Leigðu bílinn, sé hann grænn og vænn, en ekki glíma við fiðrildin í bænum...

  Jæja já elskurnar mínar, litlar og stórar. Ég er hérna ennþá og ekki hefur mér verið eytt út af moggabloggi. En, nú er að baki þessi líka subbulega færsla sem ég var neyddur í að henda hérna inn - og mun ég ekki leggja slíkt óæti á ykkur aftur í bráð. Þessi færsla hérna mun ekki innihalda eins mikið jarðrask og kynlífsbrölt, eða þannig. Samt skulið þið ekki halda að ég sé alveg hættur því það er aldrei að vita hvenær eitthvað slíkt poppar upp - en með varnaðarorðum samt ætíð... En, nú ætla ég bara að skoppa inná hitt og þetta í stuttri yfirferð. Tek nokkrar fyrirsagnir sem ég rakst á í morgunlestrinum og hendi svo einhverju inn um þær..

1. Að leigja bílinn til að hafa fyrir afborgunum (24 stundir, þriðjudagur 4 mars.).

  Góð hugmynd. Það eru jú fullt af óðum bíleigendum sem vaða út í það að kaupa geggjaða bíla á alltof háum afborgunum, og ráða svo ekkert við málin eftir eina eða tvær slíkar. Sagan segir af bíleiganda sem þurfti að greiða 37Þ. á mánuði en var tvo á eftir með greiðslur - leigði bílinn til skyldmennis í 6 mánuði á meðan hann náði í skottið á sér. Mun betra en að missa bílinn í dráttartógi. Málið er þó að ef maður er löghlýðinn, þá hefður átt að fara 4 þúsund af þessari upphæð í skattinn...

2. Léttari og "grænni" bílar.(24 stundir, þriðjudagur 4 mars.).

  Allt er vænt sem er meira grænt jú. Er það ekki? Nei það held ég nú bara ekki sko! Kannski að grænar plöntur séu vænar, grænn útblástur geti verið vænn ehh.. og kannski er hægt að flokka sorp svo grænt sé. Æi, kannski er allt vænt sem er grænt eftir allt. Hyundai er að senda frá sér fjölskylduvænan grænan bíl sem verður til sýnis á bílasýningu sem haldin er í Genf í Sviss. Bíllinn verður jafnstór og aðrir sambærilegir bílar en mun léttari, sem þýðir minni mengun. Gott mál það.

Munið svo eftir því að skafa vel af bílnum þegar snjóar, ekki keyra af stað með litla sjónrönd á framrúðunni en allar aðrar rúður á kafi - og það með börn í bílnum í þokkabót. Þegar mikill snjór er - þá fer ég út með kúst og sópa af bílnum, fljótlegt og þægilegt. Og.. elskurnar mínar sem keyra liggur við í bakkgírnum í mikilli umferð - þar sem tvær eða fleiri akreinar eru - haldið ykkur HÆGRA megin í umferðinni! Vinstri akreinin er fyrir hraðari umferð... óskráð lög okkar sem keyrum eins og kappakstursökuþórar í umferðinni. Munið líka að sleppa bæði REYKINGUM og FARSÍMANUM á meðan þið eruð með líf ykkar og farþega ykkar - ásamt lífi allra hinna - í umferðinni. Virkilega ljótt að sjá fólk keðjureykja, tala í símann og reyna að hafa vald á bifreiðinni í þungri umferð.

3. Glímuskutla á ferð í Reykjavík.(24 stundir, þriðjudagur 4 mars.).

  Jæja strákar, og stelpur auðvitað. Glímuskutlan Kanadíska Trish Stratus, mun taka létt glímuspor við hina íslensku Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, annaðkvöld í glímusal Ármanns í Laugardal. Frítt inn og hefst sýningin klukkan átta. Nú er um að gera að setja sig í glímustellingar og horfa á fallegar stúlkur glíma. Er nú hræddur um að GlímuKóngurinn hann afi minn sálugi myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að ungar og fallegar stúlkur væru að berjast - en hann myndi líka brosa og fylgjast með af athygli. Og Brjánn: það verða engin brjóst þarna - eða hvað? Ehh..

4. Fiðrildafundur á Vegum UNIFEM. (24 stundir, þriðjudagur 4 mars.).

  Tilgangur er góður og vænn. Sjónum er beint gegn ofbeldi á konum, í Austur-Kongó, Líberíu og Suður-Súdan. Halló. Afhverju þurfa samtökin að hlaupa burt fá okkar konum? Hér á landi eru fulltaf konum sem þurfa að sæta ofbeldi. Ok, stígamót já.. og örugglega eitthvað fleira. En ég myndi frekar vilja að svona samtök tækju uppá því að styrkja konur á Íslandi - áður en þær fara til annarra landa. En svona erum við Íslendingar, þurfum alltaf að bjarga öllum heiminum en horfum sjaldan á vandann í okkar eigin garði. Hver er eiginlega tilgangurinn - að vekja hrifningu á erlendri grundu? Varla. Enda hver tekur svo sem eftir því þó nokkrar hræður frá þessari litlu eyju rétti út litla putta?

  En svona að lokum. Hafið þið einhvern tíman horft á sjónvarpstöðina ÍNN? OMG, segi ekki meira. Hef tvisvar dottið inn á hana og lent á Fuglabjargi hinu versta. Þar eru konur allsráðandi og bara hreint skelfilegt á að horfa. Það eru þær Ásdís Olsen og Kolfinna Baldvinsdóttir sem eru stjórnendur þáttarinns. En þvílíkt fuglabjarg! Í þau tvö skipti sem ég reyndi að ná áttum og skilja um hvað þær voru að tala um - ásamt tveim gestakonum - gekk það ekki betur en svo að ég skildi varla orð hjá þeim. Þessar fjórar konur óðu svo yfir hverja aðra, blöðruðu svo hrikalega og kláruðu aldrei eitt frekar en annað. Það eina sem stendur uppúr - er ekki neitt nema hausverkur og gleði yfir því að vera ekki kerling í kerlingakjafta- og saumaklúbbi, er viss um að svona er einmitt á þeim samkuntum.. hihihi.

  Kem kannski með eitthvað sætt og sóðalegt í lok dags. Eigið góðan dag og passið ykkur á hálkunni sem oft leynist undir snjóalögum þegar þau rigna niður...Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

samkuntum segirðu Tiger...maður á nú að segja samkundum....en prentvillan er brilliant innan í þessari færslu hjá þér. Ég hef ekki séð ÍNN, kann ekki að finna þá stöð, er algerlega tæknifötluð svoleiðis

Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Tiger

 Ragnheiður mín - mar verður að kunna að veraá réttum stöðum sko.. *flaut*. Ég mæli ekkert með því að þú reynir að finna þessa stöð, nema þú sért til í að skammast þín fyrir hönd kynsystra þinna, svo slæmar eru þær í þessum þætti - trúðu mér.

   

Tiger, 4.3.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ehemm...............það var stillt á þetta fuglabjarg hjá mér um daginn, ég rauk til og lækkaði algjörlega niður í tækinu og urraði svo: "þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég tek ekki þátt í neinum kvennahópum af nokkru tagi" !!

Huld S. Ringsted, 4.3.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Tiger

  En hvað ég skil þig vel Huld.. skil ekki hvernig stendur á því að svona lagað er leyft í fjölmiðli sem sjónvarpið er. Hver ætli borgi brúsann undir svona fuglaGarg? Og hverju er eiginlega verið að reyna að koma til skila? Að konur séu óviðræðuhæfar séu þær nokkrar saman komnar án karlmanns til að stjórna þeim .. hahaha! Spurning með þessar allavega...

Tiger, 4.3.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert óborganlegur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Tiger

  Ásthildur.. woff, er sko hræddur um að það þyrfti að fara djúpt í vasana ef á að reyna að borga mig út..  eins óstýrilátur og óþekkur sem ég er stundum.

Tiger, 4.3.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér varð á að stilla á ÍNN um daginn, man ekki lengur hvaða konur voru þar en ekki leist mér á það..... Segi eins og Huld, alltaf forðast að starfa í hópum þar sem eingöngu eru konur....

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 18:01

8 Smámynd: Tiger

  Ómæ Jónína mín .. eins og ég segi - þið getið náttla ekki án okkar verið - og við engan vegin án ykkar verið = blandaðir hópar eru ætíð heillavænlegastir.

Tiger, 4.3.2008 kl. 18:09

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Horfi ekki á INN, það er annað hvort kellurnar að tala hver oní aðra eða Ingvi Hrafn með einhvern reiðilestur. Glötuð stöð.

Merkilegt hvað margir keyra vinstra megin í 1. gír og enginn kemst framúr. Þarf oft að telja uppá milljón til að láta svona ökumenn ekki eyðileggja daginn fyrir mér. Ég er nefninlega svona kappaksturs-ökuþór á morgnanna

Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hello  Hello Hello 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:28

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit nú ekki hvaða: varstu að spyrja um einhverjar sjónvarpsst.
horfi nú eiginlega aldrei á sjónvarp jú fréttir.
ég er talin vera svolítið gammeldags, en það abbast ekkert upp á mig.
Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.
                     Kveðja Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2008 kl. 21:01

12 identicon

LOL   Þú ert óborganlegur,   mikil skemmtilesning hér á ferð.

Særir ekki mína blygðunarkennd, þó síður sé.  

Bloggvinakvitt..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:16

13 Smámynd: Tiger

  Eitt hjól undir bílnum - en áfram skröltir hann þó ...

Sigrún: Fuglabjarg eða Hrafnabjarg, hvor tveggja jafnmikið garg! Ég er líka dálítill kappaksturs ökuþór - allan sólahringinn! Kann mig stundum ekki í umferðinni og er ósvífinn fantur með fingur á lofti ef einhver er fyrir mér - NOT. Neinei, ég er bara þokkalegur, en samt fúll þegar sunnudagsbílstjórar eru á vinstri akrein á virkum dögum.

Ásdís: Hipphúrray, þrefallt til þín líka essgan mín.

Guðrún Emilía: Jú, ÍNN er líklega ein misheppnaðasta sjónvarpsstöðin frá upphafi. Kvennafuglabjarg eða Hrafnabjarg og bæði atriðin skammarleg. Þakka þér kærlega fyrir bloggvináttu, nú er auðveldara að fylgja þér eftir því ég hef alltaf kíkt á þig af og til.. *knús*.

Guðrún B: Ekki einu sinni reyna að taka upp ávísanaheftið, engin hefur efni á óborganlegum prakkara - svo im free for now. Lot´s of love over to Færeyja.

  For you all my friends..

Tiger, 4.3.2008 kl. 23:57

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 139808

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband