Færsluflokkur: Löggæsla
10.3.2009 | 00:47
Hefur þú haft hönd í bagga, fémuni undir höndum eða setur þú allt í poka sem ekki má loka .. ? *Dæsss* ...
"Já, skelfilegt bara - þeir voru þrír - og þeir hlupu með 900 milljarða undir höndum".. sagði gjaldkerinn með grátstafinn í hendinni.
"Ég ætla rétt að vona að þeir verði nú látnir rétta upp hendurnar - svona eins og í kúrekamyndunum - upp með hendur - því það var einmitt þar sem þeir földu ránsfenginn! Undir höndunum" volaði í öðrum gjaldkera sem reyndi að ná grátstafnum af samstarfsmanni sínum.
Búast má við miklum tilþrifum þegar Bjarnarbófarnir nást og næsta víst er að þeim verður gert að lyfta upp höndunum með von um að ránsfengurinn finnist aftur. Hugsanlega mun þó þurfa á peningaþvætti að halda í framhaldi af þessum glæp því vitað er að þessir guttar nota ekki Deodorant frá Armani... heldur versla þeir ódýrt í Bónus!
Stöndum saman og stöðvum glæpi!
Vopnað rán í Seljahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.2.2009 | 13:26
Er maður dæmdur í eitt ár í fangelsi fyrir hverja dónamynd sem maður tælir af öðrum einstakling? 300 myndir = 300 ára fangelsi.
Hvernig stendur á því að maður sem ekkert hefur gert af sér - annað en að skrifa hótanir, villa á sér heimildum á netinu og þannig tæla unga skólafélaga til að senda sér myndir - og hóta þeim myndbirtingum (og jafnvel birt einhverjar myndir) - geti átt yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi - á meðan annar maður getur misnotað fjöldann allan af börnum kynferðislega - eyðilagt líf þeirra og fjölskyldna þeirra, aftur og aftur en fær bara stutta og skilyrta dóma ..
Eða morðingjar - menn/konur sem taka líf annarrar manneskju - eru að fá hvað - 1 til 5 ára dóma.
Hvernig í ósköpunum dómskerfi heimsins er uppbyggt er mér ómögulegt að skilja. Þvílíkt hve lífið væri auðveldara ef dómskerfi heimsins væri eins uppbyggt svo að sömu brot hlytu sömu meðferð og sömu dóma um alla heimsbyggðina. Spurning um hvort ekki sé hægt að koma slíku á - að heimurinn myndi laga sig einhvern veginn saman þannig að dómar fyrir sömu glæpi yrðu meira svipaðir um alla jörð.
Það að geta mögulega dæmt mann í allt að 300 ára fangelsi er náttúrulega út úr kú - nema ef um barnanýðing væri að ræða - þá myndi ég skilja dóminn - en fyrir ungling sem er að hóta hægri vinstri og villa á sér heimildir til að fá nektarmyndir .. skilðaekki þó ljótur leikur sé!
Hér fyrir neðan er fréttin af þessu af Mbl.is. Oft nennir maður ekki að elta tengla til að kíkja yfir frétt sem tengt er við svo ég tek þann pólinn að birta fréttina í heild ásamt tenglinum.
"Átján ára bandarískur skólapiltur hefur verið ákærður fyrir að hafa villt á sér heimildir á Fésbók með því að hafa þóst vera stúlka og hafa gabbað 31 skólabróður hið minnsta til að senda sér nektarmyndir af sér og reynt að kúga þá til kynferðisathafna.
Var Anthony Stancl ákærður í gær fyrir að táldraga börn en hann er einnig ákærður fyrir sprengjuhótun. Er ákæran í fimm liðum. Lögfræðingur Stancl segir að hann muni neita sekt í málinu og reyna að ná sátt.
Stancl var yfirheyrður í nóvember 2007 vegna sprengjuhótana sem hann var ásakaður um að hafa sent kennurum og skrifaði um á veggi salernis í skóla sínum, New Berlin Eisenhower Middle and High School.
Samkvæmt ákærunni á Stancl að hafa haft samband við samnemendur á Fésbók það sama ár og þóttist hann heita Kayla í sumum tilvikum en Emily í öðrum. Segja piltarnir að þeir hafi verið tældir til þess að senda stúlkunni sem þeir kynntust á Fésbók nektarmyndir af sér eða myndbönd.
Kennsl hafa verið borin á 31 pilt sem sendi Stancl slíkar myndir og yfir helmingur þeirra segir að stúlkan sem þeir hafi kynnst hafi reynt að fá þá til að hitta karlkynsvin og heimila honum að eiga kynmök við þá.
Var þeim sagt að ef þeir gerðu ekki það sem hún bað um þá myndi hún senda nektarmyndirnar eða myndböndin til vina þeirra og myndirnar yrðu síðan vistaðar á netinu. Í einhverjum tilvikum tókst Stancl ætlunarverk sitt samkvæmt ákærunni. Alls fundust um 300 nektarmyndir af ungum piltum í tölvu Stancl en þeir yngstu eru 15 ára gamlir.
Ef Stancl verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi."
Ákærður fyrir kynferðisbrot á Fésbók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði