virðingu eða óvirðingu eftir því hvað það hefur ákveðið að taka sér fyrir hendur, hvort heldur sem um er að ræða tímabundin verkefni, aukadjobb eða aðalstarf.
Ég tók eitt sinn opnuviðtal við hálaunaða og lífsglaða gleðikonu sem mér fannst ólíkt snjallari en önnur dama sem ég gerði álíka skil á svipuðum tíma. Sú síðarnefnda hafði unnið í skreiðarverkun um alllangt skeið og hataði hverja mínútu í skítlega borguðu, erfiðu og daunillu djobbinu. Um helgar hrundi hún svo í það og fékk sér að ríða af gömlum vana.
Sjaldnast þekktu þessar dömur haus né sporð til rekkjunauta sinna og sennilega álíka algengt að þær tækju sama gaurinn oftar en einu sinni.
-Hvor þeirra var virðingarverðari?
**************************
Datt nú bara í hug að læða inn öðrum fleti í þessar ágætu hugrenningar þar sem ég fékk aldrei inngöngu í Nókommenntaskólann. Mér finnst líka frekar héralegt að fyrirverða sig fyrir eigin skoðanir - sem eðli málsins samkvæmt geta hvorki verið réttar né rangar. Bara mismunandi mikið mismunandi.
ÓgnaröflugtÓþekktarknúzÁðigZexyYndiztígrinnMinn!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.7.2008 kl. 04:06
Helga mín; Athugavert innskot hjá þér og sannarlega með nýjum fleti þannig séð. Þú liggur nú aldrei á þínum - skoðunum, en það er náttúrulega það sem gerir þig svo athygliverða - að þú ert heldur ekkert hrædd við að ýfa upp stélfjaðrir annarra ef því er að skipta.
Knús á þig Helga mín og mikið daðurkreist ...
Tiger, 22.7.2008 kl. 04:44
æ mér finnst bara vændi i hvada mynd sem er sorglegt og skiptir mig engu thótt vidkomandi sé sjálfviljugur ad selja sig. Jafn sorglegt fyrir thvi i minum huga. En vid getum vist aldrei spornad vid thessari atvinnugrein, theirri elstu vist, en thegar um mannsal og thrældóm er ad ræda thá á hiklaust ad taka HART á thvi og refsa illilega fyrir. Sá mynd nýlega " Human traffiking" og ég bara hef ekki nád mér ennthá,thetta er til um allan heim og thvilika andskotans ógedid sem thetta fólk er sem stendur fyrir thessu. I djeilid med thad um áraradir bara.
knus og krammar kæri minn
María Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:02
Ásdís mín kæra vina segist ekki þekkja neinar hórur eða kaupendur,
en mér dettur í hug kona ein sem é, sem krakki bauð heim í boð til mömmu og pabba að því að ég vorkenndi henni að vera einni, Æ Jesús kristus, skildi nú ekki í mörg ár af hverju allt fór í uppnám út af því að ég skildi bjóða konunni heim,
auðvitað getur hóran hvort sem hún er kona eða maður, kaupandi eða bara hvað sem er verið besti vinur manns hvað veit maður um það.
Við getum dæmt út og suður, en vitum samt ekki neitt um neitt og flest af því kemur okkur ekki við.
Nauðganir og ofbeldi á allan handa máta er refsivert athæfi og megum við alveg setja út á slíka glæpi.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 10:15
Vil bara benda skattborgara á að nauðgun er ekki sprottin af kynlífslöngun svo ég sé ekki samhengið.
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:42
Sammála rut með að kynlífslöngun leiðir ekki til nauðgunar,
annað hvort hefur þú hvatir nauðgarans eða ekki.
Ekki tel ég þennan pistil ætlaðan til að virka sem kvennafyrirlitningu allavega ekki hjá Tiger, virkar frekar á mig sem staðreyndir sem margir gætu svarað því allir hafa sína skoðun, en ef fólk svaraði af einlægni, en ekki eftir einhverri stefnu sem það heldur að það verða að fylgja, þá væru svörin öðruvísi.
Kommentið hjá henni Helgu Guðrúnu er flott.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 12:39
Góður pistill, og gott að sjá að það er búið að opna á skynsamlega umræðu á fleiri sjónarhorn á þessu heldur en bara, og eingöngu "MANNSAL! MANNSAL!"
Einar Indriðason, 22.7.2008 kl. 13:24
Vil bara taka undir með Rut hér fyrir ofan þar sem hún bendir Skattborgara á þá staðreynd að nauðgun er ekki eitthvað sem kemur fyrir vegna kynlífsþarfar, heldur vegna þarfar eins einstaklings til að niðurlægja og hafa vald yfir öðrum.
Nauðgun er ofbeldi sem er tjáð á kynferðislegan hátt, ekki einhver "aftöppun" fyrir greddusjúklinga.
Svo má hinsvegar spyrja þá sem eru sem mest á móti vændi; hvað finnst ykkur um dominatrixur sem hafa atvinnu af að níðast á körlum (eða konum) sem koma viljug til þeirra til að láta taka sig í gegn? Eða þegar hlutverkunum er víxlað; þá konur sem kaupa drottnunarþjónustu karla..?
(sbr. senan í fyrstu málsgrein pistilsins) Stundum er kynlíf (skiljist: samfarir) partur af þeim gjörningi, stundum ekki. Á að dæma þetta fólk á sama level og t.d. götu-gleðikonur? Ef svo; ok. Ef ekki; hvers vegna?
-Jóna.
kiza, 22.7.2008 kl. 13:30
Jaherna ég ætla nú ekki að bæta neinu við nema það að þetta er vangefið flott mynd ég slefaði ;)
Halla Vilbergsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:40
Tigercopper og Helga, þið eruð frábær
Fólk eldra en 16 ára, má hórast eins og það vill mín vegna, ef það er að eigin vali einstaklingana.
Þreytandi þessi endalausi rétttrúnaður og þetta sjálfskipaða dómarasæti, sem sumir setja sig í til að dæma líf og skoðanir annarra.
Gott að hafa einstaklinga sem Helgu og Tigercooper til að hrista upp í andlausu rétttrúnaðar liði, og að fá fólk til að horfast í augu við eigin fordóma og þröngsýni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.7.2008 kl. 11:17
hmmmm, þetta er góð umræða og þörf. Hef alltaf litið svo á að meðan ekki er verið að níðast á fólki eða BÖRNUM , þá sé allt leyfilegt. Tel að við getum ekki verið að segja öðrum til um hvað þeim þykir eða þykir ekki. Ef hægt væri að koma í veg fyrir nauðungina og mansalið sem oft virðist fylgja kynlífssölunni þá væri það bara í góðu lagi mín vegna. Eins og einhverjir hér fyrir ofan bentu á, er fólk að selja sig á fleiri stöðum en götuhornunum...........
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 23.7.2008 kl. 12:03
Vændi og klám mun vera á Íslandi sama hvað löggan og siðferðispostular segja eða reyna. Eina spurningin er viljum við hafa þetta ofanjarðar þar sem við getum fylgst með þessu eða hafa þetta neðanjarðar þar sem allt eftirlit er sama sem vonlaust.
Skattborgari, 23.7.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.