Úlfur, úlfur ... fé ausið í tilgangslausar rannsóknir og fólk sent á hálendið til að njóta útiverunnar - á kostnað skattborgaranna.

Heilmikið fár á sér nú stað á landinu, en staðfestar heimildir eru fyrir því að týndi hlekkurinn hafi sést á ferli hér og að hann hafi skilið eftir spor sín á landinu í vikunni. Hópur vísindamanna er kominn til Íslands til að rannsaka málið og mun hópurinn dvelja m.a. á Bessastöðum, enda málið hið alvarlegasta og forseti lýðveldisins hefur óskað eftir því að fá óritskoðaðar fréttir beint inn á eldhúsborð.

tyndurbjorn

Mikil leit hefur nú staðið yfir um víðan völl - og ekkert til sparað, enda ekki á hverjum degi sem fólk telur sig hafa séð spor eftir Björn nokkurn Bjarnason. Nú hefur tuttugu manna hópur verið á vappi umhverfis dómsmálaráðuneytið í leit af fleiri sporum eftir Björn - en lögreglan hefur varist allra frétta af málinu, enda undir Björn settir og hætta á að Björn eti upp eftirlaun löggumanns ef út í það er farið.

 Þrátt fyrir talsverða leit af sporum eftir Björn - hafa engin slík fundist - þrátt fyrir viðamikið svæði allt í kringum dóms- og kirkjumálaráðuneytið - og einnig var leitað í kringum önnur ráðuneyti, en allt án árangurs - Landspabbi borgar leitina og tekur á sig allan kostnað. Enda er talið að möguleiki sé á því að sporin sem voru talin vera eftir Björn - séu í raun og veru bara eftir Landspabba sjálfan.

landspabbinn

Sögur herma að Landspabbi hafi verið síðasti maðurinn sem sá Björn, og að orðsporasagan sé frá honum runnin. Ekki hefur það þó fengið staðfest.

Vitað er að Landspabbi hefur ætíð reynt að hafa hendur í feldi Bjarnar, enda hefur feldurinn mikið tilfinningalegt gildi þar sem karlinn hefur lengi eldað grátt silfur fyrir Björn.

Fleiri liggja undir grun, en ekki náðist í heimildamann til að fá staðfest hverjir viðkomandi eru. Greinileg ummerki liggja víða og bera vott um að einhverjir stórir í þjóðfélaginu séu að reyna að hylja spor og önnur ummerki sem sést hafa eftir Björn. Þrátt fyrir heilmiklar tilraunir til að breiða yfir sporin - hafa þónokkrir staðfest að Björn hafi verið á ferðinni og eru til nokkrar myndir því til vitnis. Margar myndanna sýna Björn í vafasömum félagsskap, en myndirnar segja meira en nokkur orð.

 bjorn-i-fenuVandræðalegustu myndirnar sýna spor eftir Björn í Fé landsmanna og hefur því verið kastað fram að þar sem fé er - þar finnast spor eftir Björn. Því hefur mikið verið leitað til bændastéttarinnar eftir aðstoð í leitinni en slíkt hefur þó heldur lítinn árangur borið.

Frú Dúna á Kirkjubóli segir talsvert af ferðamönnum hafa litið við í fjárhúsum sínum og talið sig hafa séð spor eftir Björn þar, en við nánari leit hafi komið í ljós að sporin voru bara eftir steinhellur sem frú Dúna hafði tekið upp. "Björn hefur ekki sést í fjárhúsum mínum" segir frú Dúna, enda þekkt fyrir Bjarnagildrur sínar sem liggja víða í kringum fé hennar. Hún telur að sporin sem talin eru vera víða um landið liggji helst hjá lögregluembættunum. Þar sé Björn í ham ...

logguleitarflokkur

 

Mikil leit fór því fram í gær - í kringum lögregluembætti landsins - og viti menn - heilmikil slóð og spor út um allt liggja þar allt um kring eftir Björn. Hópar lögreglumanna liggja undir grun um að eyða tíma í að ganga um hálendið í leit af sporum eftir Björn - og allt á stóru tímakaupi hjá skattmann.

leitarflokkarnir

Heilmikil fundarhöld hafa verið til að finna leiðir til að koma böndum á Björn, en nokkrar nefndir hafa verið skipaðar til að fara yfir mál fundanna - og svo hafa líka verið skipaðar nefndir til að fara yfir álit nefndanna sem fara yfir mál fundanna og enn aðrar nefndir til að finna svo út úr því hvaða nefndir áttu að skoða hvaða mál.

Uppistand á fundunum varð þegar óð belja ruddist inn á síðasta fund og heimtaði fé gegn frekari upplýsingum um Björn - en beljan sú er talin hafa verið í félagsskap misgáfaðra heimilisdýra og svo hefur Björn verið grunaður um að hafa sést með beljuna í eftirdragi um all nokkurt skeið. Mynd náðist af belju Bjarnar, en ástæða þykir til að vara viðkvæma við því að skoða myndina nánar.

mad_cow

Myndir staðfesta og segja mun meira en nokkur orð og því mun það heillavænlegast að segja sem minnst við þessa mynd. En, fleiri myndir náðust af henni sem ekki voru birtingahæfar - og biðjumst við velvirðingar á því.

Mikil leit hefur einnig nú staðið yfir af nýlegum myndum af Birni. Eitthvað hefur það reynst erfitt því yfirleitt hefur Björn verið horfinn af vettvangi þegar ljósmyndarar mæta á svæðið - og lítið verið eftir annað en spor og ummerki eftir Björn.

Ein mynd náðist þó nú nýverið og hefur henni nú verið komið til allra fjölmiðla til sýningar svo almenningur geti varið sig og sína ef Björn sést í nágrenni við heimili þeirra. Ráðlagt þykir að reyna ekki að ráðast á Björn, ekki ögra honum og alls ekki snúa við honum baki. Björn er með lítið hjarta og er hræddari við okkur en við gagnvart honum. Standa skal fast á sínu - en ef til átaka kemur á skilyrðislaust að kasta fé í Björn, þá mun hann róast og leggjast á meltuna - eggjakast er ekki talið skila neinu.

polar bear


Hér er svo nýjasta myndin sem náðist landsskelfinum. Okkar Björn er talinn vera þessi til hægri - enda sýna spor hans að hann hefur ætíð gengið í hringi og engu komið áleiðis, þannig séð.

Von okkar er sú að fólk taki lífinu með ró - hætti að sjá spor eftir Björn um allar tryssur - þegar vitað mál er að úlfur úlfur skilar engu nema fésóun og heilmiklum tímastuldi frá vinnandi lögregluembættum á landsvísu.

Munið að prenta út myndina þar sem Björn er á vappi með félögum sínum - ykkur og börnum ykkar til varnar, gætið að heimilisdýrum líka.


mbl.is Leit að hálendisbirni heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Meira hvað þetta "Bjarnarmál" er orðið mikil della og peninga bruðlið úffff maður.

KNús á daginn þinn sæti.

JEG, 20.6.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Tiger

 Svo mikið satt skottið mitt - bjarnamálin eru orðin algert bull bara. Þvílíka dellan og já - peningabruðlið - fé í þetta eytt sem mætti sannarlega setja í þarfari málefni sem víða eru févana.

Eigðu ljúfa helgi mín kæra JEG..

Tiger, 20.6.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta hlýtur ad kosta alveg helv.helling af peningum allt thetta mál. Einhvernveginn virdast their samt alltaf vera til einhversstadar, bara ekki thegar á ad nota i eitthad af viti held svei mér thá ad Bjørni liggi med thá undir koddanum hjá sér  Bjarnason thá...

Eigdu góda helgi minn kæri,knus i daginn thinn.

María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:22

4 identicon

Ég vil að þeir leiti svolítið sko...en það er bara af því að ég bý hérna í nágrenninu og vil ekki verða snædd sko eða aðrir snæddir eða særðir mikið - þetta er raunveruleg ógn fyrir okkur...þannig að ég er löglega afsökuð og löglega hlutdræg í þessu máli.....svo er dágóður slatti af ferðafólki þarna á sumrin og fólki að fara með fé á fjöll og svona og að veiða og annað, bæði Íslendingar og útlendingar, ótrúlega mikil umferð um hálendi íslands yfir sumartímann...það væri ábyrgðarlaust, þessa fólks vegna að gera ekkert..við erum svolítið smeyk hérna - allavega sumir, börn systur minnar þora ekki að vera einar heima ( búa hérna í sveitinni ) þannig að þær eru með mömmu sinni í vinnunni...og hjá frænku sinni og systur hérna á Blönduósi... já, svo ætlaði ég með vinum í Áfanga bráðlega ( við Hveravelli ) ...veit ekki hvort ég þori með krakkana...já, það að hafa kannski ísbjörn þarna hefur hellings áhrif á suma...svo plííís sínið skilning..

Góða helgi TC töffari!!

alva (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Tiger

 Jú A.K.Æ, auðvitað er better safe than sorry .. en maður getur vel skilið þá sem búa á ísbjarnasvæðum - að þeir vilji láta kemba svæðið vel.

Vona bara að fólk fari ekki að sjá isbjarnaspor í hverri holu á landinu - það væri einmitt eingöngu til þess að hræða börn og viðkvæma. Einnig yrði það til að fé væri kastað um allar tryssur vegna ímyndaðra spora sem aldrei voru til.

María; Jú, það hlýtur að vera mikill kostnaður í fjölda fólks sem er gerður út til að skoða hugsanlega ekki neitt, en hvað á að gera svo sem ...? Vonandi verða ekki gabbsímtöl logandi um allt næstu misseri. Mér finnst blóðugt að sjá á eftir skattfé í óþarfa þegar mörg góð málefni svelta félega séð. Maður skilur þó vel hugrenningar þeirra sem eru í sömu sporum og A.K.Æ, sem eru þarna með börn og buru.

Tiger, 20.6.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi ég er orðin svo þreytt á þessu bjarnar máli öllu.

Knús inn í helgina og hafðu það mjög gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú orðið einum of mikið af því góða, rugl ofn á rugl.
Skildu þeir ekki þurfa að setja aukaskatt vegna þessa máls, örugglaga orðið nokkuð dýrt, var ekki nóg að leita úr lofti og hafa svo varan á.
Skjóta bara ef það finnast fleiri dýr.
                  Knús knús
                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að skjóta Björn um leið og til hans sést. Langafi minn mætti ísbirni þegar hann var einn á göngu á Hornströndum fyrir rúmlega 100 árum. Hann drap björninn og þótti mikil hetja.

Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

jú mikid rétt. Skil alveg ad fólki sé ekki rótt sem býr tharna í sveitum ,vildi nú alls ekki láta eins og ég gerdi litid úr thvi.  

María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:11

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha þú ert alveg ágætur en þetta er nú líka frekar fyndið með ísbjarnarsporin, svona úlfur, úlfur dæmi

Huld S. Ringsted, 20.6.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Tína

Tryllingslega fyndin færsla og jafnframt skemmtilega ruglingsleg á köflum. En fór ekki einmitt bruðlið fyrst af stað þegar Björn junior fannst af því það varð allt vitlaust þegar björn senior var bara skotinn?? Mér fannst þetta rétt í fyrsta skiptið þó leiðinlegt væri að þurfa að skjóta seniorinn. Ég er nefnilega sammála Búkollu að peningana er sko vel hægt að eyða í meira áríðandi mál.

Takk annars fyrir yndislega falleg orð í garð okkar hjóna á blogginu mínu, minn yndislegi TC. Hvetur okkur til dáða að fá svona undirtektir.

Kram inn í helgina elskan mín.

Tína, 20.6.2008 kl. 22:16

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Voru sporin ekki bara eftir hest sem heitir Björn og er hvítur   Það er skemmtilegt þegar þú skrifar í þessum véfréttastíl.    Ég óska þér og þínum yndislegrar helgar.  Knús og kram

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:37

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Helgi í Góu hlýtur að vera sammála mér í því að finnast þú vera 'ÆÐI' þegar þú ert að 'HRAUN'a yfir Sjálftökuflokkinn.

Steingrímur Helgason, 21.6.2008 kl. 00:09

14 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Víst hefði mátt nota þessa peninga í margt þarfara, svo satt, svo satt!!!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband