26.2.2008 | 15:48
Heimiliskettir gerðir út af heilbrigðisstéttunum?
Kettir draga úr líkum á hjartaáfalli. Gæludýrin hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Stórkostlegt - hlaða niður kisum út um allt hús og framtíðin verður björt, engir hjartasjúkdómar og áföllin ekki til staðar. Æi, þetta vissi ég sko - enda heljar mikill kattavinur - og með sterkt og gott hjarta! Þetta er, samkvæmt 24 stundum í dag, niðurstaða eftir 10 ára rannsóknir á 4300 manns í Bandaríkjunum. Er ekki málið að leyfa ótakmarkað kisuhald um allan bæ? Á ekki bara að koma kattholti upp á Spítala, staðsetja það viðhliðina á hjarta- og æðasjúkdómadeild? Ekki svo slæm hugmynd því kettir hafa sannarlega góð áhrif á heimilisfólk.
Sagt er að kvíði og streita hafi neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi líkamans, rétt og satt. Sagt er að kettir hafi streitulosandi áhrif á eigendur sína. Bingó. Út með hjartaskurðlækna og inn með kisur (og hunda). Amerísku hjartasamtökin birtu niðurstöður rannsóknar árið 2005 sem sýndi fram á að aðeins 12 mínútur á dag í návist heimilishunda eða katta hefði jákvæð áhrif á hjarta- og lungnastarfsemi einstaklinga með hjartabilun.
Hlýja og ánægja sem gæludýr veita eigendum sínum hefur fyrirbyggjandi áhrif. Katta(hunda)eigendur eru síður líklegir til þess að látast af völdum hjartaáfalls en þeir sem ekki eiga kisu. Dauði af völdum hjartaáfalls var, samkvæmt Qureshi - einum af rannsakendum þessa við Háskólann í Minnesota, 30% minni hjá kattaeigendum en þeim sem engin gæludýr áttu.
Love your cat - and your cat will give your heart some adrenalinkick.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Rosalega er ég heppin! á eina kisu og þrjá hunda ég verð örugglega hundrað og eitthvað, nema að sjálfsögðu eitthvað annað sjái um að koma mér yfir móðuna
Skemmtilegur fróðleikur.
Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 16:19
Nú þarf ég að koma mér heim og knúsa hann Brand blessaðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:34
Ég á einn kött.... gildir fjöldinn annars nokkuð ?
Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 17:39
Æ, ég þarf að fá mér hund eða kött. Hef alltaf haft kött í húsinu og það fleiri en einn og svo var ég með hund í mörg ár. Ég er sammála þessu með dýrin og stressið, þau hafa sko mjög góð áhrif á mann.
Sigrún Óskars, 26.2.2008 kl. 18:38
Hjúkk slepp fyrir horn er með bæði hund og kött,ætli ég verði ekki bara vel yfir hundraðið
Helga skjol, 26.2.2008 kl. 20:20
Ohh ég elska kisur.. þín er líka alveg einstök.. annars á ég ekki kisu núna en ég á fullt af vatnaskrímslum og svo er ég að fara að passa einn svona í mánuð.. það kannski heldur í mér lífinu í einhvern tíma
Angelfish, 26.2.2008 kl. 21:54
Gæludýr eru frábær já.
Huld: Sko, fjögur gæludýr ættu að geta haldið þér fjórfalt lengur á lífi en eitt - sem gerir hvað - segjum meðal aldur frá einu sé 80 ára og það sinnum 4 gera þig allavega ... hmmm.... að þú verðir 4x80ára ... Omy, segjum bara að þú ættir að ná háum aldri.
Ásthildur: Ég er handviss um að Brandur á eftir að verða hundleiður þegar þú ferð að ná 109 árinu.. Spurning um að kremjann ekki of fast þessa dúllu?
Jónína: Einn köttur út í mýri gefur lífinu stýri. Þú verður eldgömul af einu stykki - treystu því sko!
Sigrún: Stelpuskott! Ertu ekki með gæludýr? Ekki einu sinni húsband? Hann gæti verið gæludýrið þitt sko...
Helga Skjol: Tvö gæludýr, tvöföld ánægja og tvöfalt mina stress. Jú þú sleppur sannarlega fyrir hornið.
Angelfish: Huhh... vatnaskrímsli? Stingdu hausnum ofaní búrið til þeirra og faðmaðu þau að þér - vel og lengi, ábyrgist ekki langlífi hjá þér sko! En fjaðraskrúðurinn gæti svo sem bjargað þér - og ef ekki vill betur þá bara kemur þú og faðmar mína kisu þar til hjartað kemst í lag..
Tiger, 27.2.2008 kl. 02:22
Ég gleymdi því að ég á líka tvo gullfiska, en mér líst ekki aaaalveg nógu vel á hugmyndina að stinga hausnum ofaní búrið og faðma þá.... held svei mér ég færi þá frekar með þá út að labba...
Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 06:23
Já takk fyrir það. Annars er hlátur líka góður fyrir hjarta og sál. Og eitt símtal til þín ætti að duga manni í langan tíma.
Angelfish, 27.2.2008 kl. 11:54
Kisan mín gerir mér sko mikið gott, vildi ekki vera án hennar. Við erum orðin tvö heima hjónin, börnin burtvaxin og flogin og þá er gott að hafa þriðja aðila til að tala um, hún er endalaus uppspretta gleði.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:25
Mjá, ezzgan, alveg rétt hjá þér enda líf án loðdýra hálf hárlaust & dull, eiginlega.
Steingrímur Helgason, 27.2.2008 kl. 19:34
Jónína Dúa: nei ég mæli ekki með því að þú farir á kaf í faðmlagsleit - frekar í göngutúr með gullfiskabúrið. Sýna fiskunum frystihúsið - sko - þarna er líkhúsið.... ohmy.
Angelfish: Ég hlæ aldrei eins mikið - eins og þegar ég er að hlægja að þér! Sérstaklega þegar þú ert að bretta uppá nefið framan í myndavélina. (ætti ég kannski að birta þá mynd hérna?) *saklaussvipur*..
Ásdís: Hvet þig til að kreista kisu af og til - kannski líka karlinn - með kisu á milli ykkar - þá reddar kisa ykkar beggja...
La Hamz .. missed you! Loðboltinn minn...
Tiger, 27.2.2008 kl. 20:24
Hvað með páfagauka? Þeir gefa mér nú heldur betur mikla ánægju ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:26
Elskulegust.. ef þú ætlar að vera með páfagauka þá skaltu ekki kenna þeim að tala - óþolandi þegar fuglar eru ósammála manni - það getur stytt lífið heilmikið. En já, fuglar eru æði - söngur þeirra, ef þeir eru söngfuglar - geta létt manni lundina svo um munar. Svanirnir þínir t.d. gefa mikið af sér sko!
Tiger, 27.2.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.