22.5.2008 | 23:51
Fyrir þá sem ganga í svefni.. skot í myrkri!
Ok, það er ekki eins og ég hafi tekið ranga beygju einhvers staðar - en þetta getur náttúrulega komið fyrir hven sem er!
Eins gott að sofa bara alla nóttina þegar maður er eins ruglaður og þessi náungi - enda ólíklegt að morgunmaturinn hans eigi eftir að bragðast vel miðað við mynd.
En, ég hef ekki verið á blogginu í dag eða lítið bara síðan í gærdag. Verð ekki á ferðinni núna heldur því ég er með gesti sem ég vil ekki skilja eftir í reiðuleysi. Ekki gott að láta gesti ganga um eina því maður veit aldrei uppá hverju þeir taka sko.. *flaut*..
Ég verð hugsanlega ekki hérna fyrr en annaðkvöld á bloggrúntinum - en hver veit.. ég mun allavega ekki kvittast mikið fyrr en annaðkvöld allavega.
Það hefur líka verið mikið um að vera, stór veisla sem er í undirbúningi vegna útskrifta og ég að vinna í slíkum uppákomum náttúrulega.
Ætla bara að bjóða ykkur góðrar nætur og vona að þið hafið það yndislegt kæru vinir, saknið mín nú pínulítið - eða kannski bara helling - jamm það er miklu betra. Faðmlag út í loftið ..
.... P.s. Ég sagði ykkur það! Júróbandið vann sig uppúr forkeppninni! Hef heilmikla trú á þeim Friðrik og Regínu - enda stórglæsileg bæði tvö!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sko einn sonur minn var skæður með þetta. Hann pissaði á eldhússtól. Einu sinni vaknaði systir hans við að hann miðaði á hana, eiginlega á nebbann á henni og hún rak upp þvílíkt öskur. Það dugði, snáðinn skottaðist á réttan stað til að spræna.
Sakna þín helling....faðmlag til baka
Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 23:59
Kví nótera ég þig ~myndarlegri~ í dag, en þú varzt í gær ?
Steingrímur Helgason, 23.5.2008 kl. 00:00
Var nú einu sinni stödd í partíi og allt í einu stendur einn gæinn upp hafði sofnað eftir mikla drykkju og hann strunsar beint að stóru flottu blómi sem var í flottum potti og tekur út sprellan og pissar var ekkert að pæla þótt við sem þar sátum fengum kast og hlóum mikið hann bara lagðist til svefns aftur sæll og ánægður eftir að hafa vökvað blómin minnir nú að því hafi verið hent skil það nú ekki hin fínasti áburður með smá áfengiskeim jújú þín verður saknað en verðum að deila þér með húsgestum þínum minn kæri hafðu það ljúft og góða nótt Flottur á myndinni
Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 00:09
hehe!!! ég á nú þrjá syni og enginn hefur náð þetta langt að "pizzzza" inn í ísskáp
Ég sé þú ert alltaf að eldast (og þroskast) myndrænt... bara GLÆSI strákur og var svo sem ekki von á öðru. Gaman að hafa þig svona aðeins eldri.... ( þetta er þú eða hvað ?) hehe!!! jújú!...
Ég verð nú að segja eins og er.....það er ekkert gaman ef þú ert ekki hér... og ekkert blogg frá þér né comment, þá vantar MARGT...... Takk fyrir að vera "til" bloggvinur. Enjoy life"
Áfram Eurovision.... sinntu gestunum og veizlunni og hlakka til að sjá þig á ný!
knús yfir hafið...**
G Antonia, 23.5.2008 kl. 00:21
Sem betur fer kannast ég ekki við svona vandamál, glæsileg mynd af ungum manni sem þú hefur sett inn hjá þér
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:58
Það eru áreiðanlega til margar sögur af svefndrukknum fullorðnum börnum. - En hvað þetta er myndarlegur ungur maður á myndinni sem þú hefur tyllt niður þarna efst til vinstri í horninu ! Þú sérð hana ef þú lítur snöggt NÚNA!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:19
Góða skemmtunSakna þín ? Hm.. jú líklega
Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 06:07
hahaha.,..já thetta er frekar erfitt ad eiga vid..veit um einn sem pissadi i kommóduskúffuna frammi á gangi..
En já, FRÁBÆRT hjá Fridrik og Regínu i gær,thau voru BARA flottust af øllum fannst mér og er ég audvitad algerlega hlutlausen eigdu góda helgi , knus og krammar til thin
María Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 06:58
Ég hélt ég væri komin með nýjan bloggvin en þá varst þetta þú búinn að eldast svona þá líka hratt! Glæsilegur ungur maður þú bara eldist nokkuð vel Tící minn
Njóttu þín með gestum en þín verður saknað
Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 07:59
Þú hefur fullorðnast heilmikið og ert alger súkkulaðigaur....Flott mynd af þér þarna eða ert þetta ekki þú ???
Ég argaði mig hása og illt í háls í gærkvöldi þegar heyrðist Iceland.Þau voru óendanlega flott og kröftug á sviðinu og ekkert smá spenna fyrir annað kvöld....nú finnst mér gaman
Knús á þig stóri strákur.
Fann þig ekki í fyrstu tilraun á meðal bloggvina
Solla Guðjóns, 23.5.2008 kl. 09:38
Helló sæti maður !
Hehehe... ég hef nú sloppið við þetta vandamál. En hér á bæ er annað vandamál. Mínir drengir sofa svo fast og þá sérstaklega sá yngri að það er vandamál og sé ég ekki fram á að hann hætti með næturbleyju í bráð. Sá stóri aftur fer jú á wc en hvort hann hittir á helv... klósettið er svo annað mál Pínu orðin þreytt á klósettþrifum sko.
Jarmandi kveðjur úr sveitinni.
JEG, 23.5.2008 kl. 10:14
Þú hefur verið diskó gæi í denn Eða er þetta ekki "gömul" mynd af Þér ?
Eigðu góða helgi
M, 23.5.2008 kl. 10:24
Hvaða súkkulaðigæi er á myndinni þinni ? ... hvaða árgerð er Tigercopper ? Ein forvitin ????????..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 11:13
Bara til að forðast misskilning þá er ég ekki að spyrja um gaurinn sem er að pissa inn í ísskápinn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 11:14
Bróðir minn pissaði ætíð er hann var mjög þreyttur í fatahengi sem var við hliðina á Wc inu. En Tiger míó þú ert æði á þessari mynd getur þú ekki súmað hana betur inn svo við getum séð hvort þetta sé einhver leikari eða þú sætastur. Sakna þín en skil ef þú ert að vinna.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2008 kl. 14:36
Hahahahaha ég bara VISSI að þetta værir þú minn kæri !!! Var sko búinn að lesa það út úr skrifunum þínum og svo kannaðist ég ekkert smá við mynda af þér svona litlum og krúttlegum. Kærar kveðjur
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 23.5.2008 kl. 17:54
Knús, kreistur og kremj á þig og þína gesti... sakna þín ógurlega, langt síðan ég hef almennilega séð þig.
Þú ert bestastur flottastur og allt hitt líka.
Knúsa þig í klessu ...
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:25
Ég hef líka fulla trú á Regínu og Friðriki - þau nutu sín í botn á sviðinu og eiga eftir að rúlla þessu upp.
Þú ert flottur TC og ég knúsa þig líka í klessu
Sigrún Óskars, 23.5.2008 kl. 22:04
Flott mynd
Knús og ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:23
Bíddu í mynd. Eretta þú einusinni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 22:46
Ætla bara að segja þér smáviðbót frá því í gær,það skiptir engu máli hvernig þú lítur út, þú ert bara æðisleg persóna, allt sem þú talar til okkar er svo yndislegt
og mun ég ætíð hugsa um þig sem vin Tiger minn.
Knús kveðja til þín og þinna.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 08:20
Sæll og blessaður.
Við höfum verið að hittast annað slagið á bloggi hjá sameiginlegum vinum okkar. Ég var á blogginu hjá Brynju okkar og sá að þú vars búinn að skipta um mynd. Fallegt barn búið að breytast í svaka töffara.
Fyndin færsla. Blessaður karlinn, þokkalega vel ruglaður.
Guð veri með þér og þínum skemmtilegi Tigercopper. Bráðum fáum við nafnið þitt og svo einn daginn kem ég með mynd af mér í staðinn fyrir þessa sem ég fann á bloggi hjá Gylfa bloggvinar míns.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 10:03
Þið eruð alveg ótrúlega dásamlegur hópur sko! Hvernig á maður eiginlega að svara svona yndislegum commentum á sjálfan sig og sína persónu?? Það er varla hægt öðruvísi en að segja bara - takk þið eruð algerir gullmolar mínir kæru bloggvinir!!!
Myndin af mér er gömul - jamm. Ég er sirka 18 ára á henni, alger diskókappi sem elskaði fátt meira en að vera dansandi um allar tryssur. Hopp og skopp með vinum og vinkonum um allt - en án áfengis samt (byrjaði að smakka það um tvítugt en hætti því að mestu einhverjum tíu árum síðar og fæ mér bara bjór stöku sinnum nú orðið)..
Omg .. ég næ því ekki hvað þið commentið fallega á mig þarna prakkararnir ykkar - en viðurkenni að ég er mjög glaður sko!
Ég sit hérna roðnandi og knúsandi ykkur öll í tætlur - í huganum, og nú fer ég að kíkja á ykkur því ég hef svo lítið verið online í gær og stuff... luv ya guys!!!
Tiger, 24.5.2008 kl. 14:03
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 14:30
Takk Jenný mín, þú ert the sweetest ...
Tiger, 24.5.2008 kl. 14:46
þú átt öll þessi fallegu komment skilið krútt hafðu ljúft júró kvöld
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 16:01
Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 16:14
Sæll Tigercopper.
Sammála Brynju vinkonu minni. Þú ert svaka sætur þarna. Stelpurnar hljóta að hafa verið brjálaðar í þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 18:17
Brynja, Huld og Rósa mín .. takk fyrir ljúfurnar mínar. Yndislegar eruð þið. Auðvitað var maður alltaf eitthvað að skottast í vinkonum sínum í den, nema hvað sko! Fátt vissi ég skemmtilegra en að kela og knúsast - og knúsa ég ykkur hér með sem sönnun fyrir því ... *knúsípúsí*.
Tiger, 24.5.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.