17.3.2008 | 01:32
Stutt innlit - játa morð og smá um helgina.
Bara svona rétt að segja . Hef lítið verið á netinu síðan á föstudag. Stóð í ströngu um helgina í að drepa eina vonda kerlingu sem gerði usla í vinahópnum. Um leið og ég tók eftir henni réðst ég á hana og tók hana hálstaki, reyndi að kyrkja hana. Hún var of borubrött og alltof þykkur á henni hálsinn þannig að ég náði ekki nógu góðu taki til að kremja líftóruna úr henni, snéri mér því að rótum hennar og byrjaði að klippa þær hverja fyrir sig. Skelfing var hún rótföst þessi heljarinnar vindbelgur. En ég er þrjóskur, ósérhlífinn og grimmur með eindæmum - og þá sérstaklega þegar verið er að gera aðsúg að vinum mínum. Og ég segi ykkur, ég var ótrúlega grimmur og miskunarlaus í baráttunni við þessa ljótu meri (afsakið orðbragðið). Mér tókst eftir heljar slagsmál og læti að skera á allar hennar taugar og skildi hana eftir í rúst - þurrkaði hana út - blessuð sé minning hennar - hvíl í friði Gróa á leiti, mér, mínum og vinum mínum að meinalausu. Ég sá til þess að koma henni aftur í föðurhús og þar hvílir hún núna sundurtættar taugar sem og lúin - mölbrotin bein. Gróa á leiti er ekki aufúsugestur í mínum kokkabókum og vei þeim er reyna að planta henni í mínum vinahóp. I´m bad.. i know.
Í gær fékk ég lítinn frænda í heimsókn sem ég var með í nótt, skilaði honum núna síðdegis í dag, sunnudag. Hann er bara sex mánaða, dásamlegur drengur - sonur systursonar míns. Sá litli er svo rólegur og yndislegur að það hálfa væri nóg. Lá og hjalaði allan daginn einhvern veginn og svaf inn á milli - var samt alltaf að ýta í hann til að "athuga hvor hann væri ekki að vakna" svo ég gæti haldið á honum og knúsast með hann. Svo sofnaði hann klukkan hálf tólf á laugardagskvöldinu og svaf til hálf níu á sunnudagsmorguninn. Ég lá á maganum í rúminu mestan tímann tosandi í tærnar á honum og skoðandi litlu puttana hans, alveg eins og ég gerði við pabba hans fyrir 25 árum þegar ég var að passa hann lítinn ... Viðurkenni það að ég hef endalaust gaman af börnum.
Eitthvað hljóta Edeneigendur nú að vera að græða. Skruppum til Hveragerðis í dag þegar sá litli var farinn, ætluðum að fá okkur kaffi en - það var ekki til uppáhellt kaffi í Eden!!! Urðum að fá okkur kakó, en það var svo sem okey því kakó er gott... ein lítil ræfisleg tertusneið með einni teskeið af rjóma kostaði rétt við 700kr! Hægt að baka heila tertu fyrir minni pening... Tveir kakóbollar, ein lítil kók og lítil brúnkaka = 12hundruðogeitthvað. Fer með nesti þangað næst ...
All my good blogging friends.. kíki betur á ykkur á morgun því ég er ekki alveg að nenna hringinn í kvöld. Enda margar færslur hjá flestum og það tekur tíma að lesa ykkur öll, læt í mér heyra hjá ykkur öllum.. Good night sweetypæs og góða viku framundan.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég fyllist vorhug að lesa um þetta morð. Ég er eiginlega til í fjöldamorð en ræð ekki ein.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 01:46
Gott hjá þér að taka Gróu á Leiti af lífi :-)))
Sammála öllu hinu, æi þú ert allsstaðar "inn" finnst mér, og barngóður líííka *ekki daðr* !!! En viðurkenni,að ég fór að hugsa, hvað skildi hann vera gamall *ekki daðr* bíddu!!! passaði pabba 6 mánaða frændans fyrir 25 árum og .... þá hefur hann kannski verið 25 ára... svo (þó ég sé ekki sleiiiip í reikning) myndi ég giska á 50-65 ára!!! En hver er svo sem að telja eða pæla í aldri......sem er jú bara afstæður og allt það rugl !! hehe!!! EKki ég!!!!!!! Næ ekki að setja broskalla á Apple tölvunni þannig að það verður að duga að senda einn svona stóran *BROSKALL*
Góða vinnuviku framundan
G Antonia, 17.3.2008 kl. 01:55
Ég man nú ekki hvað keddlíngin Hallgrímur var gamall þegar ég sá hann síðast í afmælum talið, en hann leit ekki út fyrir að vera kaffitíma eldri en níræður, alltént.
Steingrímur Helgason, 17.3.2008 kl. 02:37
Ómæjó sko... 50-65 mæ ass *móðg*.
Hólmdís: Já, ég fyllist líka vorhug þegar Gróa á leiti er nærstödd og frem ýmis misglöð vorverk þá - nota aðallega klippur og slát-t-urvél sko! *glott*.
Guðbjörg Antonia: Skammskammskammskamm.... og hana nú! Ég var náttla ekki nema sirka 15 þegar ég passaði pabbann, 20ár til eða frá - hvað er það á milli vina sko! Mar er náttla bara rétt rúmlega fortísomething *flaut*.
Zteini stuð... alltaf jafn ljúfur þegar þú neyðist til að grýta frá þér silfurhömrum (nutthing gull við þessa hamra þína sko)... ég flengi þig næst þegar ég rekst á þig vinur - eða ýti þér framaf þessum silfurhömrum - ég er ekki eins og Villi REI - ég man hluti! Geymt en ekki gullfiskaetið, luv ya too babe!
Tiger, 17.3.2008 kl. 03:00
Högni minn ég er svoooooo stolt af þér, það er ekki öllum gefið að fremja morð svo vel sé Njóttu dagsins ungi maður
Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 08:06
Góðan dag SPÉKOPPUR .. held það sé nafnið sem henti þér best. Húmorinn aldrei langt undan. Mér líkar sérlega vel við fólk sem er mikið fyrir börn, ég er sjálf barnaóð.. og einhvern tíma í gamla daga héldu nágrannar að ég væri dagmamma af því að ég var alltaf með fullt hús af börnum hehe.. Gott þetta með Gróu, hún er andstyggð, verst hvað hún er lífseig !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2008 kl. 09:18
Jamm Gróa drepst ekki svo glatt, ef hún á annað borð kemur sér fyrir. Það þarf því að vera á varðbergi fyrir róaröngum og slíku.
En þú ert bara flottur TíCí minn. Aldur er afstæður að mínu mati. Það er hinn innri maður sem skiptir máli.
Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2008 kl. 10:11
Hehe bráðum ætla ég að fá að passa litla ömmusnúðinn minn og ég verð örugglega eins og þú -andvaka að skoða á honum tásurnar og allt.
Krúttleg færsla nema ég fatta ekki hvert fórnarlambið er sem þú myrtir en það er kannski aukaatriði
Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 10:15
Jarðneskar leyfar Gróu á Leiti eru sannarlega dæmdar dauðar og ómerkar og eru nú staðsettar á heimaslóðunum, back to the sorce.
Móðir í hjáverkum: Takk ljúfust, fyrir falleg orð. Mér væri frekar trúandi til að ráðast á tré en nokkurn tíman manneskju, nema ef það væri þá Gróa kerlingin. Knús í daginn...
Jónína Dúa: Þú yndislegi ömmutitlaræningi - sumar aftökur eru bara nauðsynlegar og helst um leið og maður kemur auga á "glæpamann/konuna" ... *flaut*. Knús í fjöllin blá ljúfan - þinn hrekkvísi.
Jóhanna M. & V.: Spékoppur er náttla bara hot sko - enda er fastur spékoppur á sál minni og hjarta mínu, sem stanslaust eru glöð og kát. Ég er líka hrifinn af barngóðu fólki, fólki sem gætir litlu kynslóðarinnar hvert sinn. Ég ólst líka upp á heimili eins og þú áttir, fullt af nágrannabörnum og skólasystkynum - sem móðir mín tók alltaf uppá sína arma og aldrei fór neinn svangur eða leiður frá hennar faðmi, þaðan hef ég kærleika og ást á öllu góðu því ég fékk mikið veganesti frá henni
Ásthildur elskulegust frænka mín: Sannarlega rétt að kerlingin er lífseig - og sannarlega betra að vera á varðbergi gegn hennar offorsi. Best er hún snúin úr lið í fæðingu ef þess er kostur svo hún nái ekki að skemma út frá sér. Jamm, maður er kannski ekki svo gamall í árum - en sálin er ævaforn og hún er endalaus uppspretta í leit sinni af því góða í öllum sem maður mætir - allir hafa sama stall í mínum augum - og þeirra að sýna sig og sanna áður en sálin ákveður stað þeirra í hjarta mínu.. eða hvort þeir fái bara að vera þar sem þeir eru fyrir.
Ragnheiður mín: Mikið skil ég þig vel og ég er viss um að litli ömmusnúðurinn þinn fær mikla góða strauma og ást frá ömmu sinni, enda stórkostleg kona þar á ferð! Fórnarlambið eða öllu heldur glæpakvendið sem ég tók af lífi var sjálf Gróa á Leiti - en Gróa er nafn yfir "kjaftasögu" sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.. ég er alltaf fljótur til með aftökusveit ef ég rekst á þá kerlingu.
Knús á ykkur elskurnar í daginn..
Tiger, 17.3.2008 kl. 13:46
Betur væri ef fleiri hugsuðu um að kála þeirri leiðindakerlingu, því fólki gengur misvel að takast á við hennar gjörðir.
Bið að heilsa og hafðu það gott
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.3.2008 kl. 15:00
Ójá Ragnheiður Ása, getur verið mjög erfitt að losna við kerlinguna ef hún fær tíma og tækfæri til að festa klóm sínum í bak þeirra sem ekki eiga það skilið. Hún er best kæfð í fæðingu ef möguleiki er á og maður kemur auga á hana.. Knús á þig og eigðu góða viku framundan..
Tiger, 17.3.2008 kl. 15:03
Geturðu þá lofað því að við sjáum kerlingarskrattann aldrei aftur!? Ég er oft búin að reyna að kála henni en var orðin handviss um að sniftin ætti fleiri hundruð líf
Ég sé að það eru fleiri en ég sem fá ekki nóg af því að sloða "miniature" táslur og putta, það liggur við að það fari að hringla við tilhugsunina ég verð bara að bíða eftir ömmubörnunum.
Huld S. Ringsted, 17.3.2008 kl. 16:30
Hélt hún Gróa væri löngu dauð eða týnd og tröllum gefin. Heyri aldrei neitt slúður. Og að það sé slúðrað um mig neiheii. Einhverstaðar stóð; betra er illt umtal en ekkert. Hvað segir það um mig Kannski að láta kíkja á heyrnina.
Annars elska barngóða menn
M, 17.3.2008 kl. 17:51
Það er óskandi að þú hafir náð að kála henni fyrir fullt og fast,fram til þess hefur þessa skrugga verið með fleiri líf en kötturinn,en nú er auðsjáanlega von hún er vonandi dauðknús til þín tíci minn.
Helga skjol, 17.3.2008 kl. 17:57
Því er nú ver að kerlingaskörungurinn er með mörg líf, mun fleiri en kisa... hún mun ætíð komast uppúr gröfinni á meðan til er rætið fólk sem kann sig ekki.
Huld mín: Kerlingaskömmin á eftir að poppa upp dansandi aftur og aftur - því miður. En hún nær aldrei góðum metorðum og háum aldri nálægt mér og mínum vinum - því ég er grimmur andstæðingur hennar og tek hana strax úr umferð, leita af uppsprettu hennar og kem henni kyrfilega fyrir þar aftur, og moka aftur yfir - þar til næst. Litlar táslur og fingur eru bara þú átt eftir að njóta þess þegar ömmubörnin spretta upp!
EMM: Stundum er nú samt betra ekkert slúður en smá slúður, þannig séð. Þú ert bara heppin að losna undan þessum vágest ljúfan. Knús á þig..
Helga skjol: Úff, ef maður gæti bara séð til þess að kerlingarálftin ætti aldrei aftur endurkvæmt - þá væri maður fær vísindamaður sem hefði fundið upp sannleika- og góðmennskugenið - og hefði dreyft því yfir jarðkringluna endalaust.. *flaut*. Knús til baka ljúfan.
Tiger, 17.3.2008 kl. 19:22
Það er nú akkurat málið, alltaf einhverjir til í að lífga kerlu við með munn við munn og tilheyrandi hjartahnoði! Sannleika-og góðmennskugenið, ætli hann Kári viti af þessu!
kveðja, Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:32
Ójá Guðbjörg.. ótrúlegur þessi fjandi í okkur að þurfa alltaf að vera svona ótrúlega góð í okkur, megum varla sjá nokkuð hálfdautt þá erum við farin að hnoða - jafnvel þó það sé einn okkar helsti höfuðóvinur. Mannlegt eðli að bjarga hinu og þessu - ósjálfrátt - en sumir með einbeittum vilja og ólund.
Tiger, 17.3.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.