Ok, Eldur skíðlogaði upp um alla veggi hjá mér í dag - húsið er brunnið en allir heilir á húfi þó, næstum því.

  Húsið mitt stóð í ljósum logum í dag, allt á tjá og tundri - en tölvan slapp ómeidd og órispuð. Hún var það fyrsta sem ég greip í fangið og bar úr í bíl, því næst hljóp ég aftur til að athuga hvort ég gæti náð kerlingunni og kettinum, gullfiskarnir er steiktir en þeir voru svo sem hálf grillaðir líka áður en að brunanum kom. Það munaði ekki miklu á að illa færi, en ég er sáttur. Kerlingin var að fikta með kleinuolíu og það gerist allt svo hratt í svona gömlum timburhúsum. Ég skil hvers vegna svona margir verða eldi að bráð í heiminum - eitthvað að bagsla við að draga kerluna út eftir að hafa komið tölvu og gólfkylfum ásamt flatskjánum og öðru svona týpísku karlahobbýdóti út fyrst.. Æi, svona er lífið.

  Núna er ég að hugsa um að skilja, svona áður en að næsta bruna kemur. Hefði getað bjargað skanna, prentara og fleiru tengdu tölvunni ef ég hefði ekki þurft að hringsóla svona með rykmettaða konuna. Ég ætla að lögsækja hana - en svo sem ekki mikið á því að græða. Getur einhver gefið mér upp góðan skilnaðarlögfræðing? Best væri ef lögfræðingurinn væri kona, helst mikil tölvukerling - svona svipuð áhugamál og ég sko. P.s. ef einhver á afdankaða fatalarfa á hálfútbrunna konu - þá tek ég við því í messunni í Bústaðakirkju á morgun. Ég náði einhverju af mínum fötum og svona því helsta um leið og ég tók tölvuna, en hennar drasl brann niður - var svoddan rusl anyhow..

  Ég er búinn að fá inni hjá frænda mínum sem býr úti á Arnarnesi, allavega í bili. Ég held auðvitað bílnum og tölvunni, sem og fötunum mínum.  Fékk pláss á hjálpræðishernum fyrir þá bökuðu en hún þarf að deila herbergi með 5 Tælenskum konum og 1 Grænlenskri. Hún var eitthvað að röfla um að fá að vera hjá mér á Arnarnesinu, en það kemur ekki til greina segir frændinn - rétt eins og að maður vilji fá brunalykt í svona stórt og flott hús - hún skilur þetta ekki en ég skil vel og er sáttur. Enda þarf hún ekki að hafa áhyggjur þó hún sé á hernum - hún á ekkert sem hægt er að ræna frá henni, svo hvað væll er þetta.. hefur ekki einusinni föt til skiptanna.

  Ég vona að þið hafið lesið þetta allt, með kímni í huga og áttið ykkur á að allt hér fyrir ofan er bara hreinasta bull. Ef ekki - þá fæ ég náttúrulega fullt af commentum út á fyrirsögnina - eins og "ÆÆ, vona að þið séuð tryggð" eða "Gott að þið sluppuð heil og ósködduð úr eldinum" eða álíka.

Ég vona að ég hafi ekki sært tilfinningar neins og auðvitað vona ég að ég verði ekki lögsóttur fyrir að skrökva svona að bloggvinum mínum og öðrum góðum bloggurum. Elska ykkur þrátt fyrir allt, nema kannski Jenný - uppáhaldsnöldurbloggarann minn. Dýrka pirringinn og súmíariverið hennar...

  Before you turn me on fire - and kick the daylight out of my ego.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tigercoops.

Mér fannst forgangsröðun þín á að bjarga,vera til fyrirmyndar FYRIR FÁBJÁNA.

þó ég viti að grín var það.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 05:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hrikalega góður !!!!!!!!!!!

Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hmm, er þetta svona til að koma í veg fyrir að einhver álíti þig kvks?

Góður eins og alltaf!!!!!!!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.3.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Angelfish

Hahaha snilld ....   ég verð samt að viðurkenna að eftir að hafa lesið fyrstu línurnar þá var ég ekki viss haha auli ég ...

Angelfish, 2.3.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eins gott að fyrrverandi maðurinn minn hugsaði ekki svona þegar mitt hús fuðraði upp á sínum tíma   en ég skilaði honum reyndar stuttu seinna.

Huld S. Ringsted, 2.3.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert nú meiri kálfurinn Tigercopper minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:54

7 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi voruð þið tryggð !!

Njah djók hehe

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Tiger

   truth is that - at my humor is   i guess.

Þórarinn: Forgangsröðun mín er flott og ekkert að henni að finna, en forgangsröðun "söguhetjunnar" er sannarlega forgangsröðun fábjána, sammála því.

Árni: Þakka fyrir innlit og kvitt. Út frá þér er auðvelt að lesa að þú er vinur góður, einlægur og trúr því sem þú tekur að þér. Það þarf lítið til að gleðja þig og þú ætíð glaður því litla sem rétt er að þér með góðum huga. Húmor á háu stigi er í genum þínum...

Jónína Dúa: Girly - you´ve seen notthin yet ljósið mitt.. My worse side has not yet come up.

Ragnheiður Ása: Úff, þetta er stanslaus barátta - það sér ekki fyrir endann á þessu ennþá og ég kem til með að minna bloggheim á þetta af og til.

Angelfish: Dúllan mín, ekki skrýtið þó þú hafir verið næsta viss um að hér væri sannleikur á ferð, þú þekkir mig of vel. Gott þó að þú skildir fatta grínið að lokum - hefði ekki viljað láta þig lögsækja mig..

Huld: Úff.. en sko! Ég myndi skilyrðislaust bjarga þér á undan öllu öðru, hvenær sem er - held ég. Auðvitað tekur maður með sér gullið sitt fyrst og þú ert stór slíkur moli sem aldrei kæmir á eftir einhverju hobbydóti, held ég.  Ég myndi þó ekki vilja láta skila mér aftur í Hagkaup sko  en mamma mín fann mig í grænmetisdeildinni og hefur ætíð kallað mig kálhausinn sinn..

Ásthildur: Ég gruna að þú hafir meira rétt fyrir þér en mamma mín - ég er frekar kálfur en kálhaus sko! *knús*.

Tiger, 2.3.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Tiger

  Ragnheiður addna ... húmorinn þinn er alltaf stutt undan! Yndisleg ertu..  (en by the way - auðvitað tryggi ég allt hobbydót en kjeddlan, no need - enda nóg af þeim all over - djókur)...

Tiger, 2.3.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegur

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:50

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var eiginlega viss um að þetta væri alvöru, þar til þú sagðist hafa bjargað húsdýrunum (þ.m.t. konunni) á undan skannanum og prentaranum

Brjánn Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 17:26

12 identicon

Hressandi lesning að kommentunum meðtöldum ...

Maddý (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:32

13 Smámynd: Tiger

 Lífið er yndislegt - ég geri það sem ég vil - lífið er lalalala... 

Ragnheiður Ása: Dobbla það til þín með 6 hjörtum..

Brjánn - kæri boxari: Mar vissi náttla að frændinn átti auka stuff í tölvuna, svo mar lét hafa það að redda hinu, svona til að forðast lögsókn og læti...

Maddy mín: Reyni að vera hress, gott að vera hress eftir góðar og girnilegar "gæsirnar" þínar..

Kurr: You Rock as well sweety. Bloggvinir mínir eru æði, ég þá gjarnan snæði - í ró og næði... *knús*

  all in píses... eða þannig.

Tiger, 2.3.2008 kl. 19:15

14 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtilegur

Sigrún Óskars, 2.3.2008 kl. 22:40

15 Smámynd: Tiger

  Sigrún mín.. þakka þér og sömó!

Tiger, 2.3.2008 kl. 22:57

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegasta bull sem ég hef heyrt lengi lengi

Solla Guðjóns, 3.3.2008 kl. 11:06

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

.......

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.3.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband