Skarta þjófar Sloggy eða Dior? Myndir þú láta ná þér með allt niðri í öðru en blúndubuxum?

 "Neinei, það er löngu úrelt að hylja fargins feisið með svona lúðalegu dóti eins og á þessari mynd þarna" sagði annar ræninginn við blaðamann þegar hann var spurður út í hina ótrúlegu hulniðsaðferð þeirra félaga í síðasta ráni.

nebbakrutt "Við höfum alltaf reynt að tolla í tískustrauminum - en það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að nálgast ekta Dior blúndudúllur - svo þess vegna fengum við lánaðar ömmusloggy í Hagkaup, reyndar tókum við þær bara - enda erum við jú þjófar" hélt þjófurinn glaðhlakklega áfram og veifaði gömlum ömmusloggy framan í blaðamanninn.

Lögregla á Selfossi hefur haft hendur í hári tveggja ræningja, sem kallaðir hafa verið nærbuxnaræningjarnir, eftir að þeir notuðu kvenmannsnærbuxur til þess að hylja andlit sín þegar þeir rændu verslun í Kópavogi um síðustu helgi.

"Við erum bara óðir þegar blúndur og pífur eru annarsvegar" sagði hinn ræninginn grátklökkur og saug hressilega uppí nefið.

"það er bara svo hræðilegt hve dýrar blúndurnar eru orðnar í dag og enn hækkar verð á silkiefni í nærbuxur - svo núna á þessum erfiðu tímum verðum við að sætta okkur við 5 flokks nærbuxur á hausinn, nefnilega sloggy - en segðu engum lifandi manni frá þessu samt" hélt sá grátklökki áfram í gegnum ekkann.

Þrátt fyrir að mennirnir tveir hafi reynt að hylja sig sjást andlit þeirra greinilega á myndbandsupptökum, sem var sjónvarpað um allt landið um helgina - og svo sett á jútúbe.  Mennirnir tveir, sem eru 19 og 24 ára, gáfu sig fram til lögreglu eftir það.

"Við áttum nú ekki von á því að við yrðum svona frægir bara fyrir nærbuxnaþjófnað - og þetta er ekki einu sinni almennileg merkjavara sko" vældi fyrsti viðmælandinn og reyndi að þagga niður í grátandi félaga sínum.

"Mér finnst að það ætti að stofna Naríu-flokkinn og helsta stefnumálið ætti að vera "Ódýrar Dior silkiblúndubuxur fyrir alla, líka ræningja"" hélt hann áfram og horfði á blaðamann með bænaraugum.

  

"Ertu ekki til í að auglýsa okkur - við ætlum í framboð?" spurði hann - en þá ákvað blaðamaður að nú væri nóg komið. Hér væru á ferð hættulegir glæpamenn, með sloggy á hausnum - og blaðamaður ætlaði ekki að láta bendla sig við þá - ekki heldur við kvenmannsblúndubuxur.

Að sögn lögreglu ætluðu mennirnir að krækja sér í silkinærfatnað í miðbæ Kópavogs en fundu engar snúrur með nærfatnaði á. Því rændu mennirnir sígarettum og reiðufé úr verslun þar í bæ en þeir voru óvopnaðir en eru sagðir hafa ráðist á afgreiðslustúlkuna og veitt henni áverka - enda neitaði hún því að afklæðast nærfatnaði sínum á staðnum.


mbl.is Nærbuxnaræningjar gómaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sloggy er á tilboði núna, las það í einhverju blaði. Það er hægt að kaupa size huge, þannig að það ætti að hylja hálfan hálfvita, þ.e.a.s. ef þeir hafa ekki götin framan í sér.  Gott að lesa færsluna þína þú ert svo hressandi. En ertu viss um að þetta hafi verið Selfyssingar??? ég þekki einga svona stupid hérna.   Stupid 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. ussneinei Ásdís mín - þetta voru örugglega bara pjakkar úr Reykjavík sem flúðu bara austur fyrir fjall. Kannski hafa þeir verið að vona að einhver hafi skilið eftir blúndur á snúrunum sínum þarna á Selfossi ...

 Annars skilst mér að sloggybuxur séu nú bara mjög góðar, sterklegar og þægilegar, en ég þekki það náttúrulega ekki - enda nota ég bara ekki þessa tegund sko!

Tiger, 7.6.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

   sloggy eru nottlega soldid dýrar sko...flaut..en auddad nota ég ekki sollis...er sko BARA i blúndum enda thokkaleg skvísa á ferd segi eins og Vicky Beckam.." wouldnt be cougth dead in sloggys( flats var thad reyndar i hennar tilfelli..smá adløgunarhæfni af minni hálfu) en thetta er ekki slæmur "selfossari" Tigri minn og thá audvitad algert aukaatridi hvort um Selfyssing var ad ræda edur ei  

knus og krammar til thin  og vona ad mér sé fyrirgefid med myndirnar....

María Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Tína

Hún hló, hún hló, hún skelli skellihló . Fyrir það fyrsta þá er færslan ekkert lítið fyndin............. en svo stóð ég sjálfa mig að því að lifa mig svo hrikalega inn í þessa frásögn og sá þessar elskur fyrir mér, niðurbrotna yfir niðurlægingunni vegna vörumerkisins, að mér var allri lokið og hló enn meira.

Knús á meðan.

Tína, 8.6.2008 kl. 06:46

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ömurlegt hve heimsmarkaðsverð á blúndum hefur hækkað

ég neyðist því til að brúka boxer.  nema hvað?

Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 139764

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband