27.2.2009 | 15:10
Mbl.is < gegn > Facebook! Gamalt út og nýtt inn - í bili.
Jæja, ég verð víst að viðurkenna að nýr vettvangur hefur náð að heilla mig aðeins og því hef ég ekki gefið blogginu eins mikinn tíma.
Já, ég er farinn að leika mér á öðrum stað á netinu og þar hef ég verið að fíflast og atast í öllum í kringum mig. Málið er að maður verður að fylgja straumnum og taka þátt í því sem er "inn" í það og það skiptið.
Facebook er málið.
Undarlegasta fólk er þar að finna og næsta víst er að maður verður að passa að missa sig ekki þegar maður rekst á suma sem tilheyrðu fortíðinni - en eru núna að poppa upp í sinni undarlegustu mynd. Mikið af dásamlegu fólki er þar sem maður þekkti í denn. Skólasystkyn, fjölskylda, vinir - nú líka óvinir, og gamlir nágrannar. Flóran er frábær en næsta víst að maður verður að passa sig á því hvað maður lætur flakka þar því maður veit aldrei hver er að "skoða" mann og fylgjast með hverju spori manns.
Nokkur ykkar hérna hef ég fengið til mín þar, en marga hef ég ekki enn fundið - eða þannig - enda er ég nýbyrjaður á þessu og er enn að læra á þetta feisbókardæmi. Hef þó sent inn margar góðar og gamlar myndir þangað og undarlegt hvað margir muna og kannast við mann ennþá ..
En, eitthvað verður að láta í minni pokann í staðinn - og það er Mbl.is sem lýtur í lægra fyrir Facebook í þetta sinn. Ég mun þó halda áfram að fylgjast með blogginu og hver veit - þegar nýjabrumið er farið af feisinu þá kannski verð ég aftur virkur bloggari.
Vona að þið hafið það yndislegt, óska ykkur góðrar helgar og njótið lífsins öll ..
Knús á línuna ...
Rekin vegna ummæla á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já það fréttist allt á Fésinu sko. Enda Fésið fyrst með fréttirnar. Svei mér þá en Fésið er sko meiri tímaþjófur en bloggið. Kannski rekumst við á þar hver veit ? Knús á þig krúttlingur.
JEG, 27.2.2009 kl. 15:33
Ég á síðu á fésinu en mér finnst bloggið meira spennandi.
egvania, 27.2.2009 kl. 15:40
ég er sko á fésinu,á mér heilmikid félagslíf thar...hehehe..svona er thad thegar madur kemst ekki svo mikid útur húsi sko thá verdur madur ad finna sósíallíf annarsstadar. Madur verdur bara ad kunna sér hóf i thvi sem ødru, og láta thad ekki stjórna sinum tima ..ég á stundum erfitt med ad muna thad en madur er alltaf gódur i ad gefa ødrum rád
knús og kram á thig ,hafdu súbergóda helgi
María Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:25
mér finnst bloggið skemmtilegra en fésið - er nú samt á fésinu
Góða helgi elskulegur og stórt knús
Sigrún Óskars, 27.2.2009 kl. 16:37
Ég verð að vera sammála þeim sem hérna eru búin að kvitta og segja að mér finnst bloggið skemmtilegra. En mig er að finna á fésinu og bind ég miklar vonir að fá að gerast vinur þinn líka þar. Þú finnur mig undir nafninu Christine Einarsson.
Knús á þig að vanda elsku vinur og njóttu helgarinnar
Tína, 27.2.2009 kl. 16:58
Sama hér Tící ég er líka fallin "á fésið" finnst það mjög skemmtilegt en bloggið kíki ég nú alltaf á þegar ég hef nægan tíma (sem er aldrei)
Huld S. Ringsted, 27.2.2009 kl. 19:40
Heyrðu heyrðu heyrðu..
Nú hvílir á þér sú skylda að finna mig þar og bæta mér í þinn hóp, annað er óásættanlegt. Ég kann vel við fésið, þar er maður innan um þá sem maður vill en ekki opinn og berrassaður eins og á moggablogginu
Ragnheiður , 27.2.2009 kl. 21:09
Hvaða, hvaða er allt að verða vitlaust, bloggarar yfirgefa bloggið fyrir fésbókina. Mér finnst bloggið miklu skemmtilegra, en ég þurfti náttúrulega að vera "maður með mönnum" og fara líka á fésbókina.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:00
Ég er á feisinu og finnst það ágætt þó mér finnist bloggið heldur skemmtilegra. Feisbókin er samt sniðug að því leiti að maður getur fundið nánast alla þar.. Þú mátt alveg finna mig þar, er þar bara á mínu nafni, og ég skal atast með þér þar Eigðu yndislega helgi ljúflingur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:33
Sammála Röggu. Hvernig á mar að finna "tíger" ?
Einar Indriðason, 28.2.2009 kl. 08:24
Passaðu að missa þig ekki alveg
Jónína Dúadóttir, 28.2.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.