Kveðjur og knús!

Í dag eru tímamót sem gera það að verkum að ég ákvað að kíkja hér inn eftir mjög langt hlé og setja niður nokkar línur á bloggið mitt. Fyrir tæpum tveim árum var ég að lesa hér á Moggabloggi - eins og oft áður - er ég rakst á bloggara sem mér fannst á margan hátt eftirtektaverður og byrjaði að lesa hann.

Eitt af því fyrsta sem ég rak augun í hjá þessum bloggara - er eitt af því sorglegasta sem hægt er að hugsa sér - eitthvað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum - foreldrar að missa börn sín.

jesumynd

Þetta varð svo síðar ein af mínum ljúfustu netvinkonum - en það var hún sem hafði missti son sinn fyrir nákvæmlega tveim árum í dag - 19 Ágúst 2009.

Ég byrjaði að senda inn hjá henni athugasemdir og reyna að gefa henni eitthvað pínulítið af jákvæðum orðum - rétt eins og svo margir aðrir yndislegir bloggarar voru einmitt að gera líka.

Ekki leið langur tími þegar ég fann tengil á kertasíðu sonar hennar - hans Hilmars - sem varð að fyrstu síðu hjá mér í hvert sinn sem ég fór á netið og hefur verið ætíð síðan.

jesumynd2

Nú er ég búinn að setja inn orð og orð inn á kertasíðuna hans í eitt og hálft ár sirka - og er kertasíðan búin að vera mér jafnnauðsynleg og hvað annað í daglegri rútínu. Hilmar er orðinn mér eins og ljúfur og góður vinur í gegnum þessa síðu - og margt hef ég nú sagt honum af daglegum gleðiefnum sem mér hlotnast - sem og ég deili með öðrum vinum mínum í lifanda lífi.

Lengi hef ég verið á leiðinni að kveðja kertasíðuna sjálfa - enda hefur hún þjónað sínu hlutverki vel og Hilmar vinur minn löngu kominn í hjartastað. Nú er þessi tími kominn - að kveðja síðuna.

Ég tel líka að Ragnheiður netvinkona mín sé löngu tilbúin að sleppa þessari kertasíðu - þó erfitt sé örugglega. Það er bara ekki fallegt af mér að halda henni endalaust við sem gerir það að verkum að vinkona mín þarf að fá samviskubit ef hún skrifar ekki þar inn líka á hverjum degi eins og ég og aðrir gera.

jesumynd4

Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að sjá þegar aðrir skrifa þarna inni - og ég er handviss um að Ragnheiður hefur fundið mikinn styrk í því að sjá ljós lýsa upp síðuna á erfiðum tímum eftir sonarmissinn!

Ég tel mig geta fullyrt, að flestir - ef ekki allir - sem hafa fylgst með Ragnheiði og Himmasíðu - muni aldrei gleyma þó kertasíðan hverfi.

Í það minnsta gleymi ég aldrei og mun áfram senda honum kveðjur í gegnum bænir. Veit að ég á eftir að sakna kertasíðunnar, en vil ekki halda fast í hana fyrst ég veit að hún er búin að skila heilmiklu kraftaverki frá sér..

Því er það sem ég kem hér og sendi þessa kveðju yfir netið til netvinkonu minnar - með von um að þessi tveggja ára tímamót verði henni ekki erfið heldur ljúfsár en mild í minningunni sem lifir um ljúfan og yndislegan dreng! Öll vitum við að tíminn læknar engin sár en hann mildar sársaukann og minningin sem áður var svo sár og vond - verður gleðileg og ljúf með tímanum.

Ef einhver vill kveðja síðuna eða senda Ragnheiði kveðju af þessu tilefni - þá er slóðin á Ragnheiði og kertasíðuna hér fyrir neðan. Knús og kveðjur á þig Ragnheiður mín sterka og ljúfa kona!

Heimasíðan hennar Ragnheiðar!

Kertasíðan hans Hilmars!


Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir góðu og glórulausu stóðlífi í mínu nágrenni! ..

Jæja já ..

Það er uppgjör og myndafærsla þetta sinnið. Eins og þið sem hafið lesið mig hingað til hafið séð - gruna ég - þá hef ég ekkert verið hér síðan í Maí. Nú er komið að því að kasta hér fram smá myndasýningu af blómasnúningum síðasta - og núverandi vors!

Ég byrjaði í fyrravor - 2008!

Upphafið var auðvitað þessi ljóti grasblettur - en ég fattaði ekki að taka mynd af honum áður en ég hreinsaði hjólagrind með riðguðum hjólum og alls skyns rusli af áður en ég tók fyrstu myndina.

Það var heilmikið púl að stinga þetta allt upp með einni lítilli stunguskóflu og rífa upp torfið - segi það satt.

blomin 040  blomin 042  blomin 043

Það var lítil mold undir torfinu svo ég þurfti að byrja á því að ná mér í fyllingu þegar ég var búinn að taka torfið burt ásamt grjóti og drasli sem var grafið þarna undir - ussuss.. átti allt eins von á að rekast niður á beinagrindur á tímabili.

Nú, svo var farið af stað í verslun Móður Náttúru - þar sem þú færð frítt svo framalega sem þú getur náð því án þess að skemma jarðveg eða gróðursæla staði. Mikið var tínt af grjóti og var það bæði sótt í fjöll og fjörur. Stuðlaberg og steinar sem komu úr jarðgöngum eftir sprengingar - sem og bara venjulegt hraun úr heiðmörk og af Miðnesheiði.

blomin 052  blomin 059  blomin 056

Nú, þá var það arfahliðin - en þar er blessunin hún Móðir Náttúra nokkuð gjöful þeim sem treysta sér til að nýta það sem hún býður uppá - og það nennti ég. Ótal ferðir eftir grjóti og blómum til að koma upp einhverri mynd á nýfætt garðsfrímerkið mitt. Margar ferðir með fullan bílinn af alls skyns blómum og arfa.

garður framhald 048  garður framhald 047 garður framhald 049

Öllu var komið niður í mold eftir knúnstarinnar reglum - bæði steinum og blómum - og ekki allt búið ennþá - en Kisa fylgdist sko vel með til að ekkert færi úrskeiðis! En allt var sett niður bara svona - hingað og þangað til bráðabirgða - með von um að blessaðar jurtirnar hafi ekki fengið of mikið sjokk þegar þær voru rifnar upp með rótum úr faðmi Móður Náttúru og troðið niður í lítinn einmannalegan blómareit.

garður framhald 050  garður framhald 053  garður framhald 054

Afraksturinn er byrjaður að láta sig sjást og hvert blómið á fætur öðru kíkir uppúr moldinni - en þessar myndir hér fyrir neðan voru teknar í enda Maí núna í vor.

ferming og sund 140  ferming og sund 144

 Nú þá er það síðasta myndin og jafnframt sú nýjasta - en hana tók hún Helga frænka sem býr í sama húsi og ég. Þarna má sjá að það er þó nokkuð af fallegum plöntum frá náttúrunni komnar saman - en líka eitthvað aðeins af fjólum og svo nokkur sem ég fékk úr garði litlu systur minnar sem var dugleg að grisja og gefa mér. Mágur minn, maðurinn hennar kom með mold og eitthvað af grjóti fyrir mig á kerru. 

Svo núna í vor fór ég í fjörurnar á Reykjanesinu og náði í nýtt sjávargrjót sem ég setti utan með beðinu - sérvalið og sértínt auðvitað.. haha!

Enn er ég þó ekki búinn - er að mála nokkra vel valda steina sem munu prýða skrúðgarðinn og ný planta bætist við af og til - og hjálpi mér ef maður á ekki bara eftir að riðjast inná bletti nágranna til að stækka við sig í framtíðinni.

blómabeðið

 

En hér læt ég staðar numið - enda ætlunin alls ekki að vera á blogginu mikið eins og er - bara smá uppdeit og hæhó!

Sendi knús og kremjur á ykkur öll sem leggið leið ykkar hingað inn núna og bið guð og gæfu að fylgja ykkur á þessum erfiðu krepputímum!

Luv you guys!


Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bara til að kasta inn kveðju og svo út aftur!

Já, hér er hinn sanni andi tíðarinnar!

 

sólblóm

Njótið bara blessaðrar tíðarinnar vel og vandlega á meðan hún er!

Það blotnar örugglega vel í okkur á Laugardag!

Over and out - into the Facebook.

Luv ya guys.


Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.

Angry  Skömm að því að lesa mörg hver commentin og einhverjar greinarnar hérna á blogginu. Hvar er manngæskan í ykkur?

Fjárinn hafi það að þið sem eruð hvað hörðust í því að dæma hratt og refsa harðlega - og það áður en öll kurl eru komin til grafar - eruð að snúa baki við ungum dreng - samlanda ykkar - vitandi það að ef hann þarf að dvelja í fangelsi þarna í Brasilíu - mun hann ekki eiga afturkvæmt heim til Íslands aftur - í það minnsta ekki lifandi.

Burt séð frá því hvað hver (íslenskur ríkisborgari) brýtur af sér á erlendri grundu - og burt séð frá því hvar í heiminum hann gerir það - þá finnst mér það nauðsynlegt að við gætum að hagsmunum landa okkar og gætum að því að þeir fái réttláta meðferð (alveg sama hvaða brot hann fremur) að hann fái hjálp, bót og tækifæri til að bæta fyrir brot sitt og bæta líf sitt og vinna í málum sínum - eitthvað sem t.d. þessi ungi maður mun sannarlega ekki fá að gera þarna í Brasilíu for sure.

Mér finnst það skylda þjóðfélagsins/íslenskra stjórnvalda - að hraða því sem mest má að vinna í því að fara út í samvinnu við þjóðir heims í sambandi við svona lagað! 

Íslendinga - sem fremja lögbrot/glæpi erlendis - á sannarlega að dæma í viðkomandi landi - en síðan framselja til heimalandsins til að sitja út þá refsingu sem viðkomandi land dæmdi manninn/konuna í! Eingöngu þannig getum við verið örugg um að viðkomandi "lögbrjótur" fái mannsæmandi meðferð á meðan hann situr af sér refsingu sína.

Eins eigum við skilyrðislaust að taka harkalega á erlendu fólki sem brýtur lög hér á landi - dæma það hart(eftir broti/glæp) hérna heima og senda það svo með hraði og lífstíðar endurkomubanni - til síns heima þar sem viðkomandi lögvald heimalandsins tekur við honum/henni og sér til þess að viðkomandi sitji út þá refsingu sem Ísland dæmdi sem hæfilega. Þá fengi sá aðili líka að sitja út sína refsingu í heimalandinu þar sem næsta víst er að hans ættingjar og vinir eru nálægir.

Maður finnur illilega til með ungu fólki sem villist af brautinni - sama hvar eða hvernig - en dómharkan er skelfileg í mörgum sem sannarlega eru ekki með á nótunum hvað varðar mannréttindi... sjá bara rautt og hrópa á refsingu dauðans sem fyrst!

Sögur heyrast af því að í t.d. fangelsinu sem Þessi Ragnar nú situr í - sé þekkt fyrir fangauppreisnir, morð og limlestingar - fyrir utan daglegar nauðganir sem eru látnar afskiptalausar af "yfirvaldinu".

Enginn á það skilið að vera dæmdur í kannski .. hvað .. tíu ár sem hæfileg refsing fyrir brot sitt - en fá svo í "bónus" alls skyns hrylling á hverjum degi sem hvað .. aukarefsingu? Er það það sem þið viljið? Svei bara .. þó ekki væri nema ein nauðgun á dag, þá eru hvað margir dagar í árinu - og hvað eru margir dagar í tíu árum - hvað gerir það t.d. margar nauðganir??? Er það ásættanleg viðbót við tíu ára dóminn - er það það sem þið viljið? Nei sannarlega ekki - eða ég trúi því bara ekki!!!

Stjórnvöld - hraða vinnu núna - koma íslenskum föngum heim í íslensk fangelsi - og erlendum föngum til síns heima í fangelsi þar. Vinna úr þessu og vinna saman að því að koma íslenskum afglöpum í mannsæmandi umhverfi þar sem þeir geta hafið uppbyggjandi starf í því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl - bætt fyrir brot sitt og vonandi komið betri manneskja aftur út í samfélagið að refsingu lokinni.


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mikið er hægt að græða á einum degi! Þrefallt meira en maður átti fyrir .. segi það satt!

Já sæll ... 

Ég er að segja ykkur það satt - að það falla gullmolar af himnum ofan yfir mig aftur og aftur. Í dag - 28 Apríl - féllu þrír gullmolar úr himnaríki og beint inn í fjölskylduna mína.

Okok, ég ætlaði að setja inn myndir hérna af þeim sem voru að framleiða .. og nei - það voru ekki storkar að fljúga hér yfir í dag - en ... netið er svo hrikalega slow eitthvað og ég nenni ekki að hanga eftir niðurhali myndanna, þær koma bara seinna.

En, sem sagt. Systurdóttir mín eignaðist 15merkur og 53cm dreng í dag um þrjúleytið og svo núna með kvöldinu eignaðist bróðurdóttir mín ekki bara einn - heldur tvo drengi - tvíbura.

Tvíburarnir voru held ég 10 merkur hvor.

Skemmtilegt að báðir foreldrar mömmunnar - bróðir minn og konan hans - eru líka tvíburar!

Mömmum heilsast brilljant vel og börnin eru glæsileg - en ekki hvað ha! :)

Ég verð alltaf ríkari og ríkari með hverju árinu - og á þessu sviði mun aldrei ríkja kreppa í kringum mig sko! Hvert fætt barn er þvílíkur gimsteinn í mínum augum að mér finnst ég bara eiga það hvert og eitt þegar þau koma.

En,... over and out! Er farinn að þakka himnaföður fyrir gullin sem rigndu niður frá honum í dag! Luv ya all too .. :)


Finna mig á feisbúkk snúðurinn minn.. Ég kaus "rétt" í dag! Hvað er rétt og hvað er þá rangt?

Mín elskulegasta og yndislegasta systir - hún Kurr - á afmæli í dag! Til hamingju með daginn ljúfust allra! 

Jæja, missed me? Nooo .. ? Why not?

Okok, ég veit að ég er ekki ómissandi - að það koma inn daglega ný andlit (ekki eins og mitt hafi nú verið mjög sýnilegt anyhow) - en ég er búinn að vera hevy latur hérna.

 

1dogs-and-cats

 

Í dag er kosið, já það er nefnilega það! Það er ætíð úr litlu að moða þegar að kosningum kemur - flokkar hamast við að lofa öllu fögru - en þegar stjórnarmyndun hefst eftir kosningar, fólk byrjar að máta stóla og embætti - þá hverfa öll loforð og finnast ekki aftur fyrr en að fjórum árum liðnum þegar næstu kosningar hefjast..

Þess vegna kaus ég "rétt"!

Ég kaus að biðja um frið á jörð (haleljújaogsápakki) - Kaus að taka daginn rólega í sundi með tvö systkynabörn með mér - Kaus að faðma og knúsa vini mína og vinkonur - Kaus að elda góðan mat og Kaus að horfa bjartsýnn fram á við - eins og mín er reyndar von og vísa.

Nú kýs ég rólegt kvöld fyrir framan sjónvarpið þar sem ég fylgist sæmilega áhugalaus með því hvernig flokkum og fylgjendum þeirra vegnar á þessum kosningadegi.

Jú, ég kaus auðvitað - skila aldrei auðu eða ógildu því mitt atkvæði telur sannarlega!

En, ef þið eruð ekki búin að finna mig á facebook ennþá - þá vona ég að þið gerið það hið fyrsta því ég nenni ekki að elta alla uppi þar. Ég eyði meiri tíma þar en hérna á blogginu svo ef þið viljið þá megið þið adda mér á facebook hjá ykkur "Ísleifur Vestmann" er leitarorðið og þá finnið þið mig.

Í bili er ég ósýnilegur hérna á blogginu og ekki að kvitta hjá neinum - svo ég vona að ég sjái ykkur sem flest on the feisbúkk!

Over and out snúðarnir mínir!


Ætli það leynist einhver spilling í páskaeggjum landsmanna? Er falin milla .. (neinei ekki Millan mín) .. í þínu bankahólfi?

Já nei ..

Ég er ekki kominn aftur til að blogga enn .. bara rétt stutt innlit til að óska ykkur gleðilegra Páska!

 

Páskaunginn.
Verð að viðurkenna að ég hef sko ekki nennt að hanga hér á Mbl.is blogginu undanfarið vegna helv... pólitíkusabloggs! Ég er búinn að fá langt uppí háls af pólitík - spillingu - græðgi og annarri siðspillingu.
Um allt þetta er fjallað í öllum fjölmiðlum landsins og því nenni ég ekki að lesa hérna allt sama klabbið líka.
Samt.. hér eru margir sem eru ekkert á pólitísku nótunum og er það bara gott og blessað - en jamm - ég bara er ekki að nenna blogginu í bili...
Já, nóg að gera líka í fermingum og öðru stússi ...
Over og át .. jamm!
Gleðilega Páskahelgi bloggarar.

Heillandi lífsstíll - heillandi fræðslufundur - eða er það bara hin gullfallega Magnhildur sem er heillandi? Hmmm ...

Og Akureyri heillar - en heillar þú? Ertu í formi? Viltu forma þig og móta svo þú verðir heillandi?

Ef ekki núna - hvenær þá? Nú er tími til kominn að þið rífið ykkur upp af rassinum og skellið ykkur á skemmtilegan fræðslufund á Akureyri næstu helgi - 27 til 29 mars.

 

n703976518_1644162_3761546
Ok, ég þekki þetta ekki sjálfur - en ég hef heyrt ótrúlega margar góðar sögur af þessu og hvet ykkur öll sem eruð fyrir norðan - til að hafa samband við hina ungu of fögru Magnhildi - og skella ykkur af stað í nýjan lífsstíl!
Annars er ég bara góður!
Eins og alltaf auðvitað..
Over and out - and into the facebook... nei ég meina svefninn!
Góða nóttina skottin mín.

Kodd'í sleik ... duhh! Facebook 1 - bloggið 0... í bili.

Ok, ímyndið ykkur að þetta sé ég - sjálfur Tiger - og að ekkert sé á milli mín - og þín - nema tölvuskjárinn!

How cute ...awww!

 

1babygiraff
Sendi ykkur þetta í tilefni nýrrar viku.
Hef mest lítið nennt að vera á blogginu undanfarið og það er ekkert að breytast. Hef fundið ykkur mörg á facebook - ekki öll samt - og sum ykkar fundið mig - svo ég get eitthvað fylgst með ykkur þar og því hefur bloggið orðið undir í bili.
En, over and out í bili. Veit ekkert hvenær ég nenni að snúa aftur af fullu á bloggið en það er ekki alveg núna á næstunni. Takk allir fyrir innlit og kveðjur.. see ya all!

Fríða Hamztur, móðurborð og fleira ... en ekki allt gefins þó!

ljugdugosiJú, þá er tölvan blessuð komin aftur í hús. Auðvitað hlaut eitthvað að vera að greyinu fyrst hún hefur alltaf látið eins og frostpinni og þvílíkt verið að gera mig gráhærðan (ekki að ég sé orðinn svona gamall, bara pirrgrámi) ..

Móðurborðið í tölvunni hrundi, en fyrir einhverjum mánuðum var það stýrikerfið og guð má vita hvað.

Rétt ætla að vona að nú sé græjan komin heim til að vera heima - ekki til að staldra stutt við, gera mig ennþá grárri og heimta svo bara viðgerðarferð. Þá harðneita ég og hendi henni í þá og sest á einhvern þar til ég fæ alveg splúnkunýja vél .. og hana nú! Hefði auðvitað átt að gera það strax náttla en svona er þetta ...

hamstur 002

Fríða litla hamstrastelpa er ennþá hérna hjá mér í góðu yfirlæti. Ætlunin er samt að finna henni nýtt heimili sem fyrst svo ef einhver les þetta núna sem langar í litla hamstrastelpu þá fæstu hún hérna gefins ásamt búrinu og öllum fylgihlutum.

Annars er kisinn minn eiginlega búinn að taka nagdýrið í fóstur - dúllast í kringum dýrið dag og nótt, liggur og sefur við hliðina á búrinu og þegar dýrið hleypur á gólfinu þá eltir kisi - en snertir Fríðu litlu aldrei þó. Segi það satt .. Hamsturinn hljóp að kisunni, klifraði yfir hana og niður hinu megin, en kisi bara snéri haus og fylgdist ánægð með aðförunum. Spurning um hvort kisa sé farið að langa aftur í kettlingabúnt .. en glætan að hún fái að geraða aftur í bráð Pinch ónei..

Annars er ég bara góður og glaður.

Er búinn að finna einhverja skemmtilega bloggara á Feisbúkk, er reyndar ekkert rosalega mikið þar en samt ... svolítið þó.

Þið megið alveg adda mér á feisbúkkið ykkar ef þið viljið - fulltaf myndum og gúmmilaði .. GetLost yeah, right.

En, over and out into the night. Sé ykkur bara um helgina - good night!


Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband