Milljónir streyma á milli manna.. hvaða stóru kallar í þjóðfélaginu eru að borga dóma dæmdra manna?

  Nú á ég ekki orð, ég sem sjaldan er kjaftstopp! Úr hvaða sjóði eða vasa koma allar þessar milljónir sem hér hafa vaðið og skipt um eigendur? Sko, ég meina - þegar landssöfnun er hrundið af stað fyrir dásamleg og sannarlega vel þess virði málefni, krabbameinsjúk börn, matarlausa í Afríku, hjálparstörf þar sem neyð ríkir og fleira slíkt - þá safnast ekki einu sinni svona fjárhæðir saman! Hvaða óráðsía er í gangi hérna, ég vil fá að vita það og ég vil fá að vita hvaðan stórar peningafúlgur koma í málum sem þessu!

  Þessi "fátæki" venjulegi verkamannalaunaði maður þarf ekki að borga neitt!??? Hvaðan peningarnir koma - 3 milljónir í Laxnessmálið - í málafrelsismálinu hafa verið greiddar 23 milljónir - bíddu - bíddu nú við - á að segja mér að landinn sé búinn að gefa Hannesi samtals hérna 26 milljónir? Hér er eitthvað mikið bogið. Kannski hefur karlinn fengið eitthvert lán að hluta, kannski hefur hann veðsett hús og gæsalappir - en fjandinn hafi það að hér hefur safnast meira fé en í góðum landsöfnunum og það er sannarlega skítalykt af þessu. Enda segir forsprakkinn í peningaplottinu, Friðbjörn Orri Ketilsson, að hann sé bundinn trúnaði og geti ekki gefið upp neitt varðandi söfnunina??? Hvað er hann að fela? Davíð Oddson? Er seðlabankastjóri kannski búinn að redda málunum hérna? Mér finnst alltaf vera maðkur í mysunni þegar fólk þarf að fela hlutina eins og gert er hérna!

  Það er tómt crap að ætla okkur að trúa því að hér á bakvið séu ekki stórir sjálfstæðismenn að baki. Kannski þess vegna sem ekkert má gefa upp varðandi þær milljónir sem nú streyma á milli manna hérna... og allt til að styðja undir rassinn á venjulegum brotaglöðum ritþjóf og greiða sektardóma sem hann réttilega var dæmdur í...

  Að mínu mati er það siðferðislega rangt að standa að svona söfnun fyrir dæmda menn og finnst mér slíkt ekki eiga að geta átt sér stað. Dæmdir menn eiga að standa undir gjörðum sínum og Axla ábyrgð - og taka út dóma sína. Slíkt hefði hugsanlega getað gert menn að meiri mönnum - en sannarlega ekki í þessu tilviki! En hvenær hafa sjálfstæðismenn svo sem axlað ábyrgð? Afar sjaldan svo ég viti, ef þá nokkurn tíman bara ...

  Og hvernig er það svo með lög og skatta? Mér skildist að hugsanlega væri hér ekki um löglega söfnun að ræða, að það þurfi að vera minnst 3 aðilar sem standa að svona söfnun en hér er bara um einn aðila að ræða að því er virðist - Friðbjörn Orra Ketilsson.. Hvernig er það í lögum með skatta, skyldur og gjöld? Er hægt að láta safna svona mörgum milljónum handa sér og fá bara auðæfi sem margur fátækur launamaðurinn (hvað þá Hannes eða hvað) fengi aldrei að sjá - án þess að borga neina skatta og gjöld til samfélagsins? Mér þætti forvitnilegt að vita hver skattur væri af t.d. 26 milljónum beint í vasann...

  Það er skítalykt af þessu og ég vona sannarlega að þessi söfnun verði sett í rannsókn, allt gefið upp og hreint verði gert fyrir dyrum þeirra sem að henni koma. Ég vil fá að vita hvaða stóru kallar eru að setja pening í það að borga dóma dæmdra manna!!! Það þarf engin að segja mér að hundruðir landans hafi verið að gefa þúsundkalla í þetta - það er kjaftæði. Kannski hefur Hannes einhvern stuðning frá sjálfstæðismönnum - en ekki milljóna stuðning, svo mikið er víst... Hannes er minni maður í mínum augum fyrir að taka ekki til sinna ráða og gera hreint fyrir dyrum sínum hvað þessa söfnun varðar! Því meiri leynd - því meiri skítalykt...

  Áður en ég verð dæmdur fyrir meiðyrði og skapvonsku... sé ykkur öll á kvöldrúntinum. Eigið góðan dag í snjónum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Mikið lifandis skelfing er ég 150% sammála þér.

Knús á þig kallinn

Helga skjol, 9.4.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Solla Guðjóns

ótrúlegt uppátæki hjá milljónunum að streyma í þennan farveg án upptaka.

Í þessu tilfelli er skítalykt um skítalykt frá skítalykt til skítalyktar.

Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fróðleg lesning.  Þarna þarf greinilega að velta við steinum og hleypa óþverranum út

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Tiger

  Já, hér þarf að taka til og hreinsa vel svo skítalyktin hverfi.

Helga skjol: Það er náttúrulega ekki hægt annað en að vera sammála því að hér liggur eitthvað misjaft að baki. knús á þig ljúfan..

Ollasak: Jamm, ótrúlegt alveg.. hér liggur mikil fýla um allt finnst mér.

Jóna Kolbrún: Sammála, þetta mál á eftir að skaða Hannes meira en hitt - bara vegna leynimakks og feluleiks söfnunarinnar...

Tiger, 9.4.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Veistu,ég er farin ad fá svo mikla klígju bara thegar ég heyri eda les nafnid Hannes  allavega i thessu samhengi. Thetta er bara helv.sjálfstædisklíkan enn eina ferdina..thad leggur svo  mikinn Dabbafnyk af thessu ad ilmurinn berst hingad yfir til danmerkur ekki hefdi ég gefid svo mikid sem AUR í thessa ósidlegu og skammarlegu søfnun. Madurinn á bara ad TAKA ÁBYRGD Á GERDUM SÍNUM før søren hvad madur verdur reidur bara

María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:38

6 identicon

Noh minn bara með læti ! En er hins vegar alveg sammála þér minn kæri, það er margt skrýtið og undarlegt á seyði svo ekki sé nú meira sagt.

knús á þig kall

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

ARG!! Ég verð svo reið þegar ég les svona, það er fullt af fólki sem hefur það skítt hérna svo er verið að grenja út pening fyrir þennan loddara, hann getur sko þrifið sjálfur upp skítinn eftir sig!

Hafðu það gott Tící minn og takk fyrir áhugaverðann pistill. Risaknús

Huld S. Ringsted, 9.4.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir stórgóðan og hreinskilinn pistil.  Eina sem ég veit um svona söfnun, er að það þarf, að fá leyfi fyrir söfnun, sem auglýst er á almannafæri.  Það þarf að gefa upp vottaða eftirlitsmenn með söfnuninni, og verndara söfnunarinnar, og ég veit ekki hvað og hvað.

   Það eru mjög ströng fyrirmæli sem þú þarft að hlýða til að fá leyfi fyrir svona söfnun. -  Ef þú og vinnufélagar þínir ætla t.d. að safna pening til að gefa vini  og vinnufélaga þínum í afmælisgjöf,  og þú ákveður að stofna bankabók til að leggja peninginn ínn á bókina og vinnufélagar þínir ætla að leggja líka hver sinn 500 kallinn inná bókina.  Þá er það ekki hægt nema þú hafir undirgengist þessar reglur um almenna söfnun.  Svo söfnunin til styrktar  " HHG" verður að lúta sömu lögmálum, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk um svona söfnun.  Um leið og þú stofnar til opinberrar söfnunar, er skylt að opinbera allar færslur. Og tilgreina hvern gefanda og hverja upphæð. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 02:32

9 Smámynd: Tiger

  Jamm... ég get alveg verið bad líka þó ég kjósi að vera á ljúfu nótunum hérna á blogginu. Málið er auðvitað að stundum er manni bara farið að ofbjóða hinir ýmsu hlutir og þá bara leyfir maður því að flæða.

Knús á ykkur bloggvinir fyrir innlit og kvitterí .. eigið yndælan dag!

Tiger, 10.4.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 139810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband