Nú uppskera trukkabílstjórar það sem þeir hafa sjálfir sáð fyrir!

Að mínu áliti - sem kannski er ekki beint rangt né hið eina rétta - var það bara tímaspursmál hvenær fáviskulegar aðgerðir trukkakarla sköpuðu meiri vanda en eitthvað gott! Ég hef allan tíman frá upphafi verið á móti svona mótmælum, mótmælum sem eru í snarvitlausum farvegi. Auðvitað er ég kampakátur með það að einhver skuli standa upp og mótmæla óendanlegaum hækkunum á hinu og þessu í þjóðfélaginu - fyrir það eiga bílstjórar viðurkenningu skilið - en þetta var algerlega út í hött!

Eins og vinkona mín Guðrún B. benti á erum við of mörg sem sitjum og vælum í stað þess að taka þátt í og styðja mótmæli af einhverju tagi. Ég er sannarlega glaður með að einhver skuli virkilega standa upp og láta í sér heyra, en ég hef alltaf verið á því að það væri bara spursmál hvenær eitthvað leiðinlegt kæmi uppá með þeirri aðferð sem trukkakarlarnir stóðu í. Í gær var "óþolinmóður" bílstjóri handtekinn vegna aðgerða trukkakarla - vegna þess að hann reyndi að komast úr stíflunni sem trukkarnir skópu í umferðinni. Mitt mat er að ef hann verður ákærður og dæmdur til sekta ættu trukkakarlar að borga þann brúsa. Núna hefur soðið uppúr og upp er komin óþolandi læti og skætingur - og mikil óánægjualda risin gegn yfirvaldinu, sem bara er að sinna þeim störfum sem þeim eru sett fyrir.

Ef bara trukkakarlar hefðu drattast til að loka bara aðgangi að bensínstöðvum og lokað fyrir verslun með bensínið og olíuvörur - þá væri staðan allt önnur og engin minnsta óánægja í almennri umferð! Þá hefðu þeir strax komið við peningakassa stóru karlanna sem hefðu ekki látið slíkt viðgangast og þá hefðu aðgerðirnar strax haft áhrif á gang mála. Þess í stað hamast þeir í umferðinni - keyra um allt og eyða bensíni, olíu, og stóru olíukarlarnir brosa kampakátir því þeir græða bara á þessum aðgerðum. Engin hreyfir við stóru batteríi nema ráðast að topp- og lykilfólki - ekkert áorkast nema glundroði, skiptar fylkingar og almenn óánægja með vesen í umferðinni eins og staðan er í dag.

Núna eru trukkabílstjórar búnir að skapa mikla óánægjubylgju í áttina að yfirvaldinu! Hvenær ætla þeir að hætta þessari vitleysu og koma sér í að standa rétt að mótmælunum? Ég styð þá sannarlega, á réttum vettvangi - ég myndi glaður keyra og leggja bíl mínum í þvögunni við bensínstöðvar - en ég er mjög mikið á móti svona skrílslátum í miðri umferð á götum borgarinnar. Núna eru þeir að uppskera það sem þeir sjálfir hafa undanfarið undirbúið, vesen og vandamál - búnir að skipta landanum í tvær fylkingar - með þeim og á móti þeim - á móti lögunum og skapa vandamál fyrir hinn venjulega borgara sem vill komast leiða sinna. Og hver hlær núna? Jú, það eru stóru olíufélögin sem selja bensín og olíu sem aldrei fyrr. Mál að hætta ati í umferðinni og loka bensínstöðvum borgarinnar! Ég tek þátt í því með trukkabílstjórum - sem þó eiga mikið hrós skilið - eins og bleika dúllan nefnir - fyrir að standa upp og gera "eitthvað" - jafnvel þó mér finnist þetta "eitthvað" ekki vera hið rétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit !!  Trukkarnir loka fyrir umferð, og almenningur lokar bensínstöðvum.  Sendum svo börnin inn á alþingi og setjum þau í pössun þar því við höfum ekki efni á daggæslu, þar sem bensín er svo dýrt.  Ef það virkar ekki þá koma bara allir til Færeyja.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Tiger

  Ohh... dýrka svona ákveðnar flottmótaðar og bossy stúlkur! Ég kem til Færeyja skottið mitt, enda ástandið hérna til mikilla skammar. Ég er ánægður með að einhver gerir eitthvað, en ég myndi vilja að þetta eitthvað væri gert á réttum stöðum þar sem það myndi hreyfa við réttum aðilum. Guðrún mín.. you are sooo cute!

Tiger, 23.4.2008 kl. 12:47

3 identicon

Þú ert ormur Tiger. Algjör ormur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tek þátt í þessu, kannski bara í huganum samt... alltaf að vinna og á heima á Akureyri

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega eins og þú nefnir, 'topp- og lykilfólk'.

faðir minn heitinn gaf mér eitt sinn heilræði. vilji ég fá mín mál í gegn skuli ég ekki tala við 'undirtyllurnar', heldur leita beint til toppanna.

það sama á við hér. það gerist ekkert nema hákörlunum blæði. þá munu menn virkja það afl sem þarf til að knýja fram breytingar.

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Tiger

  Ef það er ormur sem Guðrún vill þá skal ég ormur heita anytime ... knús á þig bleika mín...

Jónína mín: koma bara með hamarinn og hampinn suður og setjast í pokastellingar á bensínstöð hérna, myndi virka anytime - fólk er hrætt við pokapíur.

Boxari góður; Nákvæmlega, ekkert gerist nema hákarlarnir finni að það sé verið að sauma að þeim, það myndi sannarlega virkja það sem skiptir máli.

Tiger, 23.4.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband