Færsluflokkur: Bloggar

Ertu hæf/ur, hæfari en aðrir? Ef svo þá færðu starfið, ef ekki færðu ekki starfið? Eða hvað?

   Í frétt af Vísi.is er fjallað um Hæfi Ráðinna Héraðsdómara - svar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um skipan héraðsdómara er þar til umfjöllunar (sjá Frétt Vísis hér neðst). Hér að neðan er úrdráttur úr gamalli færslu frá mér.

 Sjálfstæðismenn virðast alltaf geta potað sínum mönnum inn í öll þau embætti sem eru á lausu - eins og t.d. dómaraembættin undan farin ár. Þar hafa hver "dómarinn" af öðrum birst og borist í hásæti - framfyrir mun hæfari einstaklinga sem sannarlega þar til gerðar nefndir hafa sagt vera hæfari eða mun hæfari en þeir sem skipaðir hafa verið.

Hefðu þessir einstaklingar fengið stöðurnar ef þeir tengdust ekki Sjálfstæðisflokknum með blóðböndum eða vináttuböndum - og sannarlega verið taldir minna hæfir en aðrir? Nei, sannarlega ekki. Spilling? Já, lítur út fyrir að það sé sannarlega talsverð spilling hvað þessar ráðningar varðar - ekki satt? Svoleiðis horfir það allavega við mér, en ég er nú kannski ekki fyllilega dómbær  þar sem ég er bara venjulegur Jón úti í bæ.

  Ég er sannarlega sannfærður um að allir hinir ráðnu einstaklingar séu hörkunaglar og hinir bestu starfskraftar, hæfir og góðir einstaklingar sem eiga örugglega eftir að standa sig með miklum sóma í því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Ég er viss um að margir þeirra séu hinir heiðarlegustu og að þeir eiga sannarlega ekki skilið að vera hengt fyrir að vera tengdir flokk eða flokksmönnum – en þeir eiga heldur ekki að komast framfyrir mun hæfari einstaklinga vegna skyldleikans eða vináttunnar.

Auðvitað er og verður alltaf erfitt fyrir fólk - að fá feita stóla - sem er tengt með skyldleika eða vináttu ráðamönnum landsins, nema ef það er sannarlega metið hæfast í viðkomandi stól. Það verða alltaf einhverjir sem hrópa upp og kenna skyldleika eða vináttu um ráðninguna, burtséð frá því hvort viðkomandi sé raunverulega hæfur eða ekki. En það er einmitt þess vegna sem ákveðnar nefndir eru settar á laggirnar – til þess að létta undir með ráðamönnum þegar þeir þurfa að skipa í stórar stöður á opinberum vettvangi. Þessar nefndir eru einmitt skipaðar til að meta það óhlutdrægt og burt séð með skyldleika eða annað – hvort viðkomandi einstaklingar séu hæfir eða ekki og hvort viðkomandi sé raunverulega “hæfastur” af umsækjendum og því réttasta manneskjan í viðkomandi starf.

 

Frétt Vísis.

 

  Jamm, hver er það sem stýrir skútunni?


Heimiliskettir gerðir út af heilbrigðisstéttunum?

  Kettir draga úr líkum á hjartaáfalli. Gæludýrin hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Stórkostlegt - hlaða niður kisum út um allt hús og framtíðin verður björt, engir hjartasjúkdómar og áföllin ekki til staðar. Æi, þetta vissi ég sko - enda heljar mikill kattavinur - og með sterkt og gott hjarta! Þetta er, samkvæmt 24 stundum í dag, niðurstaða eftir 10 ára rannsóknir á 4300 manns í Bandaríkjunum. Er ekki málið að leyfa ótakmarkað kisuhald um allan bæ? Á ekki bara að koma kattholti upp á Spítala, staðsetja það viðhliðina á hjarta- og æðasjúkdómadeild? Ekki svo slæm hugmynd því kettir hafa sannarlega góð áhrif á heimilisfólk.

  Sagt er að kvíði og streita hafi neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi líkamans, rétt og satt. Sagt er að kettir hafi streitulosandi áhrif á eigendur sína. Bingó. Út með hjartaskurðlækna og inn með kisur (og hunda). Amerísku hjartasamtökin birtu niðurstöður rannsóknar árið 2005 sem sýndi fram á að aðeins 12 mínútur á dag í návist heimilishunda eða katta hefði jákvæð áhrif á hjarta- og lungnastarfsemi einstaklinga með hjartabilun.

  Hlýja og ánægja sem gæludýr veita eigendum sínum hefur fyrirbyggjandi áhrif. Katta(hunda)eigendur eru síður líklegir til þess að látast af völdum hjartaáfalls en þeir sem ekki eiga kisu. Dauði af völdum hjartaáfalls var, samkvæmt Qureshi - einum af rannsakendum þessa við Háskólann í Minnesota, 30% minni hjá kattaeigendum en þeim sem engin gæludýr áttu.

  Love your cat - and your cat will give your heart some adrenalinkick.


Góða eða Óða nótt félagar og föngulegar meyjar.

   Nú skríður músin (fannst það fallegra en rottan) í holuna sína hlýju og fer með bænirnar sínar. Þið eruð náttúrulega öll í mínum bænum sko.

Ég: Og kæri Guð, um leið og ég þakka þér fyrir góðan bloggdag - sem ég vona að þú hafir lesið þó þú sjáir þér ekki fært að kvitta fyrir - þá bið ég þig um að elska og gæta bloggaranna hérna. Þakka þér... og þakka þér fyrir Bibbu á Brávallagötunni!

Guð: Duhh... enn einn bloggarinn að senda mér bæn um blokk-kvitt. Hvers á ég að gjalda? Þó ég sé óútreiknanlegur þá er ég ekki að fara að logga mig á netið til að blaðra við léttgeggjaða bloggara. Set einhvern annan í það fyrir mig í vikunni ..

Æi, maður á ekki að blogga á nóttunni þegar maður er að sofna því það sem út kemur er algerlega tómt  ekki satt? Góða nótt kids. 


So Much Missing Jenný Anna Baldursdóttir 2...

  Það er skrítið þetta blogglíf. Núna um allnokkurt skeið hef ég flakkað um bloggið og skoðað bloggara, lesið og fundið mér nokkra góða sem eru í favorit hjá mér. Ætíð þegar ég kem á netið byrja ég alltaf á því að fara í favorit, smella á mín ædol þar, lesa ædolin og skella inn kvitti og kveðjum (eða hreinlega blogga bara inni hjá þeim).

Núna er einn af mínum fyrstu bloggfavorit í stuttu bloggfríi. Bloggarinn að tarna er sá bloggari sem ég dvaldi oftast lengst inni hjá, las og naut ánægjulegra stunda með "henni" í hennar daglegu frábæru færslum. Þessa dagana er ég alltaf fljótur að fara yfir mína favorit og stoppa ætí eins og venjulega síðast hjá Jenný, sem er nú einn af okkar skemmtilegust bloggurum að mínu mati. Málið er bara að núna veit ég ekkert hvað ég á að gera því engar færslur eru náttúrulega hjá henni þar sem hún er í stuttu fríi. Ég er búinn að skoða gamlar færslur frá því er ég byrjaði fyrst að lesa hana Jenný - allt frá því er ég tók fyrst eftir þessum skemmtilega bloggara - frá því lööööngu áður en ég byrjaði að blogga sjálfur, og sakna þess að sjá engar færslur frá henni daglega. Æi, ég vona að henni gangi vel og að gæfan sé henni fylgjandi í því sem hún er að gera - og hlakka mikið til þegar hún kemur aftur stelpurassgatið.

  Já, sannarlega big hug til ykkar kæru bloggarar sem eruð að kíkja á mig af og til. Mér þykir mjög vænt um allar ykkar heimsóknir og enn vænna þykir mér um þá sem skilja eftir sig spor til að ég geti líka kíkt á ykkur og bloggað inn í ykkar bloggi.. Whistling

Ég hafði ákveðið - þegar ég byrjaði um daginn að blogga - að setja ekki inn "bloggvini" eins og allir eru með heldur setja mína uppáhalds í favorit. Nú er svo komið að ég er að spá í að breyta þessu og setja inn bloggvini þannig að mun auðveldara er að kíkja á ykkur sem þar yrðu. Ég hef þegar hafnað þónokkrum vegna fyrri ákvörðunar en sendi viðkomandi alltaf ákveðin skilaboð þar sem ég útskýrði málið. Nú mun ég aftur senda sömu aðilum skilaboð með von um að þeir heiðri mig með "vináttu" sinni og gerist mínir bloggvinir.

  Þið sem hafið áhuga á að vera bloggvinir hjá mér - endilega sendið mér skilaboð því ég mun bæta ykkur inn. En, ég vil endilega minna ykkur á, eins og ég hef sagt annarsstaðar, að þó ég hafi ykkur sem bloggvini og hreinlega bloggi inni í ykkar bloggi - þá ætlast ég alls ekki til að þið séuð daglegir gestir hjá mér eða séuð stanslaust að skrifa athugasemdir í mínu bloggi. Auðvitað er ég alltaf glaður þegar ég sé hver er á ferðinni - en ég er líka glaður þegar ég bara sé fléttingabreytingar hjá mér.

Það geta allir kvittað sem vilja hjá mér, er ekki með nein skilyrði á það sem fólk vill segja og áfram mun ég ætíð reyna að kvitta hjá ykkur sem sendið mér kveðju. Munið samt að ég fer ekki fram á það að þið séuð alltaf að skrifa comment hérna.

  Need to go into my favorit and sort out my ædols and add some blogging friends.


« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband