Meooooowwww... já, ég er ekki mikill hundamaður því ég nenni ekki að vera með hund og þurfa að hugsa um hann eins og lítið barn, út að pissa - og út að labba og varla hægt að skilja þessi grey eftir ein. En, það er vikuafmæli hérna á morgun. Kettlingarnir eru vikugamlir á morgun og því ættu þeir að fara að opna augun núna um helgina - enda gera þeir það yfirleitt rétt vikugamlir. Þeir eru enn bara í einum hrærigraut, hringa sig saman þegar mamman er ekki hjá þeim - enda finna þeir skjól og öryggi hver í öðrum á meðan þeir eru svona litlir greyin. Myndirnar hérna niðri tók ég í morgun - nema tvær efstu eru sirka tveggja ára gamlar (af mömmunni og stóru kettlingunum)..
Hérna er hefðarmærin sjálf og líka kettlingar frá henni síðan fyrir tveim árum. Oftast kemur hún með kettlinga sem eru mjög svipaðir henni sjálfri, en núna fyrir viku komu bara mjög dökkir kettlingar.
Hérna má sjá þessar vikugömlu rúsínur - og mömmuna eitthvað að skipta sér að því að maður skildi taka þá alla úr holunni sinni til að setja þá í myndatökur, hún náttla ekki hrifin af því. En eins og sjá má þá eru þeir allir frekar dökkir. Þrír eru bröndóttir en tveir eru svartir með hvítar lappir og tríni.
Well, þá er þessari kisufærslu lokið.
P.s. viljið þið giska á hvað ég á mörg úr? Okok, nennið því ekkert - en ég á bara 13 stykki - og nota aldrei úr svona yfir höfuð - hvað er að eiginlega? Bruðl.. jámm!
Þvílíka vitleysan sem maður hendir stundum pening í... díses.
Já, maður er stundum hálf ruglaður, fyndinn en samt ekki fyndinn ... knús á ykkur öll kæru vinir og lesendur allir. Eigið góða helgi sem byrjar á morgun - og reynið að njóta sem eigið fríhelgina framundan. Túttílú..
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Jamm Kurr.. þetta eru algerar rúsínur sko! Og já, úrin eru líka krútt - eða þannig. Knús á þig..
Tiger, 3.4.2008 kl. 19:06
Jesús minn hvað þeir eru sætir!! en heyrðu þetta fer nú að verða frekar fyndið, þegar ég bjó í London þá átti ég líka fulla skúffu af úrum, eitt við hvert outfit en þetta er þá líka komið ekki, nema ég safna dvd myndum.
Knús á þig kisuafi
Huld S. Ringsted, 3.4.2008 kl. 19:19
Ójá.. sko Huld... líka endalaust fyndið að eiga svona mörg úr - og nota svo bara alls ekki úr. Ég geng ekki með úr á hendinni og hef bara eiginlega aldrei gert. Kaupi mér alltaf eitt þegar ég ferðast - til að hafa á mér erlendis því ég labba svo mikið í fjöllunum og sveitunum þar sem engar klukkur eru - en svo fer þetta bara ofaní skúffu eða ég gef þau bara ... safna reyndar líka dýrum og bjöllum úr messingmálmi. En knús á þig ljúfan og hafðu gott kvöld..
Tiger, 3.4.2008 kl. 19:50
Adda bloggar, 3.4.2008 kl. 20:40
Sko Adda... ég er með miklu stærra bros en þú addna! knús á þig.
Tiger, 3.4.2008 kl. 21:17
ÉG elska kisur kisukveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:29
OMG, hvað þær eru mikil krútt:)
svolítill safnari í þér?
knús á þig kall
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:32
Mjéeeoww.. þannig séð.
Ásdís mín: Takk fyrir .. og jamm ég elska líka kisur náttúrulega.
Ofurskutlan: *bros* .. jamm alger safnari sko - og knús á þig líka ljúfan.
Tiger, 4.4.2008 kl. 00:29
je minn hvað kisumamman er FALLEG er alveg heilluð af henni búinn að stara á myndina heil lengi Elska kisur kettlingarnir eru æði svo miklar dúllur hlakka til að fá mynd af þeim þegar þeir verða mannalegri og stærri(plís koma með mynd þá) er alveg að detta í það að fá kisu krútt kemur í ljós Hafðu ljúfa helgi minn kæri
Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 01:45
Ojamm, það er svo mikið gaman af gæludýrum og hver hefur sitt með sínum. Sumir elska hunda og aðrir kisur - enn aðrir fugla og sumir kóngulær ... uss.
Brynja mín: Jámm ég er sko sammála þér, mér finnst læðan vera algert rúsínukrútt. Hún er líka eins góð og skynsöm eins og hún er falleg sko. Ég mun koma með myndir af og til af kettlingunum þegar þeir vaxa meira og verða æslafyllri..
Helga mín: Söfnunarárátta getur sko alveg verið pínleg og erfið. Sumir missa sig náttúrulega en svona hófleg og vel skipulögð söfnun er svo sem bara góð og hættulaus... held ég. *bros*... knús á ykkur!
Tiger, 4.4.2008 kl. 02:10
Ég bara var hrædd við kisur og öll dýr, meira að segja páfagauka (ekki skordýr) og þótti það leiðinlegt, en svona var þetta ... einn daginn fyrir 17 mánuðum á afmælisdaginn minn fæðist þessi líka greindi og fallegi hreinræktaði Husky hundur sem sonur minn 24 ára kaupir þá. Hann býr í eigin íbúð.... ég reyndi en var alltaf hrædd... ég fór á námskeið en hann sá ég kipptist við í hvert sinn sem hundurinn hreyfði sig ....... En einn góðviðrisdag, var "amman"hætt að vera hrædd og nú get ég varla séð af honum, sakna hans daginn út og inn ef ég fæ ekki tækifæri til að knúsa hann. Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri að hafa fengið þann þroska að skilja hvað er að þykja vænt um dýr, og finnst ég fá mikið út úr því að hafa fengið að kynnst þessu. Þannig í dag er ég algjör hunda"amma" og dekra hann upp úr skónum enda fæddur á afmælisdaginn minn - prinsinn!! Vildi bara "deila"þessari sögu með þeim sem nenna að lesa kæri Tigercopper Góða helgi sömuleiðis til þín og þinn....nú er mðaur kominn í kuldann og rokið hér á ný birrrrrr
G Antonia, 4.4.2008 kl. 02:33
Já kæra G Antonia.. mjög margir eru haldnir fælni gegn flestum dýrum en um að gera að vinna sig úr því vegna þess að það gefur svo mikið að hafa svona ljúflinga til að elska og knúsa. Dýrin gefa og þroska líka börnin svo mikið, þau læra að elska og hugsa um þau og að virða svona lítil varnalaus líf sem eru okkur svo háð. Gott hjá þér að ná því að vinna úr þinni hræðslu ljúfan og knús á þig og já velkomin aftur á klakann!
Tiger, 4.4.2008 kl. 02:45
Jeminneini hvað læðan þín er falleg, Kría mín á von á sér eftir u.þ.b 2 vikur og verður það í fyrsta skipti sem fæðast kettlingar hjá mér í 21 ár. Þú getur séð kettlingamynd af Kríu í myndunum mínum, ég verð að setja mynd af henni fullorðinni á síðuna mína. Kría fór í sónar síðasta föstudag og við vitum að það er von á allavega 4 kettlingum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2008 kl. 03:18
Takk Jóna mín. Kría er flott nafn á kisustelpu en ég hef aldrei farið með mína í sónar sko.. vissi ekki einu sinni að það væri hægt. Mín hefur átt kettlinga í nokkur skipti en síðast fyrir tveim árum.. alltaf gaman af svona sko. Knús á þig ljúfan.
Tiger, 4.4.2008 kl. 03:25
Þú ert nú bara léttgeggjaður en ég elska þig samt
Ég fór að eyða mínum peningum í handavinnu, þegar ég hætti að reykja
Ákvað að ég hlyti að hafa efni á þessu, hafði alltaf efni á að kaupa sígarettur
Svo er ég nú alltaf voða veik fyrir englum.......
knús á þig
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:59
Það verður gaman að sjá þá þegar þeir stækka soldið meira og opna augun. Rosalega flott myndin af stóru kettlingunum, skemmtilegur bakgrunnur sem gerir myndina spes.
Ég á sennilega fleiri úr en þú og geng aldrei með úr .... ... mar er nottla stórskrýtin ...
Maddý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.