Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.

Angry  Skömm að því að lesa mörg hver commentin og einhverjar greinarnar hérna á blogginu. Hvar er manngæskan í ykkur?

Fjárinn hafi það að þið sem eruð hvað hörðust í því að dæma hratt og refsa harðlega - og það áður en öll kurl eru komin til grafar - eruð að snúa baki við ungum dreng - samlanda ykkar - vitandi það að ef hann þarf að dvelja í fangelsi þarna í Brasilíu - mun hann ekki eiga afturkvæmt heim til Íslands aftur - í það minnsta ekki lifandi.

Burt séð frá því hvað hver (íslenskur ríkisborgari) brýtur af sér á erlendri grundu - og burt séð frá því hvar í heiminum hann gerir það - þá finnst mér það nauðsynlegt að við gætum að hagsmunum landa okkar og gætum að því að þeir fái réttláta meðferð (alveg sama hvaða brot hann fremur) að hann fái hjálp, bót og tækifæri til að bæta fyrir brot sitt og bæta líf sitt og vinna í málum sínum - eitthvað sem t.d. þessi ungi maður mun sannarlega ekki fá að gera þarna í Brasilíu for sure.

Mér finnst það skylda þjóðfélagsins/íslenskra stjórnvalda - að hraða því sem mest má að vinna í því að fara út í samvinnu við þjóðir heims í sambandi við svona lagað! 

Íslendinga - sem fremja lögbrot/glæpi erlendis - á sannarlega að dæma í viðkomandi landi - en síðan framselja til heimalandsins til að sitja út þá refsingu sem viðkomandi land dæmdi manninn/konuna í! Eingöngu þannig getum við verið örugg um að viðkomandi "lögbrjótur" fái mannsæmandi meðferð á meðan hann situr af sér refsingu sína.

Eins eigum við skilyrðislaust að taka harkalega á erlendu fólki sem brýtur lög hér á landi - dæma það hart(eftir broti/glæp) hérna heima og senda það svo með hraði og lífstíðar endurkomubanni - til síns heima þar sem viðkomandi lögvald heimalandsins tekur við honum/henni og sér til þess að viðkomandi sitji út þá refsingu sem Ísland dæmdi sem hæfilega. Þá fengi sá aðili líka að sitja út sína refsingu í heimalandinu þar sem næsta víst er að hans ættingjar og vinir eru nálægir.

Maður finnur illilega til með ungu fólki sem villist af brautinni - sama hvar eða hvernig - en dómharkan er skelfileg í mörgum sem sannarlega eru ekki með á nótunum hvað varðar mannréttindi... sjá bara rautt og hrópa á refsingu dauðans sem fyrst!

Sögur heyrast af því að í t.d. fangelsinu sem Þessi Ragnar nú situr í - sé þekkt fyrir fangauppreisnir, morð og limlestingar - fyrir utan daglegar nauðganir sem eru látnar afskiptalausar af "yfirvaldinu".

Enginn á það skilið að vera dæmdur í kannski .. hvað .. tíu ár sem hæfileg refsing fyrir brot sitt - en fá svo í "bónus" alls skyns hrylling á hverjum degi sem hvað .. aukarefsingu? Er það það sem þið viljið? Svei bara .. þó ekki væri nema ein nauðgun á dag, þá eru hvað margir dagar í árinu - og hvað eru margir dagar í tíu árum - hvað gerir það t.d. margar nauðganir??? Er það ásættanleg viðbót við tíu ára dóminn - er það það sem þið viljið? Nei sannarlega ekki - eða ég trúi því bara ekki!!!

Stjórnvöld - hraða vinnu núna - koma íslenskum föngum heim í íslensk fangelsi - og erlendum föngum til síns heima í fangelsi þar. Vinna úr þessu og vinna saman að því að koma íslenskum afglöpum í mannsæmandi umhverfi þar sem þeir geta hafið uppbyggjandi starf í því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl - bætt fyrir brot sitt og vonandi komið betri manneskja aftur út í samfélagið að refsingu lokinni.


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér, ég bloggaði áðan svipað og þú bara í færri orðum  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 02:38

2 Smámynd: Tiger

Haha .. sko Jóna mín, oft segja færri orð meira en heil ritgerð sko!

En, já - heim með íslenska brotamenn - heim í mannsæmandi fangelsi!

Tiger, 7.5.2009 kl. 02:43

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hver er sinnar gæfu smiður.  Óþarfi að vera að draga alla íslenska eiturlyfjasmyglara til Íslands.  Það er nú þegar umframetftirspurn eftir íslenskum fangaklefum með flatskjá og state of the art fartölvu auk þeirra sjálfsögðu nútíma þæginda sem gera fangelsisdvöl svo kósý á Íslandi.

Guðmundur Pétursson, 7.5.2009 kl. 04:19

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Tiger vill semsagt að  maður frá Brasilíu sem er dæmdur á Íslandi, sé framseldur til Brasilíu til þess að öruggt sé að hann  fái mannsæmandi refsingu/refsivist?

Guðmundur Pétursson, 7.5.2009 kl. 04:23

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er svo sammála þér Tiger. Að lesa bloggið hérna. Hatrið sem er með sumum er ótrúlegt. Hljóðið breytist á augabragði ef þetta fólk á svo ættingja eða vini sem lenda gætu í því sama. Frekar hræsnifullir einstaklingar.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 07:34

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hvort á fangavist að vera refsivist eða betrunarvist? Mér finnst allir eiga skilið uppreisn æru og að fangelsin eigi að hjálpa einstaklingum að komast úr vítahring og inn í þjóðfélagið aftur sem betri manneskjur. Þegar ungur einstaklingur fer út af sporinu snýst það ekki aðeins um hann, heldur heila fjölskyldu. Hvernig mundi ykkur líða ef þessi einstaklingur væri sonur ykkar eða bróðir? Að sitja í fangelsi í svona langan tíma og hafa ekki einu sinni fjölskylduna sína nærri hlýtur bara að vera skelfilegt.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.5.2009 kl. 07:46

7 identicon

Ég vorkenni aðstandendum þessa drengs .Hræðilegt að þurfa á eftir ástvini sínum í svona svarthol fíkniefna og glæps.Ömurlegt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:39

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún Ragna mín skrifaði nákvæmlega það sem ég ætlaði að skrifa...

Jónína Dúadóttir, 7.5.2009 kl. 09:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég setti heilmikla færslu á bloggið hennar Jennýjar, set það líka inn hérna TíCí minn.

Ég veit að það sem þú segir þarna er satt.  Það þekki ég frá fyrstu hendi.  Fólk fær hótanir um limlestingar annað hvort sín, eða sinna nánustu.  Ég veit hvað systir þín á heima!

Málið er að þegar krakkar eru í neyslu og komin það langt niður að þau vinna ekki lengur, þá eru þau í raun og veru þrælar glæpahunda sem sitja ef til vill hátt upp í þjóðfélaginu og deila og drottna.  Þeir senda þau í vændi, til að stela eða sem burðardýr.  Og þar er enginn miskunn.  Fólkið sem hér er að dæma bæði þig fyrir skrifin og drenginn þekkir einfaldlega ekki til í þessu dýraríki undirheimum sem ríkir rétt framan við nefið á okkur.  Og enginn virðist hafa áhuga á að hreinsa til eða uppræta.  Það er bara verið að hamast við að taka þessa smáglæpona með núll komma eitthvað í vasanum. 

Þeir fjármagna ekki innfluttning, þeir hafa ekki viðskiptasamböndin og þeir vita ekki einu sinni hver er næsti yfirmaður.  Þeir þekkja bara einn tengilið milli sín og einhvers annars.  Það er passað upp á það að topparnir séu verndaðir.  Minn sonur ætlaði að sitja inni fyrir einn mafíósan á sínum tíma.  Honum var hótað að eitthvað yrði gert vil litla drenginn hans ef hann gerði það ekki.  Málið var hins vegar að á þeim tíma sem afbrotið átti sér stað var hann annarsstaðar og í dagmeðferð á sjúkrahúsinu, þar sem hann kom daglega og fékk meðul.  Rannsóknarlögreglan trúði honum því ekki og hafði samband við mig sem gat staðfest það.  En svo átti hann að fara inn fyrir eitthvað sem hann hafði sjálfur gert, og var dauðans hræddur við að fara á Litla Hraun.  Taldi að honum yrði refsað þar, fyrir að geta ekki setið inni fyrir glæpahundinn. 

Þetta er auðvitað ekki til að trúa fyrir venjulegt fólk, en svona er þetta samt eða var, og hefur örugglega versnað en ekki batnað.  Og gerir ekki, meðan ekki er tekið á höfuðpaurum og yfirmorðingjum myrkraheimsins.  Því þeir eru ekkert annað en morðingjar, því oftast enda fíklarnir í annað hvort að taka sitt eigið líf af því að þeir sjá ekkert annað framundan, eða þeir deyja vegna þess að líkamin er búinn, eða þeir eru einfaldlega drepnir með of stórum skammti. 

Ég styð því að stjórnvöld reyni að fá drenginn framseldan og fái að sitja af sér samkvæmt íslenskum lögum á Litla Hrauni.  Raunar er litið alvarlegar á fíkniefnamál hér á landi en nauðgun og barsmíðar ef marka má dóma hér.  Læt þetta gott heita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 10:24

10 identicon

Undarlegt hve fólk er virkt í því að það sé bara hið besta mál að dæma manninn í 20 ára fangavist PLÚS þessara aukabónusa sem þú nefnir.

Að því er virðist er fólki slétt sama þó drengurinn þurfi að sæta sirka 7000, já sjö þúsund, nauðgunum sem aukarefsing fyrir glæpinn. Þessa tölu má svo vel og hugsanlega margfalda því þessi tala miðast við eingöngu eina nauðgun á dag!

Stoned (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:54

11 Smámynd: Tiger

Takk fyrir innlitið allir og innlegg ykkar.

Guðmundur Pétursson; Hugur er á því að láta það sama ganga yfir alla - allir sem brjóta af sér í öðru landi en heimalandinu - séu dæmdir þar sem brotið er framið og síðan sendir til vistunar og refsisetu í heimalandinu. Þannig myndu heldur betur mörg plássin losna í íslenskum fangelsum. Lög hvers lands þyrftu síðan að sjá til að þeirra heimafólk sé verndað eða að því verði mögulegt að byggja sig upp..

Að sjálfsögðu finnur maður mikið til með foreldrum og öðrum ástvinum þeirra sem missa sjón á "réttri" braut, en maður finnur líka til með samlöndum sínum sem gerast sekir um glæpi úti í hinum harða heimi og óskar engum þess að þeir þurfi að sæta dómi í samræmi við glæp ásamt svona hörðum og viðbjóðslegum "aukaverkunum"!

Stoned;  Nákvæmlega það sem ég meina - sögur segja (ekki bara bíómyndaslúður) að sjaldan eru það stakir aðilar sem nauðga heldur eru þeir tveir eða fleiri saman og því má vel margfalda þessa tölu - og einnig bæta við öðrum óþvera eins og slagsmálum með tilheyrandi slysum og stungum og limlestingum - og guð má vita hvað ekki..

Tiger, 7.5.2009 kl. 13:09

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Ef þetta væri sonur minn þá er ég hrædd um að ég gerði allt til að fá hann heim til Íslands. Svo ég skil vel fjölskyldu þessa drengs. Við viljum líka senda útlendinga heim í sín eigin fangelsi - ekki satt? Eigum við þá ekki að fá okkar fólk heim í okkar fangelsi?

Það vantar alla vega ekki manngæskuna í þig Tiger - knús til þín  

Sigrún Óskars, 7.5.2009 kl. 16:30

13 Smámynd: Tiger

Já Sigrún, sannarlega finnur maður til með fjölskyldu drengsins - sem og öllum þeim sem eru í eða eiga ástvini sem eru í neyslu. Dópið er harður og miskunarlaus húsbóndi og óþarfi fyrir okkur að auka á óhamingjuna með því að vera með ekkert annað en dómhörku í svona málum.

Drengurinn fær sinn skammt af refsingu - það er enginn að biðja um að hann sleppi auðveldlega eða við refsinguna - eingöngu að hann fái að sitja af sér dóminn hérna heima - í íslensku fangelsi með íslenskum samlöndum og með íslenska fangaverði. Við þurfum að sýna meira umburðalyndi og horfa framhjá því hver eða hvernig glæpurinn er - og horfa á framtíðaráhorf brotamanns, sem er mjög ljót í þessu tilviki - reyndar engin framtíð fyrir hann að því er virðist.

Tiger, 7.5.2009 kl. 17:34

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með þér og henni Ásthildi vinkonu minni, hún er að tala um það sem hún veit.
Kærleik til þín Tiger míó míó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 19:27

15 Smámynd: Tiger

Já Millan mín, sannarlega er ég líka sammála henni Ásthildi!

Tiger, 7.5.2009 kl. 19:35

16 identicon

Bölvuð vitleysa er það alltaf í fólki sem telur að það sé einhver lúxus að sitja í fangelsi. Greinilega fólk sem aldrei hefur lent í því né átt ástvini sem hafa setið þar. Hvað með það þó það sé gott sjónvarp, tölva eða eitthvað mannsæmandi, það er engin lúxus að vera sviftur frelsi og þá er alveg sama hvort maðurinn fái að horfa á sjónvarp eða ekki eða vera í tölvu eða ekki.

Luxorinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 19:41

17 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Án þess að vera með hártoganir, en hvað ef Íslendingur yrði tekinn fyrir samskonar smygl í Malasíu og fengi dauðadóm.  Ætti þá að fullnægja refsingunni á Íslandi?

Annars er ég í meginatriðum sammála þér Tiger.  Þetta eru þannig fangelsis aðstæður í Brasilíu að það er engum bjóðandi upp á þetta.

Guðmundur Pétursson, 7.5.2009 kl. 19:58

18 identicon

Ég held að 24 ára gamall maður sé nú tæplega "ungur drengur" fólk hér á blogginu er orðið svo upptekið af því að sýna endalausa manngæsku sína að það gleymist að þessi "ungi drengur" var tekinn með 6 kg. af stórhættulegu eiturlyfjum sem hefði getað drepið fjölda fólks og valdið mun meiri skaða fjá mun fleirum en nú hefur orðið raunin.

Ragnar er vissulega í verri málum en maður getur ýmindað sér en gleymum ekki í hvaða tilgangi hann var þarna úti.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:17

19 Smámynd: Ragnheiður

Minn kæri kæri Tiger...þú ert alltaf flottastur og alltaf bestur

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 11:31

20 Smámynd: Tiger

Luxorinn; Ég þekki það reyndar ekki en tel það samt rétt hjá þér. Auðvitað er það engin lúxus að vera sviftur frelsinu árum saman, svo sammála með að því ætti það að vera sjálfsagt að mönnum líði þó þokkalega í innilokuninni..

Guðmundur Péturs; Spurning um hvort Íslendingar myndu ekki bara yfirhöfuð yppa öxlum og glotta ef samlandi þeirra yrði fyrir þeirri ógæfu að brjóta svo alvarlega af sér að hann myndi hljóta dauðarefsingu fyrir.. en satt, það eru ólíðandi og ómanneskjulegar aðstæður í Brasilískum fangelsum og engum bjóðandi.

Maron; Í augum okkar eldri er 24 ár ekkert annað en barnungur drengur/maður.  Í augum foreldra hans er hann bara barn - barnið þeirra. Sagt er að það sé afar sjaldgæft að fólk deyji af völdum Kókaíns hér á landi en samt er ég ekki að bera þessu bót eða verja þetta og síst af öllu vil ég fá svona efni til landsins. Ég get þó sannarlega séð aumur á samlanda og óska honum framtíðar þar sem hann á mögulega afturkvæmt út í samfélagið okkar sem bættari maður en ekki sem grænmeti eða bara í líkkistu eins og við má búast þaðan sem hann er núna. Burt séð frá tilgangi hans þarna úti eða fyrirætlunum - þá er enginn að biðja um að hann sleppi auðveldlega frá því að sitja af sér dóminn - eða að hann hljóti sérmeðferð, bara að hann fái tækifæri til að bæta fyrir brot sitt og að hann fái að eiga einhverja mynd af framtíð í heimalandinu að refsisetu lokinni. Það á enginn skilið margfalda aukadóma ofan á hinn eina rétta dóm (nauðganir, pyntingar, limlestingar og guð má vita hvaða svívirðingar) - en það er einmitt það sem bíður hans þarna úti.

Ragnheiður mín; Luv you too skottan mín!

Tiger, 8.5.2009 kl. 13:07

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:48

22 identicon

Fáfræðin leiðir af sér fordóma. Þessum manni á að gefa tækifæri til að njóta meðferðar við hæfi. Hann er fársjúkur en getur náð sér fullkomlega. Íslenskt samfélag ber líka að hluta ábyrgð á því hvernig fyrir honum er komið. Samfélagið okkar er sjúkt því er það ekki fært um að fyrirbyggja svona harmleiki.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:57

23 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað með alla hina sem eru í brasilískum fangeslum?  Eiga þeir það bara skilið af því að þeir eru ekki íslendingar?

Guðmundur Pétursson, 9.5.2009 kl. 01:34

24 Smámynd: Tiger

Kveðjur til baka Linda Linnet..

Viðar Ingvason; Sammála - fordóma má alltaf rekja til fáfræði. Það er líka satt að samfélagið íslenska hefur verið hægt rotnandi síðustu ár vegna siðleysis og blindu - en það er hægt að byggja bæði samfélagið og einstaklingana upp með góðum hætti. Það eiga allir skilið tækifæri til að bæta sig og vinna sig aftur inn á rétta braut.

Guðmundur Pétursson; Það er ekki í hendi okkar að hafa áhyggjur af öllum heiminum í þessum efnum - bara samlöndum okkar og íslenskum ríkisborgurum eða Íslendingum yfir höfuð. Það er í hendi hverrar þjóðar fyrir sig að sjá um sína eða bjarga sínum til síns heima ef vilji og samvinna um slíkt er til staðar. Það á engin skilið að vera í fangelsi þar sem mannrétti eru margbrotin í allri sinni mynd daginn út og daginn inn .. ekki einu sinni Brasilískir þegnar hvað þá samlandar okkar.

Tiger, 9.5.2009 kl. 23:32

25 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt Tiger! Vel mælt!

Baldur Gautur Baldursson, 10.5.2009 kl. 10:54

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill og sannarlega sannleikanum samkvæmt.  Ég þakka þér bara kærlega fyrir þennan góða pistil og vil taka heilshugar undir orð þín.  Og vona bara að yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur,  til að fá þennan unga mann heim sem fyrst. Svo hann geti afplánað sinn dóm hér. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband