Forsetaveisla, útskrift og fleira...

Jæja já. Hér hef ég sett inn myndir af veisluundirbúning. Fyrstu tvær myndirnar eru frá undirbúning að útskriftaveislu úr góðum skóla í henni Reykjavík - en í þeirri veislu unnum við mat og drykk handa sirka 500 - 800 manns. Síðasta myndin er aftur á móti bara mont mynd frá Bessastöðum sko..

 CIMG0199

Þegar 500 - 800 manns birtast á nánast sama tíma - er eins gott að það sé bara búið að hella í glösin og vera snöggur að hlaupa með fulla bakka af glösum handa þyrstum stúdentum. Mikið rosalega er unga fólkið okkar fallegt og endalaust glæsilegt bara.

 

Við vorum búin að hella í fleiri tugi glasa af svalandi sumardrykk - óáfengum auðvitað! Við blönduðum drykkinn í stórum dunk sem tekur fleiri tugi lítra en við þurftum að blanda 3 - 4 í dunkinn samtals. Svalandi drykkur eftir kirkjuathöfn og útskrift er auðvitað brilljant - og ekki spillir smá góðgæti með.

 

 

En já, það var náttúrulega ekki bara drykkur sem var á boðstólnum - auðvitað var hellingur af góðgæti sem kitlaði bragðlaukana duglega. Enda eru nemendur alltaf duglegir að borða og mikið um kraftmikla matarmenn & konur í þeirra hóp, sem og fjölskyldurnar þeirra.

 

CIMG0197

Maturinn var náttúrulega ekki af verri endanum, enda erum við snillingar í veislum og veislumat - maður getur heillað hvern sem er - með góðgæti sem engin er svikinn af. Ég var auðvitað að vinna í undirbúning matar líka, enda hefur maður áralanga reynslu af matarstússi.

Sá sem sá um þessa veislu er meistari af bestu gerð - bæði sem matreiðslumeistari og persóna. Ég hef unnið í mörgum veislunum hjá honum, sem og í hans eldhúsi. Reyndar eru tveir af mínum allra bestu vinum sannir matreiðslumeistarar - og hjá þeim hef ég lært heljarmikið af veislustússi og hef óendanlega mikið gaman af slíkri vinnu.

Núna vorum við með heljar mikið af góðgæti - eins og ætíð. Hellingur af Fahitaspönnukökum, með kjúkling, túnfisk, lax - grænmeti og fleiru. Einnig vorum við með Jalepino, ostafingur, djúpsteiktar rækjur og djúpsteikt broccoli sem og fleira góðgæti. Endalaust góðgæti sem gæti verið hættulegt þeim sem alltaf er að narta (lesist fitandi fyrir hvern sem er - nema mig) ..

Veislan tókst auðvitað stórkostlega vel og allir ánægðir og saddir. Gruna að flestir hafi nú verið svo með sína eigin veislu núna um helgina, enda hugsa ég að þið þekkið öll einhvern sem er að útskrifast núna.

 

DSC01293

En, þessi mynd er aftur á móti tekin að Bessastöðum. Ég var að vinna þar sem aðstoðargestakokkur fyrir nokkru. Stórkostlegt að koma þarna inn - og þvílíkur heiður fyrir náunga sem vinnur með mat - að geta sagt - ég hef eldað í eldhúsinu á Bessastöðum.  

Ég get sagt ykkur það að það var heljar mikið skemmtiefni og saga í stórt bloggerí að segja frá þeirri uppákomu.

Frú Dorrit stóð hjá mér - nartandi í það sem ég var að gera - og það kurr-aði í henni af ánægju. Enda er hún svo mikið mannleg og eðlileg í nálægð að það hálfa væri mjög mikill hellingur.

Auðvitað lét ég taka myndir af mér með forsetanum okkar nýsjálfkjörna til næstu fjögurra ára - og óska ég honum hér með til hamingju með það - sem og okkur sjálfum bara. En, þar sem ég er ennþá hálffeiminn við netið - þá ætla ég ekki að birta myndirnar af mér með karlinum í þetta skiptið.

En, hér set ég punkt í bili. Ætla að fara og fá mér að borða - enda orðinn heilmikið svangur eftir þessar matarhugleiðingar.

  Ég ætla að vera stilltur og prúður yfir Júrókeppninni í kvöld - en auðvitað mun ég halda með okkar yndislega fólki, Júróbandinu. Set þau í 8-9 sæti en ég set Bretland í fyrsta sæti. Vona að þið eigið öll eftir að skemmta ykkur frábærlega í kvöld - og Áfram Júróbandið! Knús á ykkur kæru bloggvinir sem og alla bloggara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já nú kann ég við kallinn sko. Engin undra að ég sogaðist hér inn á þetta blogg þitt. Ekki nóg með að kallinn sé flottur heldur kann hann að elda  Og atvinnumaður í þokkabót. (ætlaði einu sinni nú í þetta en þar sem að ég er ekki mikið skólamanneskja þá sleppti ég því og er bara sjálfmenntuð og hef unnið sem kokkur eða "pönnumanneskja" svona eftir vinnustað) 

Er einmitt með uppskriftir á "hinu" blogginu mínu þó ekki mataruppskriftir heldur baksturtengdar. Jamm..... maður er sælkeri sko.

Knús á þig "myndarlegi" maður.  

JEG, 24.5.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, flott. Kemur mér svo sem ekkert óvart að þú sért snillingur, heheheheh. Glæsilegar veitingar hjá þér.

Góða Evróvisjón!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ja thad munar ekki um flottheitin  hefdi alveg verid hægt ad dobbla mig i ad smakka á thessu hjá thér  en thvi midur er ég ekki enn komin á gestalistann á Bessastødum skil bara ekkert i thessu lengur..bid og bid eftir bodskorti..en eníveis..bara flott Júróband i kvøld,sama hvernig fer thá voru thau ÆDI og geta hátt høfud borid.

knus og krammar til thin minn kæri   

María Guðmundsdóttir, 24.5.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ráðinn... í nýja eldhúsið mitt

Jónína Dúadóttir, 24.5.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts - flottur í eldhúsinu sem eflaust annars staðar... þú ert samt álíka góður spámaður og ég er spákona! .. Ég spáði 7. sætinu :( ..  (pop up blocked hjá mér, nenni ekki að laga það í bili.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 flottar veitingar, mér finnst skemmtilegra að borða svona góðgæti.  Ég er komin með leiða á eldamennsku, eftir 29 ára tilraunir.   Samt kann ég alveg að elda góðan mat, kannski ekki rosalega fallegan.  Þar sem mig vantar þetta listræna við framsetningu matarins  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

girl-1.png image by andreastraten Villiblóm. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.5.2008 kl. 00:52

8 Smámynd: Tiger

  Við viljum franzbrauð .. heyrði maður í den - man einhver eftir því?

Mín kæra JEG; Jamm sko .. ég er flottur í eldhúsinu, matreiði listavel - en ég er samt ekki pro þannig séð - enda ekki skólagenginn á þennan veg. Hef bara unnið fjöldan allan af árum á þessum vettvangi og kann sitt lítið, eða helling bara. Ég er ekki bóklærður heldur að miklu magni sjálflærður eins og þú mín kæra. Finnst persónulega betri matur oft koma frá þeim sem elda frá hjartanu heldur en þeim sem elda eftir "bókinni".. þannig séð. Og, tveir mínir allra bestu vinir eru meistarar og af þeim hef ég líka lært heljar mikið. Knús á þig ljúfust ..

Gurrí mín; Kæra himnaríkismær, takk fyrir sæt orð. Auðvitað er ég ekki einn um að framreiða þetta allt - en jamm ég á auðvitað stóran hlut samt. Við erum samhentur og góður hópur sem vinnum saman á mannamótum og erum gott teymi. Knús í himnaríkið ..

María mín Guðmunds; Við verðum nú bara að koma þér á gestalistann sko - annað gengur ekki.  Væri reyndar alveg til í að vera á gestalista þarna sjálfur og fá góða þjónustu .. knús á þig skottið mitt.

Jónína mín ljúfa dúfa; Ef þú ætlast til að ég vinni í nýja eldhúsinu þínu - þá verður þú að gefa mér tryggingu fyrir því að þú komir ekki til með að halda á eldhúsgólfinu einn daginn - með mér innanborðs. Mahhrrrr er bara hræddur við svona rúsínur sko - sem geta bara haldið á öllu eldhúsgólfinu sínu í fanginu. Værir þú ekki til í að dansa á súlunni sem fylgdi húsinu - svona sem launauppbót eða desemberuppbót??

Jóhanna mín; Jamm, mar er nú ekkert rosalega mikill álfur við eldavélina - en spámaður - well - ætli ég haldi mig ekki við eldamennsku og fleira - allt nema að spá í spilin sko! 14. sæti ... hvað er eiginlega að sko! Izzz ... knúserí.

Jóna mín; Ég er líka miklu frekar fyrir að borða kræsingarnar - og geri það sko! Enda oft æði mikið afgangs eftir veislur - og þá er bara veisla hjá mér. Undarlegt að maður skuli ekki vera hnöttóttur eins og maður hámar stundum í sig!  

Knús á liðið ...

Tiger, 25.5.2008 kl. 01:08

9 Smámynd: Tiger

  Helga mín; þú ert alger rúsína skottið mitt ... knús á þig skutla!

Tiger, 25.5.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko ég var nú í veislu í gær en þessar myndir toppa það 100%.
verandi bara búin að fá sér tekex í morgun, þá slefar maður yfir þessu,
flotti Tiger míó, elska svona fahítas, og höfum við mikið og oft Mexicana mat love it. Annars fórum við til Millu minnar í gærkveldi þær systur hún og Íris voru með partý og voru með Mexícanskt.
var nú samt komin heim og farin að sofa kl. 23. Var nú alveg búin að fá nóg.
                           Knús til þín Tiger míó.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2008 kl. 09:08

11 Smámynd: Brynja skordal

Vá Flott er þetta ertu svo bara svona mikill kokkur ekki amalegt það En 2 af mínum stelpum voru að útskrifast önnur fyrir viku og hin í gær en  því miður komst ég ekki vestur til hennar en fæ að knúsa hana í kaf þegar hún kemur til okkar á morgun því hún ætlar að fara með okkur til krít á miðvikudag þessi elska og halda upp á útskriftina með Mömmu sinni svo já sammála meigum vera stolt af þessu fallega unga fólki sem er að útskrifast um þessar mundir En þú ert svo mikið yndi í þínum færslum og kommentum að maður bráðnar bara takk fyrir að vera til vinur hafðu ljúfan sunnudag krútt

Brynja skordal, 25.5.2008 kl. 10:20

12 Smámynd: Tiger

  Gott gúmmilaði er gjörningur sem vert er að skoða nánar - og smakka duglega. Enginn er verri þó hann sé ... matmaður mikill.

Milla mín; Mexíkóskt gúmmilaði er æði, dálítið sterkt en ekki of - finnst mér alveg brilljant. Knús á þig ljúfan.

Brynja Skordal; Til hamingju með stelpurnar þínar mín kæra! Alveg satt að unga fólkið er bara dásamlegt upp til hópa. Eigðu góða helgarrest og njóttu góða veðursins.

Guðrún Guðsdóttir; Jamm, maður er sko alltaf til í að vera svona smakkari þegar góður matur er annarsvegar. Verst hvað það er hrikalega fitandi - og  nauðsynlegt að gæta sín þegar maður er að stússa í þessu alla daga sko.. Hafðu ljúfan dag mín kæra.

Tiger, 25.5.2008 kl. 13:29

13 Smámynd: Tiger

 Knús á þig elsku Helga mín og farðu vel með þig ljúfan!

Tiger, 25.5.2008 kl. 14:34

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Myndirnar ljúga ekkert, ég varð sársvángur & fór að minnast þeirra tíma sem að þú dekraðir við mig með matseldarsnilldinni þinni.

Ég votta, sem viljugt fórnarlamb, að þú átt með þinni matseld í mér nokkur kíló, sko, en líka annað sem að viktar meira, þó að það mælist ekki á vigt.

Steingrímur Helgason, 27.5.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband