Alveg finnst mér það hreint ótrúlegt hvað mikið hefur verið röflað og vælt þó eitt stykki grimmt bjarnardýr hafi verið fellt hér norður í landi. Hvað í fjáranum vill fólk? Að þessi kvikindi nái fótfestu hérna á landi? Er fólki alveg sama um allan þann kostnað sem fylgir því að "bjarga" svona kjötflykki?
Æi, ég skil ekki svona væl. Það er ekki eins og hér sé um eitthvað skemmtilegt dýr sé að ræða sem má alveg spossera um grænar grundir - mönnum og dýrum til ánægju og yndisauka, nei þetta eru grimmar skepnur sem maður myndi ekki vilja eiga á hættu að mæta þegar maður er á fjallgöngu eða í útilegu! Ég er mikið feginn að þeir skutu dýrið og því svæðið hættulaust for good! Ég vil ekki hafa svona kvikindi á lausu hérna heima - falleg eða ekki!
Viljið þið að börnin ykkar lendi í bjarnarslag þegar þau fara á hálendi í skólaferðir eða eitthvað álíka? Nei, örugglega ekki. Hvernig væri að hætta þessu bjarnarvæli og snúa sér að einhverju öðru sem skiptir máli, eins og landvernd - já og- eða náttúruminjaverndun.
Jú, ég get alveg séð að þetta er fallegt og virðulegt dýr sem er alveg þess virði að bjarga - en að fara út í viðamiklar og kostnaðasamar aðgerðir til að bjarga svona kvekendi, nei takk. Frekar vil ég eyða fjármunum og mannskap í að taka til hendinni fyrir austan fjall - hjálpa fólki á skjálftasvæðunum t.d.
Ég er enn fremur hissa á þeim ótrúlega kjánalegu manneskjum sem fóru á handahlaupunum á bjarnarsvæðið - með æsingi og álfaskap. Hvað er eiginlega að fólki sem alltaf þarf að troða sér þangað sem þeirra er ekki þörf - eða þangað sem það getur skapað hættu.
Þetta minnir mann bara á fólk sem keyrir fram á mikið slys í umferðinni - það hægir á sér eða stoppar - bara til að stoppa og góna! Fólk þarf að hrista sig upp og fara að hugsa, hverjum er um að kenna ef til hættustands kemur eins og talið var að hafi verið þarna á bjarnarsvæðinu? Lögreglu eða yfirvaldinu á staðnum? Jú allir kenna þeim um að hafa ekki vandað nóg til með öryggisaðgerðir - en hverjir eru það sem skapa fjárans ógnina og óöryggið? Jú, fábjánarnir sem æða á vettvang með forvitni og myndavélar í fararbroddi - og skynsemina skilda eftir heima.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér á allan hátt. Hefði varla getað orðað þetta betur.
Tína, 3.6.2008 kl. 21:33
Er komin með öflugt ofnæmi fyrir þessum ísbjarnarfjanda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 21:44
Ussjamm.. ég er algerlega á því að blessaður björninn er bestur unninn! Vil alls ekki að svona rándýr nái fótfestu hérna - og engin ástæða til að vera eitthvað að pólitíkusast með björninn.
Tína; Takk, það er gott að vita að það eru ekki allir að gráta bangsann.
Jenný mín; Sammála þér - er líka kominn með ofnæmi fyrir þessu máli öllu.
Tiger, 3.6.2008 kl. 23:06
Þetta er líklegasta hvassasta færslan sem ég hef lesið frá þér herra Tiger.
Hafðu það gott
Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 23:09
Það var nú ekki lítið vælt þegar kongulóarógeði var eitt. Tarantúla eða hvað hún heitir, þannig að ég er ekki hissa á því að fólk verði brjál yfir ísbirni.
Fólk er stundum svolítið skrítið.. en ég væri alveg til í að kála Páfanum í dag. Hann vappar hér um allt og skítur hnullungum. Kallið mig norn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:13
Það eru misjafnar skoðaðnir á þessu máli. Allir hissa á að þessi björn sé hér í Júní en halló hvað vitum við um það hvenær hann stalst í land ??? Gæti verið búinn að dingla þarna í stólnum í felum síðan í vetur. Nú svo kann hann að synda blessaður og gat alveg hafa fengið rugluna bara. En átti að skjóta hann eða svæfa ??? Held að hann sé bestur dauður. Því þá gerir hann engann skaða. Nú svo er sagt að hann hafi verið að hlaupa upp í þokuna og því hafi verið gripið það ráð að lóga honum hið snarasta. Só ??? þetta er rándýr sem við viljum ekki hafa hér á landi. Jú auðvitað hefði mátt deyfa hann og flytja ??? hvert ??? Ennn eitt vandamál.
Mín skoðun.
Knús á þig sæti.
JEG, 3.6.2008 kl. 23:25
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 23:27
Æi ég vil ekki fá svona villidýr hingað á klakann. Og að auki finnst mér nóg annað hægt að gera fyrir allt það fé sem færi í að bjarga svona dýri. Minnsta málið er að taka það strax úr umferð, minnsti kostnaðurinn líka auðvitað.
Ragnheiður mín; Jamm, líklega satt hjá þér - en ég er bara alveg fastur hvað þetta varðar - að villidýr er bara villidýr - dýr sem drepur fólk, kindur og fleira ef það kemst í tæri við slíkt. Frekar vil ég sjá dýrið deyja en mögulega sleppa lausu í þokuna, þannig séð. Fljótlegast og langfarsælast.
Guðrún mín B; Úff.. fjandans kóngulær. Eins gott að kremja þau kvikendi um leið og þau sjást. *splatch*. Bangsi er sætur - en í hans augum erum við fæða - burt með dýrið. Skil vel að nágranni þinn sé réttkálaður, enda á engum að líðast að labba um dritandi um allar jarðir. Til hamingju með að vera flutt! Ísland er fátækara án þín snúllan mín!
Mín kæra Jeg; You said it all! Nákvæmlega sammála þessu sko. Vonandi var hann ekki bara með heila fjölskyldu falda einhvers staðar í þokunni... *hrollur*. Ekki ætla ég í útilegu á þessar slóðir næstu áraraðirnar.
Helga mín Guðrún; *tekuppklútogþerratár*... þetta tók fljótt yfir og er ég bara kátur með það - en skal alveg taka þig í fangið og hugga þig pínu ponsu sko ef þú vilt - enda bjútíbollan flutt úr landi svo mig vantar einhverja dúllu í fangið núna sko! Wúhúuuu....
Tiger, 3.6.2008 kl. 23:49
Bjarndýr eru sérlega falleg í sínu rétta umhverfi. Knús til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:50
í alvörunni, líkir þú þessu saman við það að keyra fram hjá fólki sem lendir í bílslysi og að vilja bera dýrið augum...ja, nú dámar mér ekki...
alva (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:54
Sammála þér Ásdís mín - yndislega falleg dýr í sínu rétta umhverfi og alveg til í að eyða pening í að hlúa að þeim þar - en ekki hérna.
Alva; Hjálpi mér neineinei ... eingöngu að tala hér um forvitnina í okkur! Forvitnina sem fær okkur til að hlaupa upp til handa of fóta þegar eitthvað er að gerast. Tók bara dæmi um forvitnina í fólki sem sér eitthvað gerast á ferð sinni hingað og þangað - það hópast allir að og reyna að sjá hvað er í gangi. Alls ekki að reyna að spyrða saman bílslysi og villidýri heldur bara að tala um forvitnina eina saman. Við erum jú öll forvitin - en stundum megum við alveg hugsa okkar gang og spá í það hve mikla hættu forvitnin getur sett okkur í - eða hve mikið við getum verið fyrir - í forvitniskasti.
Tiger, 4.6.2008 kl. 00:21
já, rétt, mín fyrsta hugsun í morgun var sú að fara á staðinn til að sjá þessa mikilfenglegu skepnu þarna rétt hjá mér, á þessum stað... en það sem stoppaði mig var það að sennilega væri allt lokað þarna, kom mér á óvart að svo var ekki...en ég er afar forvitin, ein af þeim, jú sí
alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:28
Æi jamm.. fólk upplifir hlutina hvert á sinn hátt.. sem betur fer, svona þegar til lengdar lætur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.6.2008 kl. 00:45
Hey! Ég man ennþá þegar pabbi elti slökkviliðið, í gamla daga þegar stóri bruninn var á móti Happdrætti Háskólans í rétt hjá Vonarstræti. 1960 og eitthvað. Ég vildi láta bjarga Bangsa litla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:55
Já sko .. við erum bara mannleg - og forvitnin er okkur í eðlið borin - ekki spurning.
Alva; Segi sama - oft dettur manni í hug að skjótast eitthvað til að skoða með eigin augum það sem er í gangi - ef maður heyrir af einhverju óvenjulegu. Það er bara svo mikið mannlegt og eðlilegt.
Helga mín; Knús á þig - auðvitað vil ég helst ekki flugu drepa - en stundum þarf maður líka að vega og meta frá öllum hliðum - og auðvitað erum við með mismundandi niðurstöður. Eins gott að við erum mismunandi sko! *bros*.
Jóna mín; Hahaha ... sé pabba þinn í anda á eftir brunabílnum! Skil vel þá sem vildu bjarga bangsa - og virði það - en ég er bara sáttur við málalok samt.
Tiger, 4.6.2008 kl. 01:20
Flottur TíCí ! Vissi ekki að þú gætir verið svona "töff", ég er hinsvegar alveg sammála þér. Tek undir allt sem þú segir. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 02:10
Uss.. Lilja mín fagra - ég gæti alveg komið þér í opna skjöldu sko hvað töfferí varðar. Ég leyni nú alveg á mér - held ég. Auðvitað verður maður að hafa fasta skoðun á málum - og ég er nú ekki bara lamb sem jarmar um allt hið góða og fallega í heiminum. Á það alveg til að verða dálítið rough og hvass á stundum ... *knúsípúsí*.. eða þannig!
Tiger, 4.6.2008 kl. 02:21
Svo sammála þér Tiger minn
M, 4.6.2008 kl. 10:59
Gaman samt að sjá að Helga Guðrún á hjá sér viðkvæma hlið....
250 kílóa villidýr með 10cm klær og tennur er ekki eitthvað sem fólk vill hafa í garðinum hjá sér. Hér var hárrétt brugðist við.
Halla Rut , 4.6.2008 kl. 11:27
Það var ekki um annað að ræða þar sem við höfum ekki þann búnað sem hefði þurft til að deyfa hann og koma honum á heimaslóðir.
Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.