3.6.2008 | 14:45
Hefur þú tekið myndir af gamla fólkinu sem býr fyrir utan uppáhalds sumarfrístaðinn þinn? Hefur þú farið útfyrir Túrhestaslóðir?
Ferðalög á framandi slóðir er eitthvað sem ég ætla mér að leggja fyrir mig í ellinni. Ég ætla ekki að hanga sem gamalmenni á elliheimili - öllum til leiðinda og vera með björgunarhnapp mér við hlið.
Björgunarhnapp sem engin tekur eftir anyhow. Þó ekki sé hægt að ferðast til annarra sólkerfa í augnablikinu - þá mun örugglega ekki líða langur tími þar til boðnar verða sumarferðir til Tunglsins, Marz eða Venus. BoyOhboy hvað ég ætla mér að fara þangað þegar þar að kemur.
Reyndar hef ég alltaf haft gaman að því að fara ákveðnar ótroðnar slóðir. Ætíð þegar ég er úti - þá stoppa ég lengi úti og fer ótrúlegustu troðninga og leiðir sem "túrhesturinn" alla jafna ekki fer.
Á meðan hinn venjulegi túrhestur töltir um búðarstræti eða jórtrar á ströndinni - þá er mig að finna uppi í fjöllum eða langt uppí sveit - þar sem ég fæ innsýn í hið raunverulega líf og lífsmáta þeirra sem landið byggja. Auðvitað nýt ég þess líka að liggja á ströndinni og spossera um stræti og torg, en ég fæ miklu meira úr því að skoða og kynnast því sem er á bakvið allt það sem túrhesturinn fær að sjá.
Oft hef ég komið með myndir heim af slóðum sem engin kannast við að hafa séð áður - jafnvel þó viðkomandi hafi verið þarna á svæðinu oft áður.
T.d. þegar ég var á Benidorm (nafnið Benidorm þýðir reyndar bara "komdu/förum að sofa" - en það er lítið sofið á Benidorm reyndar). Rétt fyrir utan Levantiströndina er lítil undarleg eyja - eyja sem á sér undarlega þjóðsögu sem margir fá að heyra í túrnum þangað. Flestir túrhestar fara þangað með bát og eyða dagstund þar án þess að pæla meira í eyjunni sem slíkt.
Í stað þess að fara á eyjuna - fer ég uppí fjöllin fyrir ofan Benidorm og heilsa uppá eyjarskeggja sem búa í fjallinu og fæ að heyra um söguna af eyjunni - og fæ að skoða skarðið í fjallinu sem sagt er að hafi myndast þegar tröll sparkaði í fjallið - og bútur flaug úr fjallinu og eyja myndaðist við ströndina. Þetta er ég í hnotskurn, þannig séð.
Á meðan fólk er að lepja í sig sól og hita á ströndinni - ásamt berbrjósta meyjum og peyjum - þá er ég að lepja í mig alls skyns skordýr, eðlur og önnur dýr í lausagangi upp um fjöll og dali. Oftar en ekki kem ég heim með myndir af slíkum ófreskjum en sjaldan með myndir af mannlífinu við strendurnar.
Næst þegar þú/þið farið í ferðalag - alveg sama hvert - prufið þá að fara útfyrir "túrhestaslóðirnar" og skoðið það sem þar er í boði. T.d. eru verslanir sem ekki eru staðsettar á venjulegum túrhestaslóðum oft með hluti og verð sem er allt öðruvísi en venjulega maður sér. Oft finnur maður hluti sem tengjast meira menningu og lífi þeirra sem byggja landið - í stað þess að sjá bara venjulega hluti sem kalla má "minningagripi" eða túrhestahluti! Eitthvað sem allir kaupa og því allir að koma heim með það sama - en með því að fara aðeins "afsíðis" þá getið þið fundið hluti sem enginn hefur áður séð eða keypt.
Takið myndir af öllu því óvenjulega og því sem túrhesturinn fær ekki séð á hefðbundnum slóðum - farið útfyrir normið og takið myndir þar - því skrýtnari myndir því meira gaman er að sýna þær þegar heim kemur. Umfram allt - njótið sumars sólar og alls þess sem ferðalag hefur uppá að bjóða. Verið vel undirbúin og tvítjékkið á öllu áður en lagt er af stað út í heim, ekkert gaman þegar maður uppgötvar að myndavélin gleymdist eða bestu gönguskórnir eða álíka þarfahlutir.
En, í augnablikinu er glimrandi sól úti - og uppundir 20 stiga hiti - svo nú er ég farinn út að njóta. Hef klárað allt sem lá fyrir þennan daginn og hef því restina af honum til að sprikla hálfnakinn úti í sólinni - hver veit nema ég hendi myndum inn í kvöld af spriklinu.. *glott*. Sé ykkur í kvöld væntanlega og njótið nú lífsins elskurnar.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er nú verst að ég man aldrei eftir að taka myndir
Heiður Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 14:55
Mikid til i thessu, færd miklu meira útur svona ferd heldur en allsberisólbadidrekkandibjórferd...en kannski sitt litid af hvoru i lagi lika
TIL HAMINGJU MED BLIDUNA ( lesist algerlega án kaldhædni sko!) vona svo sannarlega ad hún endist eitthvad ad rádi. Eiga allir skilid ad fá sól i kroppinn og hjartad knus og krammar á thig.
María Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:13
Hef algjört ofnæmi fyrir baðströndum, uppáþrengjandi sandur, allt of heitt og sveittir hundar úti um allt. Foj bara.
Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:46
Ég ætla á ströndina og maka á mig olíunni Flatmaga og njóta. Auðvitað förum við í sightseeing líka.
Engar sprellamyndir takk fyrir
M, 3.6.2008 kl. 15:47
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 17:17
Hef nú ekki farið í svona sólarferð enda kostar það sitt og þar sem að maður er jú bóndi þá veður maður ekki i peningum frekar einhverju öðru sko........
Allavega hafa ekki allir bændur það eins gott og margur heldur.
En hér er nú norðan kuldi með tilheyrandi hroll og sólarleysi. Knús samt á þig sæti (mér hlýnar kanski við það?)
JEG, 3.6.2008 kl. 17:42
Hér er hitinn dottinn niður, kominn norðan vindur og tilheyrandi kuldi.....
Njóttu hitans og sólarinnar meðan það er!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:24
Ég er svo dugleg að taka myndir. Hér er engin sól og ég ætla bara í kojs, sofa af mér hristinginn.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:16
Úff.. það er ekki að spyrja af því - um leið og maður ætlar sér að sprellast - þá hverfur sólin með það sama. Ætli hún sé ekki bara búin að fá nóg af sprelleríi? En, góða veðrið var samt til staðar, hlýtt og stillt - svo dagurinn var brilljant auðvitað. Knús út í loftið til ykkar dúllurnar sem hér hafa litið inn!
Tiger, 3.6.2008 kl. 20:49
Skemmtileg sagan af tröllinu sem sparkaði í fjallið, á Benidorm - Ætli það sé það, sem var að gerast í Ingólfsfjalli, Tröllið þar orðið dálítið þreytt, á þessu stöðuga, jarðraski af mannavöldum, þarna upp á fjallinu. - Enginn friður -
Og svo hefur Tröllið bara látið vaða, gefið fjallinu eitt trukk, svona til að minna á, að það séu nú takmörk fyrir, yfirgangi mannanna. - Nú sé mál til komið að mennirnir fari að hugsa sinn gang, annars taka náttúruöflin völdin. - Tröll sparka í fjöll, og Ísbirnir ganga upp á fjöllum og eftir hringvegum -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.