"Nei, þetta er óskiljanlega mikil mismunun" er haft eftir heimavinnandi prjónakonu laust fyrir hádegið.
"Ég og Sibba prjónuðum 15 lopapeysur á viku, seldum hverja þeirra á 10.000kr og fengum því 150.000kr fyrir þær. Þegar við vorum búnar að draga frá allan kosnað í sambandi við efni og annað tilfallandi, sem og draga frá skatta og gjöld - þá fengum við ekki nema 10.000kr hvor í vasann!" dæsti Gunna og gretti sig ...
"Svo þarf Kalli gamli ekki að beita nema tveim bjóðum og hann gerir það á 3 klukkutímum - og hann fær 20.000kr fyrir þau og það beint í rassvasann!" sagði Sibba súr á svipinn og rétti upp fimm putta til að leggja áherslu á bjóðin tvö sem Kalli hafði þurft að beita. Það var ekki laust við að kerlingarnar tvær fengju aulahroll við tilhugsunina um hversu margar peysur þær þurftu að prjóna til að standast samanburð við tvö vesæl bjóð sem karlinn hafði þurft að hrista fram úr erminni - erm af peysu sem þær höfðu prjónað en ekkert fengið fyrir.
"Kalli gamli er jú karlinn hennar Sibbu, þess vegna þurfti hann ekki að borga fyrir peysuna" dæsti Gunna með fýlusvip sem sagði mikið um álit hennar á svona sposlum og fjölskyldugreiðasemi.
Konurnar tvær voru sammála um það að prjónaskapurinn væri of mikið af því góða, að það borgaði sig hreint ekki að standa í "kvenmannsvinnuverkum" heldur væri það heillavænlegra og betra fyrir budduna að fara út í karlaveldið og stunda vinnu sem karlarnir hafa hingað til séð um.
"Já, við erum að hugsa um að fara að flytja inn G-strengi með fílsrana .. þó við ætlum reyndar að hafa nokkra með bara engum rana, því sjáðu til .. það eru nebblega margir bara með hálfgerðan stubb og það er ekki hægt að bjóða þeim fílsrana - sem þá væri bara alltaf TÓMUR" sagði Sibba og kerlingarnar skelltu báðar uppúr og skelltu sér á lær. Þeim var greinilega skemmt en blaðamaðurinn sótroðnaði þegar honum varð hugsað til þess að ranalaus G-strengur væri staðsettur lengst inni í horni í lopasokkaskúffunni hans heima. Stamandi og vandræðalegur afsakaði hann sig og forðaði sér burt með hlátraskelli kerlinganna í bakið ...
"Spurning um hvort þær hafi fattaðetta? Njee .. þetta eru kerlingar, þær fatta ekkert!" Hugsaði blaðamaður með sér á hlaupunum ...
Næsta víst er að blaðamaður komst að því að það borgar sig að vera með eitthvað á milli lappanna ef maður vill fá vel borgað .. ekki spurning!
Umhugsunarvert er í framhaldi;
Hvernig væri að breyta þessu hið snarasta og jafna þennan mismun?
Óútskýrður launamunur 7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki spurning launamunur kynjanna er svartur blettur á íslensku samfélagi. Sömu laun fyrir sama starf óháð kynferði.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:01
Sammála Sigurður, kynferði á aldrei að koma uppá borðið í launaútreikningum. Störf eru sannarlega misjöfn og mismunandi hvað fólk þarf að leggja á sig við vinnu - og á að vera metið eftir því, starfshlutfalli og what ever - en aldrei eftir kynferði.
Satt hjá þér að slík mismunun er svartur blettur sem verður að hverfa.
Tiger, 20.2.2009 kl. 16:03
Nú er ég svo innilega sammála ykkur báðum að það hálfa væri nógÞað á að reikna út hvers virði verkið er, ekki hvers virði aukaútlimurinn er
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 16:14
ad thetta skuli thekkjast árid 2009 er bara ótrúlegt. Starf á audvitad ad midast vid hlutfall og edli thess en ekki hvort eda hvad er milli lappa fólks! fjárinn sjálfur bara.. kannski mann geti keypt sér sonna einn gódan gervi og fengid svo launahækkun i kjølfarid?? ekki thad,á mínum vinnustad fáum vid jøfn laun, med eda án tippis
knús og kram og góda helgi Tiger
María Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:16
Hahaha .. satt Jónína mín, því aukaútlimirnir geta nú líka verið mismunandi og því misjaft hversu mikils þeir eru metnir! Múhahaha! Spurning hvort hægt væri fyrir konur að meta útlimi karla eftir tekjum þeirra ..
En satt, auðvitað á ekki að reikna laun eftir útlimum eða kynferðinu!
Tiger, 20.2.2009 kl. 16:20
María; Haha ... snilld.. konur fara í Rómeo og Júlíu - og koma launahærri þaðan út!
Smá tipps til þín .... hafðu ljúfa helgi - og þið öll sem hingað kíkið!
Tiger, 20.2.2009 kl. 16:22
Já Helga, í raun og veru ótrúlegt að þetta skuli finnast nú árið 2009 eins og María segir. Hafðu líka ljúfa helgina og farðu vel með þig..
Tiger, 20.2.2009 kl. 17:04
Góða helgi Högni minn
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:17
Geta þær ekki bara prjónað svona hlýja góða lopa fílsrana eftir máli? Æ, nei því mörgu klæjar undan lopanum Knús Tiger minn
Auður Proppé, 20.2.2009 kl. 17:53
Einu sinni var þessi vitleysa réttlætt, að konur fengju lægri laun af því að þær væru óáreiðanlegar, gætu bara tekið uppá því að fara í fæðingarorlof si svona Ekki lengur hægt að nota þetta sem "afsökun" til að borga konum minna, því karlar eiga nú sama rétt og konur til fæðingarorlofs. Þetta er klárlega eitthvað sem þarf að breyta. Sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni!
Hafðu frábæra helgi
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 18:12
Sömó Jónína mín, góða helgina og reyndu að vera stillt.
Auður; Hahaha ... ekki myndi ég kaupa af þeim loðfílsrana sko ! Ussuss...
Sigrún; Já, núna er engin afsökun til - núna þarf bara að laga þennan mismun og ekkert múður með það! Hafðu ljúfa helgina líka skotta ..
Tiger, 20.2.2009 kl. 19:20
Góður þessi með rana G-strenginn. :)
Baldur Gautur Baldursson, 20.2.2009 kl. 21:09
Já það er þetta með jafnréttið og misréttið. Sömu laun fyrir sömu vinnu var slagorð sem ég man eftir frá því í gamla daga. Það þarf greinilega að fara af stað með nýja baráttu. Ég óska þér góðrar helgar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:06
Hvar ætli maður geti fengið svona fílsrana
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2009 kl. 10:36
*frussss.....* hahahahah þú ert óborganlegur. En þetta er jú alveg fáránlegt að þurfa að vera með 3 fætur til að fá hærri laun. Ég meina það hlítur að vera tefjandi að vera með svona marga fætur því þeir ganga missamhliða og mishratt. Eða sko oddatala virkar illa því það er talið 1-2-1-2-1-2 þegar gengið er. En hvað um það hihihihi......smá útúrdúr. Mergur málsins er .....þetta er fáránlegt. Við erum öll jöfn þó við séum ekki eins. Við erum öll "manneskjur"
Knús á þig krúttlingur.
JEG, 21.2.2009 kl. 17:17
Kannski ég fari bara að prjóna g-strengi m/rana, sko fylltum rana hef trú á að það sé mikill markaður fyrir þá hjá útrásarpjökkum. Það er jú sagt svo á milli kvenna, að því stærri sem bíllin sé...... því minna millifótakonfekt....
Svo er ég að baka bollur með prjónaskapnum
(IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.