Geta froskar nokkurn tíman orðið þingmenn? Eða eru þingmenn kannski allir upp til hópa hálfgerðir froskar? Kunna froskar að keyra trukka?

Þá er það frágengið, froskurinn er á leið í hallarkynni hinna froskanna - froska fávísi og fláræði, ósannsögli og svikinna loforða. Næsta víst er að hér mun enginn prins í froskagervi vera á ferðinni, heldur raunverulegur froskur - froskur sem lifir í eigin framadraumaheimi!

frogprinz

Kominn er upp kvittur um að mister driverfrog trúi því að hann hafi manngerð í að standa sallarólegur vörð um hagsmuni þjóðarsálarinnar. Lýðnum er það þó fullljóst að hér er um sjálfhverfan úlf að ræða - úlf sem heldur að hann sé kyssanlegur froskur sem staðið getur við loforð um bjarta framtíð í froskalandi.

Næsta víst er að fáar munu prinsessurnar verða sem koma til með að kyssa slímkenndar varir körtunnar, eða hvað? Kannski eru nokkrir fylgifiskar sem eiga eftir að liggja flatir í slímugum froskapollinum - það eru alltaf einhverjir sem fylgja í blindni þeim sem eru áberandi eða sem vaða áfram í endorfínvímu um víðan völl - á trukk og með trukki. Hjálpi mér ef einhver á eftir að taka þátt í svona skrípaleik - nema ef til vill eingöngu til að hafa gaman af og gera grín í stjórnvöldum. Ég trúi því bara varla að það sé nokkur sem hefur raunverulega trú á því að maður sem ræður ekkert við "fylgismenn" sína á götum borgarinnar - geti leitt einhvern flokk eða hóp um blindgötur og dimm stræti stjórnmálanna.

 

funnydog

En, það er ekki nóg að vera bara "töff" eða "áberandi" í fjölmiðlum til að ráða við stjórnmálaflokk hvað þá að verða tekinn alvarlega á vettvangi stjórnmálanna.

Maður sem hefur staðið að svona hörmungar ógnaratburðum í umferðinni - staðið að lögbrotum og að mínu mati fíflaskap á vettvangi þar sem síst skildi - í umferðinni - á ekkert erindi á alþingi. Hann þolir ekki álagið vel - það hefur hann sýnt undanfarið - hvernig haldið þið að hann eigi eftir að verða á þingi? Öskrandi í pontu með hótunum um að parkera trukknum fyrir pontuna svo aðrir geti ekki talað...

Æi, ég veit ekki - ég myndi allavega aldrei taka mark á svona manni á þingi og fyrr frýs in hell - áður en ég kýs svona mann eða flokk sem hann trukkast fyrir. Hver veit - kannski tekst honum að komast eitthvað áfram og kannski tekst honum að stofna einhvern flokk með þeim fáu trukkabílstjórum sem hafa verið að elta hann eins og hundar - en hjálpi mér hvað það á eftir að verða mikill sirkus.

Ég meina, hann er fljótur að afneita félögunum þegar þeir brjóta af sér - segir eitt en hugsar annað - "þykist ekki þekkja" þá sem eru í hans liði þegar þeir misstíga sig. Hvernig verður það þá á þingi þegar öll loforðin eru komin undir teppið? Hann mun kenna hinum trukkabílstjórunum um vandræði og sjálfur mun hann bara keyra beinan og hindranalausan veg án þess að hafa nokkrar áhyggjur þó hann hafi gleymt meðferðarfélögunum í hita stjórnmálabaráttunnar.

 

463559

Nei, vitið þið hvað? Ég myndi aldrei kjósa einhvern sem er harður og stór trúður í fjölmiðlum - en svo bara lítil lúpa - linur sem smjér - þegar til kastanna kemur. Hann hefur ekki náð því að vinna mig á sitt band með lögbrotum í umferðinni og með því að afneita félögum sínum þegar þeir brjóta af sér.

Ef hann aftur á móti hefði strax frá upphafi staðið í öllum mótmælum á fullkomlega löglegan hátt - staðið fastur og sterkur við hliðina á hverjum þeim félaga sem féll á leiðinni á toppinn - þá kannski hefði ég hugsað minn gang og hugleitt stuðning við þennan svokallaða "Lýðræðisflokk" sem núna er að poppa upp. Mér hugnast ekki svona sirkus í pólitíkinni - alveg er yfirnóg af trúðum á þingi nú þegar og það er ekki á það bætandi. Nóg er komið af sviknum loforðum frá fólki sem stendur honum miklu framar pólitískt séð - svo næsta víst er að fleiri verða svikin með svona menn í fararbroddi.

Pislahöfundur tekur enga ábyrgð á orðum sínum og vísar alfarið á dómstóla ef einhver er ósáttur við sitt.

  Njótið helgarinnar og gangið glöð um dagana í sumri og sól.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

"vantar mann til ad tala máli althýdunnar"... bidid adeins medan ég æli.. só sorry,sama rassgatid undir thessu øllu saman sem á thingi situr ad minu mati..nóg er alltaf af stóryrdum og lofordum en svo thegar komist er til valda er thessu nákvæmlega øllu sópad undir teppid. Einstaka undantekning er thó á reglunni sem alltaf. En betur má ef duga skal en thad held ég ekki ad thessi madur hjálpi neitt til vid.

knus og krammar i helgina thina

María Guðmundsdóttir, 6.6.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Tiger

Rétt og satt María mín, nóg er til af stóryrðum og loforðum á hinu háa alþingi sem ekki hafa verið efnd. Höfum ekkert við fleiri trúða að gera á alþingi okkar. knús í þína helgi ljúfan.

Tiger, 6.6.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er nú sammála Sturlu í mörgu.Sérstaklega að það vanti nýtt afl til að tala máli alþýðunnar og um þetta orðaglálfur á þingi sem skilar sér ekki út í þjóðfélagið........

Hvort þetta sé rétti maðurinn er svo allt annað mál.

Solla Guðjóns, 6.6.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Tiger

Já, veistu Solla - ég er alveg sammála því að það væri æði að fá inn nýtt afl á þing - nýtt og ferskt blóð. En, það er að mínu mati ekki þetta blóð og ekki þetta adrenalínkikk. Þessi er búinn að brenna brýr að baki sér sem ekki verða byggðar aftur, búinn að sýna af sér gáleysi í viðskiptum við fjölmiðla, ósannsögli og er að auki búinn að vera á fullu í þrjósku og æðibunugangi í lögbrotadeildinni í umferðinni. Vil sannarlega fá nýtt fólk í stjórnmálin - en ekki þennan mann.

Tiger, 6.6.2008 kl. 19:09

5 identicon

Já, það er orðið úr litlu að moða þegar kemur að hinu háa Alþingi.   

alva (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir tilboðið.  Er að kíkja á djammið í kvöld, smá konu partý.  Knús á þig og þína   Prince Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Tiger

Já A.K.Æ. ótrúlega lítið heillandi að gerast á þeim bænum. Hátt er alþingi já en lágt er risið á þeim sem þar þvælast um með loforðum og þvælu.

Ásdís mín; Tilboðið stendur sko! Góða skemmtun í kvöld dúllan mín, vonandi getur þú slakað vel á og notið kvöldsins.

Tiger, 6.6.2008 kl. 19:53

8 Smámynd: G Antonia

heyr heyr!!!!!  no comment á þetta að ofan af því ég hef ekki haft tíma til að skoða það mál ...

En vildi segja; don´t forget me!  Ég yrði ómöguleg án þín á blogginu, ... ég hef reynt að setja comment margoft en aldrei farið í gegn, núna ætla ég að copy-paste þetta svo það komi í comment.  Les þig alltaf, eins og ég segi no blogg without you....... Sendi stóran sólarknús héðan frá Espania og góða og heila helgi ........þú skemmtilegi og flotti penni  .......

G Antonia, 6.6.2008 kl. 19:58

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Risaknús frá einni sem hefur ekki haft tíma fyrir bloggið

Huld S. Ringsted, 6.6.2008 kl. 20:01

10 identicon

Kisstu pólitíkus og hann breytist í frosk !!

Góða helgi :)

ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en bíddu. það eru nú þegar nokkrir froskar á þingi

þessir sem stíga í pontu í öllum umræðum og kvaka og kvaka

Brjánn Guðjónsson, 6.6.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: JEG

Já meir tíkin þessi "pólitík" ........þoli ekki pólitík sorrý en svona er ég bara. Þar sem ég bý skiptir máli hvaða blóð rennur í æðum þér og hjá hverjum þú sefur og það er erfitt að vera aðfluttur.

Knús á þig sæti og njóttu helgarinnar.

JEG, 6.6.2008 kl. 22:37

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það eru allt of margir froskar á þingi, það þarf að fá alvöru fólk með alvöru vandamál til þess að setjast á þing.  Það er bara verst að það hefur ekki tíma fyrir svoleiðis vitleysu, og lítinn tíma til að vera í pólitískum hugleiðingum.  þess vegna eru allir ómögulegu froskarnir, froðukjaftarnir.  Fólk sem oft hefur ekki unnið handtak alla ævina, nema á rassinum talandi við hina og þessa

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:30

14 Smámynd: Tína

Ég er sammála flestu af ofanskráðum athugasemdum EN........................ þegar börnin mín hafa leitað til mín í sínum ástarsorgum þá hef ég alltaf sagt við þau "elskan mín, þú átt eftir að kyssa MARGA froska áður en einhver þeirra breystist í eitthvað mikið fallegra". Sama gildir með fólkið á hinu háa alþingi. Persónulega finnst mér að þetta sé upp til hópa (með örfáum undantekningum þó) gott fólk sem gerir sitt besta. Ansi oft finnst mér kröfurnar sem gerðar eru til þeirra óraunhæfar. Mér finnst stundum eins og fólk ætlist til að þau sveifli bara einhverjum töfrasprota og VOILA...... málið leyst. Að sjálfsögðu er margt og mikið sem betur má fara og einnig eru allt of mörg dæmi um hringavitleysu hjá þeim. En ég myndi ekki treysta mér til að vinna þeirra vinnu og þá sérstaklega ekki þegar ástandið í þjóðfélaginu/heiminum er eins og það er. Þolinmæði og samvinnu, þrautir vinnur allar. Einnig finnst mér við einblína of mikið á hið neikvæða sem í gangi er og gleymum því sem þó er gert. En ég er hjartanlega sammála því að þennan mann vil ég ekki undir nokkrum kringumstæðum sjá á hinu háa alþingi. Spurningin er hvort maður ætti hreinlega að ganga á línuna þarna og knúsa þá alla í hel frekar en að mótmæla og sjá hvað gerist?

Knús á þig TC minn inn í daginn....... og já bara framtíðina ef út í það er farið.

Tína, 7.6.2008 kl. 06:01

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Veit ekki hvaða her manna er á bak við þennan tilvonandi Lýðræðisflokk Sturlu, en þeir eru alveg örugglega Sturlaðir..  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:17

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur nú verið reynt áður að koma með flokka sem áttu að bjarga öllu, en allar götur hafa þeir skriðið undir sína flokka aftur.
Ekki veit ég hvað þarf að gera til að snúa þessum froskahausum í rétta átt,
mér finnst gargið í þeim svo heimskulegt, að ég held bara að það sé ekki hægt.
Ég tel að þeir sem fara á þing þurfi að vera málefnalegir á öllum sviðum ekki bara á einu sviði, en mikið vantar upp á sviðin hjá mörgum á þingi.
                         Góða helgi ljúfastur Tiger míó míó
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband