4.5.2008 | 16:50
Bíóferð og náttúruperlur...
Jæja, ég fór í bíó áðan - Laugarásbíó - á myndina SpiderWick. Stórgóð ævintýramynd fyrir börn og unglinga sem og mig/ykkur. Ég fór með 8 ára systurson sem hefur aldrei í bíó komið áður og fylgdist með honum upplifa spennuna og hávaðan í bíósal nútímans. Sjálfur hef ég nú ekki komið í bíó í þónokkuð langan tíma, en ég hef alltaf gaman að bíóferðum. Sá að það er búið að setja sætispúða á öll sætin, sem er blessað og gott fyrir okkur stóra fólkið - en púðarnir eru algerlega fyrir ungafólkinu. Reyndar er boðið uppá plastvaskaföt sem snúið er á hvolf og geta börnin setið á þeim en ég hugsa að það sé nú ekki beint þægilegt að sitja á hörðu plastinu í 1 og hálfan til tvo tíma. Eins mætti alveg lækka aðeins niður í hávaðanum - maður hreinlega missir andann þegar mestu lætin eru - eða er maður bara orðinn svona gamall ... hahaha!
En, að öðru sem mér finnst ekki síður spennandi og mikilvægt - náttúruperlur Íslands.
Svona er lífið, aðra stundina er Vin/afdrep hérna en hina stundina er búið að eyðileggja Vinina/afdrepið og upp er komið eitthvað ferlíki sem spúir fire and brimstone into the air, eða þannig sko. Nú er lag að taka saman höndum og setja fót í gin ferlíkissins, stoppa af svona vitleysu sem náttúruperlueyðing er. Mér finnst persónulega ekki öllu skipta máli hversu margir Íslendingar eða útlendingar fara og skoða eða heimsækja náttúruperlurnar - nóg er að einn til tíu skoði til að það sé þess virði að bjarga fallegum stöðun sem aldrei koma aftur ef þeim er eytt.
Lára Hanna er með frábær skrif um náttúruperlur og færslurnar hennar eru sannarlega þess virði að líta á og lesa. Ef þið hafið einhvern minnsta áhuga á Íslandi og perlum landsins - þá hvet ég ykkur til að fara á síðuna hennar og lesa eða fylgjast með gangi mála og taka þátt í að láta ykkar álit í ljós. Hvet alla til að sitja ekki kyrra og yppa öxlum heldur fara á síðuna hennar og skoða hvað þið getið gert til að vera með.
Reyni að kíkja blogghringinn í kvöld en ég fæ vonandi að vita eitthvað um tölvuna mína fyrir lokun á morgun, mánudag. Mikið hlakka ég til að fá skútuna mína aftur heim. Mér finnst óþolandi að geta ekki verið með broskalla og/eða myndir í færslunum mínum, allt svo tómlegt. Lifið heil og kát þennan vindasama sunnudag essgurnar mínar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Iss þú ert greinilega orðinn gamallFrábærir pistlarnir hennar Láru Hönnu
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 17:20
thá eru fleiri ordnir gamlir.... fæ bara bunu thegar lætin byrja i bíó...mætti alveg lækka adeins fyrir minn smekk...og ég læt nú alveg vera hvad ég er gømul....
verdur gaman ad fá "thig" tilbaka med øllu tilheyrandi..knus og krammar
María Guðmundsdóttir, 4.5.2008 kl. 17:38
Knús á þig Ticer minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:13
Fagurt og frítt og EKKI ALLTAF hvítt...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.5.2008 kl. 18:43
Þið hafið verið eins og "tvær úr tungunum" þarna í bíó félagarnir í dag ;-) Spes að hafa aldrei farið í bíó orðinn 8 ára. En sammála þér með hávaðann í bíó, hvort það sé aldurinn að færast yfir mig eða hvað ?
Góðar stundir.
M, 4.5.2008 kl. 18:55
Ha, ha, ha.. ég er nú nokkuð bíóvön og annað hvort farin að missa heyrn eða venjast hávaðanum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 21:19
Sem betur fer er tölvan mín ennþá góð, ég keypti hana í Finnlandi fyrir tæpum 4 árum síðan. Hún svínvirkar Samt býst ég við því að hún hrynji fljótlega, ég skrifa allar myndirnar mínar jafnóðum á diska. Ég ætla ekki að lenda í því sama og ég gerði fyrir 4 árum þá tapaði ég öllum myndum sem ég hafði tekið í tæp tvö ár Ég átti engin afrit þegar móðurborðið hrundi Hugsaðu þér ég var í bekk með Ásgeiri í Tölvulistanum í allavega 5 ár. Kannski fæ ég afslátt þegar ég þarf að kaupa nýja tölvu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:25
Þú veist ekki hvað ég er fegin að heyra, að það eru fleiri en ég, sem þola hávaðan í bíóhúsunum nútildags, illa.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:47
Knús á þig Tiger, hávaðinn í bíó fer inn í merg og bein hjá mér í hvert skipti sem ég fer í bíó :-)
Vona að þú fáir tölvuna fljótt, hver er svona lengi að laga eina tölvu ? :-)
Eigðu góðan dag skemmtilegastur **
G Antonia, 5.5.2008 kl. 02:20
Hvað segir þú Tiger minn, BÍÓ hvað er það hef ekki farið í slíkt fyrirbæri í 30 ár að ég held, gott að heyra að þú átt frænda sem hefur ekki farið í bíó áður, þau hafa nú varla aldur eða þroska til að skilja öll þessi læti fyrr.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 09:10
Ég er álíka gömul, þvílíkur andsk. hávaði í þessum bíóum, enda fer ég ekki nema ca. 1 sinni á ári. Náttúra landsins er frábær, hef skoðað mikið en alls ekki nóg, ætla að halda því áfram næstu ár að ferðast til sem flestra staða. EIgðu ljúfa viku kæri Tiger
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.