Uppdate og myndir ...

Nú er það smá uppdate á kisubörn. Núna erum við orðin mánaðargömul, reyndar orðin mjög stór og glæsileg dýr. Við megum nú ekkert vera að því að stilla okkur upp fyrir myndatökur því það er svo mikið að gera í því að æslast og slást, hlaupa og stökkva um allt. Við erum að fara að byrja á því að læra á mjólkurskál á morgun, höfum bara verið á mömmutúttunni hingað til. Afi er þó búinn að kenna okkur öllum á klósettið, sturtum ekki niður heldur bara mokum yfir - okkur dytti aldrei í hug að pissa einhvers staðar út í horn! Reyndar vorum við bara rétt þriggja vikna þegar við byrjuðum að róta í sandinum, smakka hann og tæta, en núna er hann bara til að pissa í ... 

 

OneMonth1    OneMonth2

OneMonth3   OneMonth4

En það er kannski spurning um að stilla sér augnablik upp fyrir myndavélina, fyrst mar á að lenda á internetinu fyrir framan alþjóð. Ekkert gaman að vera þekktur ef það er bara með látum og slagsmálum - trukkabílstjórar erum við ekki sko! Þið getið alveg klikkað á myndirnar af okkur til að sjá okkur stærri, þá sjáið þið líka himinbláu augun okkar.

OneMonth5   OneMonth6

 

Alltaf gaman af svona krúsípúsíboltum. Það er ein stelpa og tveir strákar. Öll eru þau dugleg að leika sér og pissa öll í sandinn sinn. Ég hef reyndar aldrei lent í því að hafa pissuóðar kisur og ætíð mjög auðvelt að kenna þessum skottum á sandinn ef maður er bara duglegur frá því þeir byrja að rölta úr bælinu sínu. Vona að þið hafið gaman af þessu góðir hálsar.. eigið ljúft laugardagskvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi þau eru svo yndisleg

Jónína Dúadóttir, 26.4.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gúsígúsí

Brjánn Guðjónsson, 26.4.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Tiger

  Æi þið eruð hot.. svo mikið "gúsígúsí" á ykkur bæði Boxer og Dúa!

Tiger, 26.4.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið lifandis skelfing eru þetta mikil megakrútt!

Ég hef lesið einhver ósköp af athugasemdum frá þér inni á öllum mögulegum bloggum og þau fá mig alltaf til að brosa. En þú toppaðir allt hjá henni Hallgerði í kvöld... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Tiger

   Helgar eru alltaf lang flottastar enda hefur maður mestan tíma til að gera það sem ljúft er og gott..

Helga mín: Það er gott að þú skulir vera bloggvinur hennar því hún er ljúf og blíð stúlka sem ætíð á falleg og uppörvandi orð öllum til handa. Þú ert góð sál og því er það ekki erfitt að taka á móti þér sem bloggvin ljúfan!

Lára Hanna: Þakka þér kærlega skottið mitt, ég fer nú örlitið hjá mér hérna sko - en ég bara óvart missti mig aðeins hjá Hallgerði minni kæru bloggvinkonu, alveg óvart sko! En, samt alltaf gaman að heyra að einhver hafi gaman af því sem ég læt frá mér, það gleður mig mikið!

Tiger, 27.4.2008 kl. 03:51

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

jésús pétur....KRÚTTULINGARNIR  OHHHH..hvad mig langar i kisu  thær eru bara sætastar. og svona vel upp aldar..já thad er vel hægt ad ala thessi skott upp og kenna theim góda sidi og hver betri til thess en thú  ÆDI Góda helgarrest, knus og krammar.

María Guðmundsdóttir, 27.4.2008 kl. 07:11

7 Smámynd: Helga skjol

Yndislega fallegar kisur sem þú átt,eigðu góðan sunnudagur ljúfurinn

Helga skjol, 27.4.2008 kl. 07:29

8 Smámynd: M

Góðan dag Tiger ;-)

Það er eins gott að dóttir mín sjái ekki þessar myndir, þá kæmi fyrst ahhhhhh ið hennar og svo væl um að fá einn heim.

Nenni bara ekki að hafa dýr á heimilinu búandi í blokk. Erum með hamstur that´s it

Eigðu góðan sólardag

M, 27.4.2008 kl. 10:39

9 Smámynd: JEG

Flottar rúslur. Eins gott að sonur minn sjái ekki þetta blogg hehe....    Helgar-knús á þig "Villiköttur" hihihi..... Njóttu helgarinnar í botn.

JEG, 27.4.2008 kl. 11:28

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þær eru enn fallegri, og orðnar svona stórar. Og svona duglegar, farnar strax að klóra yfir skítinn.  Gleðilegt sumar kæri bloggvinur!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 12:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þær eru yndislegar, manni langar bara til að knúsa þær.
                       En bara knús til þín í staðinn.
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 12:54

12 Smámynd: Tiger

  Sunnudagsknús á ykkur börnin góð. Já, svo satt að svona lítil skott eru alltaf svo mikið krútterí. Verst hvað þær eru fljótar að stækka... :)

Tiger, 27.4.2008 kl. 16:49

13 Smámynd: Halldóra Rán

sætar kisur 
sammála þér með þetta að þær stækki svona fljótt...
*knús til þín*

Halldóra Rán , 27.4.2008 kl. 17:37

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Drottinn minn dýri hvað þær eru sætar. Væri alveg til í annan kött en efast um að hún Trítla mín tæki því fagnandi.

Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:27

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Æji, hverjir bröndóttir, (& þú þarna, bröndóttari), allir jafnsædir ...

Steingrímur Helgason, 27.4.2008 kl. 19:13

16 identicon

Ússsss !!  Mússímú.. ég held að ég fái mér bara kött líka.  Svei mér þá. Ég er sko nefnilega bæði hunda og kisukona. Ég get alveg hugsað mér hvorutveggja inni á heimilinu. En ég held að kallinn minn myndi fríka út.

Svona er þetta bara..  

Knús á þig Tici..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:50

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er bannað að sýna svona myndir Tící, það endar með því að ég tek allann hópinn hjá þér!!! Þvílík krútt

Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 20:18

18 Smámynd: halkatla

þvílíkar monsur

halkatla, 28.4.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband