Færsluflokkur: Spaugilegt
11.2.2008 | 14:39
Er nú ekki orðið ljóst að "þrjóskan er orðin að heimsku"?
Er Guðfaðirinn enn með puttana í grautnum? Er það virkilega ennþá svo að "Landspabbi" sitji í fullu starfi sem æðsti maður Sjálfstæðisflokksins en er með bankastjórastól sem auka/hliðar vinnu. Er það virkilega þannig að allar stórar ákvarðanir eru ennþá bornar undir fyrrum leiðtoga Sjálfstæðismanna? Aumt ef satt er...
Ef einhver fótur er fyrir því að "Landspabbi" stjórni ennþá á bakvið tjöldin hjá Sjálfstæðismönnum þá er flokkurinn í enn dýpri drullu en ég hafði áður talið. Ég hef alltaf undrast sleikjuhátt, undirlægjuhátt og blindu strögli Sjálfstæðismanna hver með öðrum. Hver á fætur öðrum fylgir grimmt þeim sem er í næstu tröppu fyrir ofan og svo koll af kolli - og allt það siðlausa brölt endar ætíð í kjöltu fyrrum leiðtoga þeirra. Hver og einn hugsar um að hræra ekki upp í þeim vandamálum sem upp hafa poppað hjá þeirra flokki og engin hefur "guts" kjark til að koma hreint fram og segja heiðarlega sína skoðun á málum.
Eru sjálfstæðismenn bara alls ekki svo sjálfstæðir eftir allt saman? Eru þeir ennþá að kyssa á rass Landspabba vegna þess að þeir telja hann vera Guð almáttugan og þeir sem lenda á móti honum falli langt í hyldýpi helvítis? Er framapotið svona sterkt í öllum að þeim er nákvæmlega sama þó þeir troði grimmilega á alþýðunni? Hvað getum við gert? Hvernig eigum við að mótmæla? Með hljóðlátum undirskriftasöfnunum sem lenda í neðstu skúffu Landspabba?
Ef tilvonandi borgarstjóraefni sjálfstæðismanna stígur ekki til hliðar þá finnst mér að landinn ætti að mótmæla hástöfum. Við eigum ekki að sitja undir því að launþegar hjá okkur séu í stanslausum innbyrgðis deilum og valdabrölti - framapoti og sleikjuhætti hver við annan - og allt það siðlausa sem viðgengst undir hugsanlegri verndarhendi Landspabba.
Við eigum rétt á því að Sjálfstæðismenn komi nú hreint fram og standi skil á því sem er í gangi, taki ábyrgð á störfum sínum og geri hreint fyrir sínum dyrum. Gullfiskaminni okkar má alls ekki gleypa þessi læti. Nú er tækifæri fyrir landann að sýna að hann lætur ekki endalaust vaða yfir sig og trampa á því sem við höfum haft að leiðarljósi þegar við kusum síðast - ekki núverandi meirihluta sleikjarar í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn verða að standa upp, bretta upp ermar - hætta þessu framapoti og þessari valdabaráttu og taka ábyrgð. Þeir verða að átta sig á því að þrjóska þeirra er löngu hætt og heimskan er tekin við í þessum málum. Við hin sem kjósum vitum hvenær þrjóska verður að heimsku - mæli með að stjórnmálamenn yfir höfuð hugi að því að læra að átta sig á því sama.
Reykvíkingar sem og landsmenn eru komnir með uppí háls af þessum leikaraskap í borginni og nú eigum við heimtingu á því að einhverjir raunverulega heiðarlegir stjórnmálamenn/konur komi fram á sjónarsviðið og geri eitthvað afdrifaríkt í málunum - hreinsi til og noti til þess heiðarleika, heilindi og raunverulegan vilja til að gera betur en þeir framapotarar sem nú eru við völd - annars er sviknum og reiðum kjósendum að mæta!
9.2.2008 | 23:16
Bibba á Brávallagötunni, hvar ert þú?
Hvað er það sem laðar fram bros, kátínu og léttir undir hjarta okkar? Hvað er það sem fær líkama okkar til að hreinlega titra og ólga af kátínu? Hvað er það sem fær adrenalínið til að flæða af krafti og líkaman til að æpa af fögnuði? Kynlíf? Kannski ... wrarrr!
Nei. Þó kynlíf sé kannski rétta svarið fyrir suma hérna, þá er það ekki það sem ég hafði í huga hér og nú. Hérna er ég með listamenn í huga. Listamenn sem hafa áralangt staðið í ströngu við að skemmta okkur og koma okkur í gott skap, létta okkur lundina og reyna að sjá til þess að við förum frá þeim með bros á vör og léttleika í hjarta.
Ætlaði ekkert að fara út í það að skrifa einhverja svaka færslu hérna ( jamm, glætan að ég kunni að skrifa eitthvað lítið og nett þegar ég byrja) um dásemd og kraft þess sem getur fengið okkur til að brosa. En bara svona rétt að nota þennan vettvang til að þakka öllum þeim listamönnum og konum sem létta mér lundina og gefa mér gleði í hjarta. Væminn? Já, ég er það stundum og sérstaklega þegar ég er nýbúinn að horfa á eða heyra eitthvað sem fær hjarta mitt til að skellihlægja eða andlit mitt til að ljóma af gleði.
Var að hlusta á gamla spólu (já spólu, þessar gömlu kasettur sem nú eru í mynd geisladiska) sem innihélt upptökur með einum af mínum mestu uppáhalds skemmtikröftum - Eddu Björgvins!
Ég elska marga góða skemmtikrafta eins og t.d. Halla og Ladda, Árna Tryggva, Helgu Braga - sem er í yngri kantinum, Örn Árnason og þá spaugstofufélaga sem eru sannarlega að koma sterkari og sterkari inn um þessar mundir að mínu mati - sem og helling af góðu landsliði sem ég man kannski ekki eftir í augnablikinu.
Ég elska t.d. karakterinn "Elsu Lund" hans Ladda heitar en margt annað og ætíð þegar ég heyri á "hana" minnst þá kemur ósjálfrátt fram bros sem ég er þakklátur Ladda fyrir.
En, aftur að Eddu B. Ég hef elskað hana frá því bara ég man ekki hvenær - og dýrka hana í dag. Þessi kasetta sem ég var að hlusta á innihélt hluta af "Bibba á Brávallagötunni" - eitt af mestu snilldar gamanefnum fyrr og síðar að því er mér finnst. Ég man hvað ég frestaði öllu, setti allt til hliðar - á meðan ég náði í gamla kasettutækið mitt og tók upp þættina hennar. Síðan hlustaði ég aftur og aftur á þessa þætti og það stanslaust með gleði í hjarta og í einu sólskynsbrosi. Guð hvað ég elskaði þessa konu, Bibbu mína á Brávallagötunni. Þakka þér Edda ef þú heyrir til mín hér!
Man að oft þegar ég var eitthvað niðurdreginn eða sorgmæddur, var þessi kasetta spiluð og upp frá tækinu stóð ég með tárin í augunum - gleðitár sem hreinsuðu og veittu slíkan kraft að það sem áður gerði mig sorgmæddan og niðurdreginn var horfið í gleði og bros.
Mikið vildi ég að Bibba á Brávallagötunni kæmi aftur á sjónarsviðið. Uppvaxandi kynslóð þekkir kannski ekki Eddu Björgvins eins og við eldri þekktum hana í gamla daga, en ég er viss um að unga fólkið okkar í dag myndi líka elska hana ef það fengi brot af því besta sem við hin fengum fyrir nokkrum árum frá henni.
Fullt er af öðrum og mjög góðum listamönnum og konum sem ég nefni ekki hér, en þetta eru mínir helstu uppáhalds. Hver er þinn uppáhalds listamaður/kona á Íslandi í dag?
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði