Dýrin kærð, hver borgar brúsann (hunangið)..

  Já, sko! Þó ekki virðist vera um peningaplokk hérna hjá viðkomandi bónda - enda jamm, bangsi örugglega ekki mjög fjáður fyrst hann þarf að hnupla sér mat - þá er næsta víst að maður gæti komið ár sinni vel fyrir borð með því að ákæra hin ýmsustu dýr í nágreni sínu..

  Maður gæti ákært ketti sem flykkjast um umhverfið með pissi og fleiru misgóðu. Þreytandi þessir kettir stundum, sér í lagi fressin því þau eru svo mikið í því að "merkja" sínar læður eða húsnæði eigenda læðanna. Stækjan sem kemur frá fressi - tala nú ekki um eftir heilan vetur - gýs upp þegar fer að vora og fer oft langur tími í að reyna að sápa niður þessa voðalykt..

  Nú, svo er það hundur nágranna míns. Hann er óður, hreinlega. Í hvert sinn sem hann er úti, reynir hann að eta læðuna mína. Hún fær bara ekki stundarfrið - hugsanlega væri hægt að ákæra hundinn með tilliti til svona eineltis og rof á friðhelgi einkalífsins. En líklega væri best fyrir mig að láta þetta grey í friði, enda læðan mín heljar tígrisdýr sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún ræðst á hundinn með miklum látum þegar hann byrjar og hundgreyið endar oftast uppi hágrátandi heima hjá sér, sundurtætt og flygsurnar all over the place.. Hef þurft að ná í læðuna á tröppurnar hjá nágranna mínum, eftir að hann hafi hringt í mig og hellt úr reiðiskálum sínum vegna óargadýrsins míns.. whutt? Þetta er ungur séffer sem um er að ræða sko!...

  Nú, svo gæti maður líka farið í mál við hænur nú til dags. Þær neita að verpa páskaeggjum - hvað þá gulleggjum - og láta bara eins og þær séu heilagar. Reyndar eru þær hálfheilagar í mínum kokkabókum, elska þær - á grillið eða djúpsteiktar.

  Ójá, hvers skonar vitleysa ætli velti yfir mann næst? Það er endalaust hægt að finna hinar undarlegustu fréttir af kjánalegustu hlutum, eins og það að kæra bangsa fyrir hunangsstuld. Væri ekki bara betra að byggja betri girðingar eða auka öryggi á annan hátt? Væri ekki hægt t.d. að setja rafmagnsgirðingar til að halda bangsa úti. Eða bara gefa honum t.d. matarleyfar á ákveðnum stað fyrir utan girðingu svo hann verði saddur áður en í óefni er komið? ... Skrýtin þessi veröld.


mbl.is Dæmdur fyrir hunangsstuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hafa ekki getað geymt þennan fram til 1 apríl  Ótrúlega skemmtileg frétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Tiger

  Já Ásthildur mín.. hefði sómað sér mjög vel sem 1. Apríl frétt. Svo satt að þetta er endalaust skemmtileg frétt!

Tiger, 18.3.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Ragnheiður

Bangsinn minn (sonurinn) hefur hingað til valsað laus um skápa og skúffur og étið bæði hunang sem og allt annað sem tönn á festir í eldhúsinu, spurning með að lögsækja hann ?

Njah..nenni ekki...

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Tiger

  Hahaha... það er svo dásamlegt þegar maður nær blessuðum ungunum með hendurnar ofaní kökukrukkunni! Svo gaman að sjá hvað þau verða saklaus og vandræðaleg "Ha! Ég, nei ég er ekkert að gera - bara athuga hvort það sé ekki örugglega mátulega hlýtt ofaní krúsinni svo kökurnar skemmist ekki!" ... Ragnheiður mín - svo satt hjá þér - við lögsækjum ekki svona dásamlegt sakleysi, bara alls ekki. Knús á þig..

Tiger, 18.3.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er nú frekar fyndin frétt, að detta til hugar að kæra björninn   gaman væri að vita hver borgar sektina

Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Tiger

  Ójá, og gaman væri að sjá ef björninn ekki borgar sektina - þegar lögreglan reynir að koma bangsa í tukthúsið... hahaha. Svo satt Huld.. hver ætli borgi svona vitleysu eiginlega?

Tiger, 18.3.2008 kl. 17:49

7 identicon

Ekki tekist að hafa hendur í hári hans, hvað er að yfirvöldum þarna í Makedóníu, ef þeir hafa dómstóla sem dæma birni til fangelsisvistar fyrir hunangsstuld þá hljóta þeir einnig að hafa sérstaka Bjarnarlöggu til að handsama bangsa, það mætti amk. reyna að lokka hann með hunangi! Þeim hefur líklega ekki dottið það í hug!

kveðja

ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einn læðueigandi reyndi að fá mig til að taka helminginn af kettlingum, sem hún sagði að minn köttur hefði efnt í með læðunni hennar ! Í alvöru, ég þurfti að sýna henni læknisvottorð upp á að kötturinn hefði verið geltur 2 árum fyrr

Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Tiger

      

Bjarnarlöggurnar þurfa kannski smá þjálfun - kannski Björn okkar Bjarna - gæti kennt þeim takt eða tvo...

Satt Ofurskutlan, kannski hafað þeir ekki hugmynd um að hægt sé að lokka þann loðna í búr með hunangi, vonandi lesa þeir þetta sko!

Jónína Dúa: Muhahaha... alveg sé ég þetta fyrir mér! Ef þú tekur ekki helminginn af kettlingunum - þá skaltu í það minnsta púkka út meðlagi eða þurrfóðri allavega!!! Og þú borgar kattasandinn ... snilld alveg!

Tiger, 18.3.2008 kl. 18:59

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bálreið býfluga barlómast betur, bítur bangsann ?

Steingrímur Helgason, 18.3.2008 kl. 23:29

11 Smámynd: G Antonia

G Antonia, 19.3.2008 kl. 01:16

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn, dýralækninum fannst þetta líka svo fyndið að hún lét mig ekki borga neitt fyrir vottorðið

Jónína Dúadóttir, 19.3.2008 kl. 06:17

13 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Wink

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 09:01

14 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páskakveðjur til þín hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 14:00

15 Smámynd: Helga skjol

Gleðilega Páska ljúfur.

Helga skjol, 19.3.2008 kl. 19:30

16 Smámynd: Sigrún Óskars

Þegar högnarnir ganga um hverfið og merkja sér, þá er ég alltaf jafn fegin að þið karlmennirnir gerið þetta ekki. Kannski maður ætti að kæra þá? Þ.e. kettina.

Sigrún Óskars, 19.3.2008 kl. 21:16

17 Smámynd: Tiger

  Það er bara ljúft að sjá ykkur öll... Happy Easter ya all og stórt knús í allar áttir.

Tiger, 19.3.2008 kl. 22:56

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í dag kærði ég 6 Eyrbekkinga fyrir það að stela frá mér brosi og skila því ekki til baka  Bunny Face  Easter Bunny  Chick  knús á þig

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 00:02

19 Smámynd: Tiger

  

Ásdís mín - hér færðu eitt stórt til baka inn í páskana þína.. hafðu það gott ljúfust.

Tiger, 20.3.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband