Fjandinn hafi það að maður pungi út fé fyrir skósvein Landspabba, fuzz&fojjjj.

  Ja svei. Hvort sem er um grín eða alvöru að ræða - þá er þetta gersamlega siðblint og fáránlegt. Maður á borð við Hannes ætti að geta bjargað eigin rassgati sjálfur án þess að hann - eða vinir hans - séu að seilast í vasa fólksins í landinu eftir fé til að greiða niður óheiðarleika og ritstuld. Veit ekki betur en að fólk almennt sem brýtur af sér og gengur á svið við lögin - borgi sínar skuldir sjálft eða fari í fangelsi ella. Sendum þennan ritþjóf og aula í fangelsi þar sem hann getur tekið út þá refsingu sem hann sannarlega á skilið. Hver veit, kannski kemur Landspabbi hlaupandi til að bjarga skómottunni sinni og sér til að rottan þurfi ekki að greiða sekt sína eins og allir venjulegir brotamenn í þjóðfélaginu...

  Ég fór í heita pottinn í gær, líkt og oft áður náttúrulega. Er að spá í að breyta tímanum þar og fara í pottinn fyrr en venjulega - til að losna við ótrúlega leiðinlega og uppáþrengjandi persónu sem sækir pottinn á sama tíma og ég.. Okok, ég er dálítið leiðinlegur hérna, en persónan er gersamlega óalandi og óbjargandi blaðurskjóða sem kann sér ekki hóf. Þetta er karl, sirka 65-70 ára - hann veit allt betur en allir hinir, þekkir fleiri þjóðþekkta en aðrir, getur, kann og þekkir allt - og vei þeim sem reynir að leiðrétta hann eða taka af honum orðið. Það eru sirka 7-10 aðilar sem sitja pottinn á "mínum" tíma og allt yndislegt fólk. Við sitjum þarna saman í bæði þögn og rólegheitum, stundum detta inn ein og ein setning um daginn og veginn, þannig séð - en - Þegar sá pirrandi kemur haltrandi byrja flestir að ókyrrast og tala um að nú sé tími til að fara heim í mat eða ná í konuna eða keyra köttinn út í fuglabúð... Sá leiðinlegi kemur og kastar sér ofnaí pottinn með miklum látum og liggur við að kjötbitar og gúrkur fljúgi uppúr pottinum í látunum.

  Hann byrjar strax að æpa á okkur, nýkominn frá því að hlusta á fréttir - "Sko, ég sagði ykkur það - þetta er svona og svona og hinsegin og þannig og blabla blabla og blalalabla¨!" - helv... kallinn. Friðurinn úti og helmingur pottfélaganna farinn með gusuganginum. Ég nýsestur og langaði í smá ró og næði í heitum potti - ég blótaði í hljóði og sagði "óvart" og kannski heldur kvasst "Haltu kj.. í smá stund - reyndu einu sinni að anda rólega og leyfa pottfélögum að slaka á í friði"... Þögn í pottinum! Ég með lokuð augun, rjóður af skömm og bítandi á jaxl.

Allt í einu byrjaði kallinn aftur - eins og ekkert hafi gerst - með ný málefni en sama hamaganginn.. Hann byrjaði þó á því að fussa á mig og kalla mig ókurteisan og illa alinn krakkabjána - blabla fjasblabla og blabla. Eins og ég sagði - óalandi og kann sig ekki. Ég stóð upp og fór út í laug til að synda, synti tvær ferðir - fram og til baka og þá var kallinn búinn að króa af eina gamla og góðlega konu af í pottinum og ég heyrði orðaskilin í honum þegar hann var að reyna að telja henni trú um að hann þekkti Ólaf Ragnar Grímsson persónulega og kerlingargreyið sat í hnipri undir þessum skelfilega manni og komst ekki framhjá honum. Ég fer klukkutíma fyrr í pottinn næst þegar ég legg leið mína þangað. Og já, ég veit - ég er óforskammaður og ætti að sýna mér eldri mönnum meiri virðingu og allur pakkinn... svo segir sá gamli að maður sé ókurteis! Í sturtunum heyrði ég nokkra pottfélaga spjalla létt um að það þurfi að taka kallinn í gegn, láta hann heyra það að potturinn sé til að slaka á í en ekki vera með æsiféttahamagang og læti. Ég fékk hrós fyrir að vera ókurteis í pottinum. Mér leið samt illa og fann til í hjartanu því innst inni er ég viss um að karlgreyið hefur enga til að tala við nema þá sem hann getur króað af í sundlauginni. Ég vil engum illt og mér er virkilega illa við að segja eitthvað ljótt við aðra, er alinn upp í því að sýna mér eldri virðingu - og geri það sannarlega - en stundum bara missir maður sig... *sigh*.

  Tíminn líður ótrúlega hratt. Núna um daginn var Desember og jólin handan við hornið. Núna er ekki mánuður í fyrsta sumardaginn og því orðið stutt í sumarfrí og læti. Ég vinn að vísu allan sólahringinn meira og minna allt sumarið og fæ ekkert sumarfrí - en ég fer líka á haustin í tveggja til þriggja mánaða frí á erlenda grundu. Evropa hefur alltaf verið heillandi og hef ég verið á flestum stöðum þar en núna langar mig mikið til að fara vestur um haf og skoða Bandaríkin. Ég er að spá í því allavega að breyta til í ár og eyða allavega tveim mánuðum, Sept og Okt - í því að ferðast og skoða eins mikið og hægt er in USA.. Ef þið vitið um einhverja "must see" staði í Bandaríkjunum þá myndi ég vera feginn ef þið segðuð mér frá þeim stað/stöðum. Einnig væri gott ef þið vitið um ódýra staði til að gista á eða ef einhverjir Íslendingar eiga húsnæði einhversstaðar sem hægt væri að leigja í ferðinni - væri gott að vita af því líka.

  Fara að baka brúntertu fyrir smá krakkakaffi seinna í dag .... jihaa!


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri dugnaðurinn, potturinn og blogg og bakstur og hvað...... held ekki í við þig :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér um Hannes Hólmstein, ekki myndi ég leggja til krónu í söfnun fyrir hann,enda held ég að fáir muni leggja eitthvað af mörkum, nema grjótharðir sjallar og Daoistað.  En ég er ósammála þér með karlinn í pottinum, það hefur enginn leyfi til að haga sér svona og terrorisera heilan hóp af fólki, sýnir mest hvað við látum bjóða okkur yfirleitt.  Ég held aftur á móti að hann hafi farið heim og hugsað svolítið, og það mættu jafnvel fleiri sussa á hann, ef til vill með mýkri orðum.  Vinur er sá sem til vamms segir stendur einhversstðar.  Við eigum einfaldlega ekki að láta bjóða okkur hvað sem er, bara af því að við viljum vera kurteis, en hugsum svo illa til mannsins og forðumst hann.   Þá er nú betra bara að tala út og gera hreint fyrir sínum dyrum.  Ég segi því Gott hjá þér.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú meiri skömmin, er þetta annars í alvöru?
Bara þoli ekki þennan egóista sorry, menn hafa bara ekki leifi til að haga sér svona eins og hann, svo kemur hann bara fram eins og ekkert hafi gerst,
Demit
Er barnaafmæli eða ertu bara svona mindó?
                                Gangi þér vel með baksturinn.
                                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Tiger

  Æi já, við látum alltof oft vaða yfir okkur bara afþví við erum of kurteis - satt að við ættum að spyrna við oftar frekar en að láta vaða yfir okkur.

Ofurskutla: Uss.. ég er myndókall sko, mjúkur sem kókosbolla og harður líkt og nagli - þannig séð náttúrulega.

Ásthildur mín: Svo satt, held að engin taki þetta alvarlega og pungi út til að borga dómsekt hans. Svo satt að maður ætti oftar að opna munninn og stoppa þá sem vaða yfir okkur, og auðvitað á kurteisan hátt. Minn missti sig bara því kyrrðin og ljúfleikinn hvarf um leið og kallinn birtist..

Milla mín: Þessi karl er sko alvöru - alvöru Ragnar Reykás. Þá sjaldan sem einhver opnar munninn og getur raunverulega stoppað hann af og bent honum á einhverja vitleysu - þá umpólast hann og snýr heilan hring í umræðunni - og veit aftur betur en allir hinir. Hann er skelfilega pirrandi persóna, enda eru allir mjög fljótt horfnir þegar hann hendir sér með látum í pottinn. Vildi óska þess að hann væri rólegri og kurteisari sjálfur, eða bara að hann færi ekki í pottinn. Það eru bara börn á ferðinni hjá okkur hérna seinnipartinn og brúntertan er bara til að spilla þeim pínulítið... :)

Tiger, 30.3.2008 kl. 16:15

5 identicon

Skelfilega er ég sammála þér, vel skrifað um Hannes. Obboðslega ertu myndó í bakstri.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er bara mannlegt að missa sig annað slagið og sérstaklega við þennan þarna karldóna Skil samt fullvel að þú skulir hafa skammast þín aðeins pínu, ég hefði gert það líka

Jónína Dúadóttir, 30.3.2008 kl. 16:54

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg! ég þoli ekki svona "égveitégkannéggetalltbest" hafið þið spáð í að setja á hann hljóðdeyfi?

Vonandi gekk þér betur en mér að baka

Huld S. Ringsted, 30.3.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Solla Guðjóns

  Sé þetta og heyri algerlega fyrir mér  

Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 18:11

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svona karlar eru í öllum heitum pottum, líka hérna á Seltjarnarnesi  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2008 kl. 02:51

10 Smámynd: Helga skjol

Þú ert dugnaðarforkur,baka,fara í pottinn og skamma kallinn,enda eru þeir hreint og beint óþolandi þessir sem vita allt best og mest.

Helga skjol, 31.3.2008 kl. 06:24

11 Smámynd: M

HVaða sundlaug stundarðu ?  Færðu þig bara um pott til að losna undan bersevissanum ( veit ekkert hvernig þetta er skrifað)

M, 31.3.2008 kl. 12:39

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:41

13 Smámynd: Brynja skordal

 já það er ekki gott að lenda í svona POTTASKELFIR þegar fólk ætlar að slappa af veit um einn svona en hann hélt bara áframm og elti fólk inn í sturtuklefa ef því var að skipta Bara myndó baka fyrir krakkana já þekki svona mikla vinnu hjá mínum manni fyrstu 20 árin okkar vissum við ekki hvað frí á sumrin voru en núna er ég bara frek og kippi honum út úr því og fjölsk fer í gott frí og banna honum að vinna sumar helgar yfir sumartíman svo við komust í útilegur og sumarbústaðin sem fer að rísa upp hafðu ljúfa viku

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 16:05

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er bara ekkert mikið fyrir það að pottast mikið í fjölmenni, annara dauðu húðfrumur & hár, sérlega af flösumiklu faxi þínu, fer bara í mína fínustu bláblóðstaugaenda, þess vegna læt ég svona við þig & aðra þarna, pottormur minn.

Í gamla daga mætti ég með Þjóðviljann sáluga í pottinn & las leiðarann upphátt & snjallt afturábak, & hlýddi öllum í pottinum yfir í sturtunni á eftir, (já, líka kvennaklefamegin)

Enda vildir þú ekki baka djöflatertu fyrir mig...

Steingrímur Helgason, 31.3.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband