Já, valdið er heljarmikið þegar fjölmiðlar eru annars vegar og viðkvæm málefni hins vegar. Sannarlega hægt að segja að fjölmiðlar geta haldið fólki í heljargreipum, ofan í skúffu eða í skápnum. Vitanlega er vandmeðfarið að fjalla í fjölmiðlum - um eitthvað sem er eins viðkvæmt og samkynhneigð þegar leikarar eru annarsvegar, sem og opinberir aðilar eða þeir sem á einhvern hátt eru frægir.
Ég hugsa að það sé ætíð erfitt fyrir samkynhneigða aðila að komast út úr skápnum, hvort sem þeir séu þekktir eða ekki. Það erum við hin sem gerum þeim þetta svona erfitt með fordómum og bölvuðum kjaftagangi. Það hafa alltaf verið til fordómafullir einstaklingar sem trúa því að við getum orðið samkynhneigð bara af því að koma nálægt og/eða umgangast samkynhneigða, sem vitanlega er eins mikil heimska og frekast getur verið. Mín reynsla af samkynhneigðum er góð, enda eru nokkrir samkynhneigðir einstaklingar á meðal minna allra bestu vina. Þeir eru dásamlegir vinir og leggja ætíð alúð í allt sem þeir gera eða taka sér fyrir hendur og ætíð með opið hjarta fyrir vini sína. Þeir samkynhneigðu einstaklingar sem ég þekki til sem eiga börn - eru bestu foreldrar sem ég þekki bara.
Því segi ég bara að fjölmiðlar ættu að sýna mikla varkárni í því að fjalla um persónuleg málefni, málefni sem engum kemur við nema bara þeim samkynhneigðu og þeirra fjölskyldum og vinum. Auðvitað ættu fjölmiðlar ætíð að sýna varkárni þegar þeir eru að fjalla um persónuleg málefni yfir höfuð og um hvern sem er. Það sem gerist innan veggja heimilisins er málefni fjölskyldna og vina þeirra, ekki fjölmiðla eða Jóns og Gunnu uti í bæ.
En, núna er ég kominn með litla gullmolann minn í heimsókn. Þessi dásamlegi pjakkur er systursonarsonur - en ég ætla mér að eignast hann að lokum. Ég ætla að spilla honum svo mikið að hann vilji bara mig, ekki sína yndislegu móður og ekki sinn dásamlega faðir - og alls ekki fallegu ömmurnar sínar og afana sína - bara mig mig mig mig ... .muhahaha! Ég elska þennan litla dreng.
Allavega verð ég mest lítið á netinu á morgun, eða svo - og hver veit - ef allt gengur vel þá neita ég að skila honum á morgun!
En, ég er farinn að horfa á hann sofa... ég get ekki sett inn myndir af honum fyrr en eftir helgi því ég fæ flaggskipið mitt ekki fyrr en þá Hringdi í dag í tölvulistann og þá var mér sagt að þeir BYRJA ekki á því að vinna í tölvunni fyrr en 4 DÖGUM EFTIR AÐ HÚN KEMUR Í HÚS TIL ÞEIRRA!!! Hot damn ... sem þýðir að þeir byrja á að líta á hana á mánudaginn til að sjá hvað þeir þurfa að gera. Gallagripir sem þeir eru, rétt eins og tölvurnar þeirra. En knús á ykkur öll og munið að ég kíki yfir ykkur öll af miklum krafti þegar tölvan kemur heim til pabba síns ... *snýt*
Yfir og out of here...
Fjölmiðlar halda leikurum í skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér þykir vænt um þig, því stríði ég þér ekkert meira í bili fyrir að hafa keypt tölvu af honum 'hæ, Óskar í Tölvulistanum héddna' ...
En bara í eitt viðtalsbil.
Steingrímur Helgason, 3.5.2008 kl. 00:40
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:51
Knús á þann litla og góða skemmtun, minn kæri bloggvinur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 01:12
Mér finnst nú fyrirsögnin á þessari grein alveg lýsandi dæmi um "Amerískt samfélag" svona fyrirsögn sæjum við ekki á blaðagrein skrifaða af íslenskum blaðamanni. - Enda er svona fyrirsögn ekki boðleg, í neinu blaði, hvað þá íslensku blaði. Fjölmiðlar geta ekki haldið neinum, hvorki úti né inni í skápnum. - Það er "samfélagið" sjálft, og fordómar þess samfélags sem fjölmiðlar reyna að gera út á sem ráða, og í krafti þess gátu einhverjar ofstækisbullur, reynt að fela smámennið í sjálfum sér með því að ráðast gegn samkynhneiðgðum. - En geta það ekki lengur, það sjá allir í gegnum það nú til dags. -´Og samfélagið líður ekki þessháttar mismunun.
Í þessu litla samfélagi okkar, hefur samkynhneigðum sem betur fer tekist með dugandi samtakamætti, að brjóta niður múra fordóma, sem ríktu hér allt fram undir síðustu aldamót. - Það kippir sér enginn, sem ég þekki, upp við það þó barn eigi tvær mömmur, eða tvo pabba, eða bara mömmu og pabba. Aðalatriðið finnst fólki, er, að barnið, fái alla þá umhyggju, og ást, sem það á rétt á, í lífinu. - Sama hvernig uppröðun foreldra er.-
Ég get ímyndað mér, að það sé erfið og stór ákvörðun, að koma útúr skápnum, en þar sem, að allir viti bornir menn, og konur vita að þetta er ekki spurning um val, þú getur ekkert valið um, hvort þú ert samkynhneigður, eða ekki. Og samkynhneigð er ekki sjúkdómur, sem þú hefur smitast af. - Ekki frekar en hvítur maður er ekki hvítur af því að hann smitaðist af hvítri konu, og varð hvítur, annars var hann að eðlisfari svartur, langt aftur í ættir. - Því vona ég að okkur auðnist hér á Íslandi, að byggja svo gott samfélag, að allir fái að lifa lífi sínu hér á jörð, sjálfum sér samkvæmir. Og héðan í frá þurfi aldrei neinn að hýrast inn í skáp.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 03:05
Valdið er mikið... og aðgát zkal höbbð... Staðreyndin ætti að vikta jafn mikið og spekin. Og værum við ekki klókar kisur ef okkur tækist að sameina þetta tvennt... Þrennt jafnvel.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 05:56
Ætli þeir séu að lesa sér til í 4 daga um það hvernig á að gera við tölvur ? Stórt knús inn í helgina á lítinn systursonarson og svo smá á þig líka
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 06:14
Hvern fjárann kemur okkur vid hver er samkynhneigdur og hver ekki? Bara ad sleppa svona umfjøllunum i fjølmidlum yfirhøfud. Nákvæmlega eins og thú segir,thetta er bara persónulegt mál hvers og eins.
Njóttu litla snúds og helgarinnar knus og krammar til thin..og já á litla skottid lika
María Guðmundsdóttir, 3.5.2008 kl. 07:19
Kveðja og knús minn kæri!
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:19
Já svona er samfélagið bara. Þetta er fólk eins og þú og ég. Heheh...... vantar þig ekki aukadjobb við barnapössun í Maí ???? hahaha..... ég gæti sko nýtt mér það. Þessi tími er sá tími sem maður hefur ekki tíma fyrir neitt nema lambakjöt næsta söluárs. Jammm....maður sullar í rollupíkudjús alla daga núna. Knús á þig og njóttu Gullmolans.
JEG, 3.5.2008 kl. 09:49
Ég er sammála þér.
Njóttu helgarinnar með litla kút og ég hef fulla trú á því að kúturinn njóti helgarinnar með þér.
Sigrún Óskars, 3.5.2008 kl. 09:50
Tigri minn. voðalega langloka var þetta! who is cumming?
Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 10:41
Njóttu dagsins með litla gullmolanum. Knús og kreist á ykkur báða.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.5.2008 kl. 13:56
Helga skjol, 3.5.2008 kl. 16:44
Það er náttúrulega slæmt að hýrir þurfi að hýrast í skápnum! .. elska samkynhneigt fólk alveg jafnmikið og gagnkynhneigt og í raun pæli ég ekki mikið í því hvers kyns það er fólkið sem ég umgengst. Lýg því kannski, yfirleitt eru t.d. hommar skemmtilegri félagar fyrir kvenfólk en svona tótallí straight karlmenn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 16:50
Innlitskvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:02
Steini minn; Vissi alltaf að þér fyndist ég vera rúsína, bite my butt! Luv ya too!
Jóna Kolbrún; Stórt bros til baka á þig ljúfan!
Jenný mín; Takk mín kæra og mikið ljúft knús á þig til baka!
Lilja Guðrún; Heljar innlegg, takk kærlega fyrir það og knúserí á þig!
Helga Guðrún; Satt, aðgát skal höfð - allt er gott þá þrennt er - fullkomið í fjórða!
Jónína mín; Já, þetta er hálfólæst lið þarna og því tekur þetta sinn tíma. Mikið knús á súluna þína, smá á nýju öskutunnuna en eiginlega bara ekkert á þig... okok, smá!
María Guðmunds; Já, nákvæmlega - okkur kemur ekki rassaboru hvað gerist innan veggja heimilisins hjá fólki almennt. Knúserí ....
Herbert; Það get ég líka gert, enda ekkert öðruvísi en allar hinar stúlkurnar í bænum.
Ofurskutlan; Bigtime knús á þig til baka skottan mín...
JEG; Njaaaa... sko ég fæ of mikið af börnum yfir höfuð sko, enda ríkur þar. Hvað er með lambakjötsss..... rollupíkudjús hvaððððð????
Sigrún; Takk ljúfan og knús á þig inn í helgarrest..
Brjánn minn boxer; Langlokur eru góðar - með kjúkling. I wish i was cumming right now! Muhahaha... njeee segi bara sona sko!
Ólína mín; Þakka þér kærlega - ég hef þegar notið dagsins ríflega vel. Knús á þig til baka ljúfan!
Helga skjol; Já, þú veist meira en við öll til samans! Knús á þig elskulegust.
Jóhanna M&V; Já, enginn ætti að þurfa að vera lokaður inni. Maður pælir í raun og veru lítið í kynhneigð fólks í kringum mann, svo satt. Hey, ekki halla á okkur straight karla sko, enga fordóma skutlan mín..
Linda Linnet; Knús á þig skotta og takk fyrir innlit.
Tiger, 3.5.2008 kl. 20:15
Jú sjáðu til ég er rollubóndi og nú er sauðburður byrjaður og ég tók bara svona til orða hehehe.....
JEG, 3.5.2008 kl. 22:12
Hahahaha.... jamm, alveg brilljant reyndar orðalagið - viss um að margar flottar frúrnar í vesturbænum séu búnar að fara með 10 maríubænir og krossa sig í bak og fyrir.
Tiger, 3.5.2008 kl. 22:18
Jamm þetta er stolið frá einni hér í sveit sem er snillingur í að koma skemmtilega fyrir sig orði og einnig snilldar penni.
Já isss tessar teprur meiga nú vera að því að krossa sig og byðja bænirnar sína hahaha.... Knús á þig góurinn.
JEG, 4.5.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.