Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
25.6.2009 | 19:15
Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir góðu og glórulausu stóðlífi í mínu nágrenni! ..
Jæja já ..
Það er uppgjör og myndafærsla þetta sinnið. Eins og þið sem hafið lesið mig hingað til hafið séð - gruna ég - þá hef ég ekkert verið hér síðan í Maí. Nú er komið að því að kasta hér fram smá myndasýningu af blómasnúningum síðasta - og núverandi vors!
Ég byrjaði í fyrravor - 2008!
Upphafið var auðvitað þessi ljóti grasblettur - en ég fattaði ekki að taka mynd af honum áður en ég hreinsaði hjólagrind með riðguðum hjólum og alls skyns rusli af áður en ég tók fyrstu myndina.
Það var heilmikið púl að stinga þetta allt upp með einni lítilli stunguskóflu og rífa upp torfið - segi það satt.
Það var lítil mold undir torfinu svo ég þurfti að byrja á því að ná mér í fyllingu þegar ég var búinn að taka torfið burt ásamt grjóti og drasli sem var grafið þarna undir - ussuss.. átti allt eins von á að rekast niður á beinagrindur á tímabili.
Nú, svo var farið af stað í verslun Móður Náttúru - þar sem þú færð frítt svo framalega sem þú getur náð því án þess að skemma jarðveg eða gróðursæla staði. Mikið var tínt af grjóti og var það bæði sótt í fjöll og fjörur. Stuðlaberg og steinar sem komu úr jarðgöngum eftir sprengingar - sem og bara venjulegt hraun úr heiðmörk og af Miðnesheiði.
Nú, þá var það arfahliðin - en þar er blessunin hún Móðir Náttúra nokkuð gjöful þeim sem treysta sér til að nýta það sem hún býður uppá - og það nennti ég. Ótal ferðir eftir grjóti og blómum til að koma upp einhverri mynd á nýfætt garðsfrímerkið mitt. Margar ferðir með fullan bílinn af alls skyns blómum og arfa.
Öllu var komið niður í mold eftir knúnstarinnar reglum - bæði steinum og blómum - og ekki allt búið ennþá - en Kisa fylgdist sko vel með til að ekkert færi úrskeiðis! En allt var sett niður bara svona - hingað og þangað til bráðabirgða - með von um að blessaðar jurtirnar hafi ekki fengið of mikið sjokk þegar þær voru rifnar upp með rótum úr faðmi Móður Náttúru og troðið niður í lítinn einmannalegan blómareit.
Afraksturinn er byrjaður að láta sig sjást og hvert blómið á fætur öðru kíkir uppúr moldinni - en þessar myndir hér fyrir neðan voru teknar í enda Maí núna í vor.
Nú þá er það síðasta myndin og jafnframt sú nýjasta - en hana tók hún Helga frænka sem býr í sama húsi og ég. Þarna má sjá að það er þó nokkuð af fallegum plöntum frá náttúrunni komnar saman - en líka eitthvað aðeins af fjólum og svo nokkur sem ég fékk úr garði litlu systur minnar sem var dugleg að grisja og gefa mér. Mágur minn, maðurinn hennar kom með mold og eitthvað af grjóti fyrir mig á kerru.
Svo núna í vor fór ég í fjörurnar á Reykjanesinu og náði í nýtt sjávargrjót sem ég setti utan með beðinu - sérvalið og sértínt auðvitað.. haha!
Enn er ég þó ekki búinn - er að mála nokkra vel valda steina sem munu prýða skrúðgarðinn og ný planta bætist við af og til - og hjálpi mér ef maður á ekki bara eftir að riðjast inná bletti nágranna til að stækka við sig í framtíðinni.
En hér læt ég staðar numið - enda ætlunin alls ekki að vera á blogginu mikið eins og er - bara smá uppdeit og hæhó!
Sendi knús og kremjur á ykkur öll sem leggið leið ykkar hingað inn núna og bið guð og gæfu að fylgja ykkur á þessum erfiðu krepputímum!
Luv you guys!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði