10.3.2009 | 16:30
Enn og aftur - Gefins, gefins og gefins!
Já, það er ýmislegt sem gengur af þegar fólk rífur sig upp og fer með hús, mús og bús - úr landi. Nú er svo komið að yndisleg fjölskylda er að fara til Danmerkur - hún er búin að pakka öllu sínu niður, setja í gám og í fyrramálið flytur þessi ljúfa fjölskylda til Baunalands - á vit nýrra ævintýra.
Samt er það stundum svo að ekki geta allir fengið að fara með í svona ævintýraferð og því er nú svo komið að hér er lítið grey sem óskar eftir nýrri fjölskyldu!
Mér hefur verið falið að koma út lítilli Hamstrastelpu og er það von mín að einhverjum langi í slíkt dýr.
Búrið hér að ofan er hennar og fylgir henni auðvitað!
Hamsturinn fæst gefins með búri, sagi og einhverju fóðri.
Koma svo - ef þig langar í - eða þú veist um einhvern sem langar í Hamstur - þá er núna tækifærið!
Fer með hana til dýralæknis á Föstudag ef enginn gefur sig fram...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ómögulega takk...
Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 18:51
vona bara að þú finnir heimili fyrir þessa litlu hamstrastelpu
knús til þín
Sigrún Óskars, 10.3.2009 kl. 20:39
Ég var með Eydísi í dýrabúð í síðustu viku. Hún stóð dolfallin yfir hamstri þar í hálftíma. Verst að mamma hennar er ekki jafn dolfallin.. Ég mundi ekki nenna að eiga dýr sem þyrfti að vera lokað í búri en kettirnir væru sjálfsagt alveg til sko.. en nóg komið af dýrum hjá mér í bili. Takk fyrir fallegt boð. Vonandi finnur hamsturinn nýjan eiganda
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.3.2009 kl. 23:08
Hamstrar eru dásamleg dýr en eins og önnur dýr þurfa þeir ástúð og dútl elska að komast út úr búrinu láta handfjatla sig, fá að hlaupa um gólfið stundum án kúlu við áttum einn sem dúllaðist með okkur á kvöldin og horfði með okkur á sjónvarpið skreið upp á hausa og heilsaði upp á okkur.
En ekki er sama hvar þetta litla dýr lendir og gæti verið best að heimsækja dýralæknirinn.
Hamstrar eru ekki leikföng frekar en önnur dýr.
egvania, 10.3.2009 kl. 23:30
Ekki get ég tekið að mér hamstur, kisurnar mínar 3 yrðu vitlausar. Ég hef átt mýs og hamstra á meðan ég átti einn kött og það fór illa. Kisurnar sæta lagi að veiða þessi litlu grey, þrátt fyrir búrin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:39
Úff, dæturnar búnar að eiga tvo hamstra og því segi ég nei takk ekki aftur. En ég skal láta orð ganga ef að ske kynni að vinkonur þeirra hafi áhuga. Vonum að hamstra stelpan fái gott heimili
Auður Proppé, 11.3.2009 kl. 08:39
gangi thér vel ad finna heimili hlýtur ad vera einhver sem vill taka ad sér eins og einn hamstur,og fá allt frítt med
María Guðmundsdóttir, 11.3.2009 kl. 09:30
Segi sama gangi þér vel að finna heimili fyrir litla dýrið TíCí minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 10:34
Þeir eru bara skemmtilegir, við gamla settið vorum oft að passa hamstrana fyrir
tvíburana mína er þær mæðgur fóru í sumarfrí og var það bara gaman, en ég held að þessu tímabili hjá okkur sé búið, nóg af hafa hundinn.
Knús í krús kveðjur til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2009 kl. 19:32
Sæll Tiger.
Hvað segir þú ert þú farinn að Hamstra...Hamstra hvað.
Góður pistill hjá þér .
Hafðu þökk fyrir skrifin þín, þó ég kommenti ekki alltaf.
Kærleikskveðja inn í framtíðina.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:45
hæ ég er 13 ára dreingur og væri mjög mikið til í hamstur en var að spá hvað hún væri gömul og hvar á landinu eruð þið ( ég er á sauðarkróki ) og hvort að hún þekki nafnið sitt og vilji halda því að hvort að það meigi kalla hana eitthvað annað og hvað nafnið er núna :Þ endilega svara sem first á netfangið xeinarx@hotmail.com og kanski mynd af henni í leiðinni :D
einar logi þorvaldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.